Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 29
MORGÚNBLAÐH) FÖSTUDAGl.'R 25. OKTÓBER 1991 29 Tónlistarfélag Akureyrar: Edda Erlendsdóttir leikur á tónleikum EDDA Erlendsdóttir píanóleikari leikur á fyrstu tónleikum Tónlist- arfélags Akureyrar á nýbyrjuðu starfsári, en þeir verða í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 17. Á tónleikunum leikur Edda verk eftir Bach og Schubert, en hún er nú á tónleikaferð um landið til að kynna nýjan geisladisk sem hún hefur gefið út með sömu verkum og eru á efnisskrá tónleikanna. Geisladiskurinn verður seldur eftir tónleikaná. Edda stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík og lauk éin- leikaraprófí árið 1973, árið 1978 lauk hún prófi við Tónlistarháskól- ann í París. Hún hefur haldið fjöl- marga tónleika og tekið þátt í tón- listarhátíðum víða um Evrópu, haldið tónleika í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum og leikið með Siri- fóníuhljómsveit Islands. Edda kennir við Tónlistarháskólann í Lyon, en hún er búsett í París. Tónlistarfélagið hefur gefið út tónleikaskrá, sem send hefur verið inn á öll heimili á Akureyri og í Eyjafirði, en þar er greint frá tón- leikum vetrarins, sem verða fimm talsins. Næstu tónleikar verða í nóvember þar sem söngvarar af heimaslóðum og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands flytja verk eftir kunna höfunda. í janúar kemur Martin Berkofski píanóleik- ari fram á tónleikum og tveir pían- óleikarar koma fram á tónleikum í febrúar, þeir Richard Talkowski og Kristinn.Öm Kristinsson, en síðustu tónleikar vetrarins verða í mars með Reykjavíkurkvartettn- um. # # Morgunblaðið/Bepjamín Á söngmóti Kirkjukórasambands Eyjafjarðarprófastsdæmis á Dalvík um helgina var myndaður 130 manna kór úr 7 kirkjukórum af svæðinu. Söngmót Kirkjukórasambandsins: Þrír söngstjórar heiðraðir Ytri-Tjömum. Kirkjukórasamband Eyjafjarðarprófastsdæmis hélt 10. söng- mótið í Víkurröst á Dalvík síðastliðinn sunnudag. Alls tóku 7 kórar þátt í mótinu og voru jafnmargir stjórnendur. Stjórnendur kóranna voru Björn Steinar Sólbergsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Hlín Torfa- dóttir, Jakob Kolosowski, Jóhann Baldvinsson, Sigríður Schiöth og Þórdís Karlsdóttir. Fyrst söng hver kór eitt til tvö lög eða kórverk, en síðan tók við sameiginlegur söngur allra þátt- takenda og varð þá til 130 manna kór, sem söng alls 8 lög. Lagaval- ið í sameiginlega kórnum miðaðist við höfunda sem búsettir eru eða hafa verið í Eyjafjarðarprófasts- dæmi. Nokkrir höfundanna áttu merk- isafmæli á þessu ári. Áskell Jóns- son varð áttræður 5. aprfl, 100 ár eru frá fæðingu Björgvins Guðmundssonar og 130 ár frá fæðingu Bjama Þorsteinssonar. Einnig var á efnisskránni Ave verum corpus eftir W. A. Mozart, en 200 ár eru frá andláti hans 5. desemeber næstkomandi. Þrír söngstjórar voru heiðraðir af kirkjukórasambandinu fyrir áratuga langt og farsælt starf, en það vom Áskell Jónsson, Jakob Tryggvason og Sigríður Schiöth. Formaður Kirkjukórasambands Eyjafjarðarprófastsdæmis er Jó- hann Baldvinsson. Fjölmargir áheyrendur komu á söngmótið, sem var öllum sem að því stóðu til mikils sóma. - Bcnjamín Hríseyingar mótmæla að Súlnafelli verði lagt: Ottast að verða undir er hagsmumr skarast við fjölmennari byggð ÍBUAR í Hrísey hafa sent stjórn Kaupfélags Eyfirðinga og kaupfé- lagsstjóra undirskriftalista, þar sem þeir leggja áherslu á að þeir fallist alls ekki á þær hugmyndir og vinnuaðferðir sem fram hafa komið um að leggja Súlnafelli EA, en skipið er í eigu KEA og gert út frá Hrísey. Yfirmönnum á skipinu var sagt upp störfum um síð- ustu mánaðamót, en vegna kvótaskerðingar var fyrirsjáanlegt að veiðiheimildir kaupfélagsins dygðu ekki þremur skipum og var því rætt um að leggja Súlnafelli og færa kvóta þess yfir á Dalvíkurtogar- ana Björgvin EA og Björgúlf EA. I greinargerð með undirskriftarl- istanum segir að þegar verið var að smíða skuttogarann Snæfell, sem vera átti hálffrystiskip, hafí Hríseyingar frétt að tekin hafi ver- ið ákvörðun um að skipið yrði al- frystiskip. Skipið hafí komið tvisvar eða þrisvar að bryggju í Hrísey, aldrei landað þar afla og útgerðar- saga þess í Hrísey hvorki orðið merk né löng. Nú berist þær fréttir að hætta eigi útgerð Snæfells og kvóti þess fluttur til Dalvíkur, en þaðan eigi síðan að flytja físk eftir þörfum. „Samskiptamál af þessu tagi telja Hríseyingar óviðunandi. Þau breytast hins vegar ekki nema mennirnir breyti þeim,” segir í greinargerðinni. Fram kemur að Hríseyingar ótt- ist að verða undir þegar hagsmunir skarist við fímm sinnum fjölmenn- ari byggð, en enginn vafí sé að kvóti verði minnkaður enn frekar á næstu árum. Þegar að mönnum sverfi ráði frumskógarlögmálið; sá bjargist sem meira hafí aflið. , „Þegar ákvarðanir eins og að ofan greinir eru teknar ber að virða, að fólk, í þessu tilfelli mikill meiri- hluti eins sveitarfélags, hefur unnið að framleiðslu sem skilað hefur arði. Þegar svo sá sem arðinn hefur hirt telur sér henta, á að kippa ör- ygginu undan atvinnumöguleikum þessa fólks. Hin óskráðu lög krefj- ast þess að fleira sé virt en arðse- missjónarmið eitt. Það verður einn- ig að virða það vinnuafl sem fram til þessa hefur skapað arðinn. Ef enginn leið fínnst til að virða hvort tveggja, vaknar sú spurning hvort ekki sé um stjórnunarlegan veik- leika að ræða. Byggðirnar utan Reykjavíkur- svæðisins kveinka sér undan lélegri byggðastefnu. Nú vega þessar byggðir að sjálfum sér, þær brotna niður innan frá. Ef blómlegar byggðir eiga að dafna við Eyjafjörð er Akureyri þeim nauðsynleg. Glæst tilvera Akureyrar gerir einnig kröfu í blómlegar byggðir hið næsta sér. Það líkist feigðarmerkjum stærsta samvinnufyrirtækis landsins, að það tekur nú ákvörðun, trúlega ör- væntingarfulla, sem augljóslega mun grafa undan traustri byggð staðar sem er á starfssvæði þess. Hugtakið „samvinnuhugsjón” fer að verða harla léttvægt, a.m.k. í huga Hríseyinga. Það hefur verið upplýst að tekjur sveitarfélags varði KEA engu. Sveitarfélag er þó samfélag fólks, í Hrísey samfélags fólks sem unnið hefur hjá KEA árum og áratugum saman. Það er harðneskjulegt að hugsa sér að fólkið sé til fyrirtækj- anna vegna, en fyrirtækin ekki til að gera fólki mögulegt að byggja landið,” segir í greinargerð sem fylgir undirskriftum 166 íbúa í Hrísey, sem ósáttir eru við yfír- standandi endurskipulagningu á útgerð Kaupfélags Eyfirðinga og telja rétt sinn fyrir borð borinn. Samgöngur batna við" opnun nýs vegarkafla Bílar á- ferð um nýja veginn í gær. 1 hlíðum fjallsins sést gamli vegurinn. • • •• Vegagerð í Oxnadal og við Oxnadalsheiði: Morgunblaðið/Rúnar’ Þór hf. á Sauðárkróki hefur unnið.. Hinn kaflinn sem unnið hefur verið að í sumar er tæplega 9 km langur, frá Bægisá að Þverá, en við þá vegagerð hefur Jarðverk hf. í Fnjóskadal unnið. Samtals er um að ræða 12,6 km vegakafla í Öxnadal. Framkvæmdir hófust síð- asta sumar og lauk þeim nú á mið- vikudag. Sigurður Oddsson, umdæmis- tæknifræðingur hjá Vegagerð ríkis- ins á Akureyri, sagði að ekki væri búið að keyra efra burðarlagið í kaflann frá Bægisá að Þverá og hann því afar grófur. Þetta burðar- lag yrði sett á veginn næsta sum- ar, þannig að sennilega yrði umferð ekki beint á veginn í vetur nema miklir snjóar yrðu. Á næstu tveimur árum verður hafist handa við veginn frá Þverá og að Öxnadalsbrú, syðst í dalnum, en það er um 8 km kafli. Að þeim framkvæmdum loknum verða mal- arvegir í umdæminu á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur einungis í Bakkaselsbrekku og á Öxnadals- heiði auk Vatnsskarðs í umdæmi Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. UMFERÐ var hleypt á nýjan veg frá Grjótá, á mörkum Eyjafjarðar- sýslu og Skagafjarðarsýslu og vestur fyrir svonefnt Reiðgil á mið- vikudag, en um er að ræða 4,5 km langan veg og er mesti hæðarmun- ur milli hans og gamla vegarins 60 metrar. Með tilkomu nýja vegar- ins losna vegfarendur við bratta brekku, að Klifi, sem tíðum hefur reynst erfið yfir vetrartímann. Þá eru vegaframkvæmdir sem staðið hafa yfir í Öxnadal á lokastigi, en þar er samtals um að ræða tæp- Iega 13 km langa vegspotta í tveimur áföngum. Þegar þessum fram- kvæmdum er lokið má gera ráð fyrir að um 20 km bætist við slitlagið á leiðinni frá Akureyri til ReyKjavíkur. Einar Gíslason hjá Vegagerð rík- isins á Sauðárkróki sagði þess vænst að nýji vegurinn yrði auð- veldari yfirferðar en sá gamli og snjóléttari. Nú eftir að nýji vegurinn hefur verið tekinn í notkun losna vegfarendur við bratta brekku, Klif, en hún hefur reynst erfíð yfirferðar að vetrinum. Framkvæmdir við vegagerðina hófust í júní og þeim lýkur í byijun nóvember. Slitlag verður iagt á veginn næsta sumar. Verktaki við vegagerðina er Höttur sf. í Stranda- sýslu, en kostnaður er áætlaður 59 milljónir króna og er brúarsmíð fyr- ir Reiðgil þar með talin. Árið 1994 er stefnt að því að halda 'áfram með vegagerð á svæð- inu og taka þá fyrir um 3 km kafla frá Reiðgili að Norðurá og í fram- haldi af því á 2 km kafla í viðbót í Norðurárdal. Miklar vegaframkvæmdir hafa verið í Öxnadal í sumar og í fyrra- dag var umferð hleypt á nýjan kafla frá Þverá að Engimýri en það er 3,7 km vegakafli, sem Króksverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.