Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖ$TUI)AGUR 25. OKTQBER.ia91 Æ Leifur Finnbogason bóndi — Minning Fæddur 25. apríl 1913 Dáinn 17. október 1991 Látinn er Leifur Finnbogason, bóndi Hítardal, Hraunhreppi, Mýr- arsýslu. Leifur varð bráðkvaddur að heimili sínu að morgni 17. október sl. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hans sjálfs, og var hann jarðsettur í heimagrafreit í Hítar- dal, 24. október. Leifur var sonur hjónanna Sig- ríðar Teitsdóttur og Finnboga Helgasonar. Sigríður var dóttir Teits Péturssonar frá Smiðjuhóli í Mýrasýslu og konu hans Kristínar Bergþórsdóttur frá Straumfirði í Mýrasýslu. Finnbogi var sonur Helga Helgasonar og konu hans Guðnýjar Hannesdóttur, en þau bjuggu víða, í Dölum og á Mýrum. Börn Sigríðar og Finnboga í Hítardal voru: Pétur, dáinn 1939, Leifur, dáinn 1991, Teitur, dáinn 1991, tvíburarnir Björn, dáinn 1988 og Helgi, dáinn 1985, Kristj- án, dáinn 1974, Héðinn, dáinn 1985 og Kristín, dáin 1991. - Á lífi eru: Kristófer, í París, Bergþór, á Selfossi og Gunnar í Reykjavík. Sigríður og Finnbogi hófu bú- skap í Hítardal með nánast tvær hendur tómar, en full bjartsýni. Með þrautseigju og dugnaði tókst þeim að koma upp öllum sínum börnum. Sigríður og Finnbogi bjuggu í Hítardal allan sinn bú- skaj), 41 ár eða frá 1910 til 1951. Árið 1942 keypti Leifur hálfa jörðina af foreldrum sínum og bjó á móti þeim þar til þau létust Minning: Fædd 13. júní 1915 Dáin 18. september 1991 Þegar tilkynnt var lát Svövu Jónsdóttur frá Hrærekslæk í Tungu, komu mér ósjálfrátt í hug orð skáldsins frá Hvítadal: Hvert göfugt hjarta á sér helgidóm. Þar anga skínandi eilífðarblóm. Þannig leið síðasti þriðjungurinn af ævi hennar, árin sem ég þekkti hana. Svava fæddist 13. júní 1915 að Heykollsstöðum í Tungu. Foreldrar hennar voru Jón Ármannsson, bóndi á Hrærekslæk, og Sigurrós Eyjólfsdóttir, síðar húsfreyja á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá. Jón var þá kvæntur og lágu leiðir þeirra ekki frekar saman. Svava var til 7 ára aldurs hjá föður sínum og konu hans Margréti Snorradótt- ur. Naut hún mikils ástríkis hjá fóstru sinni og minntist þess oft síðar. Margrét dó árið 1922 og brá Jón þá búi. Svava fór til Njarðvík- ur og dvaldi þar og víðar í Borgar- firði nærri tvo áratugi. Misjöfn var sú dvöl en best leið henni á Desjar- mýri hjá þeim ágætu hjónum sr. Ingvari Sigurðssyni og Ingunni Ingvarsdóttur. Jón Ármannsson hóf aftur bú- skap á Hrærekslæk árið 1924 og kvæntist Önnu Pétursdóttur. Eign- uðust þau fimm börn. Anna beið bana í hörmulegu slysi árið 1941. Réðst Svava þá sem ráðskona til föður síns og tók að sér uppeldi hálfsystkina sinna, sem öll voru innan fermingaraldurs og það yngsta ársgamalt. Þetta ár eignað- ist hún soninn Björgvin en sá fram á fátækt og erfiðleika og lét hann í fóstur til góðra hjóna, sem þá voru barnlaus. Faðir hennar lést árið 1951 og enn bjó hún þarna með bræðrum sínum næsta áratug. Þau brugðu búi árið 1961. Systkini sumarið 1951. Börn Sigríðar og Finnboga gerðu jörðina að ætta- róðali. Á ungiingsárum sínum vann Leifur í vegavinnu hjá Ara Guð- mundssyni, Borgarnesi, en allir Hítardalsdrengirnir voru hjá hon- um lengri eða skemmri tíma, og léttu þannig undir með heimilinu eins og þá tíðkaðist. Leifur var hamhleypa til vinnu og laginn við margt. Hann fór nokkra túra á togara. Einnig var til þess tekið hve drjúgur hann var við slátt þeg- ar slegið var með orfi og ljá, þá fór hann iðulega út eftir miðnætti til að nýta náttfallið. Leifur var í Reykholtsskóla 1934-1936. Þar smíðaði hann m.a. skrifborð, en það hafði enginn nemandi þar gert áður. Skrifborðið fékk hann geymt í nokkur ár á Mel, Hraunhreppi, vegna þrengsla í gamla bænum í Hítardal. Þetta er glöggt dæmi sem sýnir við hvað var að stríða hjá fátæku og barn- mörgu fólki. Árið 1939 var reist nýtt íbúðar- hús í Hítardal. Húsið teiknaði Hall- dór H. Jónsson, arkitekt úr Borgar- nesi. Öll steypa í húsið var hrærð í olíutunnu sem hestur sneri. Þegar ég var snúningastrákur hjá Leifi notuðum við þessa sömu tunnu til að steypa upp fjóshlöðuna, en þá var kominn jeppi i stað hests. Þetta var árið 1955. Barnakennslu stundaði Leifur á árunum 1937-1943 í Snæfellsnes- sýslu, Barðastrandasýslu og Skag- afjarðarsýslu. Oft sagðist hann á þessum árum hafa gengið á milli hennar samfeðra _ eru: Geirlaug, lengi húsfreyja í Ásgarði í Reyk- holtsdal en býr nú í Borgarnesi; Björn, starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði; Stefán, sjómaður á Reyðarfirði og Ágústa, húsmóðir á Eiríksstöðum á Jökul- dal. Eitt barn dó ungt. Hálfsystir Svövu sammæðra er María Björns- dóttir frá Tjarnarlandi, húsmóðir í Reykjavík. Björgvin sonur Svövu er nú umsjónarmaður tækja og eigna skólabúsins á Hvanneyri. Kona hans er Steinunn Birna Magnúsdóttir. Þau eiga fimm börn. Næstu tvö ár eftir að systkinin hættu búskap dvaldi Svava á ýms- um stöðum, m.a. á Hallormsstað, en hafði lögheimili og átti alla tíð öruggt athvarf á Eiríksstöðum hjá Ágústu systur sinni og manni hennar, Siguijóni Guðmundssyni. Frá hausti 1964 var hún ráðskona á vetrum hjá föður mínum, Kristni Eiríkssyni á Keldhólum á Völlum. Hún studdi hann og gladdi síðustu veturna, sem hann lifði, eins og hún hlúði að föður sínum áður. Hún lyfti þungu fargi einmanaleik- ans og veittist það auðvelt, því hún var léttlynd og skrafhreyfin og hafði á hraðbergi skemmtilegar frásagnir af fólki, þjóðsögur eða vísur, sem hún flutti eða söng eft- ir atvikum. Kvæðaflokkar gátu sprottið fram. Þá hafði hún mikla samúð með húsdýrunum og ræddi margt um atferli þeirra. Allt þetta dreifði huga og létti lund annarra. Því hlakkaði faðir minn ætíð til haustsins, þegar Svava kom aftur. Veturnir urðu gleðitímar í lífi hans síðustu þrettán árin. Hún naut þess að ráða algerlega verkum sín- um, matargerð og dvöl. Faðir minn lést vorið 1977 og næstu 11 árin var Svava á Keldhólum hjá Jóni bróður mínum. Haustið 1988 fór hún á elliheimilið á Egilsstöðum en haustið 1990 fór hún á spítal- sveita vegalengdir, sem enginn tæki í mál að fara nú. Hann þótti einstaklega laginn að annast börn á þessu aldursskeiði. Eftir lát foreldra sinna tók Leif- ur alfarið við búskap í Hítardal. Það er hveijum bónda nauðsyn að hafa góða konu sér við hlið, svo var einnig um Leif. Guðrún Jóns- dóttir réðst sem ráðskona til Leifs, og giftu þau sig 11. maí 1954. Guðrún var fædd á Klúku í Strandasýslu, dóttir Jóns Halldórs Sigurðssonar og Jórunnar Agötu Bjarnadóttur. Fyrsta búskaparsumar Guðrún- ar og Leifs, kom undirritaður að Hítardal sem snúningadrengur og var þar í 4 sumur. Þessi sumur eru mér ógleymanleg, og á ég þeim hjónum mikið að þakka. Guðrún reyndist dugnaðarfork- ur og vann jafnt utan húss sem innan. Gestkvæmt er jafnan í Hít- ardal, m.a. vegna veiðimanna sem koma og veiða í Hítarvatni, og koma sumir ár eftir ár, og eru ann og dvaldist þar seinasta æviár- ið. Ævikjör Svövu voru misjöfn, skin og skúrir skiptust á eins og sjá má af framanskráðu. Skáldið frá Hvítadal segir: „Liðin stund er manni mörgum minning húms og tára. Skammt er heim að Skugga- björgum.” Blindaðir í amstri dægra meta menn samferðafólk ekki ætíð rétt og ná ekki skilningi á lífi ann- arra. Enginn minnist Svövu með réttu án samúðar. Hún þakkaði allt gott og vænti hins besta. Krafa hennar var sú að menn væru góð- ir félagar í orðsins fyllstu merk- ingu. Hún var vandvirk eftir fyllstu getu, ræktaði gleði og kærleika, trygglynd og hjálpsöm, hvar og hvenær sem hún kom því við. Við hjónin þökkum dagana, þegar hún dvaldi hjá okkur í sumarferðum sínum syðra. Þá kom mörg frá- sögnin um mannlíf á Úthéraði og í Borgarfirði. Við leiðarskil er mér efst í huga að sú hjálp með gleði, sem Svava veitti föður mínum. Hún fann sinn rauða stein, þá perlu sem greypt er í vitund mína og þeirra er þekktu liana best. Blessuð sé minning Svövu Jóns- dóttur. Sigurður Kristinsson heimilisvinir. Oft fór Leifur með veiðimenn inn að Hítarvatni á hest- um, áður en vegur var lagður að vatninu, og margan bílinn dró hann upp úr Sandalæknum, sem breyst gat í fljót í miklum rigningum. Guðrún og Leifur eignuðust tvö börn, Finnboga og Sigríði. Finn- bogi er oddviti og bóndi í Hítard- al. Sambýliskona hans .er Erla Dögg Ármannsdóttir, eiga þau tvö börn, Leif Finnbogason og Tinnu Kristínu Finnbogadóttur. Sigríður er húsmóðir í Borgarnesi, gift Sig- urði Árelíusi Emilssyni, símsmið. Þau eiga tvo syni, Emil og Sigurð. Leifur föðurbróðir minn var fé- lagsmálamaður, og sat í hrepps- nefnd Hraunhrepps í 16 ár, sóknar- nefnd Staðarhraunskirkju, í stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar og fræðsluráði Mýrarsýslu. Einnig var Leifur fulltrúi sveitar sinnar á 1:1». * ** .%« * « *t U » * • « » S »t * »á IV I S * fjölmörgum félagsfúndum Kaupfé- lags Borgfirðinga. Hítardalsbóndanum var áfram ' um að bæta jörð sína og skila henni betri, og það tókst honum. Hann ræktaði fjölmarga hektara túns, og húsaði jörðina upp. Landgræðsla var Leifi hugleikih og girti hann af stór svæði og sáði í það grasfræi og var borið á úr flugvél eitt árið. Þessi land- græðslutilraun var gerð í góðri samvinnu við Landgræðslu ríkisins og komu landgræðslustjórar ríkis- ins stundum til að leggja á ráðin. Síðari ár hrakaði heilsu Leifs, svo hann gat ekki unnið eins og hann hefði viljað. Ég og fjölskylda mín sendum - Guðrúnu, börnum og fjölskyldum^ þeirra, innilegar samúðarkveðjur. Minning um góðan frænda lifir. ‘ Pétur Kristjánsson t Elskuleg föðursystir okkar og fóstra, SALVÖR JÓNSDÓTTIR, Skúlaskeiði 36, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi miðvikudaginn 23. október. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Ingi Guðjónsson, Ása Guðjónsdóttir, Gottskálk Guðjónsson. t Hjartans þakkir, færum við öllum þeim fjölmörgu er auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför KRISTINS FINNBOGASONAR framkvæmdastjóra, Mávanesi 25, Garðabæ. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jóhannsdóttir og fjölskylda. t Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför elskulegrar dóttur minnar, systur, móðursystur og unnustu, SIGRÚNAR BJARNASON, er lést 8. október sl. Helga A. Claessen, Helga K. Bjarnason, Leifur B. Dagfinnsson, Lee Horning. t Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, HAUKS JÓNSSONAR, Þverholti 26, Reykjavík, Rósa Einarsdóttir, Kolbrún Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Berglind Hauksdóttír, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, . KARLSÓ. JÓNSSONAR fyrrv. útgerðarmanns frá Sandgerði. Hulda Pálsdóttir, Jón Karlsson, Guðbjörg Björnsdóttir, Örn Karlsson, Ingibjörg Óladóttir, Eygló Karlsdóttir, Benjamín Hansson, Gunnvör Karlsdóttir, Ármann Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför INGIBJARGAR E. KRISTINSDÓTTUR, frá Hlemmiskeiði. Kristín Eiríksdóttir, Ingólfur Bjarnason, Vilhjálmur Eiríksson, Ásthildur Sigurjónsdóttir, Leifur Eiríksson, Ólöf S. Ólafsdóttir, Guðrún Eiriksdóttir, Steingrímur G. Pétursson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk * k * tti & * h * * » »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.