Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 Soweto í S-Afríku: Níu lestarfarþegar myrtir Jóhanncsarborg. Reuter. HOPUR vopnaðra manna réðst í gær inn í farþegalest í Soweto í Suður-Afríku í gær og myrti níu manns en 36 særðust. Morð- ingjarnir voru vopnaðir byssum, Polly Peck-málið í Bretlandi:___________ Saka Nadir um 13 millj- arða fjárdrátt Lundúnum. Reuter. BRESK yfirvöld birtu á þriðjudag ákærur á hendur Kýpur-Tyrkjanum Asil Nad- ir, stjórnarformanni stórfyr- irtækisins Polly Peck, þar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér 130 milljónir punda (13,4 milljarða ÍSK). Áður hafði Nadir verið ákærður fyrir að hafa dregið sér 25 milljónir punda (2,6 milljarða ÍSK) í eigu Polly Peck og ýmissa systurfyrirtækja. Nýjustu ákæruatriðin varða fjármuni, sem fluttir voru frá Polly Peck til systurfyrirtækis- ins Unipac, en Nadir kveðst saklaus þar sem tilfærslurnar bijóti ekki í bága við lög. Sérstakir fjárhaldsmenn voru skipaðir yfir Polly Peck í fyrra vegna 1,15 milljarða (119 milljarða ÍSK) skulda fyrirtæk- isins. hnífum og kylfum og telur lög- regla hugsanlegt að þeir hafi ver- ið að hefna þess að verkamaður af ætt zúlúmanna var myrtur fyrr um daginn. Um 3.000 manns hafa fallið í átökum stuðningsmanna Afríska þjóðarráðsins (ANC), sem einkum cr stutt xhosamönnum, og Inkatha-flokks zúlumanna frá því í ágúst. Sjónarvottar sögðu að árásar- mennirnir hefðu skyndilega lagt til atlögu gegn skelfdum farþegunum, skotið á þá og beitt lagvopnum, sum- um líkunum var síðan fleygt út úr vögnunum. „Það var blóð út um allt, fólk var skotið og skorið í tætlur, sum líkanna voru í nokkrum hlut- um,” sagði einn þeirra sem komst lífs af. Lík lágu eins og hráviði úm teinana í hverfunum Nancefield og Orlando. í september var gerð sams konar árás á lestarfarþega á leið frá Jóhannesarborg til útborgarinnar Soweto og lágu þá 26 í valnum. Á þriðjudag dó einn maður er vopnaður hópur réðst inn í morgunlest. Tveir íbúar í Soweto, sem voru í lest á leið frá útifundi heim til- sín, voru skotnir til bana af Inkathamönnum um síðustu helgi. Um 150 manns hafa týnt lífi í innbyrðis átökum blökkumanna frá því að fulltrúar ANC, Inkatha og ríkisstjórnarinnar undirrituðu friðar- samkomulag í sl. mánuði. Átökin eru helsti þröskuldurinn á veginum til viðræðna helstu stjórnmálaafla um nýja stjórnarskrá þar sem kynþáttum verður ekki mismunað. 800 fórust á Indlandi Reuter Talið er að um 800 manns hafi farist og þúsundir misst heimili sin í jarðskjálfta á Norður-Indlandi sl. sunnudag. Hér sjást slasaðir íbúar í Urratkashi. Deiluaðilar í Kambódíu undirrita friðarsamning- París. Reuter. RÁÐHERRAR frá 19 ríkjum komu saman í París í gær til að undirrita samning um frið í Kambódíu þar sem borgarastyrj- öld hefur geisað í tvo áratugi. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu stjórna landinu i samvinnu við bráðabirgðastjórn allra stríðsað- ila þar til frjálsar kosningar fara fram 1993. James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að kommúnistaleiðtoginn Pol Pot, er talinn er bera ábyrgð á dauða milljónar samlanda sinna er hann réði ríkjum 1975 - 1978, mætti aldrei aftur komast til valda í Kambódíu. Meðal viðstaddra voru Borís Pankín, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, forseti Frakklands, Francois Mitterrand, Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, og fleiri frámmá- menn. Er Baker hitti utanríkisráð- DIOR snyrtivörukynning ídagkl. 13-17 herra Kína, Qian Qichen, að máli í gær sagði bandaríski ráðherrann að enginn gæti verið viss um að friður væri tryggður í Kambódíu með Parísarsamningnum en menn væru vongóðir um að svo færi. Hann sagði að viðræður myndu hefjast við Víetnama eftir mánuð um bætt samskipti þeirra og Banda- ríkjamanna. Komið verður á fót sérstakri stjórnarnefnd í Kambódíu, Æðsta þjóðarráðinu, er skipað verður full- trúum þriggja skæruliðahreyfinga auk leppstjórnarinnar í höfuðborg- inni, Pnom Penh. í forsvari verður Norodom Sihanouk prins, fyrrver- andi þjóðhöfðingi landsins, en hópur embættismanna á vegum SÞ mun einnig sjá um stjórnarstörf fram að kosningunum. Verður hlutverk hinna síðarnefndu og léttvopnaðra sveita samtakanna ekki síst að reyna að hafa hemil á vopnuðum herflokkum deiluaðila. Bandarískir embættismenn sögðu að stjórn Ge- orge Bush forseta myndi styðja við- leitni í þá átt að draga leiðtoga Rauðu khmeranna, samtaka Pols Pots, fyrir rétt vegna glæpa þeirra. Pol Pot studdist og styðst enn við Kínveija, er m.a. sendu honum vopn til skamms tíma. Eftir að kommún- istaklíka undir handaijaðri Víet- nama steypti Pol Pot af stóli með hervaldi í árslok 1978 hafa Banda- ríkin stutt ótryggt bandalag þriggja skæruliðasamtaka, þ. á m. Rauðu khmeranna, er barist hafa gegn leppstjórn Víetnama í Pnom Penh. Rauðu khmerarnir standa best að vígi hernaðarlega af hreyfingunum og því ríkir enn ótti við að þeir reyni að hrifsa til sín völdin á ný. Júgóslavía: Herinn undirbýr stórsókn í Króatíu Zagreb. Reuter. HER Júgóslavíu hélt í gær uppi hörðum árásum af sjó og landi á króatísku borgina Dubrovnik við Adríahaf og hótaði að hefja nýja stórsókn til að ná nágrannabæjum hennar á sitt vald. Veljko Kadijevic, varnarmálaráð- herra Júgóslavíu, boðaði frekari herkvaðningu og stórsókn hersins í Króatíu. Hann hafnaði nýrri frið- aráætlun, sem Evrópubandalagið hefur lagt fram, en þar er gert ráð fyrir laustengdu sambandi júgó- slavnesku lýðveldanna sex. Herskip og hermenn á landi beittu stórskotaliðsvopnum og sprengjuvörpum í árásum á út- hverfí Dubrovnik. Yfirmaður hers- ins á svæðinu, Miroslav Telebak, sagði á blaðamannafundi að herinn stefndi að því að ná fimm bæjum í grennd við borgina á sitt vald. „Júgóslavíuher er að undirbúa harða gagnárás,” sagði hann og bætti við að markmiðið væri að eyðileggja búðir króatískra þjóð- varðliða á svæðinu. Herinn hefur setið um Dubrovnik í rúmar þijár vikur. Enn eru um 60.000 manns í borginni þrátt fyrir mikinn flótta þaðan að undanförnu. Júgóslavnesk stjórnvöld hafa nú takmarkað flutninga á flóttafólki frá borginni við eitt skip á dag. Vatn er þar af skornum skammti, auk þess sem rafmagns- og síma- sambandslaust er á stórum svæð- BARINN ER OPINN FÖSTUD- OG LAUGARDAGSKVÖLD TIL KL. 3. Finnland: Einstæð kjarasátt eftir Jaakko Iloniemi LANGRI kreppu sem hafði nær lamað finnskt efnahagslíf er lok- ið með sátt um launalækkun og kjaraskerðingu. Niðurstaðan fékkst með óvenjulegum sátt- aumleitunum milli leiðtoga sam- taka launþega og vinnuveitenda þar sem Mauno Koivisto forseti, Esko Aho forsætisráðherra, Kalevi Sorsa, fyrrum forsætis- ráðherra, og Rolf Kullberg bank- astjóri finnska seðlabankans léku lykilhlutverk. Ör samdráttur hefur átt sér stað í finnsku atvinnu- og efnahagslífi á rösku ári og má rekja ástæður þess að hluta til hruns markaða í Sovétríkjunum sem verið hafa Finn- um ábatasamir, en einnig til þess að verð á pappírsvörum, helstu út- flutningsvöru Finna til Vestur-Evr- ópu, hefur stórlækkað. Bundnar voru vonir við að ný stjórn mið- og hægriflokka undir forystu Esko Aho forsætisráðherra, sem tók við völdum eftir þingkosn- ingar í vor, næði að leysa helsta vanda framleiðslufyrirtækja, sem er of hár framleiðslukostnaður. Von var á að viðræður um kjarasamn- inga hæfust með haustinu um líkt leyti og ríkisstjórnin legði fram fjár- lagafrumvarp fyrir næsta ár. Aðilar vinnumarkaðarins og þingið stóðu því frammi fyrir alvarlegu efna- hagslegu úrlausnarefni. Ný og óreynd ríkisstjórn undir forystu lítt reynds forsætisráðherra stóð frammi fyrir alvarlegum deilum við launþegasamtökin en í fyrri stjórn höfðu náin tengsl Jafnaðarmanna- flokksins og alþýðusambandsins reynst afdrifarík fyrir úrlausn kjar- amála. Með Jafnaðarmannaflokk- inn í stjórnarandstöðu má segja að mikilvægan hlekk vantaði í kjara- málaviðræðurnar nú. Hnefinn í borðið Eftir talsverðar tafír sló forsætis- ráðherrann í borðið og krafðist þess að niðurstaða fengist á kjaramálun- um í síðasta lagi 21. október. Ef því yrði ekki að heilsa myndi stjórn- in grípa inn í og gera ráðstafanir sem bitnuðu á launamarkaðinum öllum. Þetta þýddi að ýmsar bætur yrðu strikaðar út með nýjum skött- um auk annarra ráðstafana og einn- ig þótti sýnt að ríkisstjórnin myndi fella gengi marksins verulega ef ekki tækjust sættir um kjaraskerð- ingu milli launþega og vinnuveit- enda. Á sunnudag kvaddi forsætisráð- herrann Sorsa til og bað hann að hafa milligöngu í deilunni til að koma skrið á samninga. Hann setti sína málamiðlun fram á mánudags- morgun og atvinnurekendur og nokkur meginsamtök launþega samþykktu hana strax. Stærstu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.