Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 i MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 25. OKTÓBER 1991 25 Davíð Oddsson forsætisráðherra á fundi um EES: EES-samningum hefði ekki lykt- að farsællega án stj órnarskipta Samningurinn styrkir fullveldi þjóðarinnar, sagði Þorsteinn Pálsson Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 110 kr. eintakið. Ráðstefna um frið í Mið-Austurlöndum Aundanförnum mánuðum hef- ur James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, átta sinnum haldið í friðarför til Mið- Austurlanda. Margir töldu að Persaflóastríð bandamanna gegn Saddam Hussein, einræðisherra í írak, hefði gert hugmyndir allar um friðargjörð á þessu spennu- svæði að engu. Nú liggur fyrir, að fulltrúar ísraelsstjórnar og leið- togar arabaríkja koma saman til fundar í Madríd á miðvikudag í næstu viku og ræða leiðir til að tryggja friðinn í þessum heims- hluta. Það er einkum fernt, sem gerir að verkum að þessi niðurstaða hlýtur að teljast söguleg. í fyrsta lagi blasir við, að það eitt að fá Israela og fulltrúa arabaríkjanna saman til fundar til að ræða hvernig tryggja megi frið og ör- yggi í þessari púðurtunnu heims- ins, sem Mið-Austurlönd eru, er út af fyrir sig stórkostlegur árangur. Saga þessa heimshluta er vissulega æði flókin en ennþá erfiðara er þó að skilja hatrið, sem einkennt hefur afstöðu ráða- manna í ríkjum þessum og getið hefur af sér allt ofbeldið og myrkraverkin. Í öðru lagi er kveðið skýrt á um það í boðsbréfi því sem Banda- ríkin og Sovétríkin sendu út, að ráðstefnan verði haldin á grund- velli ályktana öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna númer 242, frá 22. nóvember 1967 og 338 frá 22. október 1973. Þótt mjög hafi verið deilt um hvað ályktanir þess- ar feli í sér, kveður fyrri undirlið- ur fyrstu greinar ályktunar 242 á um, að Israelum beri að kalla heim herlið sitt frá „landsvæðum þeim, sem tekin voru herskyldi í nýafstöðnum átökum”. Hér er, í fleirtölu, vísað til landvinninga ísraela í sex daga stríðinu, þ.e.a.s. Gólan-hæða, Vesturbakkans og Gaza-svæðisins. í ályktun 338, sem samþykkt var er átök brutust út árið 1973, er að fínna frekari áréttingu þessa auk þess sem kveðið er á um, að vopnahlés- viðræður skuli hafnar í því augna- miði að skapa réttlátan og varan- legan frið í Mið-Austurlöndum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ályktanir þessar hafa aldrei verið virtar til fullnustu. Vígvæðingin hefur verið hamslaus eins og sannaðist í írak og yfir- gengileg útgjöld til hermála hafa staðið efnahagslegri framþróun fyrir þrifum. í þriðja lagi felur ályktun 242 í sér, að Isrelar og nágrannar þeirra viðurkenni fullveldi, yfir- ráðarétt og pólitískt sjálfstæði sérhvers ríkis á þessu svæði og rétt þeirra, sem þar búa til að lifa í öryggi og friði innan skilgreindra landamæra. í nóvembermánuði 1988 lýsti Yasser Arafat, leiðtogi Frelsishreyfingar Palestínu (PLO), yfir því, að Palestínumenn hefðu stofnað sjálfstætt ríki á grundvelli þessarar ályktunar og viðurkenndi þar með um leið til- verurétt Ísraelsríkis. Loks hefur ráðstefnuboðið orðið til þess, að Sovétmenn og ísraelar hafa nú tekið upp bein stjórnmála- samskipti á ný en þeim var slitið í sex-daga-stríðinu 1967. Þar með hafa Sovétmenn tekið undir þá afstöðu Vesturlanda, að ísraelar eigi skilyrðislausan rétt til þess að lifa í friði og öryggi í sjálf- stæðu ríki sínu þó svo þessi ákvörðun ráðamanna í Kreml vegi ekki jafn þungt og áður þar sem áhrif þeirra á vettvangi alþjóða- stjórnmála hafa farið ört dvínandi af alkunnum ástæðum. Fátt bendir til þess, að fundur- inn í Madríd geti orðið til þess að leysa þau flóknu deilumál, sem einkenna öll samskipti ríkja Mið- Austurlanda. En ástæða er til að vona, að strax eftir setningu ráð- stefnunnar hefjist beinar friðar- viðræður ísraela og nágranna þeirra. Þá er og tilefni til þess að ætla, að sú krafa Palestínumanna á hernámssvæðunum, að þeim verði ekki lengur gert að búa við herstjórn Israela, nái fram að ganga í fyllingu tímans. Það má teljast lágmarkskrafa svo framar- lega sem bæði leiðtogar palest- ínsku þjóðarinnar og nágrannar ísraela fallast á tilverurétt ríkis þeirra og eru reiðubúnir að sam- þykkja ráðstafanir þær, sem nauðsynlegar kunna að reynast til að unnt verði að halda uppi sannfærandi friðargæslu. Allt frá því uppreisn Palestínu- manna á hernámssvæðunum, int- ifadfn svonefnda, hófst í desemb- ermánuði árið 1987 hafa vinir og velunnarar ísraela víða um heim fylgst með þróun mála með vax- andi áhyggjum. Sú vanþóknun sem menn fyllast er fréttir berast af því, að heimili Palestínumanna á hernámssvæðunum séu upprætt með skipulegum hætti er hafin yfir stjórnmáladeilur og vanga- veltur um réttmæti tiltekins mál- staðar. Morð á saklausu fólki, börnum og unglingum geta siðað- ir menn hvergi liðið. Á sama hátt geta vestræn ríki ekki leitt hjá sér réttmætar og rökréttar áhyggjur Israela af eigin öryggi. Því er eðlilegt, að leiðtogar Vesturlanda, nú með stuðningi Sovétríkjanna, hvetji til að leitað verði leiða til að setja niður deilur þessar með friðsömum hætti. Sú leit mun heljast í Madríd í næstu viku. Það eitt er mikilvægur árangur en þess er tæpast að vænta, að þessi fyrsta lota verði til þess að minnka viðsjár með þeim þjóðum sem þennan heimshluta byggja. Og hatrið verður aldrei yfirunnið við samningaborðið. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að sú ríkisstjórn, sem áður sat, hafi samþykkt að taka þátt í viðræðum um Evr- ópskt efnahagssvæði og það séu því í meginatriðum þrír stjórn- málaflokkar; Framsóknarflokk- urinn, Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið, sem hafi borið ábyrgð á að til viðræðnanna var gengið. Sjálfstæðisflokkurinn hafi einnig verið þess mjög fýs- andi, en viljað að utanríkisráð- herra hefði skýrt umboð. Hefði utanríkisráðherra ekki fengið þetta umboð, hefði samningun- um aldrei lyktað farsællega. Þetta kom meðal annars fram í máli forsætisráðherra á fundi Sambands ungra sjálfstæðis- manna og Landsmálafélagsins Varðar um EES í gær. „Skömmu eftir að núverandi rík- isstjórn var mynduð kom hún sam- an til sérstaks fundar, þar sem farið var yfír stöðuna í samnings- gerð um hið Evrópska efnahags- svæði,” sagði Davíð. „Á þeim fundi lýsti ríkisstjórnin því yfir að utan- ríkisráðherra hefði, og þá í fyrsta sinn, fullt og ótakmarkað umboð til samninga.” Davíð sagði að í umræðum á Alþingi hefði Ólafur Ragnar Grímsson vakið athygli á að utan- ríkisráðherra hefði ekki haft fullt umboð til samningsgerðar frá fyrri stjórn. „Við sjáum öll hvers konar staða það var. Sú staða segir okk- ur að ef ekki hefðu orðið stjórnar- skipti, ef ekki hefði orðið samstaða stjórnarflokka um mál af þessu tagi, hefði málið aldrei fengið far- sælan endi fyrir íslendinga eins og það hefur nú gert,” sagði hann. Ekki ókunnugir fullyrðingum um fullveldisafsal Davíð sagði að í EES-samningn- um fælist ekkert fullveldisafsal, eins og sumir hefðu fullyrt. „Við sjálfstæðismenn erum ekki ókunn- ugir fullyrðingum af þessu tagi. Slíkum fullyrðingum hefur verið haldið á Iofti hvenær sem við höf- um haft forystu um það eða tekið dijúgan þátt í að ganga til samn- inga við erlendar þjóðir. Slíku var ekki sízt haldið á lofti er við geng- um í Atlantshafsbandalagið. Þá voru forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, og reyndar tveggja ann- arra lýðræðisflokka, kallaðir land- sölumenn og svikarar og landið myndi verða auðvaldssinnum í Bandaríkjunum auðveld bráð ef svo færi fram sem sjálfstæðismenn Davíð Oddsson vildu. Þetta hefur ekki gengið eft- ir. Sömu röksemdunum var haldið á lofti þegar Islendingar gengu í EFTA.” Davíð sagði að EES væri ekki endanleg gjörð. „Ef einhvern tím- ann í framtíðinni kæmi til valda niðuriút afturhalds- og þröngsýnis- stjórn, gæti hún auðvitað haft það sitt fyrsta verk að ganga til baka og segja upp samningnum. Það þyrfti ekki lengri en tólf mánaða frest til þess. En allar fullyrðingar um afsal á fullveldi eru auðvitað út í bláinn. Á hinn bóginn viður- kennum við með fullri reisn að auðvitað er það svo að þegar menn ganga til samstarfs við þjóðir, hvort sem það er í varnarbanda- lagi, varðandi mannréttindi, al- þjóða hafréttarsáttmála eða á Evr- Fundaherferð Sjálfstæðis- flokksins Sjálfstæðisflokkurinn efnir á næstunni til almennra stjórnmálafunda í öllum kjör- dæmum landsins. Fundirnir verða undir yfir- skriftinni: „Velferð á varanleg- um grunni,” og er þar vísað til nýbirtrar stefnu og starfsáætl- unar ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Ræðumenn á fundunum verða þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Ól- afsfirði í dag, föstudag. Þorsteinn Pálsson ópsku efnahagssvæði, þá erum við að samþykkja að tilteknar leikregl- ur skuli gilda,” sagði Davíð. Framsókn og Alþýðubandalag sögðu engan ágreining um EES Davíð sagði að fróðlegt væri að fylgjast með viðbrögðum Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins, sem staðið hefðu með Alþýðuflokknum að upphafi samn- ingaviðræðnanna, við lyktum EES-samninganna. Þeir rækju nú hræðsluáróður gegn samningnum. „Ef það er eitthvert vit í málatil- búnaði af þessu tagi þá hlyti það að hafa gerzt á undanförnum sex mánuðum, eftir að þessi ríkisstjórn tók við, að þessum samningi hafi farið svo aftur að þessir flokkar hafi nú siðferðilegt leyfi til að snúa við blaðinu ogþykjast á móti samn- ingnum. Er staðreyndin sú? Því fer fjarri. Staðreyndin er að einmitt á þessum mánuðum hafa hagsmunir Islendinga verið tryggðir,” sagði Davíð. Hann rifjaði upp að strax eftir síðustu kosningar, þegar Ólaf- ur Ragnar Grímssyn hefði biðlað sem ákafast til Alþýðuflokksins, hefði hann haldið því fram að eng- inn ágreiningur væri milli hans og Alþýðuflokksins um EES. Sama hefði Halldór Ásgrímsson gert fýr- ir hönd framsóknarmanna. Davíð sagðist telja EES-samn- inginn mikið framfaramál fyrir landsbyggðina. „Nú gefst aukið og nýtt tækifæri til að vinna aflann hér í jákvæðri samkeppni við er- lenda aðila, en tollmúrar, sem áður ana vegna hlutabréfakaupa og tekjutengingu barna- og húsnæðis- bóta. Þingið telur að ná verði víð- tækri samstöðu í þjóðfélaginu um gerð næstu kjarasamninga þannig að auk samningsaðila beri ríki og sveitarfélög, Stéttarsamband bænda og bankar þar fulla ábyrgð. Þá telur þingið að ekki verði leng- ur unað við það réttindaleysi sem fiskvinnslufólk búi við í lögum um uppsagnarfrest og fleira. Einnig lýsir þingið þeirri skoðun sinni að núverandi ástand í vaxtamálum sé óviðunandi, vextir of háir og of mikið bil milli útláns- og innláns- voru reistir, gerðu það að verkum að við gátum ekki átt slíka sam- keppni,” sagði hann. Staða íslendinga tryggð Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra líkti samningnum um EES við inngönguna í NATO og samningana um yfirráð íslendinga yfir 200 mílna landhelginni. „Við höfum með þessum samningum tryggt okkur stjórnmálalega, efna- hagslega og viðskiptalega stöðu í Evrópu. Það er þess vegna, sem þessi samningur er mikilvægur fyrir stöðu íslands. Hann veikir ekki sjálfstæði íslands. Hann tre- ystir og styrkir sjálfstæði og full- veldi íslenzku þjóðarinnar. Hann treystir hagsæld og velferð þjóðar- innar á breytingatímum,” sagði Þorsteinn. Hann sagði að við erfið- ar aðstæður hefði tekizt að ná samningum á íslenzkum forsend- um. Þó svo að önnur EFTA-ríki gengju hugsanlega öll í EB, væru hagsmunir íslendinga áfram tryggðir með samningnum. Þorsteinn sagði að á næstu árum yrðu þjóðartekjur ekki auknar með því að taka meiri fisk úr sjónum. „Við aukum þær aðeins með auk- inni vöruþróun, aukinni fullvinnslu og stóraukinni sókn á erlenda markaði,” sagði Þorsteinn og sagði að EES-samningurinn væri for- senda fyrir því að þessi markmið gætu náðst. Fráleitt að styrkir EB vegi upp tollalækkun Einn fundarmanna spurði sjáv- arútvegsráðherra hvort nokkur bót væri að því að fá niðurfellda tolla af sjávarafurðum, vegna þess að Evrópubandalagið greiddi fisk- vinnslufyrirtækjum sínum ríkis- styrki. „Þessi spurning er komin frá Ólafi Ragnari Grímssyni, sem í einhverju fýlukasti yfir því hversu vel samningarnir gengu, er að rembast við að finna atriði, sem gætu vakið með mönnum efasemd- ir,” svaraði Þorsteinn. „Við fengum 60% afnám tolla með bókun 6. Það hafa verið styrkir innan EB í ákveðnum mæli til sjávarútvegs- fyrirtækja. Ekki nokkrum einasta manni hefur dottið í hug áð tolla- lækkun samkvæmt bókun 6 sé einskis virði þess vegna. Ef EB fer af stað með einhveijar aðgerðir, sem eru til þess fallnar að eyði- leggja áhrifin af þessum samning- um, er hægt að taka það upp með sama hætti og öll önnur samnings- brot.” \ vaxta, auk þess sem verðhækkanir á vöru og þjónustu hafi farið vax- andi, ekki síst hjá ríki og sveitarfé- lögum. Því er lýst yfir að engin þjóðarsátt verði um auknar álögur á láglaunafólk, áframhaldandi há- vaxtastefnu, niðurrif heilbrigði- skerfisins, um mismunun á jafn- rétti til náms, eða án öruggrar kaupmáttartryggingar. Þinginu lýkur í dag með kjöri nýrrar forystu VMSÍ. Konur, sem eru yfir 60 af rúmlega 140 fulltrú- um, hafa áhuga á að auka áhrif sín í stjórn sambandsins og voru með sérstakan fund í gær um það hvernig ná mætti því markmiði. Kjaramálaályktun þings VMSI: Tilbúnir í nýja þjóðarsátt VERKAMANNASAMBAND íslands er tilbúið til að standa að nýjum þjóðarsáttarsamningum, að því er fram kemur í kjaramálaályktun 16. þings sambandsins, en í ályktuninni kemur einnig fram að þing- ið telur að þau markmið sem sett voru í þjóðarsáttarsamningunum hafi náðst í meginatriðum. Einnig var samþykkt tillaga um að sér- stakar launabætur komi til þeirra sem hafi undir 75 þúsund krónur í mánaðarlaun og skorað er á stjórnvöld að gefa þjóðinni kost á að tjá sig um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem sé einn mikilvægasti samningur sem íslendingar hafi gert. í kjaramálaályktuninni kemur fram að nýir þjóðarsáttarsamning- ar þurfi að fela í sér aukinn kaup- mátt launa verkafólks og sérstakar kjarabætur til þeirra sem lökust hafa kjörin, auk ýmissa úrbóta í skattamálum og að átak verði gert í byggingu félagslegs húsnæðis. Meðal tillagna til úrbóta í skatta- málum má nefna lækkun eða nið- urfellingu virðisaukaskatts á brýn- ustu lífsnauðsynjum, verulega hækkun skattleysismarka, per- sónuafsláttur maka nýtist að fullu, fleiri skattþrep, skattlagningu fjár- magnstekna og afnám skattíviln- _ Morgunbladið/KGA Jón H. Sigurðsson, Reynir Kristófersson, Agústa Dröfn Guðmundsdóttir og Egill Stefánsson í íbúð- inni, sem SEM-samtökin ætla að leigja aðstandeendum sjúklinga og fötluðum einstaklingum af landsbyggðinni. Hús SEM-samtakanna: Ibúð fyrir aðstandendur sjúklinga SEM-samtökin hafa ákveðið að ein íbúð í húsi samtakanna við Sléttuveg í Reykjavík verði til afnota fyrir aðstandendur sjúkl- inga utan af landi, sem þurfa að dvelja um lengri eða skemmri tíma í borginni. Þá býðst fötluðum einstaklingum af landsbyggð- inni að leigja íbúðina um skemmri tíma, hvort sem þeir eru í borginni að leita sér lækninga eða sér til skemmtunar. í ljöibýlishúsi SEM-samtak- út, ýmist fyrir fatlaða einstaklinga anna við Sléttuveg 3 eru tuttugu utan af landi, eða aðstandendur íbúðir, sérhannaðar fyrir hreyfi- þeirra sem mænuskaddast eða hamlaða. Fyrstu íbúarnir fluttu slasast jafn alvarlega og þurfa inn í júlíbyrjun og þeir síðustu eru að dvelja einhvern tíma í borg- að flytja inn þessa dagana. Sam- inni. íbúðin leigist með húsgögn- tökin hafa ákveðið, að ein tveggja um, eldhúsáhöldum og sjónvarpi herbergja íbúð í húsinu verði leigð og verður leiga fyrir sólarhringinn 1500 krónur. Á efstu hæð hússins hafa samtökin reist félagsaðstöðu sína. Þar er 90 manna borðsalur, sem samtökin hyggjast einnig leigja út til ýmissa einkasam- kvæma. Með salnum leigist eld- hús, búið öllum helstu tækjum. Á blaðamannafundi, sem SEM-samtökih héldu, kom fram, að vonast væri til þess að grund- völlur væri fyrir útleigu af þessu tagi. Vonandi yrði þetta til að styrkja samtökin í þeirri baráttu að koma mikið hreyfiskertu fólki aftur sjálfbjarga út í lífið. Grunaðir um íkveikju í Heiðmörk ÞRIR ungir menn voru í gær í haldi rannsóknarlögreglu grun- aðir um að hafa kveikt í húsi Nordmanslaget í Heiðmörk í fyrradag en talið er að fleiri tengist málinu. Vitni sáu til manna á bil við húsið skömu áður en eldurinn gaus upp. Bíll mannanna kom heim og sam- an við lýsinguna og í honum fannst riffill, sem talið er að hafi verið skotið úr á húsið áður en eldur var borinn að því en skotgöt virtust á fiestum gluggum hússins. Bíll mannanna fannst upphaflega í fyrrakvöld og voru þeir þá yfir- heyrðir en, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins svo látnir lausir. Þeir voru síðan handteknir að nýju í gær og voru í haldi rannsóknarlög- reglunnar í gærkvöldi. 6.000 bílar óskoðaðir UM SEX þúsund bílar hafa ekki verið færðir til aðalskoðunar á tilskildum tíma í Reykjavík og eru þá ótaldir þeir bílar sem færa má til skoðunar til ára- móta, samkvæmt reglum Bif- reiðaskoðunar Islands. Undanfarna daga hafa lögreglu- menn í borginni klippt númeraplöt- ur af hundruðum bíla, að sögn Magnúsar Einarssonar aðstoðaryf- irlögregluþjóns og verður því starfi haldið áfram af auknum krafti næstu daga. Ofugmæli að ætla að reisa nýj- ar skorður með þessum hætti - segir Krislján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um tillögur utan- ríkisráðherra Um að allur fiskur fari á markað hérlendis „ÞAÐ er að mínu mati algjört öfugmæli að ætla að fara að reisa nýjar skorður hér heima fyrir viðskiptum sem tíðkast hafa nærri því alla þessa öld eftir að utanríkisráðherra hefur nýlokið við að skýra fyrir okkur samning um Evrópskt efnahagssvæði, samning sem á að greiða götu frjálsra viðskipta og leggja niður alls konar hindranir sem hafa verið í vegi þessara viðskipta, m.a. með því að fá niðurfellda og lækkaða tolla,” segir Krislján Ragnarsson, formaður LIU um þær tillögur Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra þess efnis að sú megin- regla verði tekin upp að fiskur sem veiddur er á íslandsmiðum verði boðinn til kaups innan- lands. Kristján segir slíkt ekki koma til greina að sínu mati. „Við ættum miklu frekar að aflétta þeim hindr- unum sem eru á þessum viðskiptum í dag svo hveijum og einum sé fijálst að ráðstafa sínum fiski með það í huga að hann fái sem mest fyrir hann. Ég hafna alfarið hug- myndum af þessu tagi og tel að þær myndu aldrei vera liðnar af okkar viðsemjendum þar sem þær brytu gjörsamlega í bága við það sem við erum að gera,” sagði Kristján Ragnarsson. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva,, segist líta svo á að tillögur utanríkisráð- herra gangi út á það að allur óunn- inn fiskur sem fluttur hefur verið á erlenda markaði með gámum og siglingum fari á innlenda markaði fyrst. „Ég er hlynntur þessari hug- mynd, þ.e.a.s. að óunninn fiskur fari um innlenda fiskmarkaði og geng þá jafnframt út frá því að kvótaskerðingin sem nú er til stað- ar lendi á hinum erlendu kaupend- um en ekki á innlendri útgerð. Þannig þyrftu hinir erlendu kaup- Um áramótin tekur gildi frelsi í innflutningi á olíu og þá fara samn- ingar um olíukaup úr höndum ríkis- valdsins til olíufélaganna. Olíukaup- in frá Rússum hafa á liðnum árum einkum verið gerð til að liðka um fyrir sölu þangað á saltsíld og öðr- um fiskafurðum. En þessi viðskipti hafa stöðugt farið minnkandi. Óli Kr. Sigurðsson forstjóri Olís segir að nú komi um 75% af olíuvör- um Islendinga frá Vestur-Evrópu. „Við flytjum inn allt okkar bensín og flugvélaeldsneyti frá Evrópu og endur að bæta útgerðinni upp þá kvótaskerðingu sem hún verður fyrir við það að fiskurinn fari óunn- inn úr landi. Það er grundvallaratr- iði að íslensk fískvinnsla standi ekki lakari eftir þessa breytingu en áður,” sagði Arnar Sigurmundsson í samtali við Morgunblaðið. helminginn af gasolíunni,” segir Óli Kr. Sigurðsson. „Það er aðeins helmingur gasolíunnar og svartol- ían sem kemur frá Rússlandi. Hvað varðar áframhaldandi viðskipti við Rússa eru þau mál nú í skoðun en innanlandsástandið þar skapar óvissu.” _ Árni Ólafur Lárusson fjármála- stjóri Skeljungs segir að mikilvægi Rússlandsmarkaðar hafi stöðugt minnkað á undanförnum árum, við- skiptin beinst í meiri mæli til Vestur-EvrópU og hann á von á að Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, segist hlynntur því að allur fiskur, sem landað er hérlendis, fari í gegnum markað. „Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að þau skip sem reglulega hafa siglt á ferskan mark- að á undanförnum árum og áratug- um fái að sigla áfram,” sagði Óskar Vigfússon í samtali við Morgun- blaðið. sú þróun haldi áfram. „Það er alls ekkert hættuástand, eða líkur á olíuskorti, framundan þótt óvissa sé með Rússlandsmarkað,” segir Árni Ólafur. „Við getum beint við- skiptum okkar annað en það er aftur á móti spurning með svartol- íuviðskiptin. Svartolían sem Rússar bjóða hentar okkur vel og það hafa ekki komið upp vandamál enn með þau viðskipti.” Geir Magnússon forstjóri Olíufé- lagsins segir að þrautreyna verði áframhaldandi viðskipti við Rússa sökum gagnkvæmra viðskiptahags- muna sem í húfi séu og á hann þar við saltsíldar-og freðfisksölur. „Það er ekki bjart framundan í þessum viðskiptum sem stendur og ef mark- aðurinn bregst getum við alltaf leit- að annað,” segir Geir. Olíukaup frá V-Evrópu eru sífellt að aukast Reynt til þrautar að versla við Rússa, segir forstjóri Olíufélagsins ÞRÁTT fyrir óvissuna sem nú ríkir í olíuviðskiptum íslendinga við Rússa er engin hætta á olíuskorti hérlendis því olíufélögin hafa sí- fellt verið að auka viðskipti sín á mörkuðum í Vestur Evrópu. Á þeim mörkuðum er nóg framboð af olíuvörum. Geir Magnússon for- stjóri Olíufélagsins segir hinsvegar að reynt verði til þrautar að versla við Rússa vegna gagnkvæmra viðskiptahagsmuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.