Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 23 Nokkrir fyrirlesaranna á ráðstefnunni. Morgunbiaðið/Juifus Ferðaráðstefna Reykjavíkur 1991: Vilja efla Reykjavík sem ráðstefnuborg’ Ferðamálanefnd Reykjavíkur stóð fyrir ráðstefnu undir yfirskrift- inni Hvernig eflum við Reykjavík sem ráðstefnuborg á Holiday Inn í s.l. þriðjudag. Nefndin vill fjölga erlendum ferðamönnum utan hins hefbundan ferðamannatíma með því að leggja áherslu á Reykjavík sem ráðstefnuborg. Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi og formaður ferðamálanefndar Reykja- víkur, hóf ráðstefnuna með erindi er hann nefndi Hvernig eflum við Reykjavík sem ráðstefnuborg. Þar kom meðal annars fram að ferða- málanefnd borgarinnar hefði unnið skipulega að því að kynna Reykjavík sem eftirsóknarverðan fundarstað fyrir erlenda funda- og ráðstefnu- haldara allt frá leiðtogafundi Reag- ans og Gorbasjovs í Höfða fyrir 5 árum. Greind hefðu verið sérstök áherslu'svæði næst áætlunarstöðum ísle.nsku flugfélaganna, dreift bækl- ingi og myndbandi, auk þess sem fjöldi verkefna hefðu verið unnin í samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki og forráðamenn íslenskra fyrirtækja með erlend umboð eða önnur sam- skipti við erlend stórfyrirtæki. Sagði Júlíus að í framhaldi af þessu frum- verkefni þyrfti að marka spor til framtíðar. Næstur talaði Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Lagði hann áherslu á langtímaáætl- un varðandi ráðstefnuhald. íhuga ætti þijá þætti í því sambandi. Þar væru um að ræða fríverslunarsvæði á íslandi, áherslu á málefni tengd sjávarútvegi og uppbyggingu ferða- þjónustu. og loks taldi hann nauð- synlegt að byggð yrði stór ráðstefn- umiðstöð í höfuðborginni. Megin- vandamálið ferðaþjónustunnar sagði hann að væri hversu árstíðabundin hún væri hér á landi. Næst talaði Jorgen Hansen, framkvæmdastjóri Turismens Fællesrád í Kaupmanna- höfn, vítt og breitt um funda- og ráðstefnuhald í heiminum en á eftir honum hélt Sigurður Helgason, fyrr- verandi stjórnarformaður Flugleiða hf., erindi sem hann nenfndi Hvert skal stefna. Sigurður sagði að hann hefði lengi verið þeirrar skoðunar að hér á landi vantaði heildarsamtök allra sem að ferðamálum störfuðu, þ.e. fengjust við rekstur á því sviði og ættu beinna hagsmunu að gæta. Þetta ættu að vera hrein hagsmunafélög en á eng- an hátt pólitískur klúbbur. Það ætti að vera meginverkefni þessara sam- taka að samræma allar aðgerðir at- vinnugreinarinnar út á við, marka heildarstefnuna um hvers konar þró- un á þessu sviði menn vildu sjá. Þá sagði hann að skorti markviss vinnu- brögð og fagmennsku í ferðaiðnaði á íslandi. Nicholas Kellock, ráðgjafi hjá Pallell Kerr Foster stofnunni í Lon- don, taldi upp kosti og galla við Reykjavík sem ráðstefnuborg. Kost- irnir væri að borgin væri nokkuð þekkt, þar væri margt hægt að hafa fyrir stafni, hótelrými væri nægilegt og borgin ólík öðrum ráðstefnuborg- um. Gallarnir sagði Kellock að væru þeir að margir héldu að mikil fyrir- höfn fælist í því að komast til ís- land, hitastig væri lágt og verðlag hátt. Lagði Kellock áherslu á gildi góðrar markaðsetningar. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri í Reykjavík, flutti ávarp á ráð- stefnunni en henni lauk með pall- borðsumræðum. Rússar vilja læra af samstarfi Norðurlanda: Rússar silja næsta Norðurlandaráðsþing * Oska eftir aðstoð 1 landbúnaðarmálum ÞINGMANNANEFND frá Æðsta ráði rússneska lýðveldisins liélt fund með forsætisnefnd Norðurlanda í Kaupmannahöfn síðastliðinn mánu- dag. Þessi fundur er sögulegur að því leyti að hann er á fyrsti sinnar tegundar. Á fundinum var ákveðið að fulltrúar Rússland myndu sitja næsta Norðurlandaráðsþing sem gestir enda kom fram hjá rússnesku nefndinni að mikill áhugi er fyrir hendi meðal rússneskra ráðamenna að læra af samstarfi Norðurlandanna. Af hálfu Islendinga sátu fundinn í Kaupmannahöfn þau Halldór Ás- grímson og Sigríður Anna Þórðar- dóttir. Halldór segir að fyrst og fremst hefðu umræðurnar snúist um áhuga Rússa á samtarfi við Norður- löndin og þann lærdóm sem Rúss- neska lýðveldið gæti dregið af sam- starfi Norðurlandanna. Einnig hefðu þeir óskað eftir aðstoð og samvinnu Norðurlanda í landbúnaðarmálum. „Rússarnir telja að þeir geti lært mikið af Norðurlöndunum og norr- ænu samstarfi meðan þeir eru að fóta sig á braut lýðræðisins,” segir Halldór. „Niðurstaða fundarins ar því sú að þeim ar boðið að sitja næsta þing Norðurlandaráðs í Hels- ingfors á næsta ári. Jafnframt var ákveðið að stuðla að ýmsum tengsl- um og samstarfi við Rússa í gegnum stofnanir Norðurlandaráðs.” í máli Halldórs kemur einnig fram að töluvert hefði verið rætt um vanda Eystrasaltsríkjanna, Eist- Xands, Lettlands og Litháen, enda hafa þau óskað eftir aðstoð Norður- landa, m.a. við að koma rússneska hernum á brott af landi sínu. Hall- dór segir að er Rússarnir voru spurð- ir um þetta atriði hafi þeir sagt að helsta vandamálið væri að þeir gætu ekki komið heijum þessum fyrir heima í Rússlandi eins og stendur. Halldór segir einnig að Rússarnir hafi lagt mikla áherslu á að eiga sem best samstarf við Norðurlöndin á sviði landbúnaðarmála og hafa ósk- að eftir aðstoð við að bæta landbún- aðarframleiðlu sína. Tónlistarfélag Borgarfjarðar 25 ára: Töfraflautan flutt í Logalandi Borgarnesi. SÉRSTAKIR hátíðartónleikar verða haldnir í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal 27. októ- ber næstkomandi. Þar mun Is- lenska Óperan flytja óperuna Töfraflautuna eftir Mozart. Þetta verða jafnframt minningartón- leikar um Friðjón Sveinbjörnsson sem lést síðastliðið haust en hann var í stjórn tónlistarfélagsins í 21 ár. Það var á sjöunda áratugnum að til var nefnd sem hét Æskulýðsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. For- maður hennar var Ásgeir Pétursson sýslumaður. Aðalverkefni nefndar- innar var „að taka æskulýðsmálefni í lögsagnarumdæminu til meðferðar í framtíðinni í því skyni að bæta félagslega aðstöðu æskufólks, sjá æskunni fyrir skemmtunum við hennar hæfi og efla menningarstarf- semi meðal hennar”. Til fyrsta fund- ar um stofnun Tónlistarskóla var boðað að frumkvæði Ásgeirs Péturs- sonar 6. janúar 1965. Á þeim fundi voru kosnir í undirbúningsnefnd Friðjón Sveinbjörnsson sparisjóðs- stjóri, Jakob Jónsson frá Varmalæk og Hjörtur Þórarinsson frá Klepp- járnsreykjum. Var hugmyndin sú að stofna tónlistarfélag sem ynni að því að koma upp tónlistarskóla og fá í héraðið tónlistarmenn og hljómsveit- ir til tónleikahalds. Það fór þó þann- ig að Tónlistarfélagið og Tónlistar- skólinn urðu tveir sjálfstæðir aðiðlar að öðru leyti en því að Tónlistarfé- lagið á sinn fulltrúa í skólanefnd- inni. Tónlistarskólinn fór af stað haustið 1967 og fyrsti skólastjóri hans var Jón Þ. Björnsson organisti og kennari. Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Borgaríjarðar voru haldnir á Bifröst haustið 1966. Síðan hefur félagið gengist fyrir fjölda tónleika í hérað- inu og margir góðir tónlistarmenn hafa komið fram á vegum þess á liðnum árum. Að venju er Ijölbreytt starfsár framundan hjá Tónlistarfélaginu. Má þar nefna einsöngstónleika Sigr- únar Hjálmtýsdóttur í janúar og ár- vissa tónleika með listamönnum úr heimahéraði á sumardaginn fyrsta. Núverandi stjórn félagsins skipa, Jónína Eiríksdóttir, Rebekka Þið- riksdóttir og^Margrét Guðjónsdóttir. TKÞ. Ljóðabók eftir Friðrik Guðna Þórleifsson HÖRPUÚTGÁFAN hefur gefið út nýja ljóðabók „Kór stundaglas- anna”, sem er fimmta ljóðabók Friðriks Guðna Þórleifssonar. Á bókarkápu segir m.a.: „Friðrik Guðni er rímsnillingur. Fátt mun honum auðveldara en að kveða með hefðbundnum hætti. Ýmis kvæði hans, einkum stuttar svipmyndir úr íslenskri náttúru, hafa náð eyrum og athygli fólks betur en margt sem hærra hefur verið hossað. í þessari ljóðabók skiptir hann um tón. Hann slær strenginn með öðrum hætti en fyrr, leikur nánast á tungu- málið eins og hljómborð.” í bókinni eru 17 ljóð og ljóðaflokk- ar. Kór stundagiasanna er 75 bls. Kápumynd Carsten. Setning, prent- un og bókband annaðist Oddi hf. Friðrik Guðni Þórleifsson. Fyrir fjallamenn frá berghaus Core-Tex fatnaður: Jakkar, buxur, lúffur og legghlífar. H H imuF? h m Glæsibæ, sími 812922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.