Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 10
40 SIÖRgWnÉIÍÁÐÍÐ f'ö'STlÍDAÖÖR 2^.' ÓkTÖBER 'í991 Alþýðumálari Elías Hjörleifsson Myndlist Bragi Ásgeirsson í Listamannaskálanum í Hafn- arstræti 4 sýnir um þessar mund- ir Sigurður Einarsson 23 mynd- verk, sem öll eru eins konar hug- arfiugssýnir um land og þjóð. Það er ekki oft sem haldnar eru listsýningar á þessum stað, en þar sem sérkennileg fornbókaverslun er á neðri hæð, ætti einmitt að vera upplagt tækifæri fyrir for- svarsmenn húsnæðisins að vera með öðruvísi sýningar á staðnum. Þær gætu staðið eitthvað lengur yfir en almennt gerist í listhúsum, sem gæfi okkur listrýnum rýmri tíma til umfjöllunar þeirra, en við erum að sjálfsögðu bundnir af því að skrifa öðru fremur um reglu- bundna sýuningarstarfsemi í við- urkenndum listhúsum. Nú er þessi sýning Sigurðar nokkuð sérstök og hefði mátt vera opin enn um skeið, því að slíkar sýningar eru yfirleitt öllu iengur að vekja almenna athygli, en fram- kvæmdir viðurkenndra listhúsa. Sigurður hefur ekki haldið einkasýningar í höfuðborginni fyrr, en hins vegar átt myndir á samsýningu í listhúsinu Nýhöfn og svo hefur hann haldið fimm einkasýningar á Suðurlandi og tekið þátt í samsýningum Mynd- listarfélags Ámessýslu. Sigurður (f. á Gljúfri í Ölfusi 1918) hefur fengist við myndlist frá árinu 1982 og eru viðfangs- efni hans öðni fremur bernskusýn- ir hans úr gljúfrinu í Ölfusinu þar sem maður, ídettar, gróður og dýr verða samofin, óijúfandi heild eins og það heitir í kynningu. Þetta er alveg rétt, því myndir Sigurðar eru fyrst og fremst sýn- ir, sem bornar eru uppi af bernskri málaragleði, en í þeim mæli að margur atvinnumálarinn mætti öfunda hann af. Og það er fyrst og fremst þessi ósvikna gleði af að munda pentskúfinn sem gerir það að verkum að myndverk hans eiga fyllsta erindi í húsakynni Listamannaskálans. Það er því ómaksins vert fyrir unnendur málaralistar að gera sér ferð á sýningu þessa alþýðumál- ara, sem á að ljúka í dag, föstu- daginn 24. október. Myndlist Eiríkur Þorláksson Í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stend- ur nú yfir sýning á verkum Elías- ar Hjörleifssonar, en þetta mun fyrsta einkasýningin sem hann heldur hér á landi. Elías hefur dvalið í Danmörku um tuttugu og sjö ára skeið, eða meirihluta ævinnar, en þar sótti hann m.a. ýmis námskeið á sviði myndlistar. Elías telst sjálfmenntaður í list sinni, og hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum í Danmörku, þó lítið hafí sést til hans hér á landi til þessa. Elías flutti aftur til íslands fyr- ir tveimur árum, og er nú búsett- ur á Hellu á Rangárvöllum. Þar tók hann í sumar þátt í sýningu í tilefni M-hátíðar á Suðurlandi, ásamt tveimur öðrum sunnlensk- um listamönnum, þeim Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur og Gunnari Erni Gunnarssyni, og var það í fyrsta skipti sem verk hans voru á sýningu hér á landi frá því hann tók þátt í samsýningu á vegum FÍM árið 1979. Á sýningunni í Hafnarborg getur að líta alls sextíu listaverk, flest þeirra máluð með olíulitum, en einnig nokkur unnin með olíuk- rít. Nokkur hluti þeirra var einnig á sýningunni á Hellu í sumar, þannig að þeir sem sáu þá sýn- ingu hafa þegar fengið nokkuð innlit í myndheim Elíasar. Flest verkin á sýningunni tengj- ast íslenskri náttúru, og einkum eru áberandi ímyndir hraunmynda og kletta, þar sem listamaðurinn persónugerir nær allt sem fyrir augu ber; náttúruvættir, fossbúar, íbúar fjalla og kletta verða uppi- staðan í myndunum. í mörgum flötunum eru einnig svífandi, liggjandi eða standandi dísir, sem virðast ekki alltaf vissar um sinn tilverurétt á þessum vettvangi. Þessi ’myndsýn listamannsins á vissulega ætt sína að rekja til Jóhannesar Kjarvals, og margt í framsetningunni einnig. En það er ekki nóg. Elías beitir penslinum á kraft- mikinn þátt, og hann hefur gott auga fyrir náttúmlitunum. Áferð myndanna er oft gróf, líkt og verkunum sé ólokið, en slíkt á raunar ágætlega við þær ímyndir hrauns og óbyggðalandslags, sem listamaðurinn er að fást við. Teiknun er hins vegar veikur hlekkur í framsetningunni, og þó myndbyggingin sé þokkaleg í minni verkunum, er hún oft sund- urlaus og jafnvel tætingsleg þegar viðfangsefnin stækka. Hér er á ferðinni ofhlæði, sem á lítt skylt við íslenska náttúru. Það sem heillar listamanninn mest er hið ólgandi hraun, sem alls staðar er í kringum okkur hér á landi, og þau óvæntu kraum- andi form persónugervinga og náttúruvætta, sem þar er að fínna. Þetta hefur orðið fleiri listamönn- um að yrkiséfni, og verður Kjarv- al að teljast þar fremstur meðal jafningja. En það er erfitt áð ganga í smiðju til hans og vinna Kjarval-istísk málverk, nema sterkt persónulegt framlag komi einnig til. Best tekst listamanninum til í þeim verkum þar sem myndbygg- ing er einföld og meira í ætt við hugvekju en náttúrulýsingu. Þannig virkar „Himnahliðið” (nr. 10) nokkuð vel sem íslenskur inn- gangur í sæluríkið, þar sem hinir syndlausu mega ganga í gegnum hraunborgir í átt til eilífðarinnar. Nokkrar smærri myndanna, eins og „Hugsi” (nr. 41) og „Hvíld” (nr. 53) eru einnig vel heppnaðar. Islensk náttúra hefur eðlilega höfðað sterkt til Elíasar eftir langa útiveru, og þess má vænta að hann fari eftir þessi fyrstu ár hér heima að vinna á hnitmiðaðri og persónulegri hátt úr þeim áhrifum, sem umhverfið vekur með honum. Því verður áhugavert að fylgjast með sýningum Elíasar í framtíðinni. Sýningu Elíasar Hjörleifssonar í Hafnarborg lýkur sunnudaginn 27. október. Hvítir vængir yfir myrkri mannlífsins Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Knut 0degárd: KINQMASKIN- IST. Dikt. J. W. Cappelens Forlag a. s, 1991. KINOMASKINIST . er sjöunda ljóðabók norska skáldsins Knuts Ödegárds, en hann hefur einnig verið afkastamikill þýðandi fagur- bókmennta (einkum íslenskra), rit- gerðahöfundur og leikritaskáld og samið bama- og unglingabækur. Knut Odegárd hefur búið svo lengi hér á landi að íslenskur les- andi þykist eiga töluvert í honum. Það kemur líka á daginn að í nýju bókinni er íslenskt yrkisefni þótt heimaslóðir skáldsins í Noregi séu ágengari. Einkenni þessarar bókar er að hún er persónulegri, sárari en það sem áður hefur komið frá skáldinu. Veikindi, vitund um endalok lífsins, það að nákomnir ættingjar eldast, vinir deyja, ekkert er óhagganlegt, er meðal þess sem vekur ugg skáldsins, en hvetur líka til þess að takast á við það sem að höndum ber. Náttúran hefur löngum verið nálæg í Ijóðheimi Knut Odegárds og það er hún enn. En í Kinomask- inist skipar maðurinn stærra rúm með sinn daglega vanda og sorgir, fylgifiska þeirra ára sem hópast að og engu eira. Afar hispurslaust og skorinort er Alt dette, ljóð sem skáldið tileinkar Þorgerði, konu sinni. Vel getur verið að sumum þyki Alt dette of einkalegt ljóð (og kannski fleiri ljóð bókarinnar), en undir það verður ekki tekið hér. Ljóðið speglar hið sammannlega í lífí fólks sem að því er viðist aðeins dauðinn getur aðskilið. Hvað verður um ástina og allt það sem tilheyrir samveru og daglegum önnum þegar „krákurnar koma” í fyllingu tímans? Umhverfí ljóðsins er reyk- vískt: Kvar er alt dette som vi kallarvar kjærleik nár krákene kjem? For dei tek oss ikkje saman. Ein av oss ligg fyrst der ute pa det sneskitne jordet ved havet (gult Ijorársgras, röten vársno) nár dei svarte krákene kjem og pikkar i munnen, i augo, i hendene og kjonnet. Það er sjaldgæft að lesa ljóð um kransæðastíflu, einkenni hennar, ég man ekki eftir slíku yrkisefni hjá öðrum en 0degárd. í einu þess- ara opinskáu ljóða eru h'kingar einn- ig sóttar til náttúrunnar, en mann- legur ótti og ógn verða yfírsterkari. Knut Odegárd Knut 0degárd yrkir af hlýju og skilningi um aldrað fólk, afa sína og foreldra, einkum í öðrum hluta bókarinnar sem hann nefnir Tid, draumar. Fyrsti hlutinn kallast Oske, draumar. Hann minnist bernskunnar í Molde, einkennishúfu föður síns frá stríðsárunum, inni í skáp þegar drengurinn kom auga á hana. Fyrsti og annar hluti tengj- ast, sviðið ýmist Noregur eða Is- land. Þriðji og síðasti hluti Film, kroppar styrkir einnig heildarmynd bókarinnar. í honum eru sum eftir- minnilegustu ljóðin, m. a. Alt dette. Kvikmyndir koma víða við sögu í Kinomaskinist. í lokakaflanum er samnefnt ljóð, en orðið merkir sýn- ingarmaður, sá sem stjórnar sýn- ingarvélinni. Sýningarmaður ljóðsins á sér tvo heima, þann sem kvikmyndirnar bjóða upp á og þann sem við tekur þegar heim er komið að lokinni vinnu. Hann minnist kvikmynda eins og Dr. Zhivago og Sound of Music, bófa og maklegra mála- gjalda. En englar eru ekki til nema í draumi. Og þó. Þegar hann strýk- ur myndina af henni yfir kommóð- unni breiðir hún út vængina, leggur hann upp að mjúkum englabijóstum sínum og þannig fljúga þau saman á hveri nóttu út yfír borgina: „Han/ i si gamle uniform med striper. Ho med Sine kvite venger/ og herlege lekam.” Þetta er myndrænt ljóð líkast málverki eftir Marc Chagall, inni- leiki þess og kímni meðal helstu kosta. Kinomaskinist er raunsæ bók. Dulúðin aftur á móti aldrei langt undan. í Paul Briksi?, löngu opnu ljóði í lokahlutanum, er yrkisefnið frétt úr norska blaðinu Aftenposten um mann sem reikar um götur Ósló tólf dögum fyrir jól, segist vera frá Lyon sem ekki fær staðist og enginn ber kennsl á hann. Knut 0degárd tekst í þessu ljóði að sýna heimilisleysi og framandleik manna, freistandi er að rifja upp Ijóð landa hans, Sigbjöms Obstfeld- ers, um það að hafa lent á rangri stjömu. Sé lífíð eins konar kvik- mynd skýrir það hins vegar margt. Síðasta ljóð bókarinnar, Film, hefur eftirfarandi boðskap að flytja: Det er eit teppe du skodar, som reflekterer opp- tak av himmel og jord inn i dine augo. Kinomaskinisten duppar i si kiste, og nár er denne endelause forestillinga over? Dá vi alle kan gá trygt heim, over áker og eng. Þótt dimmir tónar séu í mörg- um ljóðanna í Kinomakinist, að mínum dómi einni af veigamestu ljóðabókum Knut 0degárds til þessa, væri það fölsun að þykjast ekki koma auga á gamansemi höf- undarins þrátt fyrir allt. Kímnin birtist á svo mörgum stöðum í bók- inni, bæði þegar horft er aftur til liðinna daga heima í Noregi og einn- ig í því hvernig smámunir hvers- dagsins eru dregnir fram í ljóðunum frá Mandi. OKTÓBER THBOB 20—40% stgr. AFSLATl UR MIKIÐ ÚRVAL Faxafeni 11, sími 686999 SÉRVERSLUN MEÐ STÖK TEPPI OG MOTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.