Morgunblaðið - 24.10.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.10.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 Sólveig Pétursdóttir um fund N-Atlantshafsþings: Gæti stefnt samstöðu í hættu að dreifa kröftum FUNDI Norður-Atlantshafsþingsins, sem þingmenn frá aðiidarþjóð- um Atlantshafsbandalagsins (NATO) sitja, lauk í Madrid á þriðju- dag, en það hófst þann 18. október. Að sögn Sólveigar Pétursdótt- ur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þeirra þingmanna sem sat þingið fyrir íslands hönd, var meginviðfangsefni þingsins, að þessu sinni, staða NATO eftir þær breytingar sem hafa átt sér stað i Sovétríkjunum. Miklar umræður hefðu einnig orðið um stöðu bandaiagsins vegna annarra þátta, ekki síst sameiningar Þýska- lands. Sólveig sagði ljóst að Frakkar og Þjóðverjar hefðu komið vel undirbúnir til fundarins og með til- lögur sem hnigu til sömu áttar. „Efnislega voru þær á þann veg að stefnt skyldi að því að NATO samanstæði af tveimur stoðum, annars vegar Evrópuþjóðirnar og hins vegar Bandaríkin og Kanada. Þar að auki vildu Þjóðveijar og Frakkar, ásamt fleiri Evrópuþjóð- um efla stöðu Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og Vestur-Evrópusam- bandsins (VES), væntanlega í þeim tilgangi að auka vægi sitt innan bandalagsins,” sagði Sólveig. Hún sagði Manfred Wörner, framkvæmdastjóra bandalagsins, hafa flutt mjög áhrifamikla ræðu þar sem hann lagðist gegn áform- um Þjóðveija og Frakka um sam- einingu þeirra herafla og tvískipt- ingu innan bandalagsins. Hann hefði einnig ítrekað nauðsyn þess að ásjóna bandalagsins yrði ein og söm. Á þeim viðsjárverðu tímum, sem nú væru, væri höfuðnausðyn að NATO-þjóðimar kæmu fram sem ein heild. Sólveig sagði það hafa verið nið- urstöðu fundarins að engar breyt- ingar skyldu gerðar á stöðu NATO sem vamarbandalagi vestrænna þjóða. íslenska sendinefndin hefði tekið undir þetta en sjónarmið ís- lendinga vom kynnt af hálfu Sól- veigar í ræðu sem hún flutti á þinginu. I ræðu sinni sagði hún m.a. að samstarf NATO-ríkjanna hefði ver- ið mjög árangursríkt og NATO verið mjög öflugt friðarbandalag. Innri styrkur bandalagsins hefði verið kveikjan að breytingunum í Austur-Evrópu. Nú þegar menn þyrftu að horfast í augu við breytta tíma teldu Islendingar að það gæti haft mjög alvarlegar. afleiðingar í för með sér ef menn myndu dreifa kröftum sínum og gæti það stefnt samstöðu aðildarríkjanna í hættu. Sólveig Pétursdóttir Menn mættu ekki gleyma því að NATO væri byggt á bandalagi sem næði til þjóða beggja vegna Atlantshafsins. Hún vitnaði loks í spænska rit- höfundinn Miguel de Cervantes sem í einu rita sinna sagði að máls- háttur væri ekkert nema stutt setn- ing byggð á langri reynslu. „NATO er mjög stutt orð en á bak við það liggur hafsjór reynslu sem ekki er hægt að draga í efa,” sagði þing- maðurinn í lok ræðu sinnar. Islensku fulltrúarnir studdu enn- fremur tillögu þess efnis að Eystra- saltsþjóðirnar fengju áheyrnarfull- trúa á þinginu líkt og nokkar aðrar Austur-Evrópuþjóðar hafa þegar fengið. Þá var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis að Sovétmenn drægju herafla sinn til baka frá Eystrasaltsríkjunum sem allra fyrst. Fyrri umræða um kjaramál á þingi VMSÍ: Höfuðáhersla á sérstaka hækkun lægstu launa ÁHERSLA á að hækka sérstaklega Iaun hinna lægstlaunuðu í þeim kjarasamningum sem framundan eru kom fram í máli flestra þeirra sem til máls tóku við fyrri umræðu um kjaramál á 16. þingi Verka- mannasambands Islands sem nú stendur yfir að hótel Loftleiðum. Einnig voru til umræðu í gær lagabreytingar, lífeyrismál og starf- semi VMSI auk fleiri atriða. Þinginu verður framhaldið í dag. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður VMSÍ, vara annar frummæ- landa um kjaramál. í upphafi máls síns rifjaði hann upp þá tíma er þær kauphækkanir sem náðst höfðu voru teknar til baka með gengisfellingum og meira til. Stöðugt verðlag yrði að fylgja kjarasamningum annars væri til lítils barist. Þá yrði verka- lýðshreyfingin að beijast fyrir fuilri atvinnu, en hann óttaðist að það hefði þokast til hliðar í hugum fóiks hve mikilvæg atvinnan væri. Einnig væri óhjákvæmilegt að breyta skatt- alöggjöfinni, hækka skattleysismörk og koma á fleiri skattþrepum, þó hann gerði sér grein fyrir að erfitt væri að ákveða hvar mörkin fyrir annað þrepið ættu að liggja. Samn- ingar yrðu að vera tryggðir með ein- hveiju móti og það yrði að koma í veg fyrir að það sem semdist um gengi í prósentuvís upp allan launa- stigann. Þá yrðu félög að fá að ganga frá sérkröfum sínum, en stærri mál ættu að vera á sameiginlegu borði, svo sem kauptryggingarmál og vaxt- amál. Guðmundur sagði að við gerð þjóð- arsáttarinnar hefði forsvarsmenn vinnuveitenda lýst því yfir að næðist þessi árangur sköpuðust skilyrði til að hækka laun almenns verkafólks. Það þýddi ekki að koma nú og segja að allt væri á þrotum og aldrei svart- ara en nú, en hann teldi að vinnuveit- endum væri full alvara með að standa fast gegn launahækkunum og honum sýndist það blasa við að þingfulltrúar mættu bú sig undir snarpar og harð- ar deilur. Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls á Höfn í Homafirði, mælti fyrir drögum að kjaramálaályktun sem liggur fyrir þinginu. Frá þeim hefur sagt í Morgunblaðinu, en í nið- urlagi þeirra segir að næsti kjara- samningur verði að vera byggður á því að allir samningsaðilar taki ábyrgð á að standa vörð um markm- ið hans. Telji einhver aðili slíks samn- ings að annar hafi hlaupið frá markmiðum hans geti hann krafist viðræðna um ágreininginn án sam- ráðs við aðra. Sigurður T. Sigurðsson, formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfírði, mælti fyrir tillögu félagsins um kjara- og atvinnumál. Þar er meðal annars rætt um að ná verði víðtækri samstöðu í þjóðfélaginu um gerð næstu kjarasamninga. Kaup- máttaraukning almennra launa og lífskjarajöfnun verði markmið þeirra. Ólafur Pétursson frá verkalýðsfé- laginu Vöku á Siglufírði skýrði frá samþykkt fískvinnslufólks á norður- landi vestra í kjaramálum en þar er meðal annars krafíst 75 þúsund króna lágmarkslauna, skattrleysis- mörk verði hækkuð, kaupmáttur launa nái því sem hann var 1987, starfandi fískvinnslufólk vinni við samningagerðina og allt bónuskerfíð verði endurskoðað og lagt niður í áföngum án þess að laun skerðist. Ólafur sagði að atvinnurekendur pöntuðu skýrslur um horfur í efna- hagsmálum og gætu fengið þær eins svartar og þeir vildu um stöðu fyrir- tækjanna. Þegar hins vegar væri verið að selja hlutabréf í fyrirtækjun- um væri nógur gróði af þeim. Hann sagði að fiskvinnslufólk borgað fyrir kvótann, það væri hægt að kaupa kvóta fyrir milljónir en síðan væri tap á fyrirtækjunum og ekki hægt að borga hærra kaup. Bjöm Snæbjömsson, varaformað- ur Einingar á Akureyri, sagðist telja að þjóðarsáttasamningamir hefðu tekist í meginatriðum vei og hefðu tekist enn betur ef ekki hefði verið kosningaár í ár. Stöðugleikinn hefði orðið fólki til góðs. Nú hefði það hins vegar forgang að hækka lægstu laun sérstaklega. Misréttið í launamálum kæmi glögglega í ijós í könnun á meðilaunum samkvæmt skattafram- tölum, sem skýrt hefði verið frá ný- lega. Þar hefði komið fram að meðal- tal Iauna giftra karla væru 170 þús- und krónur á mánuði og meðal fjöld- skyldutekjur væm yfír 200 þúsund. Lægstu laun samkvæmt taxta VMSÍ væru 42.395 krónur og mjög margt fólk væri með tekjur á bilinu 45-50 þúsund krónur á mánuði. Það yrði því að leggja höfuðáherslu á hækkun lægstu launa. Bjöm sagði ennfremur að nauð- synlegt væri að taka upp sérkjara- samninga nú, eins og Álþýðusam- bandið hefði beint til sérsamband- anna. Þá væri vaxtamunur bankanna alltof mikill og hann þyrfti að minnka. Gera þyrfti breytingar á skattakerfínu. Skattafrádráttur maka ætti að vera millifæranlegur að fullu. Jafna ætti lífskjörin í gegn- um skattakerfíð með því að taka upp tvö eða fleiri skattþrep og væri ekki óeðlilegt að annað skattþrepið yrði við 180 þúsund. Þá ætti að skatt- leggja fjármagnstekur og afnema hlutafjárafslátt. Ingibjörg Sigtryggsdóttir frá verk- lýðsfélaginu Þór á Selfossi kynnti kjaramálaályktun félagsins og verk- alýðsfélags Borgamess. í ályktuninni kemur meðal annars fram að félögin sé tilbúin til að standa að nýrri þjóð- arsátt ef kaupmáttur launa verka- fólks verður aukinn og sérstakar kjarabætur koma til þeirra sem lök- ust hafa kjörin,. stöðugt verðlag á vöru og þjónustu, lögð verði áhersla á uppbyggingu atvinnulífs, staðinn verði vörður um velferðarkerfið, fjár- magnstekjur verði skattlagðar, raun- vextir verði lækkaðir, skattleysis- mörk hækkuð, fleiri skattþrep og hátekjumenn verði skattlagðir sér- staklega. Jón Guðmundsson frá Seyðisfirði gerði alvarlega stöðu atvinnumála í þorpinu að umtalsefni og sagði að það sem yrði helst til að bæta stöðu fiskvinnslufólks þar væri að minnka vægi bónuss í laununum. Þá þyrfti að taka upp ákvæði kauptryggingar- samninga og tímabært væri að at- huga slík ákvæði hváð varðaði loðnu og síld. Varðandi kvótaskerðinguna sagði hann að athugandi væri hvort hún ætti ekki eingöngu að koma nið- ur á'þeim sem ynnu fískinn á'háfi Kirkjuþing: • • Oll embætti verði auglýst Á KIRKJUÞINGI í gær flutti biskup íslands herra Ólafur Skúlason skýrslu kirkjuráðs. Einnig voru meðal annars rædd frumvörp til laga um kirkjuþing og kirkjuráð og um veitingu prestkalla. í frumvarpi um veitingu presta- kalla eru helstu breytingar þær að ávallt yrði skylt að auglýsa laus pres- taköll, þannig að sama regla gilti að þessu leyti um embætti sóknarpresta og önnur opinber embætti. Með hlið- sjón af þessu yrði heimild til köllunar breytt. Lagt er til að kjörmenn geti leitað umsagnar sérstakrar nefndar um umsækjendur áður en val fer fram og umsagnir væru ætlaðar kjör- mönnum til upplýsinga og stuðnings, en væri ekki bindandi fyrir þá. Helsta breytingin í frumvarpi um kirkjuþing og kirkjuráð, er tillaga um að sérstök kjörstjóm verði í hveiju kjördæmi, en ekki kjörstjóm fyrir allt landið, eins og nú er. Þorsteinn off Friðrik stóðu ekki við orð sín - segir biskup íslands I RÆÐU biskups íslands, herra Ólafs Skúlasonar, við setningu kirlgu- þings í vikunni lýsti hann vonbrigðum sínum yfir tregðu ríkisvaldsins að standa við gerða samninga um garða í sköttum. „Það urðu mér mikil vonbrigði þegar Þorsteinn Pálsson kirkjumála- ráðherra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra stóðu ekki við yfírlýs- ingar sínar í fyrra. Þá á ég við blaða- grein Þorsteins og þingræðu Frið- riks. Vonbrigðin em ekki aðeins vegna þess að kirkjan fái ekki þessa peninga heldur einnig að fá framan í sig að það sé rétt sem almannaróm- ur hefur lengi haldið fram að stjóm- málamenn hafí þrenns konar afstöðu til mála. I fyrsta lagi hvemig þeir tala fyrir kosningar, í öðm lagi hvemig þeir tala á þingi sem óbreytt- skil á hlutdeild safnaða og kirkju- ir þingmenn og í þriðja lagi hvað gerist þegar þeir verða ráðherrar.” Biskup kvaðst þekkja einlægan velvilja Þorsteins og Friðriks til kirkj- unnar. „Þeir hafa báðir verið sóknar- böm mín og tekið þátt í kirkjulegu starfí. Nú bíð ég eftir því að vita hvort það verður gerð alvara úr því að skerða þessa tekjustofna kirkj- unnar, við afgreiðslu hins svokallaða bandorms og þá jafnvel hvort stuðn- ingsmenn þessá atferlis í fyrra hafi séð sig um hönd og mótmæli því í ár,” segir Ólafur Skúlason. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forystu Verkamannasambands íslands og Alþýðusambands Islands voru afhentir rúmlega fjögur þúsund undirskriftir fiskverkafólks frá 37 stöðum á landinu á þingi VMSÍ í gær þar sem krafist er sérs- taks skattaafslátts þeim til handa eins og sjómenn hafa með þeirri orðsendingu að þetta yrði þeim vegarnesti í þeim samningum sem framundna eru. Talin frá vinstri Málhildur Sigurbjörnsdóttir, Guð- mundur J. Guðmundsson og Snær Karlsson. úti eða seldu aflann erlendis. Jón benti ennfremur á að fólk á aldrinum 15-25 ára væri skuldbundið til að spara ákveðinn hluta launa sinna. Þetta væri að fullu skattlagt á sama tíma og sérstakir húsnæðis- spamaðarreikningar í bönkum væru undanþegnir skatti. Sigurður Bessason frá Dagsbrún í Reykjavík gerði samninginn um Evrópskt efnahagssvæði að umtals- efni. Hann ætlaði ekki að dæma um ágæti hans að svo stöddu, en verka- lýðshreyfmgin mætti ekki láta hjá líða að fara í saumana á honum til að vita hvað hann þýddi. Það væri ekki vitað nú. Jóhannes Sigursveinsson frá verk- amannafélaginu Dagsbrún í Reykja- vík, sagði að verkalýðshreyfingin yrði bregðast við þeirri breytingu sem verið væri að framkvæma með því að taka upp þjónustugjöld. Þá beindi hann því til húsnæðisnefndar varðandi félagslega húsnæðiskerfið hvort ekki væri hægt að útlána lán- um, sem væru á sérstökum kjörum, beint til verkamanna og þeir keypt sér húsnæði. Það myndi minka for- sjárhyggjuna í húsnæðiskerfinu. Þá ættu stjómmálaflkokkamir að standa við yfirlýsingar í skattamál- um sem gefnar vom fyrir kosningar. Sér virtist að ef verkalýðshreyfíngin ætlaði að ná einhveiju fram í þeim samningum sem í hönd fæm tækist það ekki nema með hreinum og klár- um átökum. Hrafnkell A. Jónsson frá Árvakri á Eskifírði, gerði bölmóð atvinnurek- enda og ríkisvalds að umtalsefni, en því yrði hins vegar ekki á móti mælt að aflasamdráttur ylli versn- andi afkomu hjá fiskvinnslunni. Ejóð- arsáttarsamningamir hefðu reynst vel. Þeir hefðu framkvæmt verð- könnun á Eskifírði á yfír 40 nauð- synjavörum heimila milli 9. apríl 1990 og 8.október 1991. Þeir hefðu átt bágt með að trúa niðurstöðunum því verðhækkunin á þessu átján mánaða tímabili hefði ekki verið nema 4,5%. Hann vissi hins vegar að það hefðu orðið meiri hækkanir á öðmm þáttum eins og til dæmis opinberri þjónustu. Hann tók undir að verkalýðshreyfingin yrði að vera vakandi varðandi Evrópska efna- hagssvæðið. Enginn passaði rétt verkafólks ef það gerði það ekki sjálft. Snær Karlsson sagði meðal annars að standa yrði vörð um velferðakerf- ið sem væri öryggisnet láglauna- fólks. Verkalýðshreyfingin mætti og ekki bregðast þeim sem stæðu höll- um fæti í þjóðfélaginu. Þó í sjálfu sér ekkert væri heilagt í þessum efn- um, þá krefðist verkalýðshreyfíngin þess að fá að hafa áhrinf á það sem gert yrði. Þá sagði hann að það væri hægt að kaupa kvóta fyrir millj- onir en það væri ekki hægt að koma til móts við kröfur láglaunafólks, það væri eitthvað galið við það kerfi. Hann sagði að kaupmáttur myndi rýma um 2% fram í desember og minnti á að ef ekki semdist fyrir 1. desember yrði engin desembemppbót borguð út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.