Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 30
30. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991 Samningur um Evrópska efnahagssvæðið ræddur á Alþingi: Tækifæri til nýrrar vöruþró- unar og markaðssóknar - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu um samninga um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Skýrt er frá efni skýrslunnar á miðopnu blaðsins. I umræðunum kom m.a. fram hjá Steingrími Hermannssyni formanni Framsóknarflokks- ins að hann teldi bæði kosti og ókosti við samninginn og að hann vildi fá nokkur atriði fullskýrð áður en hann væri reiðubúinn til að taka afstöðu. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) benti á að hér væri um við- amikinn samning að ræða og vart tækifæri til að ræða öll efnisatriði. En framsóknarmenn hefðu tekið ákvörðun um að skoða öll atriði mjög vandlega og ekki með neina glýju í augum. Samningurinn hefði stóra kosti en líka stóra ókosti. Þátttaka í ESS hefði hættur í för með sér en það gætu líka verið hættur í því að standa utan við. Ræðumaður minntist fyrirvara þeirra sem settir voru fram árið 1989. Fullt tollfrelsi fyrir sjávaraf- urðir hefði ekki fengist en á þessu sviði hefði þó mjög mikið 'náðst; 96% tollfrelsi væri meira en hann hefði þorað að vona fyrir nokkrum dögum. Steingrími sýndist mörg vafaatriði vera um hvernig öðrum fyrirvörum hefði reitt af. Honum virtist að ákvæðin um bann við fjár- festingum erlendra aðila í sjávarút- vegi myndu halda en á hinn bóginn var hann uggandi um takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila í bönkum eftir 1996. Honum sýndist þetta sérstaklega varhugavert með tilliti til áforma um að selja ríkis- banka og lagði áherslu á nauðsyn þess að hafa öflugan íslenskan banka. Steingrímur vildi athuga vandlega hvernig íslensk lög héldu um fjárfestingu í orkulindum. Hon- um hefði verið tjáð að þau gerðu það svo fremi sem nýting auðlind- anna væri einkaréttur ríkisins en hvað yrði ef áform ríkisstjórnarinn,- ar um sölu orkufyrirtækja yrði hrundið í framkvæmd. Hvað snerti takmarkanir og skorður við því að útlendingar keyptu hér upp land, þá taldi Steingrímur nauðsynlegt að sjá þær svonefndu „girðingar" sem talað væri um að setja í ís- lensk lög áður en hann gæti tekið afstöðu til samningsins. Ræðumaður taidi að það yrði að fá það skýrar fram hvernig sér- ákvæðið um mögulega stöðvun á frjálsum innflutningi fólks myndi virka; hvað þyrfti atvinnuleysi að verða mikið til að teljast meirihátt- ar, og hver yrðu réttindi þess fólks sem hingað flyttist og hverjar yrðu okkar skyldur? Sóknarfæri Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði að þessi samn- ingur tryggði okkar stöðu og það á okkar eigin forsendum og þjóðar- hagsmunum hefði ekki verið fórn- Stuttar þingfréttir Spurt um þróun iðnaðar Allir níu þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa farið fram á skýrslu frá iðnaðarráðherra um „þróun íslensks iðnaðar, án stóriðju, fram- tíðarhorfur og stefnu ríkisstjórnar- innar." Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu er hún liggi fyrir. í greinargerð með beiðninni segir m.a. að á undaförnum árum hafi orðið verulegur samdráttur í íslenskum iðnaði og markaðshlut- deild hans farið minkandi. Þessu til staðfestingar eru nokkar töflur um þróun iðnaðarins prentaðar með skýrslubeiðninni. Síðastliðinn mánudag samþykkti Alþingi með 48 samhljóða atkvæð- uni að fara fram á þessa skýrslu. að. Fyrir sjávarútveginn þýddi samningurinn miklar breytingar, þeir tollar sem nú féllu niður hefðu veikt og skekkt samkeppnisaðstöðu okkar en nú myndum við njóta um 95-96% tollfrelsis. Sjávarútvegs- ráðherra tlundaði nokkuð þær teg- undir sem yrðu tollfrjálsar annað hvort str'ax eða í áföngum. Saming- urinn gæfi okkur tækifæri til nýrr- ar vöruþróunnar og markaðssókn- ar. Ráðherra lagði einnig áherslu á það í sínni ræðu að núgildandi lögg- jöf sem bannaði fjárfestingu út- lendinga í veiðum og vinnslu stæði óhögguð. Menn hefðu haft á orði að unnt væri að fara í kringum löggjöfina með felufyrirtækjum og leppum en Þorsteinn benti á að það yrði ekki auðvelda né erfiðara held- ur eh væri nú þegar. Auk þess væri ólíklegt að erlendir aðilar hættu fé sínu í fyrirtæki í sjávarút- vegi, vitandi að ef uppvíst yrði, yrðu fyrirtækin svipt veiðiheimild- um og hlutabréfin í fyrirtækinu yrðu verðlaus. Ræðumaður lagði ennfremur áherslu á að þegar talað væri um gagnkvæmar veiðheimildir væri talað um slétt skipti; séð yrði fyrir því útlend skip gengu — eða sigldu — um auðlindina eftir samn- ingum og reglum sem Islendingar settu. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) vildi láta það koma fram að samstarf utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd hefði verið með ágætum. Eyjólfur Konráð benti á að enn myndi líða nokkur stund áður en endanlegur texti samning- ins yrði tilbúinn. Hann yrði að þýða á allar þjóðtungur og yrði að skoð- ast í hverju landi. Skoða yrði samn- inginn vandlega áður en nokkuð yrði undirritað eða samþykkt. Við gætum jafnvel talist sæl eða van- sæl — eftir atvikum — ef unnt yrði að ganga frá málinu um mitt næsta ár. En ræðumanni sýnist þó ljóst að frumkrafa okkar hefði verið samþykkt, við fengjum að lifa í friði í okkar heimsálfu og nýta þær auðlindir sem við ættum. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rv) tók undir orð Eyjólfs Konr- áðs um að gefa þyrfti sér góðan tíma til athugunar og skoðunar. Olafur Ragnar sagði Steingrím Hermannsson hafa gert ágæta grein fyrir mörgum atriðum sem orkuðu tvímælis og undir þær efa- semdir gæti hann tekið. Ræðumaður sagði m.a. að al- þýðubandalagsmenn hefðu sam- þykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar að ganga til þessara viðræðna til að athuga hvort íslendingar hefðum nokkurn ávinning af EES en þeir hefðu aldrei skuldbundið sig til að styðja endanlega útkomu. Hana yrði að skoða vandlega. Hann benti á að Efnahagsbandalagið fengi jafnan eitthvað fyrir sinn snúð í samningum og taldi hann möguleg- an ávinning bandalagsins umtals- verðan. Frelsi til fjárfestinga á fleiri sviðum en menn hefðu jafnvel leitt hugann að, gæti til dæmis Mnnci erlendur framleiðandi á ölkeldu- og ferskvatni byggt hér átöppunar- verksmiðju og ónýtt lofsvert fram- tak Davíðs Schevings Thorssteins- sonar á þessu sviði. Ólafur Ragnar taldi að vegið hefði verið ómaklega og ósmekk- lega að Steingrími J. Sigfússyni, fyrrum landbúnaðarráðherra, fyrir að vanrækja lagasmíð til að tryggja yfirráð íslendinga yfir landinu. Landið væri ekki síður mikilvæg auðlind en fiskur í sjó. Þess vegna hefðu alþýðubandalagsmenn. viljað hafa sérstakan fyrirvara um þetta atriði og viljað halda því til streitu. Ræðumaður benti á að talsmenn launþega vildu kanna vandlega hvemig.hinum sameiginlega vinnu- markaði yrði háttað. Olafur Ragnar gagnrýndi utanríkisráðherra fyrir að leggja málið fram eins og það væri „klappað og klárt og það væri harla gott". Þetta væri stærsti samningur sem við hefðum gert um áratugi og samningurinn og áhrif hans væru margþætt. Hann ítrekaði óskir aþýðubandalags- manna um að þetta mál yrði borið undir þjóðaratkvæði. Kynningarstarf Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) taldi að utanríkisráðherra greindi einungis frá kostum samningins en ekki löstum; „einhliða áróður". Þingmaðurinn óttaðist að þetta væri forsmekkurinn að þvi hvernig utanríkisráðherra hyggðist standa að kynningu á þessum samningi og nefndi hún borgarafund sem ráðherrann hafði boðað til um kvöldið og auglýst í morgunblaði. Hún taldi að á EES væru ýmsar dökkar. hliðar og í samningnum fælist verulegt fullveldisafsal og hún vildi ekki trúa því að þingmenn eða þjóð samþykktu þennan samn- ing ef þeir læsu með gagnrýnum augum. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir (SK-Rv) tók undir gagnrýni Kristínar og lét þess getið að ráð- herra hefði ekki boðið neinum að mæta á borgarafundinn til að skýra andstæð sjónamið. Þegar hér var komið sögu kvaddi Ólafur Þ. Þórðarson (F- Vf) sér hljóðs um þingsköp. Hann gerði að umtalsefni að talað væri um að þessari umræðu lyki um kvöldmat- arleytið. Formaður þingflokks framsóknarmanna kannaðist við að það hefði verið nefnt en ekki fast- mælum bundið. Óiafur taldi sér frjálst að tala svo lengi sem þurfa þætti um þetta mikilvæga mál. Salome Þorkelsdóttir frestaði fundi og varði sú frestun rúman stundar- fjórðung. Þegar fundi var fram- haldið kom til nokkurra orðaskipta milli Ólafs Ragnars Grímssonar (Ab-Rv) pg Jóns Baldvins Hannibalssonar varðandi þá aug- lýsingu í útvarpinu um fyrirhugað- an borgarafund sem þingmenn Kvennalistans hefðu gert að um- talsefni. Ólafur Ragnar taldi erfitt að ræða Evrópskt efnahagssvæði undir útvarpstilkynningu um að svæðið væri „orðið að veruleika". Utanríkisráðherra kvaðst ekki hafa ráðið orðalagi þar sem hann hefði orðið að sinna öðru. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra taldi sér rétt og skylt að svara nokkrum fyrirspurn- um fyrri ræðumanna og athuga- semdum. Ráðherrann vakti í upp- hafi sinnar ræðu athygli á því að getsakir og dylgjur um skort á upplýsingum og samstarfi við ut- anríkismálanefnd hefðu verið kveðnar niður af formanni nefndar- innar, Eyjólfí Konráði Jónssyni. Jón Baldvin vísaði því á bug að í þessum samningum fælist nokk- urt fullveldisafsal og því væri ekki ástæða til að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um samningana. Hann sagði efasemdir og ugg sumra fyrri ræðummanna um að fyrirvörum og öryggisatriðum væri ekki til skila haldið ástæðulausan. íslensk stjórnvöld og löggjafarvald gætu skipað málum eftir því sem efni og ástæður gæfu tilefni til. T.a.m. hindraði ekkert í samningn- um okkur í því að hafa ríkisbanka eftir 1996. Ráðherra fannst eðlilegt að auk þess að kynna forráðamönn- um í atvinnulífi og verkalýðshreyf- ingu saminginn væri nauðsynlegt og þarft að kynna hann almenn- ingi, m.a. á almennum fundum. Nokkru fyrir kl. 20 frestaði Salome Þorkelsdóttir þessari um- ræðu um skýrslu utanríkisráð- herra. Málið væri í biðstöðu en ákvörðum um framhald umræð- unnar yrði tekin síðar. Frumvarp til fjárlaga 1992: Nítján ræður á tíu tímum I GÆR var frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1992 vísað til fjárlaganefnd- ar að aflokinni fyrstu umræðu. Frumvarpið hefur reynst umdeilt og umtalað; frumvarpið var dagskrá síðastliðinn þriðjudag en umræður um máli tóku u.þ.b. tíu klukkustundir og var þeim lokið kl. 2.48 í fyrri- nótt. Umræðan hófst með framsögu- ræðu fjármálaráðherra Friðriks Sop- hussonar um hálftvöleýtið. Á eftir fjármálaráðherra töluðu talsmenn þingflokka Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags, Guðmundur Bjarna- son (F-Ne), Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) og síðar Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) fyrir þing- flokk Samtaka um kvennalista. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) efaðist um að allar forsend- ur fmmvarpsins stæðust. Þjóðartekj- ur sem færu minnkandi vegna afla- samdráttar væru einníg háðar því hvernig verðlag þróaðist á erlendum mörkuðum. í tekjuhlið frumvarpsins væri gert ráð fyrir því að áætlanir um byggingu álvers yrðu að veru- leika. Það væri þó engan veginn víst. Þá yrði mikil aukning á sértekjum ríkissjóðs, skólagjöldum og þjónustu- gjöldum ýmiss konar. Það væri held- ur engan veginn víst að þingmeiri- hluti reyndist fyrir þeim ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Yfírlýsingar sumra þingmanna úr hópi stjórnarl- iða bentu til þess að þeír samþykktu þær ekki. Taldi Jóna Valgerður skilj- anlegt að menn hikuðu við að leggja byrðarnar á skólafólk, sjúklinga og barnafólk. En ræðumaður saknaði sparnaðar í rekstri ráðuneyta. Trú- verðugleiki stjórnvalda til að minnka umsvif ríkisins væri ekki mikill þegar litið væri til þess hvernig rekstur ráðuneyta færi sífellt úr böndunum. Ræðumaður gagnrýndi flesta þætti frumvarpsins og fann löst á flestu en taldi þó vel gert við einn málaflokk í frumvarpinu, sem væru málefni fatlaðra. Ráð væri fyrir því gert að störfum fjölgaði og fjárveit- ingar til rekstrar allra stofnana fatl- aðra hækkuðu um 190 milljónir króna. Þetta væri fyrirsjáanlega málaflokkur sem færi vaxandi á næstu árum enda væri verið að gera stóra hluti í uppbyggingu þeirra mála um allt land. En á heiidina lit- ið var dómur Jónu Valgerðar um frumvarpið neikvæður. Einkenni þess væru aukin skattheimta, niður- skurður og skuldasöfnun. Það boðaði vaxtahækkanir og versnandi afkomu atvinnuveganna. Þessi ríkisstjórn væri haldin frjálshyggjuofstæki, sem hún vonaði að kæmi stjórninni sjálfri í koll sem allra fyrst. Fjórir ósaraþykkir Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) sagði í sinni ræðu að menn hefðu oft haft stór orð við fyrstu umræðu m en benti á að verið væri að ræða um frumvarp til laga en ekki endanleg fjárlög og reynslan sýndi að fjárlaga- frumvarpið tæki nokkrum breyting- um í meðförum fjárlaganefndarinn- ar. Hann dró enga dul á að þing- menn væru ósáttir við ýmislegt í frumvarpinu, fjórir þingmenn Al- þýðuflokksins t.a.m. styddu ekki áform um skólagjöld. Gunnlaugur fjallaði einnig í ræðu sinni um nauð- syn þjóðarsáttar, ekki bara á. sviði kjaramála heldur einnig á sviði ríkisfjármála og byggðamála. Þjóð- arsátt um að treysta búsetu og jafna lífskjör. Lára Margrét Ragnars- dóttir (S-Rv) tók undir orð fjármála- ráðherra um endurskoðun á starfs- mannamálum ríkisins, auka þyrfti sve'igjanleika á því sviði. Ræðumaður sagði sjálfvirka útgjaldaaukningu á sviði heilbrigðismála vera þekkt víðar en hér á landi. Hún taldi að hófleg þjónustugjöld gætu gagnast til að sporna gegn þessari þróun en lagði áherslu á að framkvæmdin yrði ekki með þeim hætti að kæmi sjúklingum á kné. Þuríður Pálsdóttir (S-Rv) gagnrýndi fyrrum fjármálaráðherra fyrir umdeilda eignaskatta, sérstak- lega svonefndan ekknaskatt, og spurði fjármálaráðherra hvort ekki væri áformað að taka upp aðrar og réttlátari reglur. Jóhannes Geir Sig- urgeirsson (F-Ne) fann stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahags- og ríkis- fjármálum ýmislegt til foráttu. Hann lýsti m.a. áhyggjum yfir þjónustu- gjöldum í,framkvæmd þessarar ríkis- stjórnar. Um kvöldmatarleytið frestaði Salome Þorkelsdóttir fundi en þá voru enn nokkrir þingmenn á mæl- endaskrá. Kl. hálf níu var aftur tekið til við að ræða fjárlagafrumvarpið. Þing- menn komu víða við í sínum ræðum, t.d. deildu Svavar Gestsson (Ab-Rv) og Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra hart um lyfjamál, þjónustugjöldin, mann- úð og meint mannúðarleysi eða ómannúðlegan hræðsluáróður. Nokkrir þingmenn gagnrýndu niður- skurð til einstakra málaflokka s.s. til lista- og menningarmála og einnig var ýmsum spurningum og ábending- um beint til fjármálaráðherra. T.d. vakti Kristinn H. Gunnarsson at- hygli á því að tölum í fjárlagafrum- varpinu og tölum í samþykktri vegaáætlun bæri ekki saman; væri fyrirhugað að endurskoða vegaætl- un? Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra leitaðist við að svara þeim spurningum og orðaskeytum sem til hans var beint. Það kom fram í ræðu fjármálaráðherrans að hann hygði að vegaáætlun yrði endurskoðuð. Hann sagði einnig að eignaskattar yrðu endurskoðaðir þegar skatt á eigna- og fjármagnstekjur yrði kom- ið á. Ráðherra þakkaði ennfremur Kristínu Ástgeirsdóttur (SK-Rv) fyrir ábendingu um hvort ekki mætti selja flugstöðina í Kefiavík. Þar yrðu möguleikar til einkavæðingar skoð- aðir eins og á öðrum stöðum. Umræðu lauk kl. 2.48 og hafði þá samanlagt staðið í um 10 klukku- stundir, en alls tóku 14 þingmenn til máls og héldu 19 ræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.