Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTÍÍR FIMMTUDAGUR «1- 24. OKTOBER 1991 49 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Marseille og Rauða Stjaman í vandraeðum FRÖNSKU meistararnir í Marseille, sem léku til úrslita í Evrópu- keppni meistaraliða á sl. keppnistímabili, unnu Spörtu frá Prag aðeins með eins marks mun, 3:2, ífyrri leik liðanna Í2. umferð keppni meistaraliða ígær í Frakklandi. Tékkarnir fengu tvær vafasamar vítaspyrnur í stðari hálfleik og skoruðu úr báðum. Rauða Stjarnan frá Júgóslavíu, handhafi Evrópubikarsins, var einnig í vandræðum — sigraði Apollon frá Kýpur aðeins 3:1 á heimavelli. Leikurinn fór reyndar fram í Ungverjalandi vegna ástandsins í Júgóslavíu. Barcelona stendur hins vegar vel að vígi — sigraði þýsku meistarana í Kaiserslautern 2:0 á heimavelli. |arseille komst í 3:0 og allt virtist stefna í auðveldan sigur. Chris Waddle gerði fyrsta markið og sá ótrúlegi Jean-Pierre Papin bætti síðan tveimur við. En mörk úr tveimur vítaspymum í síð- ari hálfleik snéri dæminu heldur betur Tékkunum í vil. Því má reynd- ar bæta við að sjálfur Papin tók vítaspyrnú fyrir Marseille í fyrri hálfleiknum en náði ekki að skora. Marseille lék frábæra knatt- spymu í klukkutíma, en gaf síðan eftir og það nýttu gestimir sér. Papin hefur nú gert sjö mörk í Evrópukeppninni í vetur og alls 32 í Evrópuleikjum fyrir Marseille. Gott hjá Bröndby Bröndby gerði góða ferð til Kænugarðs í Rússlandi. Gerði jafn- tefli, 1:1, og hlýtur að eiga góða möguleika á að komast í 3. umferð. Bröndy varð fyrst danskra liða til að komast í undanúrslit Evrópu- keppninnar á sl. keppnistímabili. Hollensku meistaramir í PSV Eindhoven gerði aðeins markalaust jafntefli á heimavelli gegn And- erlecht og varð liðið fyrir því áfalli að Brasilíumaðurinn Romario fór meiddur af velli eftir 37 mín. Aitor Beguiristain gerði bæði mörk Barcelona í góðum sigri, 2:0, á Kaiserslautem á Spáni. Leikurinn var skemmtilegur og fengu bæði lið Qölda tækifæri til að skora. Besta færið fékk Guido Hoffmann, fram- herji þýska liðsins, sem lék á mark- vörðinn Zubisarreta á 56. mín. en skaut framhjá opnu markinu. Þá standa ensku meistaramir í Arsenal vel að vígu. Þeir gerðu jafn- tefli, 1:1, gegn Benfíca í Portúgal, í leik sem lauk ekki fyrr en seint í gærkvöldi. Reuter Bruno Cocard, leikmaður Auxerre, með knöttinn í leiknum gegn Liverpool í gærkvöldi. Það er Mark Walters sem sækir að honum. Lineker meðtvö Gary Lineker, enski landsliðs- fyrirliðinn, skóraði tvívegis er Tottenham vann Porto 3:1 í London í fyrri viðureign félag- anna í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Enska liðið var 2:0 yfír í hálf- leik; iineker og .Gordon Durie gerðu mörkin, en búlgarski landsliðsmaðurinn Emil Kosta- dinov minnkaði muninn.snemma i seinni hálfleik. Guðni Bergsson kom inn á sem varamaður strax eftif áð Lineker gerði þriðja márkið á 83. mín. Þá var miðvallarleikmaðurinn Winnie Samways tekinn út af og Guðna bætt við sem þriðja mið- verði í vömina. Fyrir voru Gary Mabbutt og Steve Sédgley. Síðara mark Linekers f gær var það 15. sem hann gerir í vetur, og 60. mark hans fyrir Tottenham. Auðvelt hjá Auxerre Yfirspilaði enska liðið Liverpool og 2:0 gefurekki rétt mynd af gangi leiksins FRANSKA liðið Auxerre, tiltölulega „lítið” félag úr Búrgundar-hér- aðinu — sem þekktara er fyrir rauðvín en knattspyrnu — vann mjög auðveldan sigur á Liverpool, í Frakklandi í gærkvöldi í fyrri leik 2. umferðar UEFA-keppninnar. Úrslitin urðu 2:0 en sigurinn hefði getað orðið mun stærri nema vegna stórgóðrar mar- kvörslu Bruce Grobbelaars í marki Liverpool. Þá átti ítalska félag- ið AS Roma, sem tapaði í úrslitum UEFA-keppninnar sl. vor, í vandræðum með hálf-atvinnumennina í llves í Finnlandi. Liðin gerðu 1:1 -jafntefli. Liverpool má aldeilis muna sinn fífil fegri. Liðið varð Evrópu- meistari fjómm sinnum með stuttu millibili fyrir nokkmm ámm, en lið- ið í dag er aðeins skuggi af liði félagsins þá. Mikil meiðsli eru að vísu í herbúðum liðsins og sem dæmi um vandræðin var 18 ára leikmaður, Jamie Redknapp, að leika í fyrsta skipti í aðalliði félags- ins í gærkvöldi. Það var landsliðsmaðurinn Jean- Marc Ferreri sem kom Auxerre yfir á 43. mín. og Ungverjinn Kalman Kovacs gerði síðara markið stund- arfjórðungi eftir hlé. „Leikur okkar var fullkominn,” sagði Ferreri á eftir. „En sigurinn hefði getað orðið enn stærri. Það er slæmt að svo varð ekki því við hefðum átt skilið að gera fleiri mörk.” Það var aðeins frábær mark- varsla hins gamalkunna Bmce Grobbelaar f marki enska liðsins, sem varð til þess að munurinn varð ekki meiri. Hann varði snilldarlega frá Ferreri og Raphael Guerreiro í fyrri hálfleik og síðan tvívegis til viðbótar í þeim síðari — aftur frá Ferreri og síðan frá Pascal Va- hima. Franski landsliðsmarkvörð- urinn Martini átti hins vegar náðug- an dag hinum megin. Útheijar Auxerre, Christophe Cocard og Vahirua, hvort tveggja landsliðsmenn, gerðu vöm enska liðsins lífið leitt allan tímann, enda eldfljótur og leiknir með knöttinn. Auxcrre - Bruno Martini; Zbigniew Kaczma- rek (Frederic Darras 46.), Alain Roche, Will- iam Prunier, Stephane Mahe; Daniel Dutuel, Jean-Marc Ferreri, Raphael Guerreiro; Chri- stophe Cocard, Kalman Kovacs, Pascai Va- hirua. Liverpool - Bruce Grobbelaar; Gary Ablett, Steve Nicol (Steve Harkness 46.), Nick Tann- er, David Burrows; Steve McManaman, Jamie Redknapp (Mike Marsh 79.), Ray Houghton, Steve McMahon; Ian Rush, Mark Walters. Roma í vandræöum AS Roma, sem tapaði í úrslitum keppninnar á síðasta keppnistíma- bili, lenti í vandræðum með Ilves í Finnlandi. Andrea Camevale, sem var með liðinu í fyrsti skipti um helgina eftir eins árs bann vegna lyfjanotkunar, náði forystunni fyrir Rómveija á 20. mín. en Marek Cza- kon jafnaði með góðum skalla á 65. mín. ítölum þótti kalt í Tampere í gærkvöldi og léku margir þeirra með hanska. Míkhaíl Solovjov, leikmaður Torpedo frá Moskvu, var rekinn af velli í Tékkóslóvakíu er liðið tapaði 0:2 fyrir Sigma Olomouc. Hann fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að mótmæla eftir að Tékkamir gerðu annað mark sitt — á næst síðustu mín. leiksins. Hollenska félagið Utrecht náði forystu gegn Real Madrid en reynsla Spánveijanna vóg þungt og þeir sigruðu 3:1. Síðari leikurinn í Madrid ætti því einungis að verða formsatriði. Söguleg viðureign í Evrópukeppni bikarhafa í Madrid: Tvö mörk á tveimur síöustu mínútunum! - og möguleikar Manchester United virðast orðnir litlir MANCHESTER United, Evrópubikarmeistari frá því ívor, lék vel <87 mínútur gegn spænsku bikarmeisturunum Atletico Madrid á Spáni í gærkvöldi. Staðan var 1:0 þegar leikurinn var að verða búinn — en heimaliðið skoraði tvívegis á síðustu tveimur mínútun- um, sigraði 3:0, og leikmenn United vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Paolo Futre, portúgalski fram- heijinn frábæri í liði Atletico Madrid og fyrirliði liðsins, gerði eina mark fyrri hálfleiks á 33. mín. Leik- menn United léku vel í gærkvöldi, aliir nema danski markvörðurinn Peter Schmeichel. Hann hefur stað- ið sig mjög vel í vetur, þar til nú. Fyrsta markið skrifaðist A hans reikning. Englendingarnir voru greinilega mjög sáttir við að tapa 0:1 og hugs- uðu gott til glóðarinnar í seinni leiknum á Old Trafford. En Futre og félagar gáfust ekki upp. Á 88. mín. fékk Portúgalinn langa send- ingu fram völlinn vinstra megin, plataði þreytta vamarmann United og skoraði framhjá Schmeichel. Og aðeins mínútu síðar var Manolo Sanchez á ferðinni — gerði þá þriðja markið. Þrumaði að marki, Schmeichel varði en hélt ekki knet* inum og Manolo var fyrstur að ái-a sig og skoraði af öryggi. ■ Úrslit allra Evr- ópuleikjanna, markaskorarar, áhorfenda- fjöldi / 50 Ráðstefna KSÍ nm kvennaknattspyrnu 26. uktóber 1991. KSÍ boðar til ráðstefnu um kvennaknattspyrnu 26. október i íþróttamiðstöðinni Laugardal kl. 9.30. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um kvennaknattspyrnu. Dagskrá: 1. Setning, Ellert B. Schrom, forseti ÍSÍ. 2. Um kvennaknattspyrnu, Svonfríóur Guðjónsdóttir. 3. Aóstoð fró FræósÍunefnd KSÍ, Aóolsteinn Ömólfsson, þjólfori. 4. Londslið KSÍ U-16, vol- og uppbygging, Amo Steinsen, londsliðsþjólfori. 5. Landslió KSÍ, A-lió vol- og uppbygging, Siguróur Hannesson, landsliósþjólfori. 6. Uppbygging kvennoknattspymu i Noregi, Mette Hommersland fró Noregi. 7. Motoræói, Anno Elísobet Ólofsdóttir, kennori. 8. Þjólfun félogsliðo, Logi Ólofsson, þjólfori. 9. Vol- og uppbygging londsliða Noregs, Mette Hommerslend fró Noregi. 10. Meiósli og heilsufor, Sigurjón Sigurósson, londsliðslæknir KSÍ. 11. Londsliðskonon Vondo Sigurgeirsdóttir. 12. Rekstur kvennodeildor, Ólíno Holldórsdótfir. 13. Pollborósumræóur. 14 Róóstefnuslit, Eggert Magnússon, fotmoður KSÍ. Róóstefnustjóri Rofn Hjoltolín, formoóur kvennanefndor KSÍ. Tilkynno þorf þótttöku ó skrifstofu KSÍ fyrir kl. 15.00 föstudaginn 25. októbei. Þótttökugjold kr. 1000. Innifalið er léttur bódegisveröur og kaffiveitingor. Nónori upplýsingor gefur Stefón Konróósson, fromkvæmdostjóri KSI í sima 91-81444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.