Morgunblaðið - 24.10.1991, Side 36

Morgunblaðið - 24.10.1991, Side 36
36 MORGUNBLAÐIB FIMMTODAGUR 24. OKTÓBER 1991 Björgvin Magnús- son - Minning Fæddur 2. júní 1971 Dáinn 19. október 1991 Á síðasta vetri stóð Björgvin það til boða að sjá á Hótel Islandi sýn- inguna „Rokkað á himnum”, og vorum við tvær svo heppnar að hann vildi hafa okkur með. Þessi ferð er ein af perlunum úr minning- unum um hann. Því undrunin og gleðin sem sýningin vakti hjá hon- um var stórkostleg. Á eftir var dansað og tjúttað á meðan orkan entist, enda voru það þijú uppgefin ungmenni sem „dröttuðust” heim þann daginn. Fyrir tveimur árum flutti Björgvin að heiman í Einiberg í Hafnarfírði, sem er vistheimili fyrir fatlaða. Ekki losnaði hann við okkur stöllumar, því við ákváðum bara að fara að vinna þar líka, önnur á dagvakt en hin á nætur- vakt. Með þessu færðist Björgvin enn nær okkur. Allar yndislegu samverustund- imar sem við áttum með honum, sögulestur á kvöldin, kvöldspjall, nætursamræður ef sá var gállinn á honum og snertingin við hann. Allt em þetta dýrmætar minningar sem enginn getur tekið frá okkur, minn- ingar sem við munum geyma í hjarta okkar. Já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumamótt Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (HKL) Björgvin varð tvítugur í sumar, þar af var hann búinn að vera heft- ur í sínum eigin líkama í 15 ár. En nú hefur honum þótt nóg komið, nú hefur hann verið búinn að kenna okkur nóg. Og Guð gefí að við séum það viti borin að nýta okkur það sem hann miðlaði okkur. Blíðu, hjartgæsku, þolinmæði og þrautseigju. Og ef að við fyllumst beiskju út í lífíð, þá var vera hans hér til einskis. Við syrgjum Björgvin og söknum þess að geta ekki faðmað hann knúsað og kysst jafnt kvölds sem morgna, — aldrei meir. En það er jú eigingimi í okkur að vilja halda honum hér. Nú er hans tími kominn. Tími til að hlaupa, ganga, hoppa, hlæja, syngja o.mfl. Og við efumst ekki um að Guð hefur hann við hlið sér til halds og trausts og til að rabba við. Við viljum þakka Björgvini fyrir þau ár sem við fengum að njóta samvista við hann. Þetta var yndis- legur tími, við söknum hans sárt en gleðjumst einnig yfír nýjum heimkynnum hans. Hann mun ávallt eiga sinn stað í hjarta okkar. Elsku Maggi, Sella, Dóri og Steini — Guð heldur vöku sinni yfír ykkur og mun leiða ykkur rétta leið í lífinu. Agla Sigríður Björnsdóttir Sóley Valdimarsdóttir Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja elskulegan vin okkar Björgvin Magnússon. Við kynntumst honum fyrst fyrir um það bil fjórum árum, er við jafn- öldrur hans, aðeins sautján ára gamlar, byijuðum að vinna á Lyng- ási þar sem Björgvin var í dagvist- un. Strax mynduðust góð tengsl okk- ar á milli, þótt Björgvin væri mikið fatlaður og gæti lítið tjáð sig gat hann sýnt hvort honum líkaði betur eða verr. Sérstaklega fórum við að geta greint það eftir því sem við kynntumst honum betur. Einnig fórum við að ná augnsambandi við hann og þá sérstaklega í sundi þar sem honum leið mjög vel. Ofarlega er okkur í minni hversu gaman okkur þótti þegar Björgvin kom á morgnana á Lyngás, karl- mannlegur og ilmandi af rakspíra, eftir að Agla hafði dúllað við hann fyrr um morguninn, en það var það sem honum líkaði best, dúll, róleg- heit og spjall. Við þökkum fyrir þessi kynni af Björgvini sem við teljum hafa mót- að okkur og gert okkur að betri manneskjum. Söknuðurinn er sár, en mennimir ætla og Guð ræður. Minningin um yndislegan dreng mun ylja okkur um ókomin ár. For- eldrum, bræðrum og öðrum að- standendum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum við algóðan NÝKOMIÐ Laugavegi'41, sími 13570. Skóversluit Þóróar Kirkjustræti 8, sími 14181. Borgarnesi, Brákarbraut 3, sími 93-71904. i Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Ásta Pála og Kata Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sv. E.) Við Björgvin vorum búin að vera saman á Lyngási og í Safamýrar- skóla frá því 1983. Eg þakka kær- um vini mínum Björgvini samfylgd- ina og bið honum blessunar Guðs. Bergdís Fyrir rúmum tuttugu árum fædd- ist Böggi bróðir minn. Bernska hans varð ekki löng því tæpum fímm árum síðar lenti hann í hroða- legu bílslysi sem batt enda á það sem kalla mætti eðlilegt lifshlaup hans. Eftir slysið náði hann aldrei meðvitund og var bundinn við sjúkrarúm það sem eftir var ævinn- ar. Nú er hann farinn. Fyrir slysið hafði Böggi þótt mjög efnilegt barn, hann var stór eftir aldri og fljótur að læra. Ég man að þegar hann var. þriggja ára skelfdi hann næstum líftóruna úr foreldrum okkar þegar hann hvarf í næstum heilan dag. Þá hafði hann brugðið sér aleinn í smávegis könn- unarleiðangur um Hafnarfjörð á þríhjóli. Böggi var fjörugur og upp- átektarsamur, jafnvel svolítill prakkari þó aldrei hafí hann verið illkvittinn. Hann sóttist þó nokkuð eftir félagsskap okkar eldri bræðra sinna og þá aðallega mín enda stóð ég honum nær í aldri. En það vildí nú brenna við að maður reyndi að stinga hann af enda rígfullorðinn maður í samanburði við hann að því er manni sjálfum fannst. Minningarbrotin sem maður geymir í hjarta sínu um Bögga eru mýmörg, en núna á þessari stundu sé ég hann fyrir mér í sjúkrarúminu sínu. Hann liggur á bakinu, hreyf- ingarlaus, það eina sem hreyfíst eru augu hans sem fylgja manni eftir með óræðum glampa. Alveg eins og hann langi til að segja manni eitthvað en geti það ekki. Öllu því fólki sem á einhvem hátt hefur hugsað um Bögga á undanfömum ámm vil ég færa mínar bestu þakkir og ég veit að þið munið ávallt minnast hans með hlýju í hjarta, því hann snerti strengi í bijóstum fólks sem em alla jafna ekki hrærðir mikið. Böggi bróðir er hamingjusamur þar sem hann er núna. Flestum fremur á hann það skilið. Dóri bróðir Björgvin lést í Landspítalanum aðfaranótt laugardags og langar okkur að minnast hans í örfáum orðum. Hann fluttf til okkar í Einibergið fyrir rúmum tveimur ámm og nú skyndilega hefur stórt skarð verið höggvið í okkar hóp. Við viljum þakka fyrir það að hafa kynnst Björgvin, hann hefur auðgað líf okkar og við stöndum eftir sem þroskaðri og betri persónur. Þrátt fyrir þá fjötra sem Björgvin var bundinn í, kom það berlega í ljós að hann sá spaugilegu hliðamar á lífínu. Björgvins verður sárt saknað en þó trúum við því að honum líði vel í sínum nýju heimkynnum. Við vottum foreldmm hans, bræðmm og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð. Við þökkum Björgvin fyrir samveruna og biðjum Guð að blessa minningu hans. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Starfsfólk og íbúar í Einibergi 29. í dag kveðjum við ungan vin okkar, Björgvin Magnússon, sem var einn af fyrstu nemendunum í deildinni fyrir fjölfatlaða í Lyngási og Safamýrarskóla. Það sem einkenndi Björgvin mest var hversu sterkan persónuleika hann hafði og mátti ekki síst greina það á því hversu sterkum böndum starfsfólkið sem tók þátt í þjálfun hans og kennslu tengdust honum. Það em ekki ófáir starfsmenn sem hafa fylgst með Björgvin þótt störf- um þeirra hafí verið lokið í deildinni. Þrátt fyrir hans miklu fötlun var skemmtilegt að sjá hvemig hann naut samvista við aðra og hvað hann hafði gaman af mörgum þeim viðfangsefnum sem fengist var við daglega, þegar hann var vel upp- lagður. Má þar nefna t.d. að hlusta á sögur og tónlist og fara í sund. Ekki þótti honum síst gaman af allri tilbreytni s.s. að fara í vett- vangsferðir og komast í annað umhverfi. Það komu líka dagar sem Björg- vin gat ekki notið samvista eins vel með okkur sökum heilsubrests. Slíkir dagar hafa eflaust oft verið honum erfíðir. í sumar sem leið stóð Björgvin á tímamótum, hann var orðinn 20 ára og tímabært var að útskrifast frá okkur. Við vorum stolt yfir að geta útskrifað hann í Bæjarhraunið á nýjan stað þar sem við vissum að hann féngi góða þjónustu. Við minnumst sérstaklega góðrar stundar með Björgvin í 20 ára af- mælisveislu hans. í þessari veislu átti Björgvin hug og hjörtu okkar allra. Hann tók svo sannarlega þátt í sinni veislu, tók á móti gestum og fylgdist vél með öllu sem fram fór og naut veislunnar sem starfs- fólkið í Einibergi hafði haldið hon- um. Við viljum votta foreldrum og bræðrum Björgvins okkar innileg- ustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra sorg. Einnig viljum við þakka ykkur Sesselju og Magnúsi sérstaklega gott samstarf öll þau ár sem Björgvin var hjá okkur. Frá okkur öllum í deild 1 Lyngási og Safamýrarskóla Ég hræðist engan banablund sem bam ég trúi á Edens lund. Ég á í vændum fagnafund, er flyst ég yfir kveldblá sund. Ég kveð í svip og þakka þér, hvað þú varst hjartansgóður mér. En orð mín falla angurklökk: Ó, elsku bróðir, hjartans þökk. (Stefán frá Hvítadal.) Minning Björgvins mun lifa með okkur um ökomin ár og allt það sem hann kenndi okkur. Elsku Sesselja, Magnús og synir, okkar innilegustu samúðarkveðjur. María Hildiþórsdóttir og Guðrún Stefánsdóttir. Eftir sextán ára sjúkralegu er litli bróðir minn dáinn. Það er löngum sagt að þeir sem guðimir elska deyi ungir og kannski það eigi við um Björgvin bróður minn, nema þegar kallið kom þá neitaði hann að gefa upp öndina, þá fjögurra ára gamall. Mér er sagt að í íslenskri sjúkrahússögu sé það einsdæmi að svo ungt bam lifí af svo alvarlega áverka sem hann hlaut hörmungardaginn 18. febrúar 1976. Björgvin, eða Böggi eins og hann var alltaf kallaður, fæddist 2. júní 1971, yngstur okkar þriggja bræðra. Langstærstur við fæðingu og hraustastur sem bam. Fyrstur okkar til að ganga og okkar lang- fyrstur til að lærá að hjóla, hjálpar- dekkin hafði hann í einn dag, síðan var þeim lagt, þá var hann fjögurra ára. Eina sögu man ég úr æsku. Bögga. Við vorum þá nýflutt á Vesturvang 38 í Hafnarfirði, þar sem foreldrar okkar búa enn, hann var þá tiltölulega nýorðinn fjögurra ára. Þetta var nýtt hverfí þá og við með þeim fyrstu til að flytja, en þó vom þar fyrir í hverfínu tveir pollar á aldur við Björgvin, fímm ára. Þeir tóku nýja stráknum með fyrirvara. Þegar sló í brýnu, eins og oft gerist meðal bama, áttu þeir það til að standa saman gegn honum. Þá brá hann á það ráð að HERRAMENN LAUGAVEGI 3ja daga "Skyndisala” Laugavegi 97 § 1 ca s* a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.