Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 39 Morgunblaðið/Arnór Það hefir verið nóg að gera hjá heimsmeisturunum eftir að þeir komu heim úr frægðarför til Japans. Þeir félagar sátu fyrir svörum á BSI-þinginu sem fram fór sl. sunnudag. ____________Brids______________ Umsjón Arnór Ragnarsson Reykjavíkurmót í tvímenningi Undankeppni Reykjavíkurmóts í tvímenningi verður haldið helgina 2.-3. nóvember næstkomandi í Sigt- úni 9. Spilað verður um 28 sæti í úr- slitum Reykjavíkurmóts sem ráðgert er að fari fram helgina 16.—17. nóv- ember. Keppnisgjald er krónur 5.000 á parið. Spilatími í undankeppninni er kl. 13—18 og 19.30—24 laugardaginn 2. nóvember og kl. 13—18 á sunnudag. Keppnisstjóri og reiknimeistari á mót- inu verður Kristján Hauksson. Ef að þátttaka verður innan við 40 pör fell- ur undankeppnin niður og úrslit verða spiluð helgina 16.-17. nóv. Spilafjöldi milli para verður þá 3-4 spil, eftir þátttökufjölda. Skráning í mótið er hjá bridssam- bandinu í síma 689360. Skráningar- frestur er til 30. október. Spilað er um silfurstig og efsta sætið gefur rétt til þátttöku í úrslitum íslandsmóts í tvímenningi. Núverandi Reykjavíkur- meistarar í tvímenningi eru Jón Bald- ursson og Aðalsteinn Jörgensen. Bikarkeppni á Norðurlandi Bikarkeppni sveita í brids verður spiluð á Norðurlandi einsog undanfar- in ár og verður ein umferð spiluð fyr- ir áramót. Sú sveit sem fyrr er nefnd þegar sveitir eru dregnar saman, á heimaleik og sér heimasveitin um spilastað og móttökur. Skráning sveita fer fram hjá Jóni Sigurbjömssyni á Siglufírði í síma 71350, Helga Steinssyni, Syðri Bæg- isá, í síma 26826, Óla Kristinssyni á Húsavík í síma 41314 og Frímanni Frímannssyni á Akureyri í síma 24222 á daginn og 21830 á kvöldin. Skráningargjald er'óbreytt frá fyma ári og verður kr. 4.000,- á sveit. Það skal tekið skýrt fram að öllu spilafólki á Norðurlandi eystra og vestra er heimil þátttaka. Skrá þarf sveitir fyrir 10. nóvember nk. Núverandi bikar- meistari Norðurlands er sveit íslands- banka á Siglufirði, sem lagði sveit Grettis Frímannssonar í hörku úrslita- leik á Sauðárkróki í fyrra. Dregið verður í tvær fyrstu umferð- irnar strax að lokinni skráningu sveita og skal fyrstu umferð vera lokið fyrir 1. jan. 1992 og annarri umferð fyrir 19. jan. 1992. Bridsfélag Sauðárkróks Síðastliðið mánudagskvöld var spil- aður eins kvölds tvímenningur með forgjöf. Efstu pör urðu: LárusSigurðsson-SigyrðurGunnarsson 260 Kristján Blöndal - Ágústa Jónsdóttir 255 Skúli Jónsson — Bjami Brynjólfsson 254 Stefán Skarphéðinsson - Garðar Guðjónsson 243 Næstu tvö mánudagskvöld verður spiluð Hraðsveitakeppni. Vetrar-Mitchell BSÍ Vetrar-Mitchell BSI var að venju föstudagskvöldið 11. október. 34 pör mættu til leiks, sem er aðsóknarmet í vetrar-Mitchell. Efstu pör í N/S urðu: Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 435 Alfreð Kristjánsson - Alfreð Viktorsson 426 Eyjólfur Magnússon - Hólmsteinn Arason 416 Óli Bjöm Gunnarsson - Guðni Hallgrímsson 412 Efstu pör í A/V urðu: MagnúsTorfason-SævinBjarnason 506 Þorsteinn Erlingsson - Gunnþórann Erlingsd. 456 Sigrún Pétursdóttir — Alda Hansen 450 María Haraldsdóttir - Lilja Halldórsdóttir 420 Vetrar-Mitchell er alltaf á föstudög- um og byrjar alltaf kl. 19.00. Keppnis- stjóri í vetur verður Jón Baldursson. Kanadískur gestafyrirlesari á Hjúkrun ’91 HVERNIG geta hjúkrunarfræð- ingar þjóða sjúklingum sem best, jafnt andlega, líkamlega og fé- lagslega á meðan þeir dvelja á sjúkrastofnunum? Þessi spurn- ing verður í brennidepli á ráð- stefnunni Hjúkrun ’91 sem haldin verður á vegum Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkrunarfélags Islands dag- ana 25.-26. október á Hótel Sögu í Reykjavík. Um þessar mundir eru fjölmargir þættir í athugun hjá íslenskum hjúkrunarfræðingum sem ætla má að geti skilað sér til sjúklinga í betri umönnun á sjúkrastofnunum. Meðal annars er nú unnið að því að gera sjúklinga virkari við skipu- lag á eigin meðferð og leitað leiða til að auka persónuleg tengsl milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga. Kathryn J. Hannah. Þá er markvisst unnið að því að nýta tölvur meira inni á sjúkra- stofnunum til þess að geta aukið tíma hjúkrunarfræðings við hlið sjúklings. Fjallað verður um þessa þætti á ráðstefnunni. Fjölmargir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni Hjúkrun ’91, sem bregða ljósi á það nýjasta sem er að gerast í þróun hjúkrunar- starfsins. Gestafyrirlesari ráðstefn- unnar verður kanadíski hjúkrunar- fræðingurinn dr. Kathryn J. Hannah. Hún hefur beitt sér mikið fyrir aukinni nýtingu tölva í heil- brigðisþjónustunni. Á ráðstefnunni veðrur einnig veggspjaldasýning sem tengist viðfangsefni ráðstefn- unnar, auk þess sem ýmis fyrirtæki sýna tölvur og hjúkrunarvörur. (Fréttatilkynning) ðtnr^ I Kringlunni. VIKUÚTSALA. | So § u Frá fim. 24 /10 til fim. 31/10 | 1 "ALLT Á AÐ SELJAST." Vokvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 0 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER < KAUPMENN, KAUPFÉLÖG! VÖNDUÐ LEIKFÖNG ÁÆVINTÝRALEGU VERÐI Endingargóð og þroskandi leikföng frá (goioobl Bílar, bátar og flugvélar Lítillen heillandi heimur I.GUÐMUNDSSON SXo. hf UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Q) 91-24020 frá Cyioob) Brúðan sem brosir svo fallega Nylint SOUND MACHINE_ Mjög vandaðir bílar sem gefa frá sér raunveruleg hljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.