Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jöhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stefnubreyting í rík- isfjármálum Ef undan er skilinn vandi landsmanna vegna fyrir- séðs samdráttar í fiskafla, er hagstjórnarvandinn af þrennum toga: Erfið afkoma atvinnuvega, hallinn í ríkisbúskapnum og hallinn í viðskiptum við útlönd. Af þessum sökum hefur verið lítið svigrúm til umsvifa í at- vinnulífinu. Við þessar aðstæður er einsýnt að leggja áherzlu á að draga úr opinberum útgjöld- um og tryggja stöðugleika í launum og verðlagi. Það kom því ekki á óvart að fjárlagaræða Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra fjallaði að meginmáli um stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisijármálum í stað hefðbund- ins talnalesturs um einstök efn- isatriði ijárlagafrumvarpsins. Ráðherra sagði meginmarkmið í efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar ijögur: 1) að draga úr rík- isumsvifum, 2) að hemja verð- bólgu og tryggja stöðugt gengi, 3) að stuðla að frjálsum viðskipt- um milli landa og 4) að tryggja atvinnu og aukinn kaupmátt þegar til lengri tíma er litið. Ef við lítum í kringum okkur, sagði fjármálaráðherra, þá ríkir kyrrstaða í íslenzku atvinnulífi, nánast hvert sem litið er. Hag- vöxtur er lítill sem enginn. Ný ijárfesting í lágmarki. Nýsköp- un og atvinnutækifæri af skorn- um skarmnti. „Það er þessi logn- molla, þessi stöðnun, sem er hið raunverulega vandamál í ís- lenzku efnahagslífi. Þessu verð- ur að snúa við. Að öðrum kosti blasir við áframhaldandi kyrr- staða og sífellt lakari lífskjör.” Atvinnuvegirnir og verð- mætasköpunin hafa dregizt satnan. En ríkisbáknið hefur þanizt út. Aukin útgjöld þess hafa kallað á skattahækkanir. Og þegar þær dugðu ekki til var gripið til skuldasöfnunar, innan- lands og erlendis. Opinber lánsíjárþörf 1991 nemur hærri upþhæðum en allur innlendur sparnaður ársins. Sú er megi- norsök hárra vaxta í landinu, ásamt þenslunni í húsbréfakerf- inu. í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1991 er leitað heimilda til 13.600 m.kr. erlendrar lán- töku „til að brúa fjármögnun ríkissjóðs”, eins og segir í at- hugasemdum með frumvarpinu. Fjármálaráðherra komst svo að orði um þessa skuldasöfnun: „Árið 1980 skuldaði hver ein- staklingur í landinu 350 þúsund krónur í útlöndum. Á þessu ári eru skuldirnar tvöfalt hærri, þ.e. hver íslendingur skuldar 700 þúsund krónur í útlöndum ... Á hvetjum einasta degi ársins hækka erlendar skuldir þjóðar- innar að meðaltali um 40 m.kr. Þetta jafngildir 1,5 m.kr. á klukkustund. Með öðrum orðum, á sama tíma og þessi ijárlaga- umræða stendur yfir hækka er- lendar skuldir þjóðarinnar um 6-7 m.kr., jafnvel 8-10 m.kr., ef umræðan tekur langan tíma.” „Er það skynsamleg velferð- arstefna,” spurði ráðherra, „að taka erlend lán til standa straum af samfélagsþjónustu dagsins í dag og láta börnin okkar endur- greiða lánin, þegar að skulda- dögum kemur?” Hann sagði tímabært að taka til hendi og snúa þessari þróun við. Ekki aðeins með niðurskurði ríkisút- gjalda. „Við verðum að hleypa nýju lÆi í íslenzkt efnahagslíf til þess að það geti staðið straum af kostnaðinum við þá samfé- lagsþjónustu sem við viljum veita og njóta.” „Þetta kallar á róttækar breytingar í hagstjórn. Gömlu úrræðin duga ekki lengur. Skattar á íslandi eru of háir. Vextir á íslandi eru of háir. Við verðum að lækka skatta og við verðum að lækka vexti. Slíkt gerist ekki með tilskipunum stjórnvalda eða yfirlýsingum á tyllidögum. Eina leiðin til þess er að draga úr umsvifum ríkisins og stöðva hallarekstur og lán- tökur opinberra stofnana og sjóða.” Fyrsta skrefið er stigið með fjárlagafrumvarpinu, það er að stöðva útþenslu ríkisbáknsins. Stefnt er að því að halli ríkis- sjóðs verði ekki umfram 1% af landsframleiðslu á næsta íjár- lagaári. Og fjárlög eiga að vera hallalaus árið 1993. Draga á úr opinberri lánsíjárþörf til að stuðla að lækkun vaxta. Sam- hliða á að styrkja samkeppnis- stöðu íslenzkra atvinnuvega og treysta þann veg kostnaðarlega undirstöðu lífskjara og velferð- ar. Og síðast en ekki sízt „að byggja traustan grunn fyrir komandi kjarasamninga”. - „Eg vil að það komi skýrt fram,” sagði ráðherrann, „að ríkis- stjórnin er reiðubúin til við- ræðna við aðila vinnumarkaðar- ins um frekari aðgerðir til að lækka útgjöld ríkisins og draga úr lántökum þess í því skyni að stuðla að gerð ábyrgra kjara- samninga”. Stefnumörkun sú, sem felst í fjárlagafrumvarpinu, er af hinu góða. En eftir er afgreiðsla Al- þingis. Og framkvæmd fjárlag- anna. Vonandi tekst betur til um þetta tvennt en næstliðin ár. SAMNINGUR UM EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ EES-samningur á bekk með stærstu málum lýðveldisins - sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á Alþingi JON Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær, að samningur EFTA og Evrópubandalagsins um evrópskt efnahagssvæði væri sambærilegur við stærstu ákvarðanirnar sem teknar hefðu verið í sögu íslenska lýðveldisins, ákvarðanirnar um inngöngu í Atlantshafs- bandalagið og um stækkun landhelginnar. Hann sagði að samningurinn markaði tímamót í efnahagssögu Islands, þar sem með honum hefði í fyrsta sinn verið tryggt að uppistöðuatvinnugrein íslcndinga, sjávarút- vegurinn, njóti sambærilegra viðskiptakjara og aðrar atvinnugreinar. Samningurinn gæfi íslendingum tækifæri, og það væri undir sjálfum okkur komið hvernig það yrði nýtt. Utanríkisráðherra flutti skýrslu um saminginn á Alþingi í gær og vísaði fyrst á bug gagnrýni í þá átt að ekki hefði verið haft eðlilegt sam- ráð við utanríkismálanefnd meðan á samningunum stóð. Hann sagði að samningurinn hefði þegar verið kynntur þar og í ríkisstjórninni. Gert væri ráð fyrir að aðalsamningamenn settu stafí sína undir samningstext- ann eftir hálfan mánuð. Utanríkisráð- herrar landanna gætu þó ekki skrifað undir samninginn, með fyrii’vara um samþykki þjóðþinga, fyrr en samn- ingstextinn hefði verið þýddur á þjóð- tungur allra þeirra þjóða sem aðild ættu að honum. Ráðherra rakti síðan þau efnisatr- iði samningsins um evrópskt efna- hagssvæði sem gengið var frá á loka- sprettinum í Lúxemborg á mánudag. Fyrst ræddi hann sjávarútvegsmálin, pg sagði að ófrávíkjanlegt skilyrði íslendinga, að hafna algerlega kröfu um veiðiheimildir fyrir tollfríðindi, hefði staðist. Einnig það skilyrði að vísa á bug kröfum um rétt EB til að fjárfesta í útgerð og fiSkvinnslu. Utanríkisráðherra sagði að eftir að þessum kröfum EB hefði verið hafnað hefði samningsstaða um markaðsaðgang ekki verið góð. Engu að síður hefði verið gerður samningur þar'Sem sjávarafurðum væri skipt í 3 flokka. Flokk sem bæri enga tolla, flokk þar sem tollar yrðu lækkaðir um 70% frá því sem þeir væru nú. Og loks væru nokkrar sjávarafurðir þar sem tollum yrði ekki breytt. Mið- að við núverandi útflutning íslend- inga á sjavarafurðum og tollaívilnan- ir, sem íslendingar njóta á Evrópu- markaði, þá muni 96% íslenskra sjáv- arafurða njóta tollfríðinda 1. janúar 1997, en nú væri það hlutfall um 60%. Avinningur náðist í þremur grein- um, á síðasta sólarhring samning- anna, að sögn ráðherra. Tollfrelsi náðist fyrir saltsíldarflök og hörpu- disk, og tollar fengust lækkaðir um 70% á þeim afurðum sem enn bera tolla. Ráðherra sagði að þeir tollar sem eftir stæðu væru svo óverulegir að þeir gætu ekki talist viðskipta- hindranir. „Með þessum samningum hefur tekist í fyrsta sinn að tryggja höfuð- útflutningsafurð íslendinga sama sess í fríversiunarsamstarfi og hefur gilt um iðnaðarvörur og nú mun gilda um þjónustu. Þetta eru þess vegna tímamót í efnahagssögu á íslandi,” sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þessi samnings- niðurstaða hefði farið fram úr þeim vonum, sem hann hefði sjálfur getað gert sér með raunsæju móti fyrir- fram. Utanríkisráðherra sagði að það samkomulag um gagnkvæman sjáv- arútvegssamning EB og íslands, sem áður hefði verið boðið, stæði óbreytt en það hefði áður verið kynnt á Al- þingi. Ráðherra rakti síðan önnur atriði sem samkomulag hefði náðst um í Lúxemborg. í þróunarsjóð hefði EFTA samþykkt að greiða 1,5 millj- arða ECU á fimm árum til að fjár- magna ódýr lán til vanþróaðra EB- ríkja, og að auki 500 milljónir ECU í styrki. Hlutur ísland- næmi 67 millj- ónum króna á fimm ára tímabili. Þá væri tryggt að EB skuldbindi sig til að beita EFTA-ríkin ekki gagnráðstöfunum vegna undirboða, sem væri mjög mikilvægt fyrir starf- semi stóriðjufyrirtækja á íslandi. Hvað varðaði skipasmíðar hefði EB lýst því yfir að það myndi taka til endurskoðunar tilskipun með það að markmiði að afnema ríkisstyrki í þessari grein. Þá sagði ráðherra að þijár um- deildar vörur úr landbúnaðarhráefn- um, Létt og laggott, Smjörvi og ijómaís, væru ekki á frívörulista fyr- ir ísland. Á það hefði verið fallist, að ríkis- einokun á áfengissölu á Norðurlönd- unum væri af félagslegum ástæðum og því mætti halda henni áfram. Þó yrði að tryggja að engin mismunun ætti sér stað við innflutning á áfengi. Einnig er ákvæði um að aðildarrík- in muni leitast við að samræma inn- byrðis reglur til að draga úr ríkisað- stoð í sjávarútvegi. EB vissi að ríkis- styrkir væru miklir í Noregi og þar sem Norðmenn hefðu lagt áherslu á að fá ákvæði um að ekki kæmu mót- aðgerðir við undirboðum, þá hefði þetta verið sett á blað, sem væri ís- lendingum út af fyrir sig hagkvæmt. Utanríkisráðherra svaraði síðan ýmsum spurningum sem vaknað hafa í umræðunni um samningana. Hann sagði að samningarnir hefðu lítið breyst á lokastigi þeirra, utan þau atriði sem hér hafa áður verið nefnd. Þannig hefði allur kaflinn um Ijár- magnsflutninga verið tilbúinn á síð- asta ári, og meginefni heildarsamn- inganna verið tilbúið í tíð síðustu rík- isstjórnar. Þá sagði hann að fyrirvarar hefðu komist til skila. Þeir hefðu aðallega verið fjórir: 1. Engar veiðheimildir í stað tollaheimilda. 2. Enginn fjárfest- ingarréttur varðandi fiskveiðar og vinnslu. 3. Fyrirvari um nýtingarrétt á orkulindum. Upplýst hefði verið í tíð síðustu ríkisstjórnar að hann væri óþarfur vegna þess að íslensk lög giltu þar. 4. Fyrirvari um rétt til að takmarka innstreymi fólks á vinnu-- markaði. Sá fyrirvari væri enn efnis- lega til staðar þótt hann væri í öðru formi, þ.e. vísað væri til almenna öryggisákvæðisins. Þá fjallaði ráðherra um spurning- una um hvort útlendingar gætu keypt hlunnindajarðir. Hann sagði að land- búnaðarráðherra væri með í undir- búningi að herða á íslenskum lögum til að koma í veg fyrir það, og sagði að það stæðist fullkomlega gagnvart EES-samningnum. Þetta hefði fyrr- verandi landbúnaðarráðherra ekki hirt um að gera. Hann vitnaði til nokkurra dóma EB-dómstólsins um að ríkjum í EB væri heimilt að setja löggjöf sem takmarkaði fjárfestingar útlendinga, þar á meðal annarra þegna EB. Jón Baldvin sagði síðan, að Islend- ingar gætu samkvæmt samningnum haldið óbreyttum íslenskum lögum um fjárfestingar í fiskveiðum og vinnslu og framkvæmd þeirra laga kæmi því EES-samningi ekkert við. Að öðru leyti væri það hagsmuna- mál íslenskts atvinnulífs, fyrirtækja og neytenda, að opinn íjármagns- markaður veitti fákeppninni á hinum þrönga íslenska markaði aðhald og samkeppni. Ráðherra sagði, að íslend hefði eitt EFTA-ríkja fengið undanþágu frá heilbrigðisreglugerð EB, þannig að engin hætta væri á innflutningi á dýrum sem sýktu íslenska stofna. Hins vegar hefðu menn ahyggjur af að þetta yrði notað gegn íslendingum við fiskinnflutning til EB, og farið hefði verið fram á sérstakar viðræður til að tiyggja hagsmuni íslendinga í því efni. Jón Baldvin sagði að dómstólar gætu ekki hnekkt fyrirvörum íslend- inga, eins og haldið hefði verið fram. Þá benti hann á, að ef Norðmenn felldu EES-samningana, yrði heildar- samningurinn endurskoðaður. Þá vaéri hætt við að sá ávinningur sem Islendingar hefðu fengið í sjávarút- vegi yrði ekki tryggur, nema einhver yrði til að borga það verð sem Norð- menn hefðu borgað. íslendingar hefðu verið í þessum samningum vegna þess að hagstæðara væri fyrir íslendinga að fórnarkostnaðurinn dreifðist á fleiri. Af þeim sökum væri ljóst, að tvíhliða viðræður við EB hefðu ekki skilað jafngóðum ár- angri. Ráðherra benti einnig á, að þessir samningar binda á engan hátt hendur Islendinga í samningum við önnur ríki. Jón Baldvin sagði að EES-samn- ingarnir væri enn mikilvægari en ella, ef önnur EFTA-ríki væru á leið inn í EB, þar sem hann tryggði brýnustu viðskiptahagsmuni okkar án nok- kurra skuldbindinga um inngöngu í EB. Utanríkisráðherra svaraði loks þeirri spurningu neitandi, hvort samningarnir fælu í sér afsal á full- veldi íslands. Löggjafarvaldi væri ekki afsalað, engar ákvarðanir yrðu teknar um samningmn, eða breyting- ar á honum nema Alþingi samþykkti hann. Engar ákvarðanir yrðu teknar í æðstu stofnunum efnahagssvæðis- ins nema með samstöðu allra. Sama máli gegndi með framkvæmdavaldið og dómsvaldið. EES-dómstóllinn væri gerðardómur um alþjóðlegar leikregl- ur viðskiptalífsins, og hægt væri að líkja því við, að ekki giltu sérreglur um íslenskan fótbolta eða handbolta, heldur væri farið eftir alþjóðlegum reglum. Það væri raunar smáþjóðum meira hagsmunamál en öðrum. Nánar er greint frá umræðum á Alþingi á blaðsíðu 30. Frá stjórnarfundi Stéttarsambands bænda þar sem fjallað var um samninginn um Evrópska efnahagssvæð- ið. Talið frá vinstri eru: Ari Teitsson, Birkir Friðbertsson, Rögnvaldur Olafsson, Guðmundur Jónsson, Hákon Sigurgrímsson framkvæmdasljóri Stéttarsambandsins, Haukur Halldórsson, Emil Sigurjónsson, Guðmundur Stefánsson og Þórólfur Sveinsson. EES-samning’urinn: Ymislegl virðist hafa færst til betri vegar varðandi landbúnaðinn - segir Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda „VIÐ skulum vona að það sé tilefni til að gleðjast yfir þess- um samningi, en mér sýnist að ýmislegt hafi færst til betri vegar varðandi landhúnaðinn en útlit var fyrir á tímabili. Það eru þó ennþá of mörg ef í þessu, og þörf á að fara betur ofan í þetta,” sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttar- sambands bænda, um sainning- inn um Evrópska efnahags- svæðið. Að sögn Hauks var farið laus- Iega yfír ákveðna þætti EES- samningsins • á fundi stjórnar EES-samningurinn: Minni breyting* en við áttum von á - segir formaður Sambands garðyrkjubænda SAMNINGURINN um Evrópskt efnahagssvæði mun hafa óveru- legar breytingar í för með sér frá því sem verið hefur undanf- arin ár varðandi innflutning á grænmeti, að sögn Kjartans Olafssonar, formanns Sam- bands garðyrkjubænda. Sam- kvæmt samningnum verður lok- að fyrir allan innflutning græn- Halldór Ásgrímsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra: Tollfrelsið skiptir miklu máli fyrir þróun sjávarútvegs HALLDÓR Asgrímsson fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra segir að markmiðum Islendinga hafi í aðalatriðum verið náð í liöfn í samningaviðræðunum við EB um evrópskt efnahagssvæði. „Eg tel að þarna hafi náðst verulegur árangur og ég held að það sé enginn vafi á því að það tollfrelsi sem þarna er í myndinni mun skipta miklu máli fyrir þróun ís- lensks sjávarútvegs á næstu árurn, og það atriði mun að sjálf- sögðu vega afar þungt þegar end- anleg afstaða er tekin til máls- ins,” ságði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær. Halldór sagðist ekki hafa fengið nægilega áreiðanlegar upplýsingar um hvað felst í samningnum um EES og hann myndi ekki taka endanlega afstöðu til þessa samnings fyrr en hann hefði kynnt sér hann til hlýtar. „En sé miðað við þær undirtektir sem verið hafa í Evrópubandalaginu í sumar, þá varð lokaniðurstaðan að mínu mati líkari því sem maður gat búist við síðastliðið haust og síðastl- iðinn vetur.-Ég hef alltaf haft trú á því að það myndi nást tollfrelsi fyrir meginhlutann af okkar sjávarafurð- um og það væri í raun það eina sem við gætum sætt okkur við,” sagði Halldór, „Að því leytinu til má segja Samningar um EES: Til álita að takmarka yfirdrátt ríkissjóðs í Seðlabankanum - segir Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra sem tekist hefðu milli íslands og annarra aðildarríkja EFTA annars vegar og Evrópubandalagsins hins vegar hefði verið stigið mikilvægt ' skref til hagsbóta fyrir atvinnuljfið. Samþykki Alþingi þessa samninga .fengju íslensk fyrirtæki mikil sókn- árfæri inn á erlenda markaði. Samningarnir gætu þannig orðið til þess að ijúfa þá kyrrstöðu, sem hér hefði ríkt um langt árabil. Það skipti því miklu að íslendingum tækist að nýta þá möguleika, sem samningarnir um evrópska efna- hagssvæðið byðu. • Þá sagði Friðrik: „Athuganir, sem hér hafa verið gerðar á áhrifum aðildar íslands að evrópska efna- hagssvæðinu benda til þess að þau geti verið umtalsverð, bæði í formi aukins hagvaxtar og minni verð- bólgu. Jafnframt felst í samningun- um áskorun um að við tökum til hendinni heima fyrir. Við þurfum að laga atvinnulíf okkar að breytt- um aðstæðum. Við þessar aðstæður eru miklar kröfur gerðar til ríkis- fjármálanna. Þar skiptir ekki síst máli að stefnan í ríkisfjármálum sé trúverðug og í samræmi við stefn- una í gengis- og peningamálum. Skattkerfið þarf að vera sveigjan- legt tii þess að stuðla að meiri stöð- ugleika í efnahagslífinu. Jafnframt þarf að ná betri tökum á útgjalda- hliðinni og hverfa frá varanlegum hallarekstri. Hér hlýtur að koma til álita að takmarka yfirdráttarheim- ildir ríkissjóðs í Seðlabanka, líkt og tíðkast víða í Evrópu. Með því gæti skapast nauðsynlegt aðhald að út- gjaldaákvörðunum stjórnvalda og um leið forsendur fyrir jafnvægi í þjóðarbúskapnum.” FRIÐRIK Sophusson, fjármála- ráðherra, telur að aðild íslands að evrópska efnahagssvæðinu geri miklar kröfur til ríkisfjár- mála. Til álita komi að takmarka yfirdráttarheimildir ríkissjóðs í Seðlabanka til að skapa nauðsyn- legt aðhald að útgjaldaákvörðun- um stjórnvalda og um leið for- sendur fyrir jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Þetta kom fram í ræðu fjármála- ráðherra á Alþingi á þriðjudag, þegar hann mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1992. Friðrik sagði, að með þeim samningum, að stórum aðalatriðum í markmiðum íslendinga í þessum viðræðum hafi verið náð í höfn.” „Þá hefur verið samið þarna um takmarkaðar gagnkvæmar veiði- heimildir, sem ríkir veruleg óvissa um. Á síðastliðnu vori var talað um að það þyrfti að fara í rannsóknir á langhala, meðal annars í þeim til- gangi að geta samið um veiðiheimild- ir á honum. Við höfum ekki upplýs- ingar um þennan stofn og við vitum ekki hvar hann er veiðanlegur. Þess- ari undirbúningsvinnu sýnist mér að hafi enn ekki verið hrundið af stað, sem er auðvitað bagalegt,” sagði Halldór. metis frá 15. mars til 1. nóvemb- er, eða á því tímabili sem inn- lend framleiðsla fullnægir eftir- spurn. Leyfður verður innflutn- ingur á fimm blómategundum á tímabilinu frá 1. desember til 30. apríl, en þar er um að ræða nellikur og fjórar aðrar tegnnd- ir blóma sem að sögn Kjartans. ef lítil framleiðsla og sala á hér á landi. Kjartan sagði að gagnvart garð- yi-kjunni í heild sinni væri samn- ingurinn því ekki eins erfiður og hann hefði í fyrstu litið út fyrir að vera. „Þetta er minni breyting en við áttum von á, en það verður þó að líta á það sem staðreynd, bæði varðandi þennan samning og önn- ur mál er varða verð garðyrkjuaf- urða, að stjómvöld verða að fara að skapa þessari atvinnugrein hlið- stæð skilyrði og eru í Evrópu, þannig að við getum undirbúið okkur enn frekar undir samkeppni og verðsamanburð, þó ekki verði um óheftan innflutning að ræða,” sagði hann. Kjartan sagði að í þessu sam- bandi vildu garðyrkjubændur fá endurgreiddan uppsafnaðan sölu- skatt í fjárfestingum garðyrkjunn- ar, ódýrari raforku til lýsingar, og niðurfellingu tolla og aðflutnings- gjalda á rekstrarvörum til greinar- innar. Þá óskuðu þeir jafnframt eftir breytingu á lánareglum til samræmis við það sem væri á Evrópumarkaðnum, en þar væri lánað til mun lengri tíma, auk þess sem lánshlutfall væri mun hærra. „Þær greinar sem fram- leiða neysluvörur, garðyrkjan og landbúnaður almennt, eru auðvit- að stór liður í framfærslu fjöl- skyldunnar, og ég vil meina að það verði þrýstingur á að innflutn- ingur verði gefinn fijáls ef verð- munurinn er of mikill. Ef þessum atvinnugreinum er hins vegar gef- inn kostur á að hagræða og fá sömu rekstrarskiiyrði og eru í Evrópu, þá verða þessar vörur ódýrari og þá kemur það auðvitað heimilunum til góða,” sagði hann. Stéttarsambands bænda í gær, og sagði hann að svo virtist sem ýmsir hlutir hefðu færst til betri vegar fyrir bændur og vera í meira samræmi við búvörusamninginn sem gerður var í vor heldur en litið hafi út fyrir áður. Varðandi mjólkurframleiðsluna hefði á tíma- bili litið út fyrir að búvörusamn- ingnum yrði raskað mjög með inn- flutningi, en svo virtist sem margt hefði verið fært til betri vegar varðandi ákveðna hiuti í því sam- bandi, sem boðaðir voru áður og ekki voru í samræmi við búvöru- samninginn. Hann sagði að sér sýndust þó ennþá vera inni ákvæði um heimild til fríverslunar með jurtasmjörlíki sem hefði dýrafitu á bilinu 10-15%, en hvað það þýddi gæti hann ekki svarað á þessari stundu. Varðandi innflutning á blómum og öðrum tegundum garðyrkjunn- ar sagði Haukur að samningurinn tæki miklu meira mið af aðstæðum hér varðandi dagsetningar, og sér virtist tilboð Islands nú vera miklu nær því sem aðrar þjóðir hefðu lagt fram hver fyrir sig og tekið mið af sínum aðstæðum. „Síðan eru það þeir fyrirvarar sem við höfum haft verulegar áhyggjur af varðandi kaup er- lendra aðila á landi. Utanríkisráð- herra talai’ um að treysta lagaá- kvæði urn forkaupsrétt sveitarfé- laga og ríkis, og vissulega er það heimilt. Forkaupsréttur byggist hins vegar á því að ganga inn í kauptilboð, og spurningin er hvers sveitarfélög eru megn í þessu sam- bandi. Ef reglur og lög verða ekki skýrari um þennan forkaupsrétt og hvernig hann verður fjármagn- aður, þá teijum við að þarna sé hætta á ferðum sem við getum ekki lokað augunum fyrir. Nú er ég ekki að tala sem bóndi, heldur miklu frekar sem íslenskur ríkis- borgari, og ég vil ekki sjá náttúru- perlur í eigu erlendra aðila þar sem einfaldlega yrði sagt að öll umferð væri bönnuð,” sagði Haukur. FÍI telur að fella þurfi aðstöðugjöld niður; Engar hugmyndir um hvað kæmi í stað aðstöðugjalds - segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga „ÞAÐ er nýbúið að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga og ég legg áherslu á nauðsyn þess að slíkum reglum sé ekki umbylt á fárra ára fresti. Atvinnurekendur hafa ofl haft á orði að fella eigi aðstöðugjald niður og tryggja sveitarfélögum aðra tekjustofna í stað- inn, en engar hugmyndir hafa komið fram um hvernig eigi að tryggja slíkt. Við viljum alls ekki að tekjur verði í staðinn sóttar í vasa ein- staklinga í sveitarfélögunum,” sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við Morg- unblaðið. I Morgunblaðinu í gær var haft etir Olafi Davíðssyni, framkvæmda- stjóra Félags íslenskra iðnrekenda, að 1% aðstöðugjald af heildartekj- um fyrirtækja væri séríslenskur skattur, sem atvinnulíf í öðrum löndum þyrfti ekki að bera. Ólafur sagðist telja að í kjölfar samnings um evrópskt efnahagssvæði hlyti að fylgja að aðstöðugjald yrði fellt niður. Vilhjálmur sagði að 1. janúar 1990 hefðu endurskoðuð lög um tekjustofna sveitarfélaga tekið „gildi. í desember í fyrra hefðu kom- ið fram óskir um að tekjustofnar sveitarfélaga yrðu endurskoðaðir, með tilliti til skattlagningar á at- vinnulífið. „Þá var sett á laggirnar nefnd og í henni sitja fulltrúar frá Sambandi sveitarfélaga, fjármála- ráðuneyti og félagsmálaráðuneyti,” sagði Vilhjálmur. „Það liggur engin niðurstaða fyrir í þessu máli og svo verður væntanlega ekki á næst- unni. Samband sveitarfélaga hefur lagt áherslu á' að reynsla fáist á þessi nýju tekjustofnalög, áður en farið er að krukka í þau á nýjan leik. Þó féllst stjórnin á að skipa fulltrúa í nefndina, til að Ieita lausna á þessu. Atvinnurekendur hafa hins vegar lýst því yfir að þeir vilji aðstöðugjaldið burt, en tryggja eigi sveitarfélögunum tekjustofna á móti. Þar hafa þeir hins vegar ekki getað bent á lausn- ir. Þá vil ég líka benda á, að vinnu- veitendur reikna félagsgjöld, til dæmis í VSI, út frá aðstöðugjalds- stofni.” Vilhjálmur sagði, að ef sveitarfé- lögum yrði tryggður tekjustofn í stað aðstöðugjalds, þá hlyti hann að tengjast atvinnulífinu áfram. Ekki kæmi til mála að íþyngja ein- staklingum með auknum álögum. Samkvæmt álagningu skatta fyr- ir síðasta ár voru heildartekjur sveitarfélaga vegna aðstöðugjalds rúmir fimm milljarðar króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.