Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 33 Minning: Pétur Wiencke Fæddur 16. ágúst 1941 Dáinn 15. október 1991 Vinur okkar, Pétur Wiencke, er allur. Enn einu sinni hefur það sannast hve örstutt augnablik skil- ur á milli lífs og dauða. Eina stund- ina var hann í fullu fjöri, en eins og hendi væri veifað var öllu lokið. Eftir sitja ijölskylda ög vinir harmi slegin og trúa vart því sem orðið er. Pétur var af þýsku bergi brot- inn, fæddur í Hamborg og var ann- ar í aldursröð þriggja barna þeirra hjónanna Else og Bernhard Wi- encke. Hin systkinin eru Karen, sem býr í Bandaríkjunum, og Ragn- ar, _sem búsettur er í Reykjavík. Árið 1949 flutti fjölskyldan til íslands og settist að í Reykjavík þar sem Bernhard vann lengst af sem bókari á Ferðaskrifstofunni Orlofi. Foreldrar Péturs eru bæði látin. Eftir að hefðbu,ndnu skólanámi lauk vann Pétur hin ýmsu störf, en nú um langt árabil var hann starfsmaður í þýska sendiráðinu. Árið 1965 giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Kristinsdótt- ur, f. 2. október 1944, og eignuð- ust þau 3 börn. Þau eru: Sigrún, f. 16. nóvember 1964, búsett í Reykjavík, börn hennar eru Ásta og Hallgrímur, sambýlismaður er Barði M. Barðason; Bernharð Kristinn, f. 13. apríl 1966, býr í Reykjavík, sonur hans ér Einar Þór, sambýliskona Erla Gunnars- dóttir; yngst er Þórdís, f. 27. júní 1967 og búsett í Svíþjóð, hennar sonur er Georg Finnur og sambýl- ismaður Axel Órlygsson. Pétur og Ásta hafa alltaf átt heimili sitt í Reykjavík, hin síðari ár á Túngötu 18. Fyrir tæpum tuttugu árum fluttu þau í íbúð sína í nýju fjölbýlishúsi í Breiðholti. Tilviljun réð því auðvit- að að við fluttum í sama stigahús um svipað leyti. Aldrei er hægt að sjá fyrir hvernig til tekst í nánu sambýli við fjölda fólks, eins og er í fjölbýlishúsum þar sem sameign er töluverð og allt veltur á góðu samkomulagi og samvinnu. En við vorum heppin því þarna lögðu allir sig fram um að nágrennið væri sem þægilegast, og átti Pétur sinn stóra þátt í því, með hljóðlátu fasi, jafn- lyndi og virðingu fyrir náunganum. Hann kom eins fram við alla, börn og fullorðna, og öllum var áreiðan- lega hlýtt til hans. Fljótlega myndaðist með okkur ágætur vinskapur, sem hefur stað- ist tímans tönn. Pétur var regluleg- ur höfðingi heim að sækja og naut þess að vera veitandi, og hann hafði lag á að láta óvænta gesti finna að þeir væru sérstaklega vel- komnir. Þó hann væri á vissan hátt hlédrægur var hann í eðli sínu samkvæmismaður sem leið vel í hæfilega stórum hópi fólks og var þá oft og tíðum hrókur alls fagnað- ar. Pétur var íslendingur, og vel að sér í sögu þjóðar okkar, hann unni landinu og náttúru þess, og naut þess að ferðast og sjá með eigin augum staði sem hann hafði áður lesið um. En hann var líka Þjóðveiji sem gleymdi aldrei upp- runa sínum og var tryggur fyrra heimalandi og ættingjum þar, og fór á tímabili næstum árlega til fundar við þá. Það var reyndar hún amma hans sem hann fyrst og fremst var að heimsækja. Það var aðdáunarvert, og áreiðanlega fá- gætt, hversu vel hann reyndist henni, þó að höf skildu þau að, þegar elli og einmanaleiki sóttu að henni síðustu æviár hennar. Það lýsir í raun best þeirri manngæsku og hjartahlýju sem hann bjó yfir. Hann Pétur hafði ekki hátt, hann safnaði ekki auði né heldur byggði hallir. En hann átti þann auð sem aðeins þeir einir eiga, sem með persónu sinni laða fram það besta í öðrum og hafa á þann hátt mann- bætandi áhrif á umhverfi sitt. í hugum margra markaði hann spor, og svo sannarlega verður sætið hans vandfyllt. Við mennirnir leiðum sjaldnast að því hugann hve lífið er forgengi- legt og að hver samverustund og hvert handtak getur verið það síð- asta. Við teljum svo sjálfsagt að við hittumst öll að morgni en því miður er það ekki alltaf svo. Það er stutt síðan Pétur og Ásta áttu með okkur síðdegisstund hér heima. Við ræddum ferðalög nýlið- ins sumars og áttum okkur drauma fyrir næsta sumar þó varla væri það tímabært. Við fylgdum þeim til dyra, þau gengu burt í rökkrinu og sneru sér við og veifuðu. Ekki grunaði okkur þá að Pétur væri að kveðja okkur í hinsta sinn. Að leiðarlokum viljum við þakka kærum vini áratuga langa sam- fylgd. Við viljum þakka honum alla tryggðina, ljúfmennskuna og allt það sem þann var. Elsku Ásta, Sigrún, Benni, Systa og barnabörnin öll. Við og börnin okkar sendum ykkur og öðrum ástvinum Péturs okkar innilegustu samúðarkveðj ur. Hörður og Freyja Elskulegur vinur okkar Pétur Wiencke, er dáinn. Hann hefur ver- ið kallaður til æðri starfa hjá al- mættinu sem öllu ræður, langt fyr- ir aldur fram. Við minnumst hans sem kurteiss og góðs félaga sem ávallt var boðinn og búinn til að taka þátt í öllu sprelli með okkur. Saman áttum við ógleymanlegar stundir sem allar hafa rifjast upp að nýju á þessum stutta tíma sem hefur liðið síðan Pétur okkar kvaddi þetta líf. Við eigum ákaflega erfitt með að sætta okkur við þá stað- reynd að Pétur sé ekki lengur á meðal okkar, til að deila með okkur ómetanlegum minningum um gaml- ar og góðar stundir sem ylja okkur um hjartarætur núna. Ekkert okkar fær skilið hvers vegna hann fékk ekki að vera lengur meðal okkar en stundum fínnst okkur þessi heimur vera einkennilegur. Við kveðjum hann með sárum söknuði, og þökkum honum fyrir samveruna. Elsku Ásta, börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og aðrir ætt- ingjar og vinir. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning góðs vinar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Fyrir hönd Guðmundar Guðleifs- sonar, Sonju Guðmundsdóttur og Ingibjargar H. Guðmundsdóttur. Guðmundur Ólafsson Með örfáum orðum langar okkur að kveðja mág minn og vin okkar Pétur Wiencke, sem lést langt um aldur fram. Við erum harkalega minnst á að enginn ræður sínum næturstað. Minningarnar eru svo ótalmargar og orð eru svo fátækleg þegar kveðja á hinstu kveðju. I kringum Pétur var alltaf létt grín og gaman og átti hann auð- velt með að koma orðum að því spaugilega, sem hægt var að sjá í hverju máli er um var rætt. Þannig gátu heitar umræður um pólitík endað í hlátri vegna einhvers sem Pétur sagði. Hann var hreinskilinn og sagði skoðanir sínar hiklaust. Ferðalög voru hans yndi og fóru þau Ásta systir víða um landið að skoða það og kynnast því, og þó að Pétur hafi fæðst í Þýskalandi og átt þar heima til 7 ára aldurs, leit hann á ísland sem landið sitt. Honum leið vel innan um unga fólkið og börnin og var oft mesta barnið sjálfur. Við hjónin og börnin okkar viljum að leiðarlokum þakka góðum dreng vináttu hans og allt sem hann var okkur. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Astu og börnum þeirra, Sig- rúnu, Benna og Þórdísi, einnig barnabörnum og systkinum Péturs. Megi algóður Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minn- ing hans. Palla og Bergur. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum skipum fer fram í dómsal embættis- ins, Aðalgötu 7, Stykkishólmi, föstudaginn 1. nóvmeber 1991 og hefst kl. 10.30. Ársæli SH-88, þingl. eig. Sæver hf., eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins og Jakobs J. Havsteen hdl. Gretti SH-104, þingl. eig. Sæfell hf., eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins. Guðjóni SH-500, þingl. eig. Lind hf., eftir kröfum Tómasar H. Heiðar hdl., Steingrims Þormóðssonar hdl. og Einars B. Axelssonar hdl. Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Bæjarfógetinn í Ólafsvík. ísland og EES-samningurinn Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands gengst fyrir opnum fundi um ísland og efnahags- svæði Evrópu á morgun, laugardaginn 26. október, í Átthagasal Hótels Sögu. Fundur- inn, hefst kl. 13.15. Framsöguræðurflytja Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, Kristín Einarsdóttir, alþingismaður, Ásgeir Daníelsson, hagfræð- ingur og Stefán Már Stefánsson, prófessor. Að erindum loknum verða pallborðsumræður um EES-samninginn og fyrirspurnir. Fundur- inn er opinn öllum sem áhuga hafa á efni hans. Alþjóðamálastofnun Háskólans. Knattspyrnudeild Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar KR verður haldinn í félagsheimili KR við Frostaskjól föstudaginn 1. nóvember 1991 og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn. Tónlistarskóli Mosfellsbæjar í tilefni af degi tónlistarinnar verður opið hús hjá skólanum laugardaginn 26. okt. kl. 10-12 f.h. Tónleikar söngnema verða haldnir í Safn- aðarheimilinu miðvikudaginn 30. okt. kl. 17.30. Allir velkomnir. Skólastjóri. Grtarkennsla Nú getur þú lært á gítar í gegnum bréfa- skóla. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið í rokk og blús hefjast í hverri viku. Upplýsingar í síma 91-629234. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Félag íslenskra gítarleikara. Háskólanemi/stúlka óskar eftjr að taka á leigu litla íbúð sem fyrst eða ekki seinna en um áramót. Reykir ekki. Tilboð óskast send til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Lítil íbúð” fyrir lok október. FÉLAGS+ÍF I.O.O.F. 12= 17310258 'h = I.O.O.F. 1 = 1731025872 =9.0* FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Vetri heilsað í sunnudags- ferðum 27. okt. kl. 13.00. Vífilsfell og Eldborgir - Jóseps- ' dalur. Verið með! Ferðafélag islands. H ÚTIVIST HALLVEIGARSTIG I • REYKJAVIK • SIMI 14606 Dagsferðir sunnud. 27. okt. Reykjavíkurgangan 12. og síðasti áfangi: Bláfjallaleið. Boðið verður upp á þrjár mis- munandi vegalengdir, 30 km, 20 km og 10 km langar göngur. Kl. 8.30 frá Rauðuhnúkum, kl. 10.30 frá Heiðmörk og kl. 13.00 frá Árbæjarsafni. Lagt af stað frá BSÍ, bensínsölu í allar feröirnar og þeim lýkur i Hljómskálagarð- inum. Heilsið vetri með hress- andi göngu með ötivist. Sjáumst! Útivist. 2 Samvera fyrir fólk á öllum aldri í kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Persónulegt bænalíf - bæna- starf. Dr. Sigurbjörn Einarsson talar. Ungt fólk á öllum aldri velkomið. Frá Guöspeki- félaginu Ingóffwtrati 22. AskHftaraimi Ganglara w 39673. i kvöld kl. 21.00 flytur Jón Arn- alds erindi í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Skrifstofa félagsins er opin á fimmtudögum kl. 15.00 til kl. 17.30 en þá hefst hálftíma hljóð stund, sóm er öllum opin. Á laugardag, 26, okt,, kl. 15.00 verður opinber kynningarfundur um starfsemi og markmið Guð- spekifélagsins. Allir hinir for- vitnu, sem enn hafa ekkl lagt í að sækja fundi félagsins, eru hvattir til að koma. Guðspekifélagið er 115 ára al- þjóðlegur félagsskapur, sem leggur áherslu á mannrækt, bræðralag og jafnrétti. I félaginu rikir algert skoðana- og trúfrelsi. Allir eru velkomnir á fundi félags- ins og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.