Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS áUAiyyuiAU f»essir hringdu ... Gleymdi úlpunni Tandri, sem er sjö ára drengur, gleymdi úlpunni hjá leikfélaga sínum í Hlíðunum en nú man hann ekki hjá hveijum það var. Sá sem veit um úlpuna vinsamleg- ast hringi í síma 681597. Börnin í Tyrklandi M.M. hringdi og vildi beina því til æðstu manna þjóðarinnar að aðstoða Soffíu Hansen til þess að fá börnin sín aftur frá föður þeirra í Tyrklandi. M.M. sagði að móður- inni hlyti að líða hroðalega illa og því yrði að gera eitthvað henni til aðstoðar. Gefins kettlingar Fjórir gullfallegir kettlingar fást gefins á góð heimili. Um er að ræða tvær læður og tvo högna. Kettlingarnir eru angórublandaðir og átta vikna gamlir. Upplýsingar í síma 93-38957. Fjallahjóli stolið Laugardaginn 19. október var dökkbláu íjaliahjóli stolið frá Kjarrhólma 6 í Kópavogi. Þú sem tókst hjólið ert beðinn að íhuga að þar tókst þú eign tólf ára drengs sem með ærinni fyrirhöfn hafði safnað fyrir því og keypt það í sumar. Þú ert beðinn um að skila hjólinu aftur á sama stað og verður þér þar með fyrirgefið af öllu hjarta. Upplýsingar má gefa í síma 37920. Gleraugu töpuðust Karlmannsgleraugu töpuðust í námunda við Þjóðminjasafnið fyr- ir hálfum mánuði. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 17655. Reiðhjól í óskilum DBS-drengjahjól er í óskilum á Seltjarnarnesi. Upplýsingar í síma 628098. Yangaveltur um efnahagsmál Nú er mikið fjasað um eyðslu fjármuna almennings og ríkisins og eru það einkum flokksmenn sem mest fá og mest hafa staðið að ógeðfelldu atferli í sóun almanna- fjár en fyrir þessu hafa staðið Fram- sóknarflokkurinn og vinstri menn. Stundum hefur verið talað um framsóknarfjósið og erfitt hefur reynst núverandi stjórn að moka flór Framsóknarflokksins. Nú bregður svo við að ráðist er á bygg- ingu Hitaveitunnar og borgarinnar, Perluna, fyrir sóun á fjármunum en mikið er það heppilegt að sú umdeilda eyðsla er ekki nema brot af sóun framsóknar og vinstri manna á liðnum árum í fiskeldi, loðdýrarækt, skipakaup til veiða á of litlum fiskistofnum og til margra fyrirtækja tengd þessum flokkum. Nú er verið að rétta þessa misbeit- ingu valds og þá er eins og við manninn mælt, svívirðingarnar ganga eins og skothríð að þeim sem verkin eru að vinna. Embættismenn og annað vinn- andi fólk er trekkt upp til átaka á vinnumarkaði og heitstrengingu um hærri laun, þetta mun allt hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir laun- amanninn og þjóðfélagið í heild. Ef menn ætla með þessum hætti að skapa sjálfum sér atvinnuástand sem veldur hruni efnahagsmálanna þá mæta þeir bara sjálfum sér og sínum óþurftarverkum. Jón Baldvin var eitthvað að ýja að því að efla bæri atvinnureksturinn. Þetta hafa nú vinstri menn gert fyrr en ekkert aðhafst. Verði þetta ekki gert núna og hugarfar almennings gagnvart atvinnurekstrinum ekki jákvæðara en verið hefur þá fær almenningur spegilmyndina austan frá Sovét heim á heimili sitt. Þetta er hugar- far sem hefnir sin einmitt á þeim sem að því standa. Of háar kaup- kröfur sem framleiðslan stendur ekki undir er aðför að öllu þjóðfé- laginu er því andþjóðfélagsleg. í skattlagningu er tekið svo mik- ið af atvinnurekstrinum að teljast má bijálæði og sálræn pynding er sú aðför þegar vegið er að þeim sem mikið leggja á sig til að vinna sig upp efnahagslega og svo er mikið af nafnvirði þénustunnar tekið með valdboði og fært í vasa þeirra sem síður en svo hafa nokkuð til unnið. Að lækka virðisaukaskatt til dæmis um_5% á ári niður að vissu Hvað er betra en að vera heil- brigður á sál og líkama? Hvað er betra en að lifa í sátt við sjálfan sig, vini sína, samborgara og Guð almáttugan? Getum við sagt að við séum sátt við lífíð? Erum við á leið til betra lífs? Nokkrar spurningar leita á mig sem varða heiðarleika okkar og siðferði. Gefum við rétt upp til skatts? Gæti þjóðarkakan þess vegna orðið stærri? Skattar lækkað? Eða grynnkað á skuldum landsmanna? Hugsum við nógu vel um börnin okkar, sem erfa eiga landið? Búa þau við öruggt umhverfi með for- eldrum sínum? Er talað nóg við þau? Myndi ekki félagslegur kostn- aður ríkisins lækka er svo væri? Hvað um þá sem rata í ógöngur vínsins? Myndi ekki sjúkrahús- marki mýndi leiða fremur en margt annað til efnahagslegs bata með- fram lækkun félagslegra framlaga frá ríkinu. 5% lækkun vöruverðs þýddi launabætur og lækkun lyfja- verðs sömuleiðis. Það er rétt hjá ríkisstjórninni að láta þá sem geta greiða meira af þjónustuframlögum frá ríkinu. Þetta eru nú nefndir auknir skattar. Það á ekki að leggja út pening nema til þeirra sem í raun þurfa þess. Ekki á að veita fé til útlanda meðan þurfalingar eru meðal okkar þjóðar og þessu á að fylgjast með. Þorleifur Kr. Guðlaugsson kostnaður lækka ef menn hættu að meiða sig og aðra vegna Bakkus- ar? Hvað með skemmtanamenningu okkar? Getum við ekki lengur skemmt okkur nema horfa á menn eða konur afklæðast? Hver vegna velur eitt glæsilegasta diskótek Evrópu þessa leið? Ég bara spyr?! Hvert eigum við að fara sem viljum skemmta okkur á heilbrigðan hátt? Kæru landsmenn, við megum ekki láta þetta sem ég hef upptalið dynja á okkur án þess að setja við það spumingarmerki og láta skoðun okkar í ljós. Hvert stefnum við? Með kæru þakklæti fyrir birting- una. S.B. Betra líf eða hnign- andi siðferði? Hausttilboð 1 ” x 6” kr. 62,35 pr. m. stgr. í heilum búntum. Ódýrt! Innipanill 1 2 x 95 m/m. Kr. 53,- pr. m. staðgreitt. Gagnvarið sólpallaefni. 28 x 95 m/m. Kr. 125,- pr. m. stgr. Ath. ódýra sperruefnió o.fl., o.fl. Grindarlistar o.fl. Stærðir: 35 x 45 — 35 x 70 — 35 x 95 - 45 x 45 - 45 x 70 - 45 x 95 - 18 x 70. SMIDSBÚD BYGGINGAVÖRUVERSLUN Smiösbúö 8 - Garóobæ Sími 91-656300 3 dagar 17,900 HOLIDAY INN Með morgunverðarhlaðborði. Aðgangur að heildverslun Makro. — <=i i ir=i=EROIR = SDLRRFLUG Vesturgata 17, Sími 620066. ÖU verð eru staðgreiðsluverð án flugvallaskatta og forfallatryggingar. Hagnýt greinaskrif Læriö aö skrifa blaöa- og tímaritsgreinar, minningargreinar, fréttatilkynningar o.fl. Á námskeiðinu veröur lögð áhersla á aö kenna fólki undir- stöðuatriði greinaskrifa. Markmiðiö er að gera þátttakendum fært að tjá sig í fjölmiölum. Á námskeiöinu veröur stuöst viö nýútkomna bók um ritun eftir Ólaf M. Jóhannesson: Þaö er leikur aö skrifa. Nánari upplýsingar og skráning alla daga ísíma 67 16 97 LOKSINS NÝ SENDING! A frutt flavoured chewy bar / \ p>.... j SMIÐJUVEGUR 11. SÍMI 641005-06 STEINAR WAAGE Leikfimiskórnir komnir aftur Verd 1.995,- Stærðir: 34-46. Litur: Ljós. Ath.: Full búð af nýjum vörum Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Kringlunni, Toppskónum, sími 689212. Veltusundi, sími 21212.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.