Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 KNATTSPYRNA Gautaborg meistari og Hacken úr leik Gunnar Gíslason og samheijar í Hacken eru úr leik í slagnum um að komast í úrvalsdeildina í sænsku knattspyrn- unni í ár eftir 1:1 jafntefli á útivelli gegn Helsingborg. Fyrri leiknum lauk 2:2 og komst Helsingborg því áfram í keppninni á fleiri mörkum gerðum á útivelli. Gunnar lék sinn síðasta leik með Hácken. GrétarÞór Eyþórsson skrifarfrá Svíþjóð IFK Gautaborg tryggði sér um helgina sænska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð og í sjötta sinn á 10 árum, en liðið bar sigurorð af Örebro, 3:0, á Ullevileik- vanginum í Gautaborg. Lið sænsku meistaranna sam- anstendur af skondinni blöndu. Þar eru tveir norskir landsliðsmenn, Per Edmund Mordt og Tore Pedersen; Svíarnir Hákan Mild og Mikael Nils- son, sem eru farnir að banka á dyr landsliðsins; Þrír leikmenn, sem eiga gjörsamlega mislukkaðan at- vinnumannaferil að baki og hafa verið keyptir heim — Johnny Ekström frá Cannes, Stefan Rehn frá Everton og Stefan Lindqvist frá Neutachel. Rehn og Ekström hafa samt staðið sig mjög vel með Iið- inu. í markinu er svo landsliðsmark- vörður Svía, Thomas Ravelli. Mesta hneisa ísögu Bayern Blöð í Þýskalandi fóru ekki fögrum orðum um fram- gang leikmanna Bayern Mún- chen, sem máttu þola stórtap, 2:6, fyrir danska liðinu B 1903 í Evrópukeppninni. Þau voru á einu máli um að tapið í Dan- mörku væri mesta hneisa í sögu Bayern Munchen og ekki góð auglýsing fyrir þýska knatt- spyrnu. Sagt var frá því að áhorfend- ur hafi gert grín að leikmönnum Bayern og kallað liðið flokk af teiknimyndapersónum með Mikka Mús í fararbroddi. Stjórnarfundur hefur verið boðaður hjá Bayern Munchen 23. nóvember og segja blöðin að kallað verði á Karl-Heinz Rummenigge og Franz Becken- bauer. „Ef þeir geta ekki komið málum í lag hjá Bayer geti það enginn,” sögðu blöðin. Þess má geta að Sören Lerby, þjálfari Bayern, hóf knatt- spyrnuferil sinn hjá B 1903. Ahorfendaaukning í 1. deildarkeppninni: Flestir áhorfendur á heimaleikjum Fram Framarar fengu flesta áhorf- endur á síðasta keppnistíma- bili í 1. deild karla í knattspyrnu. 13.326 áhorfendur voru á níu heimaleikjum Fram i Laugardal eða 1.481 að meðaltali. KR-ingar fengu 10.841 áhorfanda á KR- völlinn eða 1.205 manns að meðal- tali. FH var í þriðja sæti með 6.944 áhorfendur (772), síðan kom ÍBV með 6.840 (760), UBK með 6.646 (738), Valur með 5.896 (655), Víkingur með 5.340 (593), KA með 5.222 (580), Víðir með 3.710 (412) og Stjarnan fékk 2.858 áhorfendur eða 318 að meðaltali. Alls voru 67.623 áhorfendur á leikjunum 90 í 1. deild, eða 774 áhorfendur að meðaltali á leik. Flestir áhorfendur sáu leikina í 8. umferð, alls 4.983 eða 997 að meðaltali á leik, en fæstir mættu á leiki síðustu umferðar, 2339 eða 468 manns að meðaltali. Þess má til gamans geta að 67.444 áhorfendur voru á leikjum 1. deildar 1989, eða svipaður áhorfendafjöldi og í ár. 1990 sáu aftur á móti 52.280 áhorfendur leikina í 1. deild, en það var 22,5% fækkun frá 1989. Þess má geta að heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu frá fram á Ítalíu 1990, þannig að fjölmargar beinar út- sendingar frá Ítalíu hafa greini- lega dregið úr aðsókn, en nú í ár hafa áhorfendur skilað sér aftur. Flestir áhorfendur komu á leik Fram og KR á Laugardalsvellin- um, eða 2.965 áhorfendur. Aðeins einn annar leikur í deildinni dró að fleiri en tvö þús áhorfendur - 2.145 áhorfendur sáu leik Fram - Víkings. Áhuginn var minnstur fyrir leik Vals og FH í 18. um- ferð, en þann leik sáu aðeins 124 áhorfendur. Félagaskipti „Þorvaldar Örlygssonar Knattspyrnudeild Fram sendi Morgunblaðinu eftirfarandi greinargerð vegna félaga- skipta Þorvaldar Örlygssonar. Morgunblaðið birti 15 október síð- astliðinn frétt þess efnis, að félaga- skipti Þorvaldar Örlygssonar yfir í Fram fyrr í sumar væru hugsanlega ólögmæt. fréttin er byggð á bréfi „milliþinganefndar KSI vegna leik- mannasamninga ” til KSÍ dagsett 11. október varðandi þessi félgaskipti. Gangur f élagaskiptanna Þorvaldur Örlygsson skipti úr Nottingham Forest yfir í Fram með algjörlega fortakslausum félaga- skiptum 7. eða 8. maí og varð lögleg- ur mánuði síðar í Fram samkvæmt íslenskum félagaskiptareglum. Félagaskipti milli landa fara fram með mjög formlegum hætti og eru á alþjóðlegu formi, að þessu sinni milli Knattspyrnusambands Englands og Knattspyrnusambands Islands. Áður en enska knattspyrnusam- bandið gat samþykkt félagaskipti Þoivaldar varð Nottinham Forest að sjálfsögðu að samþykkja að losa hann af samningi við félagið, eingöngu háð því skilyrði að félagið ætti allan sölu- rétt á honum til annarra atvinnufé- laga. Það er sjálfsögð krafa, sem heimkoma flestra íslenskra leik- manna hefur einnig verið bundin á undaförnum árum. Frágangurenska knattspyrnusambandsins Enska knattspyrnusambandið gekk tryggilega frá málum þessum og í faxi til Forest 3. júní síðastliðinn er meðal annars staðfest: „ ... skráning ofannefnds leik- manns sem samningsleikmanns í fé- lagi ykkar hefur verið felld niður.” „ ... the Registration of the above named player as a player under writt- en contraet for your Club has been cancelled.” Síðan segir enska sambandið af- dráttarlaust í sama faxi: „Leikmanninum er nú heimilt að U.M.F. Stjarnan knattspyrnudeild Uppskeruhátíð Uppskeruhátíð 1991 verður haldin í Garðalundi sunnu- dag 27. október og hefst kl. 15.00. Dagskrá: - Afhendig viðurkenninga fyrir flokka karla og kvenna. - Kaffi og kökur. Stjórnin. skrá sig sem leikmann í hvaða félag sem er að hans ósk, með eða án leik- mannasamnings.” „The player is now free to register as a player with or without a written contract for any Club of his choice.” Þorvaldur var því ekki lengur samningsbundinn leikmaður Notting- ham Forest og hvarf þar af launa- skrá. I framhaldi af þessu gerist hann samningsbundinn leikmaður í Fram og lék sinn fyrsta leik með sínu nýja félagi gegn Val 10. júní á Laugardals- velli. Engar athugasemdir Knatt- spyrnusambands íslands Félagaskiptin fóru að sjálfsögðu einnig um hendur ráðamanna Knatt- spyrnusambands íslands. Meðal þeirra sem um þau fjölluðu var fram- kvæmdastjóri sambandsins, Stefán Konráðsson, sem telur þau fullkom- lega lögmæt. Athugasemdir voru engar gerðar við þau, hvorki af hálfu Eggerts Magnússonar, formanns KSI, né Guðmundar Péturssonar, varaformanns, sem raunar situr líka í fyrrnefndri milliþinganefnd. Þorvaldur atvinnumaður að nýju Hvað gerðist síðan skiptir afar litlu máli. Þoivaldur var ekki skuldbund- inn til að koma að nýju til Notting- ham. Sala hans til annars félags í öðru landi kom fyllilega til greina, en af henni varð ekki. Nottingham Forest vildi að sjálfsögðu ekki fela leikmann, sem félagið vill gjarnan að blómstri, til að unnt sé að selja hann áfram til annarra félaga eða til að ná árangri hjá því. íslensku keppnistímabili var lokið og því ekki von til að Fram kæmi Þorvaldi í sviðs- Ijósið meira á þessu ári. Hann hefur því gerst að nýju at- vinnumaður í Nottingham, með fé- lagaskiptum frá Fram og nýjum samningi við Forest. Sala hans til annars félags er vissulega enn hugs- anleg og einnig sá möguleiki, að hann komi heim til Islands, ef honum tekst ekki að vinna sér sæti í liði ytra. Hvað er nefndin að fara fram á? Nefndin telur „útilokað annað en að Knattspyrnusambandið beiti sér í þessu máli ... og krefji enska knatt- spyrnusambandið og Nottingham Forest svara um hver staða Þorvaldar Örlygssonar var, hefur verið og er í dag hjá Nottingham Forest.” .Þessum spurningum hefur verið svarað hér að framan og málavextir upplýstir. Þorvaldur var atvinnumað- ur hjá Forest, hann hefur verið leik- maður Fram í sumar og er nú að nýju atvinnumaður hjá Forest. Þorvaldur Örlygsson, landsliðsmaður í knattspyrnu. Hvers vegna óskaði nefndin ekki eftir, að KSI aflaði þessara upplýs- inga beint frá Knattspyrnudeild Fram? Atvinnuleyf i að nýju í Englandi ► Milliþinganefndin sem komið hefur þessum dylgjum af stað er frekar seinheppin og hefur eiginlega svarað sjálfri sér í bréfi sínu til KSÍ. í bréf- inu sem undirritað er af Lúðvík Ge- orgssyni, formanni nefndarinnar og verðandi formanni Knattspyrnudeild- ar KR, stendur: „í því sambandi má benda á að ef Þorvaldur þarf ekki að sækja að nýju um atvinnuleyfi í Englandi, þá jafngildir það nánast viðurkenningu á að ekki hafi verið staðið rétt að málum.” Þeim kumpánum í nefndinni til hugarhægðar er unnt að upplýsa, að sækja þarf að sjálfsögðu um atvinnu- leyfi á nýjan leik, enda var Þorvaldur ekki samningsbundinn Ieikmaður í Englandi síðastliðið sumar. Leyfið kemur ekki sjálfkrafa og er býsna erfítt að fá frá viðkomandi ráðuneyti í London. „Flóðgáttir” opnast fyrir íslendinga! Nefndin klykkir út í bréfi sínu með eftirfarandi málsgrein, sem lögð er mikil áhersla á með feitletrun: „Ef ekki verður tekið á þessu máli er hér komið fordæmi sem getur opnað flóðgáttir fyrir „lánsleikmönn- um til Islands, jafnt erlendum sem íslenskum.” Þetta er athyglisvert sjónarmið á vissan hátt, en því miður sett fram af mönnum í forystu íslenskra knatt- spyrnufélaga. Það er birt í tilefni af því, að íslenskum landsliðsmanni í knattspyrnu var gert kleift að leika á íslandi meginhluta sumars. Þessi samjöfnun erlendra og ís- lenskra leikmanna er afar sérkenni- leg. Opnun „flóðgátta” fyrir íslenska leikmenn sem nú eru úti í Evrópu við misjöfn kjör er æskileg. Það væri svo sannarlega fengur að því fyrir íslenska knattspyrnu, að fá Sigurð Jónsson til að leika með hinu efnilega liði Skagamanna næsta sumar í stað þess að vera í varaliði Arsenal og heimkomu Guðmundar Torfasonar yrði vel fagnað víðar en í Fram. Á sama hátt og heimkoma Péturs Pét- urssonar og Atla Eðvaldssonar hefur orðið lyftistöng fyrir íslenska knatt- spyrnu og Knattspyrnudeild KR. Sjónarmiðið um opnun flóðgátta í þessu sambandi hefur hins vegar ekki komið fram, þegar erlendir leik- menn, aðallega júgóslavneskir, hafa komið til landsins fyrir tilstuðlan vafasamra sölumanna. Þá hafa fyrri félög og sambönd ekki verið krafin svara um stöðu viðkomandi leik- manna. Bréf nefndarinnar og fréttir Morgunbiaðsins Bréf nefndarinnar barst KSÍ þriðjudaginn 15. október, en frá efni þess var raunar greint í Morgunblað- inu samdægurs. Knattspyrnudeild Fram var ekki sent afrit bréfsins, þó efni þess snerti starfsemi hennar verulega og greinilega væri efast um heiðarleika stjórnarmanna hennar, en þeir hafa margir starfað um 10 til 15 ára skeið að íslenskum knatt- spyrnumálum. Morgunblaðið leitaði ekki heldur álits stjórnarmanna Knattspyrnu- deildar Fram áður en fréttin var birt, sem hefði verið auðvelt. Rætt var hins vegar lauslega við Þorvald í undirbúningi fyrir landsleikinn gegn Kýpur daginn eftir, enda sárindi hans augljós í vitali í blaðinu þann 16. október. Fram sendi Morgunblaðinu að kvöldi miðvikudags 16. október ljós- rit af fyrrgreindu faxi, sem augljós- lega skýrir aðalatriði þessa máls. Frá efni þess var þó ekki greint daginn eftir eins og eðlilegt hefði verið. Síð- astliðinn þriðjudag, 22. október, kem- ur loksins ný frétt um málið, þar sem talsmaður enska knattspyrnusam- bandsins staðfestir svo ekki verður um villst, að öll formsatriði varðandi félagaskipti Þorvaldar Örlýgssonar voru í lagi. 23. október 1991. Halldór B. Jónsson, for- maður Knattspyrnudeildar Fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.