Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 Okkur er aðeins boðið að taka þátt í niðurskurðimim A 0 - segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI „EG skil ekki þessa útréttu hönd ef viljinn snýst um það eitt að gefa okkur kost á að koma að niðurskurði á vettvangi hins opinbera. Ég sé ekki samstarfsflötinn. Það er ekki hægt að flokka það undir sam- starf að vilja fá einhverja aðila út í þjóðfélaginu til að axla það sem menn sjálfir meta óþægilegt en hafa hvergi vilja til þess að eiga sam- starf við hreyfinguna um önnur atriði,” sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, aðspurður um þau orð Friðriks Sophussonar, fjármálaráð- herra, er hann mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga, að ríkisstjórnin væri tilbúin til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins um frekari aðgerðir til að Iækka útgjöld ríkisins og draga úr lántökum. Einar Oddur Kristj- ánsson, formaður VSÍ fagnaði þessum orðum í Morgunblaðinu í gær og sagði að aðilar vinnumarkaðarins ættu skilyrðislaust að ganga til samninga á þessum grundvelli. „Hér er verið að ráðast í alvarleg- an niðurskurð á ýmsum félagslegum atriðum, rústa kerfi ríkisábyrgðar á launum, skera niður atvinnuleysis- tryggingar og hugsanlega almánna- tryggingar, fara fram gegn sjúkling: um og fleiri aðilum í þjóðfélaginu. í stað þess að lýsa vilja til að taka þessa þætti til endurskoðunar þannig að sættir geti orðið um, virðist eina tilboðið vera að segja okkur að við megum hjálpa þeim við að skera meira niður,” sagði Ásmundur. Aðspurður hvort verkalýðshreyf- ingin hefði ekki einmitt lýst því yfir að ríkissjóðshallinn væri mjkið efna- hagslegt vandamál, sagði Ásmundur það alveg rétt. „Vissulega er ríkis- sjóðshallinn mikið vandamál og vissulega þarf að vinna skipulega að því að draga úr útgjöldum hins opin- bera, en það skiptir auðvitað miklu máli hvernig það er gert. Það getur ekki verið samstarfsforsenda að leita skjóls um það sem erfitt er í niður- skurði, en hafa að öðru leyti engan vilja til samstarfs og þannig sýnist mér málið liggja fyrir. Það hefur ekkert annað komið fram. Það síð- asta sem boðað hefur verið er að það eigi að koma upp sjúkratryggingum með dularfullum hætti, þar sem fólk eigi að fara að kaskótryggja sig og það er kannski rétt að minna á í því sambandi að það hefur hvergi í víðri veröld verið byggt upp traust og al- mennt heilbrigðiskerfi á fijálsum tryggingum. I Bandaríkjunum eru 34 milljónir taldar algjölega ótryggð- ar. 173 milljónir manna eru með tryggingar og 85% þeirra eru með tryggingar með samningum á vinnu- stað, þannig að atvinnurekandinn borgar iðgjaldið. 15% borgar sitt ið- gjald sjálfur og það sýnir kannski skýrar en flest annað að jafnvel í landi eins og Bandaríkjunum eru fijálsar tryggingar afar sjaldgæft fyrirbæri. Eg skil ekki hvaða kúnstir þetta eru, því ef það á að koma á skyldutryggingu þá er bara verið að koma á nýjum skatti, því þá er mönn- um ekkert frjáist nema það að borga,” sagði Ásmundur. VEÐUR V / DAG kl. 12.00 / / / / 8°/ / / / / / / / / / / / / / / ^ HeimiW: VeOurstola Islands f [ (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær) / / VEÐURHORFUR í DAG, 25. OKTÓBER YFIRLIT: Við strönd Grænlarids vestur af Reykjanesi er heldur vaxandi 998 mb lægð sem hreyfist lítið en við Irland er 1.034 mb hæð. SPÁ: Sunnankaldi um landið austanvert en breytileg eða vestlæg átt vestantil. Hiti 7-10 stig austanti! en 4-6 um vestanvert landið. ) VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG:Austan- og suðaustanátt og rigning eða súld víða um land, einkum suðaustantil. Hlýnandi veður. HORFUR Á SUNNUDAG:Fremur hæg suðaustanátt og milt. Súld á Suður- og Austurlandi en að mestu þurrt norðanlands og vestan. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V y Skúrir Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur | ? Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 13 skýjað Reykjavik 7 rigning Bergen 11 léttskýjað Helsinki 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 11 léttskýjað Narssarssuaq 1 léttskýjað Nuuk 4-3 snjóél Osló 9 léttskýjað Stokkhólmur 6 úrkoma Þórshöfn 9 súld Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 13 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín vantar Chicago 19 þrumuveður Feneyjar vantar Frankfurt 10 alskýjað Glasgow 6 þokumóða Hamborg 10 súld London 10 alskýjað Los Angeles 14 léttskýjað Lúxemborg 8 skýjað Madríd 13 skýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 17 skýjað Montreal 6 léttskýjað New York 16 þokumóða Orlando vantar París 11 skýjað Madelra vantar Róm 17 heiðskýjað Vín 5 rigning Washington vantar Winnipeg +5 snjókoma Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Toppur frá Eyjólfsstöðum vakti mikla athygli þegar hann kom fram á sýningu stóðhestastöðvarinnar vorið 1990, knapi er Rúna Einarsdóttir. Stóðhesturinn Toppur frá Eyjólfsstöðum: Rifbeinsbrot orsök „hormónasjokksins”? ALLT BENDIR nú til þess að ástæður hormónasjokksins marg- fræga sem stóðhesturinn Toppur frá Eyjólfsstöðum fékk á lands- móti hestamanna á síðasta ári megi rekja til rifbeinsbrots. Þá þykir fullvíst að ástæðan fyrir lakri frammistöðu hestsins á fjórðungsmótinu í sumar megi rekja til þessa. Mikla athygli vakti á landsmót- hann að um rifbeinsbrot væri að inu þegar í Ijós kom að ekki var ræða og ráðlagði hvíld. Fékk hest- hægt að sýna Topp á mótinu fyrir urinn góða hvíld fyrir fjórðungs- ólátum sem Kristinn Hugason mótið og sagði Sigurbjöm að þegar hrossaræktamáðunautur kallaði til dóms kom á mótinu hafi allt hormónasjokk en talið var að virst í góðu lagi en þegar leið á ástæður ólátanna væru þær að mótið fór allt í sama farið. „Var náttúran væri farin að segja ótæpi- hesturinn allur í bremsu og ómögu- lega til sín. Fyrr um vorið hafði legur í alla staði,” sagði Sigurbjörn. Toppur verið sýndur á stóðhesta- Eftir að hesturinn kom úr hryss- stöðinni og hlotið þar hæsta dóm um í haust var dýralæknirinn á fímm vetra hesta það árið. Hellu fenginn til að líta á hann og Síðast liðinn vetur var hestinum var þá allt við það sama, bólga og komiðíþjálfunhjáSigurbimiBárð- eymsli en vonast er til að þetta arsyni tamningamanni með sýn- lagist nú þegar hesturinn er í hvíld ingu á fjórðungsmótinu í sumar í frá hryssum og þjálfun. huga. Segir Sigurbjörn að framan Leiða menn getum að því að rif- af hafi ekki borið á neinu óeðlilegu beinsbrotið kunni að vera ástæða en þegar fór að h'ða á þjálfunartím- fyrir hormónasjokkinu fræga og ann hafi hestinum farið aftur og fullvíst að Toppur sýndi ekki sínar þótti honum það furðu sæta því réttu hliðar -á íjórðungsmótinu í hesturinn hafi sýnt af sér góðar sumar af þessum sökum. Ekki er hliðar og geðslagið sérlega gott. vitað hvenær óhappið hefur átt sér Þuklaði Sigurbjöm hestinn hátt og stað en getum hefur verið að því iágt og fann bólgu og eymsli á rifj- leitt að það hafí átt sér stað þegar unum neðanverðum í gjarðstæðinu Toppur var fluttur norður í Skaga- á móts við olnboga. Var þessu fjörð á landsmótið. næst kallað á dýralækni og taldi -VK Frumvarp á kirkjuþing: Ástæður sjálfsvíga ung- menna verði kannaðar Á KIRKJUÞINGI í Bústaðakirkju í gær kom fram tillaga til þingsálykt- unar um að láta kanna ástæður sjálfsvíga meðal ungmenna. Tillaga um könnun á ástæðum sjálfsvíga ungmenna var flutt af kirkjuráði og framsögumaður var Guðmundur Magnússon, fræðslu- stjóri Austurlands. í tillögunni kemur jafnframt fram að þingið beini ein- dregnum tilmælum til Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar um að veita að- standendum og félögum þessara ungmenna ráðgjöf og stuðning eftir öllum tiltækum leiðum. í greinargerð kemur fram að tíðni sjálfsvíga hafi aukist mikið á síðustu árum. Sam- kvæmt upplýsingnm frá Hagstofu Islands voru sjálfsvíg 923 á tímabil- inu 1951-1990 eða 23 að meðaltali á hveiju ári. Þar af voru 147 ung- menni á aldrinum 15-24 ára eða 15,9%. Ef miðað er við síðastliðin átta ár voru sjálfsvíg unglinga 59 eða 20,6%. Kirkjuráð telur að nauð- synlegt sé að víðtæk könnun verði gerð og þyrfti hún að ná til heimilis- aðstæðna, skólagöngu, þátttöku í atvinnulífi o.fl. Að sögn Guðmundar Magnússonar er þó nokkuð um að leitað sé til presta varðandi þessi mál, sérstak- lega úti á landsbyggðinni. Hann seg- ir að búið sé að ráða sálfræðing og félagsfræðing til Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og þangað geta m.a. að- standendur og prestar leitað aðstoð- ar, en einnig sé hægt að leita til þessarar þjónustu vegna ýmiss konar mála. „Það stingur okkur alltaf meira í augu þegar ungt fólk tekur til þess- ara ráða. Ég þori ekki að fullyrða neitt með tölur, en í ár er ekki útlit fyrir að þetta breytist til batnaðar,” segir Guðmundur. Á kirkjuþinginu var borin fram breytingartillaga um að könnunin næði til allra aldurshópa með sér- stöku tilliti til unglinga á aldrinum 14-20. Báðar tillögurnar fara fyrir allsherjamefnd kirkjuþings til endur- skoðunar og umfjöllunar. Jóhann Björnsson, sóknarnefndar- formaður Árbæjarsóknar, var for- sögumaður frumvarps til laga um sóknarkirkjur og kirkjubyggingar, sem borið var fram í gær. „Það hafa ekki verið til heilstæð lög um sóknarkirkjur, en á kirkjuþingi 1982 var tillaga þess efnis sam- þykkt. Þar kom m.a. fram að ríkið greiddi 2A hluta kostnaðar við kirkju- byggingar. Engin kirkjumálaráð- herra síðan þá hefur flutt það frum- varp á Alþingi.” I frumvarpinu kemur fram að nauðsynlegt sé að löggjöf um kirkjur og kirkjubyggingar og umræður um það hvort ríkið eigi að taka þátt í byggingu kirkna megi ekki stöðva það. „Með þessu nýja frumvarpi vilj- um við koma þessu á framfæri og að það verði tekið fyrir á Alþingi. I því eru ekki þeir ásteitingssteinar sem voru í gamla frumvarpinu, sem að mati nefndarmanna var til þess að það náði ekki fram að ganga, þó svo að við vildum gjarnan fá meiri stuðning frá ríkinu,” sagði Jóhann Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.