Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ EIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 Minning: Olga Andrea Lúðvíks- dóttir•— Djúpavogi Fædd 24. október 1907 Dáin 28. júní 1991 ... bíóm vors skammvinna lífs það ris upp á sléttri grund með lit og blöð og einn dag er það horfið... (Ur Mater dolorosa eftir Jóhannes úr Kötl- um) Þegar við systurnar lítum á daga- talið sjáum við að afmælisdagur móður okkar, 24. október er merkt- ur „veturnætur". Þá koma í hug hendingarnar fögru eftir skáldið frá Hvítadal: „Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að, yfir mönnum vaka." Hún var allt sitt líf mikill unnandi birtunnar og minnumst við, hvernig við samfögn- uðum, þegar sól fór aftur að hækka á lofti og við fylgdumst með gangi hennar, er hana bar við hin fögru og gamalkunnu kennileiti umhverf- isins, fjöll, eyjar og sker. Dánardagur móður okkar varð hinn 28. júní, þegar sól hafði lokið sinni hágöngu. Enn eitt vor hafði henni auðnast að lifa, en veikinda- stríð sitt Mði hún samfellt síðasta áratug ævi sinnar. Ást hennar til lífsins var allt um það óbuguð, og hefði hún getað tekið undir hin fleygu orð: „Og þegar dauðinn kem- ur, þá segi ég ekki: „Komdu sæll, þá þú vilt", heldur segi ég: „Æ, leyfðu mér að lifa, bara eitt vor enn, því þá koma öll þessi litlu blóm, þú veist." — Já, enn eitt vor. Hún gat aðeins með ítrustu bjálp látið leiða sig út í vorbirtuna og yirt fyr- ir sér í síðasta sinn blómin, sem þar skörtuðu sínu fegursta. Hennar hinsti dagur var hniginn. Hún þurfti ekki lengur að líta þau fölna. Ástkær móðir okkar, Olga Andrea, var fædd árið 1907. Hún leit fyrst dagsins ljós í lftlu báru- járnshúsi, Ekru, á Djúpavogi, en það er nú horfíð. Foreldrar hennar voru Maxemine Frederikke Hansson (f. Johannesen) frá Sandey í Færeyjum og Lúðvík Hansson, hafnsögumað- ur. Þegar hún var fjögurra ára að aldri fluttu foreldrar hennar í húsið" Sjólyst á Djúpavogi, en þar átti fjöl- skyldan heima alla ævi upp frá því. Þau tóku þar við húsi foreldra afa okkar, Lúðvíks, þeirra Þórunnar Jónsdóttur og Hans Lúðvíkssonar, bátasmiðs, sem flutt höfðu búferlum í Sjólyst árið 1883, frá Strýtu í Hamarsfirði. Maxemine, amma okkar, hafði flutt til íslands 17 ára að aldri frá, Færeyjum. Hún var merk kona og hlaut allra lof fyrir einstæða góðvild sína' og grandvarleika, enda af góðu og traustu fólki komin. Fagrar lýs- ingar eru til í ljóðum sem til hennar voru ort. Lúðvík, afi okkar, var í föðurætt komihn af Hans Jónatan, verslunarstjóra á Djúpavogi, sem hingað hafði komið frá Danmörku. Hann var þeldökkur, annars vegar af danskri aðalsætt, en móðirin svört ambátt. Hann var fæddur í húsi landsstjórans á St. Croix, þá nýlendu Dana í Vestur-Indíum. Af- burðafögur rithönd hans geymist í verslunarbókum Djúpavogs, og þótti hann einstakur fyrir heiðarleika og velvild. Lúðvík, afi Okkar, þótti góður sjó- sóknari og stýrði ætíð heilu fari heim ásamt skipshöfn sinni. Hann þótti mikil hjálparhella þeim sem bjuggu við einangrun og.aðeins var um sjóveg að fara. Börn Lúðvíks og Maxemine, sem upp komust, voru, auk móður okk- ar, sonurinn Hans Reginald, sem drukknaði 19 ára að aldri, Lovísa Friðrika, síðar hjúkrunarkona, og Jónatan, síðar vélsmiður. Öll eru þau nú horfin sjónum okkar. Tvö dóu í frumbernsku, og systkinin Jóhanna og Adolf dóu eins og tveggja ára með dags millibili. Af upptalning- unni má sjá að sorgin kvaddi oft dyra í húsinu og lífsbaráttan var hörð, en þar var einnig vettvangur glaðra og góðra leikja fallegra barna í byrjun aldar. Antoníus Sigurðsson, sem nefnd- ur var Djúpavogsskáld, einlægur vinur heimilisins, og átti þar um + Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN KR. KRISTJÁNSSON, andaðist á sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn 23. október. Marfa Benediktsdóttir, Sigurbjörn Jóhannsson, Ása Jónsdóttir, Jóhanna B. Jóhannsdóttir, Guðmundur H. Hagalín, Una Ásgeirsdóttir, Einar Einarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTURWIENCKE Túngötu 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. október kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er þent á Hjarta- vernd. ' ^ Ásta Kristinsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Bernhard Kr. Pétursson, Þórdís Pétursdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, amma og langamma, SIGURVEIG GUTTORMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fosssvogskirkju föstudaginn 25. október kl. 10.30. Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Páll Magnússon, Tumi Magnússon, Pétur Magnússon, Guttormur Magnússon, Sigurveig Magnúsdóttir, Margrét Vally Jóhannsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Saskiade Vriendt, Helga Börg Björnsdóttir, Sigurður Jónasson og barnabarnabörn. tíma athvarf, orti fagurlega til barn- anna, lifandi sem látinna. Eftirmæli orti hann við lát litlu systkinanna tveggja, en sá atburður markaði, að við hyggjum, djúp spor í vitund móður okkar sem fyrsta sára reynsla bernskunnar. Til hennar á fyrsta afmælisdeginum, 24. október 1908, orti hann ennfremur ljóð, æviósk, og kallaði Draum, og fylgdi það henni síðan sem lítill ljósgeisli gegnum vegferð hennar. Rými leyf- ir ekki að kvæði þessi verði birt hér, en þau eru til í óprentuðu hand- riti Antoníusa'r. I Sjólyst uxu upp systkinin Hans, Lovísa, Olga og Jónatan, og seinna • uppeldisbróðirinn, Hannes Jónsson, sem þangað kom 5 ára að aldri, við andlát föður síns, þegar fjölskyldan varð að tvístrast. Var hann í Sjólyst þangað til hann festi ráð sitt. Þessi trausti og fámálugi maður, sem nú er látinn, gaf sem ungur drengur eftirfarandi lýsingu af viðurgerningi sínum þar, að þangað væri best að koma síðastur að matarborði, því að þá fengi maður mestí í uppvexti barnanna átti einnig athvarf í Sjó- lyst, umkomulítill, flogaveikur mað- ur, Daníel að nafni. Um hann áttu systkinin fagrar minningar, meðal annars vegna_ gjafmildis hans af litl- um efnum. Á loftinu var um tíma föðurbróðirinn Jón, lærður skósmið- ur, sem smíðaði leðurstígvél á börn- in og sólaði fyrir þorpsbúa. Annar föðurbróðir, Karl, forframaðist hins vegar sem byggingameistari í hinni stóru Ameríku og gerði sér eitt sinn ferð þaðan að sjá börnin og þótti þeim það viðburður. — Um tíma var fyrirhugað að koma Olgu til fósturs hjá Jóhanni Hanssyni, föðurbróður hennar, sem stofnaði Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1907. Stóð hún fjögurra ára ferðbúin, en hætt við, þegar andlát litlu systkinanna bar að. Til Seyðisfjarðar og Jóhanns, sonar síns, höfðu þá flutt föðurfor- eldrarnir og jafnan mikill viðburður í augum barnanna að heimsækja þennan menningarbæ aldamótanna og jafnvel að láta taka af sér mynd- ir, prúðbúnum á fínum ljósmynda- stofum! Ætíð síðan, sem annars- staðar, átti móðir okkar þar velvild- ar skyldmenna að fagna, og þar var síðar, á formyrkvunarárum stríðsár- anna, yngri dóttirin fædd, lögð í fagurbúið rúm, nefnilega kommóð- uskúffu heimasætunnar, Helgu, dóttur Jóhanns, vélsmiðs og for- stjóra, og konu hans, Nínu, (Jón- ínu), dóttur Stefáns Th. Jónssonar, kaupmanns og konsúls, og var þar ekki í kot vísað. Ævinlega mun hugsað til mannlífsperlunnar Helgu, fyrir hennar tryggð og ræktarsemi. Við útför móður okkar voru úr stórri blómasendingu hennar og fleiri ætt- menna tilviljanakennt valin blóm í vasa á altari. Einkennilegt var að litir blómanna völdust nákvæmlega hinir sömu og róðuðu sér á sama hátt nákvæmlega eftir litasamsetn- ingu hinnar gömlu, fögru altari- stöflu. Altaristöfluna hafði málað um aldamótin listamaður staðarins, Karl Kristjánsson, þá í Noregi; en hjá honum, í Bergen, dvaldi systirin Lovísa, sem ung stúlka við hjúkrun- arnám, en Lúðvik Hansson og Karl voru systkinasynir. Voldugan, fag- ursmíðaðan rammann hafði á sínum tíma smíðað blindur nágranni í næsta húsi, Ingimundur í Hammers- minni. Viðfangsefni myndarinnar, upprisa frá jarðneskum dauða, hríf- ur hvern mann og átti það sterk ítök í vitund móður okkar. I hinu litla, friðsæla sjávarþorpi, Djúpavogi, voru upp úr aldamótun- um, aðeins um 20 hús. Systkinin kynntust þar vel húsakosti þess tíma, jafnvel hlóðaeldhúsum og bað- stofum. í uppvextinum urðu sam- rýndastar systurnar Lovísa og Olga, en sem fyrr segir for Lovísa ung til hjúkrunarnáms í Noregi. í Fær- eyjum og eins í Noregi bjuggu einn- ig um tíma Maxemirie og Lúðvík, + Bróðir minn, ODDUR ÞORKELSSON, Hlévangi, Keflavík, andaðist 23. október. Valgarður Þorkelsson. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN STEINGRÍMSSON bifreiðastjóri, áður Álfaskeiði 40, Hafnarfirði, verður jarðunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Guðmundar Gissurarsonar, Sólvangi. Steingrfmur Kristjánsson, Margrét Ág. Kristjánsdóttir, Júlfus Hinriksson, Gissur V. Kristjánsson, Dóra L. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkaer eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI VIGFÚS ÁRNASON, Faxabraut 38d, Keflavík, sem lést þann 16. október, verður jarðsunginn frá Kéflavíkur- kirkju föstudaginn 25. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir á Suður- nesjum. Matthildur Óskarsdóttir, Þuriður Halldórsdóttir, Anna Pálína Árnadóttir, Karl Einar Óskarsson, Þuríður Árnadóttir, Rúnar Helgason, Kolbrún Árnadóttir, „ Jóhann Bjarki Ragnarsson, Árný Hildur Árnadóttir og barnabörn. vegna hafnsögumannsnáms hans og siglinga og höfðu með sér unga soninn Hans, sem þar vandist á að tala klingjandi norsku. Hann drukknaði eins og áður segir 19 ára að aldri. Olga, ásamt systkinum sínum gekk í barnaskóla þorpsins, en þá var aðalkennari þar Jón Stefánsson í Hammersminni, faðir Stefáns heit- ins Jónssonar fréttamanns, og einn- ig uppfræðari séra Jón Finnsson í Hrauni. Snemma varð hún trú- hneigð og urðu biblíusögur henni hugstæðar. Einnig lærði hún undir- stöðu í orgelleik hjá frú Sigríði í Hrauni, konu séra Jóns, og gaf Lúðvík afí henni gamalt kirkjuorg- el, kjörgrip, sem áður hafði átt Stef- án faktor á staðnum, en Maxemine hafði 17 ára gömul verið barnfóstra á heimili hans og Andreu Waywadt. 18 ára að aldri fór hún fyrst til Reykjavíkur í vist á Staðarstað til Magnúsar Guðmundssonar, sem var fj'ármálaráðherra á þeim tíma, og frú Soffíu Bogadóttur Smith. Þetta var ánægjulegur tími í hennar lífi og minntist hún þess oft, hve ein- stæðrar góðvildar hún naut í því húsi og þótti okkur dætrum hennar síðar skemmtilegt að heyra minn- ingar hennar frá Reykjavík frá ár- unum kringum 1925. Við húskveðj- una i Sjólyst logaði ljós á fallegum kertastjaka sem hún forðum hafði keypt á þeim árum af stofustúlku- kaupi sínu og gefið móður sinni. Eins loguðu þar kertaljós á ferða- kistli Maxemine móður hennar, sem hún hafði komið með aleigu sína í frá Færeyjum forðum. Blóm úr garðinum kvöddu í vasa sem forðum var gjöf frá Antoníusi skáldi til heimilisins. Olga lærði einnig fatasaum í Neskaupstað hjá Guðlaugu Sigurð- ardóttur kjólameistara, sem á sínum tíma hafði lært í Kaupmannahöfn, en móðir okkar var mjög hög til handanna og vann þannig fyrir sér. Gaman var að sjá útsjónarsemi hennar við að nýta efni og mundi heimurinn ekki á heljarþröm vegna bruðls og mengunar, ef þau sjón- armið væru meira í heiðri höfð. Árið 1938 giftist hún Sigfinni Vilhjálmssyni frá Hátúni í Neskaup- stað, og áttu þau síðan heimili í Sjólyst. Við dætur þeirra tvær nut- um þar umhyggju og kærleika hins gamla fjölskyldumunsturs, sem nú er um það bil horfíð, þar sem yngri Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. IERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Blómaskreytingar Skreytingarþ|ónusta Munið að blóm gleðja Miklatorgi sími 622040 Breiðholti sími 670690 Opiðalladagakl. 10-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.