Morgunblaðið - 24.10.1991, Síða 31

Morgunblaðið - 24.10.1991, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 31 Biskupsritari: Eignamál kirkjunnar þarfnast end- urskoðunar í UMRÆÐUM á Alþingi um Ieigu presta á íbúðarhúsnæði hefur komið fram að sumir þeirra greiði aðeins nokkrar krónur í leigu. Að sögn Þorbjörns Hlyns Amasonar, biskupsritara, á þetta einungis við um þau prestaköll þar scm sami presturinn hefur verið frá því áður en lög um þessi mál tóku gildi árið 1968. „Þeir sem nú greiða aðeins fáar krónur í leigu eru þeir sem tóku við prestaköllum fyrir 1968 og er þetta örlítil prósenta prestsetra. Fyrir 1968 var ekki greidd leiga heldur afgjald, sem ekki hefur verið hækkað í sam- ræmi við verðlag. En langflestir prestar búa við núgildandi lög og greiða því leigu samkvæmt þeim.” Þorbjöm Hlynur segir kirkjunnar menn vera ósátta við lög um íbúðar- húsnæði í eigu ríkisins þar sem þau eru látin ná yfír prestsetur. Hann segir þá líta á þau sem sjálfseignar- stofnanir. „Þessi mál snerta því eignarmál kirkjunnar og það þarf að skoða þau í samhengi við önnur eignarmál kirkjunnar. Það er ekki biskups- embættið sem fer með leigu eða af- gjaldsmál prestsetra heldur kirkju- málaráðuneytið.” „Miðað við þann kost sem prestar hafa af sínum embættum og miðað við það að þeir leggja heimili sín undir störf sín, þá er núverandi fyrir- komulag síst of rausnarlegt hvað presta varðar,” segir Þorbjöm Hlyn- ur. Aðspurður sagði Þorbjörn Hlynur þessi mál ekki vera á dagskrá yfir- standandi kirkjuþings. Krónaí húsaleigu KRISTINN H. Gunnarsson (Ab- Vf) telur að sýslumenn og prest- ar njóti stundum góðra leigu- kjara. I upplýsingum sem þing- maður aflaði sér í allsherjar- nefnd kemur m.a. fram að leiga á sex prestsetrum er 1 króna. Kristinn H. Gunnarsson kvaddi sér hljóðs í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992. Það kom m.a. fram í hans ræðu að hann vildi gleðja og aðstoða fjármálaráðherra í því verki að afla ríkissjóði tekna. Þingmaður taldi vissa möguleika felast í endurskoðun á húsalegu til veraldlegra og geistlegra embættis- manna; sýslumanna og presta. Kristinn hafði aflað sér nokkurra upplýsinga í allshetjarnefnd um húsaleigu sem fyrrgreindir embætt- ismenn reiddu fram. í þessum upp- lýsingum kemur m.a. fram að hæsta húsaleiga sem sýslumaður greiðir er í Stykkishólmi, 19.626 kr., en lægst er hún á Blönduósi, 11 kr. Á Bolungavík og Húsavík er leigan 4.741 kr. Þingmaðurinn lýsti samúð sinni með prestastéttinni en taldi engu að síður að ástæða væri til að skoða leigu af nokkrum prestsetrum, t.d. væri húsaleiga á sex prestsetrum 1 króna, Valþjófsstað, Kirkjubæjar- klaustri, Saurbæ, Stafholti, Hofsósi og Skútustöðum. Á þrem prestsetr- um 2 kr., Eiðum, Holti og Breiða- bólstað. í gögnum þingmannsins kemur fram að hæst er leigan í Grindavík, 11.320 krónur. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði leigu embættisbústaða heyra undir hin ýmsu ráðuneyti en lögð hefðu verið drög að því í fjár- málaráðuneytinu að kalla eftir upp- lýsingum um þessar tekjur. Hann sagði spurningu hvort það væri eðlilegt að ríkið greiddi niður húsa- leigu fyrir suma embættismenn. Skapast hefði hróplegt ósamræmi og hér væru gffurleg fríðindi sem í vissum tilvikum yrðu að teljast óeðlileg. Islenskur skinnaiðnaður: Eldur í gömlu Sútunarverk- smiðjunni ELDUR kom upp í afskurði af skinnum sem geymdur var i skúr við gömlu Sútunarverksmiðjuna á Gleráreyrum í gærmorgun. Eldurinn var slökktur á skammri stundu og varð tjón lítið sem ekkert. Slökkviliðið vaf strax kallað á staðinn. Þegar það kom að reynd- ust starfsmenn íslensks skinnaiðn- aðar hafa brugðist skjótt við og höfðu þeir að mestu ráðið niðurlög- um eldsins. Skemmdir urðu litlar sem engar. Talið er að neisti frá sjálfbrýn- andi hnífum í verksmiðjunni hafi komist í afskurðinn með þeim af- leiðingum að eldurinn gaus upp. Aðalfundur Samtaka um sorg og sorg- arviðbrögð AÐALFUNDUR Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 24. október kl. 20.30. Á vegum samtakanna hefur verið haldið uppi öflugu starfí undanfarin misseri og fram til jóla verða haldn- ir nokkrir fundir. Karólína Stefáns- dóttir, fjölskylduráðgjafí, flytur fyrir- lestur um missi við skilnað á fundi 7. nóvember. Opið hús verður hjá samtökunum 21. nóvember og hinn 5. desember kemur sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur á Borgarspítalanum, og flytur fyrir- lestur um sorg og sorgarviðbrögð. Þá verður jólafundur haldinn 19. desember. Yfirlýsing frá Lands- banka Islands Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hall- dóri Guðbjarnasyni bankastjóra Landsbanka íslands: „í frétt Morgunblaðsins um gjaldþrot Álafoss hf. sem birtist í dag (bls. 26) kemur fram að Lands- bankinn hafí tapað 460 milljónum króna vegna gjaldþrots fyrirtækis- ins. Orðrétt segir í frétt blaðsins: „I búið var lýst 156 almennum kröfum, sem bústjórar tóku ekki afstöðu til, þar sem ljóst var að ekkert kæmi upp í þær, en þar má nefna kröfur frá Landsbanka ís- lands sem nema tæplega 460 millj- önum króna...” Þessi staðhæfíng um tap bankans er röng. Samkvæmt mati bankans mun tapið vera mun minna eða um 150 milljónir króna eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Á árunum 1989 og 1990 lagði bank- inn til hliðar sömu fjárhæð til að mæta slíku tapi.” VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Löndunarbryggjan lagfærð Endurbætur á hluta gömlu löndunarbryggjunnar við Útgerðarfélag Akureyringa eru vel á veg komnar. Þessi hluti bryggjunnar var afar illa farinn og því var ekki annað talið fært en gera bragarbót þar á. Settir voru niður nýir burðarbitar og timburvirkið í bryggjunni verður allt endumýjað. Áætlaður kostnaður við verkið er 11 milljónir króna. Folda hf.: Búið að safna hlutafé að upphæð 62 miUjónir króna BÚIÐ er að safna 62 milljónir króna hlutafé í Foldu hf., hið nýja ullariðnaðrfyrirtæki á Akureyri, en heimild er fyrir að selja hlut- afé í fyrirtækinu fyrir allt að 70 milljónir króna. Stjórn Byggða- stofnunar hefur ákveðið að leggja fram 12 milljóna króna hlutafé og í kjölfarið mun Akureyrarbær auka hlut sinn um 10,5 miHjón- ir. Fyrrum kaupendur Álafoss í Evrópu og Japan vilja eiga við- skipti við Foldu og hafa pantanir fyrir næsta ár þegar borist. Þá er verið að leita leiða til að selja á Rússlandsmarkað. Baldvin Valdimarsson, fram- milljónir króna og sagði Baldvin kvæmdastjóri Foldu, sagðist vera ánægður með afgreiðslu Byggða- stofnunar um að leggja hlutafé í fyrirtækið. Þegar er búið að safna 62 milljónum króna hlutafé í hið nýja fyrirtæki, sem tók við rekstri Álafossverksmiðjanna af rekstrar- félagi Landsbankans um síðustu mánaðamót. í kjölfar þess að Byggðastofnun leggur fram 12 milljónir í fyrirtæk- ið mun Akureyrarbær auka hlutafé sitt um 10,5 milljónir, úr 19,5 millj- ónum í 30 milljónir. Heimild er fyrir sölu á hlutafé að upphæð 70 að nokkrir aðilar væru að skoða málið, Glæsibæjarhreppur myndi væntanlega kaupa hlutafé í fyrir- tækinu og starfsfólk hefði einnig lýst yfír vilja sínum um hlutafjár- kaup. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar segir að ákvörð- unin um hlutafjárkaup stofnunar- innar hafí verið tekin til að reyna að halda þessari starfsemi í ullar- iðnaði gangandi. Það hefði legið ljóst fyrir að ef þessi tilraun tæk- ist ekki yrðu hátt á ahnað hundrað iðnverkamenn atvinnulausir á Ak- ureyri. „Þessi sjónarmið lágu til' grundvallar okkar afstöðu í mál- inu,” segir Guðmundur. Fyrrum kaupendur Álafoss í Evrópu og Asíu hafa látið í ljós vilja sinn að eiga viðskipti við Foldu og hafa sýnishomapantanir þegar borist til fyrirtækisins. Jafnframt er verið að leita leiða til að koma á sölu til Rússlands, en þó var ekki reiknað með við stofnun fé- lagsins að það yrði háð viðskipum á markaði þar eystra. Baldvin sagði að áhugi væri fyrir kaupum á vöm félagsins í Rússlandi, en spumingin snerist um hvemig þau yrðu fjármögnuð eða hvemig koma ætti í verð vömm sem kæmu í vömskiptum. „Við munum að sjálf- sögðu leita leiða til að koma á sölu til Rússlands og emm að vinna í því máli núna, en hvað verður er ekki vitað nú,” sagði Baldvin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.