Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 25 Samið um Evrópska efnahagssvæðið; Frammámenn í írskum sjávarútvegi hrósa sigri ÍRSKI utanríkisráðherrann segist vera mjög ánægður með samning Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði (EES). Irskir útvegsmenn og fiskvinnslumenn taka í sama streng og segja það hafa verið mik- inn sigur að tollfrelsi á sjávarafurðum innan EES nái ekki til lax, makríls og síldar, en þessar þrjár tegundir mynda 60% af sjávaraf- urðum íra. Kemur þetta fram í fréttum írska dagblaðsins Irísh Times. Gerald Collins, utanríkisráðherra stunda mikinn útflutning og það írlands, fagnaði samkomulaginu og sagði það eiga eftir að styrkja tengsl EB-þjóðanna og hinna nánu nágranna þeirra í EFTA sem þær ættu svo margt sameiginlegt með. Collins sagðist ánægður með að írar hefðu fengið því framgengt að tollfrelsi á sjávarafurðum nái ekki til sfldar, makríls og lax. Einnig sagði hann íra ætla að gefa kröfu til að veiða hluta þess 11.000 tonna fiskveiðikvóta sem Norðmenn munu veita EB árið 1997. Hvað varðar þróunarsjóðinn sem EFTA-þjóðirn- ar eiga að greiða í sagðist írski utanríkisráðherrann búast við að írar myndu fá 50 milljón punda styrk og 150 milljón pund í lánum á hagstæðum kjörum. írskir útflytjendur fögnuðu al- mennt EES-samkomulaginu. Colin McCrea, frá írska útflutningsráð- inu, sagði menn vera í skýjunum yfir fríverslunarsamningnum. „írar eru góð tíðindi að búið sé að stækka viðskiptasvæðið úr tólf ríkjum í nítj- án," sagði McCrea. Útflutningsráð- ið er þeirrar skoðunar að það verði fyrst og fremst framleiðendur iðn- aðarvöru sem muni hagnast á sam- komulaginu. Colum MacDonnell frá Samtök- um írskra útflytjenda sagði nýja möguleika hafá opnast. Það bæri almennt að fagna aukinni fríversl- un. Sérstaklega sá hann möguleika á að koma á góðum viðskiptatengsl- um við minni ríkin innan EFTA, s.s. Finnland og Austurríki, sem væru af svipaðri stærð og írland. MacDonnell taldi lítil fyrirtæki eiga eftir að njóta sérstaklega góðs af EES. Frjálst flæði vinnuafls kæmi líka írum vel sem hefðu mjög gott starfsfólk á sviði þjónustu. Samtök írskra útgerðarmanna voru einnig á því að stigið hefði verið skref til góðs. Frank Doyle, talsmaður samtakanna, sagðist fagna því að Norðmenn hefðu ekki náð fram kröfum sinni um tollfrelsi á síld, makríl og lax en því hefðu samtökin lagst harðlega gegn. Samkomulagið um gagnkvæmar veiðiheimildir væri samt visst áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af málum til lengri tíma litið. Nokkrar þjóðir veiða þegar á þess- um miðum í skjóli EB, Spánverjar vilja veiða þarna og þeim er mjög í kapp að komast aftur í fískimiðin á Norðursjónum. írar verða að tryggja að þeim verði veitt aðild að þessu samkomulagi og fái sinn hluta af fiskveiðikvótanum." Formaður írskra fiskvinnslufyrir- tækja, Bryan Love, sagði menn vera himinlifandi yfir því að kröfum Norðmanna hefði verið hafnað. „írski sjávarútvegurinn barðist harðlega gegn þessum kröfum og það var ekki auðveld barátta. En við verðum að hafa neytendur okk- ar og fjölskyldur okkar í huga," sagði Love og bætti því við að hann hefði talað við talsmenn laxeldis- manna og þeir hefðu viljað óska þeim til hamingju sem börðu undan- þáguna frá tollfrelsi í gegn. Júgóslavneskir sambandshermenn skammt frá borginni Vukovar í Austur-Króatíu. Halda þeir enn uppi á árásum á hana þótt hún sé í rústum að hluta. Herinn gerði einnig árásir á bæ- inn Vukovar í austurhluta Króatíu og til bardaga kom við og við í nokkrum öðrum bæjum í lýðveldinu. Meira en 1.000 Króatar hafa beðið bana í bardögunum frá því í júní en ekki er vitað um mannfall á meðal Serba og júgóslavneskra hermanna. Bush Banda- ríkjaforseti: Tilræði afstýrt? Oxnard í Kaliforníu. Reuter. LÖGREGLA í Ventura-héraði í Kaliforníu handtók á sunnu- dag 45 ára gamlan mann grunaðan um að ætla að ráða George Bush Bandaríkjafor- seta af dögum. í íbúð mannsins, sem heitir Thomas Ward, fannst mikið vopnabúr. Að sögn beindist grunur að honum er hann sást kanna umhverfi Ronald Reag- an-bókasafnsins í útjaðri Los Angeles en Bush verður við opn- un safnsins 4. nóvember. í fyrstu neitaði Ward að hafa undirbúið morðtilræði en sagðist síðar harma það ef hann kynni að hafa sagt eitthvað sem túlka mætti sem hótanir við forsetann. Jaakko Iloniemi launþegasamtökin, SAK, en innan þeirra eru einkum iðn- og flutninga- verkamenn, neituðu að skrifa und- ir. En ekki liðu þó margir klukku- tímar þar til sambandið skipti um skoðun og féllst á tillögu Sorsa. í millitíðinni hafði Koivisto forseti kvatt Ihalainen formann SAK til fundar við sig. Strax eftir fund þeirra kom stjórn samtakanna sam- an og breytti afstöðu sinni. Tók hún samningsboðinu eftir að gerðar höfðu verið á því óverulegar breyt- ingar. Samdráttur þjóðarframleiðslu stöðvaður Niðurstaða dramatískra atburða helgarinnar og mánudagsins er 7% skerðing launakjara. Bæði sam- þykktu launþegasamtökin að kaup yrði lækkað og ennfremur að laun- þegar tækju á sig aukna hlutdeild í kostnaði við að halda velferðar- kerfínu uppi þar sem hluti launa- tengdra .gjalda er færður frá at- vinnurekendum yfir á herðar laun- þega. Að auki fylgja aðrar smá- vægilegar ráðstafanir en í heild munu aðgerðirnar leiða til lægri verðbólgu, lægri vaxta og markið verður sterkari gjaldmiðill á eftir. Samkvæmt upplýsingum Rolfs Kullbergs seðlabankastjóra verður þjóðarsáttin um kjaraskerðingu til þess að alvarlegur samdráttur þjóð- arframleiðslunnar, sem nemur um 6% á þessu ári, verður stöðvaður á næsta ári og síðan ætti landsfram- leiðslan að vaxa um 3,5% árið 1993. Útflutningur mun stóraukast og eftir tímabil mikilla erfiðleika er því nýtt vaxtarskeið framuxidan í finnsku atvinnulífi. Kullberg segir að eftir því sem best verði komist eigi finnska þjóð- arsáttin um lækkun framleiðslu- kostnaðar sér engin fordæmi ann- ars staðar, þ.e. að launþegar sam- þykki kjaraskerðingu með þessum hætti. Samningar tókust á síðustu stundu því vangaveltur um gengis- lækkun voru komnar á það alvar- legt stig að aðgerðir í gengismálum voru óumflýjanlegar. Vegna gjald- eyriskaupa hafði gjaldeyrisforði seðlabankans minnkað um nær helming á nokkrum dögum. Raunhæf lausn á vanda f atvinnulífsins Að mati ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hefur nú náðst fram raunhæf lausn á vanda atvinnulífs- ins. Hetjur þeirrar leikfléttu sem leiddi til samkomulags eru Esko Aho forsætisráðherra og Kalevi Sorsa forveri hans, sem lógðu á ráðin um lausn deilunnar, en þeir fengu síðan óbeina en mikilvæga liðvetslu Mauno Kovisto forseta. Höfundur er formaður Ráðs atvinnulífsins íFinniandi og fyrrverandi sendiherra í Sviss og Bandaríkjunum. • • SLYS A BORNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SNÚUM VORN í SOKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda námskeiði um algengustu slys á börnum, hvernig bregðast á við slysum og hvernig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram að Þingholtsstræti 3, Reykjavík dagana 28. og 29. október n.k. kl. 20-23. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-26722 fyrir kl. 17, föstudaginn 25. október. ® FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUDA KROSS ÍSIANDS Raudarárstig 18 - Reykjavík - sími: 91-26722 Haustlínan frá ¦matmt^... M w^ 4Sbfml "í"' *y ~^& : .! SfgilcJ • ''"'•',? f og <\ -s falleg . *^»' ^S^^N^i ÚTIÚFHi Glæsibæ - Sími 812922 +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.