Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 33 Breskir dagar í Háskólabíói: í þjónustu hennar hátignar Kvikmyndir Arnaldur Indriðason í þjónustu hennar hátignar („On Her Majesty's Secret Service". Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Peter Hunt. Handrit: Richard Maibaum. Aðalhlutverk: George Lazenby, Diana Rigg, Telly Sav- alas. Á railli þess sem James Bond tók breytingum úr Sean Connery yfir í Roger Moore fékk ókunnur leik- ari að nafni George Lazenby að spreyta sig á þessu einu frægasta hlutverki kvikmyndasögunnar í myndinni í þjónustu hennar hátign- ar. Hann þótti ekki standa sig í stykkinu og Moore tók við í næstu mynd. En kannski vegna Lazenbys hefur þessi ágæta Bondmynd verið heldur vanmetin í gegnum tíðina. Nú gefst kærkomið tækifæri til að sjá hana aftur á hvíta tjaldinu og er það í þriðja sinn a.m.k. sem hún er sýnd á íslandi, oftar en nokkur önnur Bondmynd. Hún var frumsýnd í Tónabíói, endursýnd um tíma árið 1986 í Bíóhúsinu, sem áður var Nýja bíó, og nú er hún á breskum dögum í Háskólabíói. Ljóst var að hver sem tæki við af Connery ætti erfitt uppdráttar og Lazenby reyndist hafa það eina hlutverk að undirbúa jarðveginn fyrir Moore. Þegar horft er á mynd- ina 22 árum eftir að hún var gerð skiptir Lazenby minna máli; hann stendur sig hvorki betur eða verr en búast má við enda þarf engann Shakespeare-leikara í rulluna. Það sem mestu máli skiptir er hasarinn og í þjónustu hennar há- tignar býður uppá einhverjar bestu hasarsenur Bondmyndanna. Bobb- sleðaferðin, svo aðeins eitt atriði sé tekið útúr, er ein sú eftirminni- legasta úr seríunni og nokkuð sem jafnvel Indiana Jones gæti verið stoltur af. Þótt Bond liti eitthvað öðruvísi út brást fastalið myndanna honum ekki aftan við myndavélarn- ar. Handritshöfundurinn, Richard Maibaum, gerði handrit sem lýsti persónunni Bond og einkahögum hans betur en áður og af raunsæi sem sjálfsagt má tengja hippatím- anum sem hún er gerð á (tíska myndarinnar er eitt af því sem eld- ist hvað verst). Bond kvænist er í uppreisn við „M" og segir upp stöð- unni (það varir stutt). Hann er jafn- vel sýndur á krummalegri skrifstof- unni sinni, nokkuð sem gerðist ekki fyrr eða síðar. En Maibaum bjó þó til söguþráð sem var var ósvikinn Bond-reyfari og fjarri öllum raun- veruleika; erkióþokkinn Blofeld (mjög slægur Telly Savalas) ætlar að eyðileggja efnahagskerfi heims- ins með því að dáleiða fallegustu stúlkur heims og láta þær dreifa ægilegri eituruppfinningu hans. FVamleiðendurnir, Albert R. Broccoli og Harry Saltzman, spör- uðu ekkert til að gera myndina sem veglegasta í útliti og í tæknilegu tilliti og leikstjórinn, Peter Hunt, sá um að halda spennu og hraða í hasarsenunum með talsvert mögnuðum áhrifshljóðum. Aðstoð- arleikstjóri hans var John Glen sem seinna leikstýrði mörgum Bond- myndum. Margir vilja eflaust líta á í þjónustu hennar hátignar sem lítt merkilega neðanmálsgrein í Bond- sögunni vegna George Lazenbys. En það er kominn tími til að endur- skoða þá afstöðu. Myndin er sýnd textalaus. ¦ A TVEMUR VINUM á fimmtudagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Fríðu sársauka sem er skipuð þeim Eðvarð Vil- hjálmssyni, Friðriki Sturlusyni, Vigni Þór Stefánssyni, Páli Ólafssyni, Guðmundi Höskulds- syni, Andra Erni Clausen, Hönnu Dóru Sturludóttur og Kristjönu Stefánsdóttur. Föstudagskvöldið verða svo tónleikar með finnsku rokksveitinni 22 Pisterpirkko og Risaeðlunni. 22 Pisterpirkko kom hingað til lands í mars sl. og héldu nokkra tónleika á Tveimur vinum sem margir muna eftir. Þeir hafa gefið út 2 breiðskífur sem vakið hafa athygli á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bretlandi ogBandarfkj- unum. Platan Bare Bone Nest sem hljómsveitin gaf út á síðasta ári var valin besta plata ársins af mörgum virtum tónlistargagnrýnendum. Risaeðlan mun einnig koma fram þetta kvöld og bíða margir spenntir eftir því, því mannabreytingar hafa átt sér stað í sveitinni og nýjar stefnur verið teknar upp. Laugar- dagskvöld skemmtir svo ein af yngri hljómsveitum borgarinnar, sem kallast Soulblóm og leikur, eins og nafnið gefur til kynna, soul tónlist og rokk frá árunum kringum 1970. Sunnudagsvköld verða svo aðrir tónleikar með 22 Pisterpirkko og Bless., ¦ FÉLAG um heilbrigðislöggjöf heldur umræðufund um ófrjósemi, meðferð, tilfmningar, siðræn og lagaleg álitamál fímmtudaginn 24. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda húsi heimspekideildar Háskóla ís- lands. Frummælendur: Þórður Óskarsson læknir mun gera grein fyrir tæknifrjóvgun (glasafrjóvgun, tæknisæðingu o.s.frv.) og öðrum úrræðum í meðferð ófrjósemi. Sól- ^ey Bender hjúkrunarfræðingur mun fjalla-um sálræn vandamál og ráðgjöf tengda ófrjósemi og Garðar Gislason .borgardómari mun ræða lögfræðileg álitamál er upp hafa komið og upp kunna að koma þeg- ar þessari tækni er beitt. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Fundurinn er öllum opinn. ¦ / TILEFNI24. október halda konur upp á daginn með fjöl- breyttri Hlaðvarpahátíð. Opið hús og dagskrá frá kl. 7-23. Boðið verð- ur upp á morgunkaffi frá kl. 7-9. Byrjað verður á kínverskri Ieikfimi, Taijiquan, undir leiðsögn Chen Ming frá Hreyfilistahúsinu, kl. 7.10-8.10 og 9.10. Yfir daginn verða nokkrar konur með ljóðaupp- lestur og bókakynningar, þær Berglind Gunnarsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Elísabet Jökuls- dóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Helga Thorberg, Kolbrún Erna Pétursdóttír og Steinunn Sigurð- ardóttir. Guðrún Jónsdóttir arki- tekt mun kynna sögu húsanna kl. 16. Og ekki má gleyma tónlistinni, Jóna Einarsdóttir mun spila á harmonikku kl. 8.30 og 15.30 og þau Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson spilá á fiðlu og gítar kl. 18.00. Bella vérður með sögustund fyrir börnin kl. 17.00 og Henríetta ætlar að stjórna fjölda- söng kl. 18.30. Auk þess verður samsýning nokkurra kvenna á efri hæðinni. Og að lokum verður Al- þýðuleikhúsið með leiksýningu á . Undirleikur við morð kl. 20.30. ein FALLEGASTA SJÓNVARPSLÍNA EVRÓPU SALORA Gervihnattapakki SLÆR í GEGN! Fullkominn gervihnattabúnaður, en einfaldur í notkun. Gervihnattadiskarnir fást i mismunandi stærðum, þ.e. 120 sm. 150 sm og 180 sm. Rétt stærð disks fer eftir styrkleika gervihnattaútsendingarinnar a hverjum stað. Leitaöu ráða hjá SALORA umboðsmanni þinum. í pakkanum er: Diskur, steríó móttakari, þráðlaus fjarstýring, veggfestingar og ýmislegtfleira. .nooon Allt þetta fæst á aðeins kr. I 19.JOU. SALORA N7S Sjónvarp með 100% skjánýtingu og NICAM-steríó. Þessi gerð er fulltrúi þess besta í Salora sjónvarpstækjum með 100% skjánýtingu. Hönnun N7S sjónvarpsins er slá- andi lík alstafrænu toppgerðinni E7S. Munurinn felst í tæknilegum atrið- um. Þetta tæki er ætlað þeim sem vilja eignast fullkomið steríó-sjón- varp á viðráðanlegu verði. NICAM-steríó er staðlað, svo að það er fullbúið fyrir móttöku á staf- rænum og fjölhljóða útsendingum. Þetta sjónvarp hefur marga mikil- væga Salora-toppf ídusa. Fjarstýring og upplýsingarval- myndirnar eru mjog líkar og í topp- gerðunum. Stafræn stjómun á texta- varpi er stöðluð. Einn af mörgum kostum tækisins er m.a. ofur- nákvæm stöðvastilling. Það býður u"pp á marga tengimöguleika, s.s. fyrir Súper-VHS og "Sub-woofer". 28" Steríó-sjónvarp kr 122.900.- (sjonvarpsborö er aukahlutur). SV - 800 Myndbandstæki • Prógramskipanir beint á sjónvarpsskjá. • Fjarstýring með innbyggðum sjónvarps- og gervihnattaskipunum. • Súper kyrrmynd. kr. 43.990.- SALORA umboðsmenn um landið: Staþafell hf Rafborg hf Húsið hf Rafbúð Jónasar Þór Keflavík Grindavík Stykkishólmi Patreksfirði Naust hf Versl. Skógar Verslunin Ösp Neisti sf —! Akureyri Egilsstöðum Selfossi Vestmannaeyjum HEIMILISKAUP HF • HEIMILfSTÆKJADEILD FALKANS • Suðurlandsbraut 8 - Sími 814670 Sími 687720

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.