Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 13 Einkavæðing framkvæmda og þjónustu hins opinbera Einkavæðing framkvæmda og þjónustu hins opinbera ^\Kostnadur Framkvæmd N. Greiddur af opinberum adilum Grelddur af einkaadilum Á vegum opinberra adila Leiðir tii einkavæðingar K" Þjónustugjöld > Á vegum einkaadila Útboð Sérleyfi ^ Sala ríkisfyrirtækja Fyrri grein eftir Pál Kr. Pálsson Form einkavæðingar Víða erlendis er einkavæðing rík- isfyrirtækja langt komin og unnið ötullega að einkavæðingu fram- kvæmda og þjónustu hins opinbera. Hér á landi hefur lítið verið gert fram til þessa til að vinna skipulega að einkavæðingu. Einstaka ráðherr- ar hafa í gegnum árin selt einstaka ríkisfyrirtæki en sem hluti af heil- stæðri stefnu ríkisstjórnar hefur fram til þessa ekki verið tekið á málinu. I stefnuræðu sinni á Alþingi sl. vor gerði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra einkavæðingu að umtals- efni. Af orðum hans mátti skilja að núverandi ríkisstjórn hygðist láta málið til sín taka og vinna að því sem samræmdu verkefni með svip- uðum hætti og tíðkast meðal ann- arra þjóða. Eins og ýmsir hafa bent á má segja að um tvær megin leiðir sé að ræða í einkavæðingu. Annars vegar sölu ríkisfyrirtækja í hendur einkaaðila og hins vegar einkavæð- ingu framkvæmda og þjónustu hins opinbera. Fyrri þættinum, þ.e. sölu ríkisfyrirtækja í hendur einkaaðila, hefur verið töluverður gaumur gef- inn en minna íjallað um einkavæð- ingu framkvæmda og þjónustu hins opinbera. Menn eru sammála um að fyrri leiðin geti leitt til umtalsverðrar tekjuaukningar fyrir ríkissjóð á meðan á einkavæðingunni stendur, en hún mun hins vegar ekki leiða til þess að dragi úr útgjöldum ríkis- sjóð þegar til til lengri tíma litið. Þannig mun sú leið ekki leysa þann megin vanda sem ríkissjóður ís- lands á við að glíma, þ.e. sivaxandi útgjöld umfram tekjur. Sá vandi verður einungis leystur varanlega með einkavæðingu framkvæmda og þjónustu hins opinbera. Einkavæðing framkvæmda og þjónustu Þegar talað er um framkvæmdir og þjónustu á vegum hins opinbera er einkum átt við eftirtalda þætti: 1. Innkaup á vegum opinberra aðila á vörum, verklegum framkvæmdum og þjónustu. 2. Rekstur skóla og mennta- stofnana. 3. Rekstur heilbrigðiskerfisins og félagslegrar þjónustu. 4. Rekstur opinberra stofnana, svo sem orku-, upplýsinga- og rannsóknarstofnana. Markmiðið með því að færa stærri hluta þessara rekstrarþáttar í hendur einkaaðila er að auka framleiðni framkvæmda og þjón- ustu á vegum opinberra aðila. Með þessu er átt við að ná sem bestri nýtingu á öllum þeim þáttum sem 'þarf til að ná árangri og tryggja að gæðin verði sem mest. Vandinn við einkavæðingu fram- kvæmda og þjónustu hins opinbera er sá að í mörgum tilfellum fylgir ákveðin einokunaraðstaða þessari starfsemi. Almennt er sagt að sam- keppni sé forsenda einkavæðingar, en það getur einmitt reynst erfitt að koma við samkeppni þegar markaðir eru litlir, eftirspurn tak- mörkuð og starfsemin krefst viða- mikils og dýrs tækjakosts. Þrátt fyrir þessa annmarka hefur víða erlendis tekist að stórauka fram- leiðni með því að færa reksturinn í hendur einkaaðila á einn eða ann- an veg. Einkavæðing með þessum hætti getur því verið raunhæf leið fyrir okkur Islendinga til að draga úr ríkisútgjöldum og Iækka skatta. Aður en hafíst er handa við einkavæðingu framkvæmda og þjónustu á vegum hins oþinbera er mikilvægt að móta ákveðna stefnu. Hingað til hefur það verið stefna flestra ríkja í hinum vestræna heimi að auka opinbera þjónustu. Segja má að hér á landi hafi nánast allir þrýst á um þessa þróun. Hagsmuna- hópar hafa oft verið fremstir í flokki og staðið fyrir uppbyggingu á opin- berri starfsemi meira af kappi en forsjá. í mörgum tilfellum hefur mikil vinna verið lögð í að semja lög og koma starfseminni af stað en þegar búið er að byggja hús og fylla af fólki og dýrum búnaði er oft lítið hugsað um hvort sá árang- ur næst sern að var stefnt í upp- hafi. Einmitt þetta skýrir lága framleiðni á ýmsum sviðum í opin- berum rekstri á Islandi en ekki að starfsemin sem slík sé vond. Yfirmenn og pólitísk afskipti og afskiptaleysi af verðlagningu og framboði þjónustu hafa miklu meira að segja svo og skortur á skýrri markmiðasetningu og stefnumótun. Opinber innkaup Innkaup ríkisins, stofnana þess og hinna margvíslegu rekstrarein- inga í eigu ríkis og sveitarfélaga eru stór hluti heildarinnkaupa á vörum og þjónustu í landinu. Mikil- vægt er að stöðugt sé hugleitt hvernig ná megi sem bestum ár- angri við þessi innkaup. Megin markmiðið er að sjálfsögðu að fá sem besta vöru og þjónustu fyrir sem lægsta verð. Sú leið sem flestar þjóðir leggja vaxandi áherslu á til að ná hér sem bestum árangri er að bjóða út sem flesta þætti opinberra innkaupa. Ljóst er að stórauka má útboð í tengslum við opinber innkaup hér á landi. Þá má velta því fyrir sér hvort ekki væri hagkvæmt að fela einkaaðilum að annast undirbúning og framkvæmd útboða. Hlutverk hins opinbera yrði í ríkara mæli að skilgreina þær gæðakröfur og útbúa þá gæðastaðla sem notaðir yrðu við samanburð og mat tilboða og hafa eftirlit með þeim aðilum sem annast myndu útboð og saman- burð tilboða. Annað vandamál varðandi opin- berar framkvæmdir er að yfirleitt ráðast menn í fleiri framkvæmdir í einu en það fjármagn leyfir sem til ráðstöfunar er. Mikilvægt er að halda hvetju verkefni áfram á þeim hraða sem þarf til að hagkvæmni á framkvæmd þess geti orðið sem mest. Þá er mikilvægt að mörkuð verði ákveðin stefna við stjórnun framkvæmda á vegum opinberra aðila. Slík stefna ætti einkum að miða að eftirtöldum markmiðum: - Alger aðskilnaður á milli þeirra sem undirbúa og skipuleggja verk annars vegar og hinna sem framkvæma verkin. - Takmörkun á afskiptum þeirra aðila sem nota eiga vöruna, mannvirkið eða þjónustuna við und- irbúning, en fela þeim ekki fram- kvæmdastjórn verksins. - Tryggja markvissar aðferðir við úttektir og skilagreinar vegna verkefna á vegum hins opinbera. - Tryggja samræmt bókhald fyrir opinber útboðsverkefni sem auðveldar samnaburðarathuganir á kostnaði og gæðum síðar. Þau lög sem nú eru í gildi um opinber innkaup eru frá árinu 1987. Ólíklegt er að þessi lög samrýmist þátttöku íslendinga í evrópsku efnahagssvæði, ef af því verður, Páll Kr. Pálsson „Sú leið sem flestar þjóðir leggja vaxandi áherslu á til að ná hér sem bestum árangri er að bjóða út sem flesta þætti opinberra inn- kaupa. Ljóst er að stór- auka má útboð í tengsl- um við opinber innkaup hér á landi.” þar sem gert er ráð fyrir að reglur EB gildi að mestu óbreyttar innan þess. Reglur EB miða að því að koma í veg fyrir hvers konar mis- munun við úboð og á meðferð opin- berra útboða. Þá er í reglum EB kveðið mjög skýrt á um hvaða skil- yrði bjóðendur skulu uppfylla. Af þessu leiðir að upplýsingamiðlun þeirra aðila sem hafa með höndum útboð á opinberum innkaupum eykst til muna. Styrkir þetta enn frekar þá leið sem hér hefur verið bent á, þ.e. að fela aðilum á mark- aðnum að annast sjálf útboðin en að hlutverk hins opinbera verði fyrst og fremst að annast sjálf út- boðin en að hlutverk hins opinbera verði fyrst og fremst að miðla upp- lýsingum og efla þátttökur inn- lendra aðila í opinberum útboðúm ásamt því að hafa eftilit með fmkvæmd útboða. í síðari greininni verður íjallað um einkavæðingu í rekstri skóla og menntastofnana, innan heilbrigðis- kerfisins, á sviði félagslegrar þjón- ustu og í rekstri ýmissa opinberra stofnana. Höfundur er verkfræðingur og forstjóri Iðntæknistofnunar. Framtíð Austurstrætis eftir Margréti Sæmundsdóttur Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti nýlega að opna einu göngu- götu borgarinnar, Austurstræti, fyrir bílaumferð. Ekki eru allir sam- mála þessu. Umferðarnefnd Reykjavíkur felldi t.d. einróma til- lögu um opnun götunnar fyrir ná- kvæmlega ári. Eg er þeirrar skoðunar að opnun Austurstrætis mun ekki þjóna þeim tilgangi sem stefnt er að, sem er að lífga upp á miðbæinn. í tillögum umferðardeildar borgarinnar er að- eins gert ráð fyrir að leyfilegt sé að aka inn strætið úr Bankastræti en bannað verði að beygja frá Lækjargötu inn Austurstræti úr báðum áttum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá að í Bankastræti og Austurstræti á eft- ir að myndast samfelld bílaröð á annatímum með tilheyrandi öfögn- uði, umferðarhnútum, mengun og öðrum leiðindum. Gangandi vegfarendur í hættu Alvarlegra mál er þó að stefna öryggi gangandi vegfarenda í hættu, þeir hafa átt griðland í göt- unni sl. 18 ár. Fjölskyldufólk er oft í göngugötunni, sérstaklega á góð- viðrisdögum. A nú að skemma þá saklausu skemmtun að spóka sig í miðbænum. Hvaða foreldrar hafa ánægju af því að ganga með barna- vagna og kerrur innan um meng- andi bílaumferð? Eða skildu borgar- fulltrúarnir alveg hafa gleymt gamla fólkinu sem löngum hefur gengið um Austurstræti. Opnun götunar mun leiða til þess að gang- andi vegfarendur ungir og aldnir hætta að vera á ferli í miðbænum. Það vill alltof oft gleymast aðþað eru ekki allir á bíl. í nágrenni Aust- urstrætis er aðal strætisvagnamið- stöð borgarinnar. Fólkið sem á leið í strætó er á ferli í Austurstræti. Bráðlega á það fótum sínum fjör að launa í Austurstræti. Á kannski að útrýma gangandi fólki í miðbæn- um? Mér er spurn; hvað eru menn að hugsa þegar þeir samþykkja aðra eins vitleysu? Lífga upp á miðbæinn, segja sumir. Þá spyr ég eftir hvers konar lífi er verið að sækjast? Allavega ekki götulífi eins og það gerist best í göngugötum erlendis. Séstvallastræti/Ervallastræti Tillaga um opnun Austurstrætis var samþykkt með því skilyrði að Vallarstræti yrði gert að göngu- götu. Strætið er nú varla stræti þetta er eiginlega bútur og getur aldrei orðið að neinni alvöru göngu- götu. Auk þess er gert ráð fyrir að tvístefna verði á Thorvaldsenstræti og snúningshaus (staður sem menn snúa bíl sínum) við enda götunnar þar sem hún tengist Vallarstræti. Snúningshausinn á að vera við hlið- ina á kaffihúsinu. Á góðviðrisdög- um er vinsælt af gestum kaffihúss- ins að sitja úti og gæða sér á kaffi og meðlæti. Það verður aldeilis huggulegt hjá þeim að sitja í út- blæstrinum frá bílunum. Skorið af Austurvelli Til þess að gera Vallarstræti að göngugötu og Thorvaldsenstræti að tvístefnu þarf að breikka götuna og skerða Austurvöll. Það má líka hugsa sér að ósamræmi verði í því að skera af Austurvelli á einum stað, því ekki allan hringinn? Dá- góður árangur það! Hvað kostar tilraunin? Annað smámál sem auðvitað tek- ur varla að minnast á er kostnað- ur. (Ereiginlega bara nöldur.) Hvað skildi þessi tilraun nú kosta okkur skattgreiðendur. Ég reyndi að kom- ast að því á fundi umferðarnefndar 2. október sl. Svarið var því miður snubbótt. Það er engin kostnaðar- áætlun til. Ekki stafur um hvað til- raunin mun kosta eða má kosta. Gatnamálastjóri skaut á 6 milljónir í viðtali í útvarpinu daginn eftir að -tillagan var samþykkt í borgar- Margrét Sæmundsdóttir „Opnun göngugötunn- ar er tilraun í 6 mán- uði, hins vegar veit eng- inn hvernig á að meta tilraunina. A að gera skoðanakönnun meðal borgarbúa og hvað á þá að kanna?” stjórn. En hann bætti jafnframt við að það væri ómögulegt að segja til um hvað þetta kostaði. Á þeirri stundu var búið að samþykkja til- löguna. Án kostnaðaráætlunar. Ég fylgdist með umræðum í borgar- stjórn þegar málið var afgreitt, Þeirsem bera ábyrgð á þvíað tillag- an náði fram að ganga minntust ekki á kostnað. Enda er það kannski aukaatriði. Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína. Að minnsta kosti þrír kaupmenn eru „voða ánægðir”. Kostnaðurinn kemur auðvitað í Ijós í fyllingu tímans. Það er engin hætta á öðru, 10 milljónir eða 15. Það kemur bara í ljós alveg eins og í Perlunni og Ráðhúsinu, um að gera að framkvæma fyrst og áætla svo. Það virðist vera algengasta hagfræðiformúlan í borgarstjórn Reykjavíkur. Ef ég hef misskilið eitthvað þá lýsi ég hér með eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun fyrir margum- rædda framkvæmd. Sem skatt- greiðanda er mér er illa við opna víxla. Hvað á að meta? Að endingu eitt mál enn. Opnun göngugötunnar er tilraun í 6 mán- uði, hins vegar veit enginn hvernig á að meta tilraunina. Á að gera skoðanakönnun meðal borgarbúa og hvað á þá að kanna? Á að at- huga hvort viðskiptin aukast í versl- unum Austurstrætis? Á að kanna hvort gangandi fólki fækkar í mið- bænum? Hvað á eiginlega að meta að 6 mánuðum liðnum, spyr sú sem ei veit? Höfundur er fulltrúi Kvennnlistans í Umferðarnefnd Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.