Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 Arsþing LH: Fækkun þinga enn og aftur á dagskrá 42. ARSÞING Landsamabands hestamannafélaga hefst í dag og fer þinghaldið fram í félagsheimili Kópavogs. Sautján tillögur liggja fyrir þinginu að meðtalinni fjárhagsáætlun. Þrjú erindi verða flutt í dag undir liðnum „Hrossabúskapur á íslandi” og verða þar með framsögu Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, dr. Olafur Dýrmundsson, land- nýtingarráðunautur og Birna Hauksdóttir, hrossabóndi. Af þeim tillögum sem liggja fyrir samtakanna en einn fulltrúi hefur þinginu er tillaga frá fimm formönn- um hestamannafélaga innan samtak- anna þar sem lagt er til að þingum verði fækkað á þann veg að þau verði haldin annað hvert ár í stað þess að vera haldin árlega. Þess á milli verði haldnar formannaráð- stefnur. Tillögur sama efnis hafa verið fluttar á hveiju þingi undan- farin ár en ávallt verið felldar. Frá unglinganefnd LH kemur tillaga þar sem lagt er til að ráðnir verði þrír æskulýðsfulltrúar til starfa á vegum Eitt verka Halldórs, Krýndir sæfarar. Rekaviðar- skúlptúr í Nýlista- safninu HALLDÓR Ásgeirsson opnar myndlistarsýningu í öllum söl- um Nýlistasafnsins við Vatns- stíg 3b laugardaginn 26. okt- óber, fyrsta vetrardag, kl. 16. Halldór mun sýna skúlptúra unna í rekavið. Viðurinn er hogginn, tálgaður, brenndur og sveigður undir hveija hugmynd fyrir sig. Listamaðurinn tengir gjarnan lifandi eld við verkin, einnig notar hann uii, járn og litapúður svo eitthvað sé nefnt. Sæfarar skóganna eru mættir til leiks, því efniviðurinn á að baki langt ferðalag. Hann hefur mótast í hafinu og heldur áfram að mótast í höndum listamanns- ins. Verkin eru samspii ótal þátta og mörg hver eru hugsuð beinlínis fyrir ákveðin rými í Nýlistasafninu, segir í fréttatil- kynningu frá safninu. Halldór hefur sýnt og starfað í myndlist á íslandi og víða er- lendis undanfarin 10 ár. Sýning- in er opin alla daga milli ki. 14-18 og stendur til 10. nóvemb- verið í starfi um árabil. Frá hestamannafélaginu Fáki er m.a. tillaga þar sem lagt er til að öllum verði skylt að nota reiðhjáima í keppni á vegum LH. Þá leggur félagið tii að þingið samþykki til- mæli til ráðunauta Búnaðarfélags íslands um að teknir verði upp svo- kallaðir spjaldadómar við hæfileika- sýningar kynbótahrossa. Nokkrar tillögur liggja fyrir varð- andi stórmótahald en ein þeirra frá Funa í Eyjafirði gerir ráð fyrir að landsmót verði haldin á tveggja ára fresti og verði þau tvískipt þannig að á öðru hveiju móti verði lögð megin áhersla á sýningu og dóma kynbótahrossa en á hinum mótunum verði sýningar og keppni gæðinga í öndvegi. Á laugardag fer fram stjómarkjör og eiga út að ganga Skúli Kristjóns- son varaformaður frá Faxa og Gunn- ar B. Gunnarsson frá Sleipni og gefa þeir að sögn ekki kost á sér til endur- kjörs. Sá þriðji Guðmundur Jónsson frá Herði mun gefa kost á sér til endurkjörs. Þá verður kosið um fimm varastjórnarmenn og tvo endurskoð- endur. Þinginu lýkur síðdegis á laug- ardag og um kvöldið verður boðið upp á hátíðarkvöldverð og skemmti- dagskrá á vegum hestamannafélags- ins Gusts í Kópavogi en þeir sjá um þinghaldið. Borgarsveitin með Önnu Vilhjálms. Tónlistardagskrá á Kántrý-kránni KANTRÝ-kráin í Borgarvirk- inu heldur upp á eins ár af- mæli sitt um helgina með við- eigandi tónlist. Frá því í sumar hefur í Borgar- virki eingöngu verið leikin kántrý- tónlist. Fékk kráin til liðs við sig tónlistarmennina Einar Jónsson, Pétur Pétursson og Torfa Ólafs- son í þeim tilgangi. Anna Vil- hjálms kemur fram með hljóm- sveitinni á fimmtudögum og sunnudögum. Að undanförnu hef- ur Bjarni Arason sungið sem gest- asöngvari á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Vegna sérstöðu sinnar hefur Borgarvirki gengið til liðs við nýstofnaðan Kántrýklúbb á ís- landi en í klúbbnum eru nú um 170 manns. Er ætlunin að vera með nýjungar í kántrýinu. í tilefni af afmæli Kánatrý-krá- arinnar í Borgarvirkinu er dag- skrá um helgina. í kvöld ‘leikur Borgarsveitin með Einari Júlíus- syni, Önnu Vilhjálms, Viðari Jóns- syni, Bjarna Arasyni og Ann Andreasen. Laugardagskvöld koma fram með hljómsveinni Siggi Jonny, Ann Andreasen ásamt Surfin in að Vega sem verða með óvænta uppákomu. Á sunnudagskvöld syngur Anna Vil- hjálms með Borgarsveitinni. Dagvist barna: Leikskól- inn Tjarnar- borg 50 ára Leikskólinn við Tjarnargötu, Tjarnarborg hefur starfað í 50 ár um þessar mundir en Barna- vinafélagið Sumargjöf kom þar á fót dagheimili, vöggustofu og leikskóla árið 1941. Fram að þeim tíma hafði starfsemi félagsins aðallega byggt á sumarstarfi. í frétt frá Dagvist barna segir, að með tilkomu Tjamarborgar hafi verið brotið blað í sögu dagvistar- mála borgarinnar. Barnavinafélagið Sumargjöf hafi fram til þess tíma rekið dagheimili og leikskóla í leigu- húsnæði við Amtmannsstíg veturinn 1940 til 1941. Með ákvörðun um kaup á húsinu við Tjarnargötu hafi félagið viljað bregðast við þeim vanda sem skapaðist í hersetnu landi á tímum seinni heimstyijaldar- innar. Hinn 21. október 1941 hófst starfsemi dagheimilis, leikskóla og vöggustofu í Tjarnarborg og hófst þar með rekstur dagheimilis allt árið um kring, en leikskólinn starf- aði yfir vetrarmánuðina. Um tveggja ára skeið var einnig rekin vöggustofa fyrir 16 börn sem dvöldu þar í heimavist. Fyrsta forstöpukona heimilisins var Þórhildur Ólafsdóttir en auk þess hóf Uppeldisskóli Súmargjafar starfsemi sína í húsinu undir stjórn Valborgar Sigurðardóttur. Dag- heimilið sem rekið var í Tjarnarborg var seinna flutt í Hagaborg árið 1960. Hefur síðan verið rekin 3ja deilda leikskóli í Tjarnarborg. Ráðstefna um hag- kerfi heimilanna LANDSSAMTÖK heimavinnandi fólks kynna ráðstefnuna „Hagkerfi heimilanna — hugarburður eða veruleiki?” sem haldin verður laugar- daginn 26. október i Gerðubergi í Breiðholti. Heiðursgestir ráðstefn- unnar verða forseti Islands, ríkisstjórn íslands, biskup, landlæknir og borgarstjórinn í Reykjavík. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Anita J. Jörgensen frá Dan- mörku en hún hefur verið ötull tals- maður jafnræðis á heimilum og velferðar fjölskyldunnar og fengið viðurkenningar fyrir störf sín. Fjölmargir fyrirlesarar verða á ráðstefnunni sem hefst kl.10.00 með ávörpum heiðursgesta. Fj'allað verður um félags- og skattamál, Leiðrétting í frásögn af ferð blaðamanns með forsvarsmönnum norrænna farfugla- heimila um hálendið og ferðamanna- slóðir var ranglega farið með nafn bóndans á Lónkoti í Skagafirði. Það er Jón Torfi Snæbjörnsson núverandi ábúandi sem byggt hefur upp far- fuglaheimili og bátalægi á jörðinni. Tryggvi Guðlaugsson hætti búskap á Lónkoti fyrir allmörgum árum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. með hvaða hætti viðurkenna megi þau störf sem unnin eru innan veggja heimilanna, sálfræðilega þætti, tryggingamáí og annað sem varðar velferð heimilanna. Menn og konur, foreldrar, uppal- endur og hjón eru livött til að koma og taka þátt í að gera hugmyndina um hagkerfi heimilanna að veru- leika, segir í fréttatilkynningu Landssambands heimavinnandi fólks. Ráðstefnugjald er 1500 kr. Inni- falið í verðinu er eftirfarandi: Öll ráðstefnugögn, kaffi (f.h. & e.h.) og hádegisverður. Barnagæsla verður á staðnum. Að ráðstefnunni standa eftirfar- andi aðilar: Landssamtök heima- vinnandi fólks LHF, Landlæknis- embættið, Biskupsembættið, Slysa- varnafélag íslands, Sjómannafélag Islands, Farmanna- og fiskimanna- sambandið, Reykjavíkurborg og Vélstjórafélag íslands. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Tom Berenger, í hlutverki sínu. Laugarásbíó sýnir myndina „Brot” LAUGARASBIO hefur tekið til sýningar myndina „Brot”. Með aðalhlutverk fara Tom Berenger og Bob Iloskins. Leikstjóri er Wolfgang Petersen. Það er frumsýning samtímis í Los Angeles og Reykjavík á þessari erótísku og duiarfullu hrollvekju sem fjallar um arkitektinn Dan Merrik en hann þjáist af sálrænum kvillum og minnisleysi eftir að hafa flogið fram af klettum í hrikalegu bílslysi, segir í fréttatilkynningu frá Laugarásbíói. Eftir slysið er hann nánast óþekkjanlegur og þegar hann kem- ur heim af spítalanum berst hann við að taka upp fyrri lifnaðarhætti og raða saman brotunum úr lífi sínu með hjálp eiginkonu sinnar. Sýnir vatns- litamyndir í Keflavík ÁSTA Árnadóttir sýnir vatnslita- myndir í Keflavík á Tjarnargötu 12, 3. hæð, dagana 26. okt. til 3. nóv. Ásta hefur tekir þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlend- is. Þetta er 7. einkasýning hennar. Ásta nam við Myndlista- og hand- íðaskóia íslands um tíma og í Bað- stofunni undir leiðsögn Eiríks Smith. Síðustu 12 árin hefur hún eingöngu unnið með vatnslit. * Ráðstefna Neytendasamtakanna: Hvers vegiia verða svo margir gjaldþrota? Ásta Árnadóttir við nokkur verka sinna. NEYTENDASAMTOKIN boða til opins fundar um fjármál heimil- anna og gjaldþrot laugardaginn 26. október nk. Fundurinn verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, og hefst kl. 13.00. María E. Ingvadóttir , varaform- aður Neytendasamtakanna verður fundarstjóri en Jóhannes Gunn- arsson formaður samtakanna set- ur fundinn. Dagskrá fundarins verður svo þessi: Hvernig er staðan í dag? Ragn- ar Hall borgarfógeti og Erla Þórðar- dóttir félagsráðgjafi hjá Reykjavík- urborg íjalla um hvernig málum er háttað nú. Lán eru ekki alltað guðsgjöf. Sólr- ún Halldórsdóttir hagfræðingur Neytendasamtakanna ræðir um ástæður gjaldþrota og kynnir hug- myndir um hvernig má fækka gjald- þrotum. Hún fjallar m.a. um fjár- hagsráðgjöf fyrir heimilin, en slík ráðgjöf hefur skilað mjög góðum árangri á öðrum Norðurlöndunum. Hvernig á að fækka gjaldþrotum einstaklinga? Jón Magnússon for- maður Neytendafélags höfuðborgar- svæðisins og Tryggvi Axelsson lög- fræðingur í viðskiptaráðuneytinu skoða hina lagalegu hlíð málsins. Dagskrá fundarins lýkur svo með umræðum og fyrirspurnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.