Morgunblaðið - 26.10.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.10.1991, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/LESBOK 244. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Miðausturlönd: Mun ekki þvinga fram samninga - segir Bush Bandaríkjaforseti Amman, Jerúsalem, Wasliington, New York. Reuter, Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti neitaði í gær að tjá sig um þá ákvörðun Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra Israels, að skipa harð- línumenn í sendinefnd Israela á ráðstefnunni um frið í Miðausturlönd- um. „Við viljum ekki flækja málin af vangá... Við erum ekki að reyna að þvinga fram samkomulag en reynum að fá menn til að koma saman svo að hægt verði að semja,” sagði Bush. Shamir sagði í blaðaviðtali að ráðstefnan vekti vonir um „byltingarkenndar breyt- ingar” og margt benti til þess að árangur næðist. Einn af félögunum í sendinefnd Palestínumanna, Saeb Erekat, sagði í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina CNN að hann væri fulltrúi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og sama væri að segja um aðra nefndarmenn; PLO hefði til- nefnt þá. Talsmaður Shamirs sagði að ísraelar myndu ganga út af ráð- stefnunni ef Erekat yrði í nefnd Palestínumanna. Faisal al-Husseini, þekktur forystumaður Palestínu- manna á hernumdu svæðunum, verður í forystu fyrir Palestínu- mönnum í Madrid ásamt Hanan Ashrawi. Al-Husseini sagði að ein- göngu þau tvö mættu gefa út yfir- lýsingar fyrir hönd sendinefndar- innar og virtist með þessu vilja reyna að róa ísraela. Shamir for- sætisráðherra sagði í gærkvöldi að hann myndi ekki efna til upphlaups sem gæti eyðilagt ráðstefnuna. Borís Pankín: Atökin í Júgóslavíu: Serbar og Slóvenar hafna nvjum friðartillögum EB Faisal al-Husseini, einn þekkasti forystumaður Palestínumanna á hernumdu svæðunum, kyssir dóttur sína að skilnaði áður en hann leggur af stað frá Austur-Jerúsalem til Jórdaníu þar sem fulltrúar Palest- ínumanna sameinast sendinefnd Jórdana. Fögnuður og eftirvænting ríkti á götum borgarinnar er hópur- inn var kvaddur, margir táruðust og sunginn var þjóðsöngur Palestínu sem er bannaður í Ísrael. ísraelski forsætisráðherrann hyggst sjájfur veita sendinefndinni forstöðu. Í viðtali við bandaríska blaðið The New York Times í gær gekkst Shamir við því að sú ákvörð- un hans að útiloka hinn hófsama David Levy utanríkisráðherra frá viðræðunum gæti verið merki um harða afstöðu en neitaði hins vegar að ætlunin væri að torvelda sam- komulag. Allt byggðist á friðarvilja araba, sagði ráðherrann. Ibúar Dubrovnik fá leyfi til að hverfa á brott Belgrad, Haag. Reuter. SERBAR og Slóvenar höfnuðu í gær nýjum tillögum frá Evrópu- Alveg fúl- asta alvara London. Reuter. BRESKT fyrirtæki hefur nú sett á markað efni, sem lyktar eins og karlmannssviti. Að sögn á lyktin að fá jafnvel samansaumaða skuldara til að draga fram veskið. Fyrirtækið, sem heitir Body- wise (Á holdlega vísu), hefur komist að því að lyktarhormónið adrostenón í svita karlmanna hafi þessa óvæntu verkan. Vitn- að er í tilraun, sem annað fyrir- tæki í Ástralíu gerði með lyktar- efnið. Sendir voru 1.000 reikn- ingar til fólks, sem keypt hafði snyrtivörur bréflega. Helmingur hafði verið vættur í lyktarhorm- óninu. í ljós kom að 17% fleiri í þeim hópi, sem fékk lyktandi bréf greiddu reikninginn. „Lykt- in gefur til kynna að sendanda bréfsins sé fúlasta alvara,” segir David Craddock, framkvæmda- stjóri Bodywise. Fyrirtækið hefur nú fengið einkaleyfi til framleiðslu á Aeol- us 7, en svo nefnist lyktin í sam- þjöppuðu formi, og selur nú skuldheimtumönnum hvert gramm á 3.600 pund (370.000 ISK). I bandalaginu (EB), sem miða að I því að binda enda á blóðsúthell- ingarnar í Króatíu. Júgóslavíu- her hélt áfram hörðum árásum á bæi í grennd við króatísku hafnarborgina Dubrovnik. Síð- degis var samið þar um vopnahlé og tilkynnt að þeir íbúar sem vildu fara fengju leyfi til þess. Forsetar allra júgóslavnesku lýð- veldanna sex ræddu tillögurnar á friðarráðstefnunni, sem haldin er í Haag á vegum Evrópubandalags- ins. I þeim er gert ráð fyrir laus- tengdara ríkjasambandi júgóslavn- esku lýðveldanna sex. Serbar höfn- uðu þeim á þeirri forsendu að þær yrðu til þess að Júgóslavía liði und- ir lok sem ríki en Slóvenar, sem vilja sjálfstæði, sögðu að ekki væri gert ráð fyrir nógu laustengdu ríkjasambandi. Forsetar allra lýð- veldanna nema Serbíu höfðu sam- þykkt tillögurnar á friðarráðstefn- unni í síðustu viku. Dimitrij Rupel, utanríkisráðherra Slóveníu, sagði að Carrington lá- varður, sem stjórnar ráðstefnunni, ætti fyrir höndum verkefni, sem ógjörningur væri að leysa af hendi. „Vandinn við Júgóslavíu er sá að engin ein lausn getur hentað öll- um,” sagði hann. Júgóslavíuher gerði í gær sprengjuvörpuárásir á tvo bæi í grennd við hafnarborgina Dubrovn- ik, sem nefnd hefur verið „perla Adríahafsins” og Sameinuðu þjóð- irnar líta á sem eina af menningar- gersemum heimsins. Menningar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, efndi til skyndifundar í gær og hvatti þar hinar stríðandi fylkingar í Júgóslavíu til að fara úr borginni. Þingmenn Serba í Bosníu- Herzegovínu samþykktu í gær að segja skilið við þing lýðveldisins vegna sjálfstæðisyfirlýsingar þess. Þeir kusu Momcilo Krajisnik, for- seta þingsins, sem forseta nýs þings Serba, sem myndi beita sér fyrir því að halda júgóslavnesku lýðveld- unum saman í ríkjasambandi. Margir telja að Bosnía-Herze- govína geti orðið vettvangur alls- herjarstríðs þar sem lýðveldið er byggt Serbum, Króötum og músl- imum og engin glögg landamörk á milli þjóðanna. Sjá einnig „Skorað á íslend- inga ...” á bls. 20. Kjarnavopn undir sljórn Gorbatsjovs París. Reuter. BORÍS Pankín, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, sagði í gær að það væri skiljanlegt að þjóðir heiins liefðu áhyggjur af því hverjir stjórnuðu kjarnorkuher- afla landsins en sagði að hann væri undir styrkri stjórn Míkha- íls Gorbatsjovs Sovétforseta. Pankín er staddur í París og svar- aði spurningum um þá kröfu úkra- ínska þingsins að Úkraínumenn ráði yfir kjarnorkuvopnum í lýðveld- inu ásamt sovéskum yfirvöldum. Hann sagði að Gorbatsjov einn færi með stjórn þeirra. „En ef til vill hefur komið upp misskilningur, því forsetar lýðveldanna, þar sem kjarnorkuvopn okkar eru geymd, hafa rétt til að vita hvernig þau verða notuð. Það er hvorki hættu- legt né ólögmætt,” sagði hann. „Ukraínumenn vilja hvorki ráða yfir þeim einir né eignast þau.” Úkraínska þingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða í gær ályktun þess efnis að lýðveldið myndi aldrei ganga í nýtt ríkjasam- band Sovétlýðveldanna. Einnig var samþykkt að stjórnvöld mættu hrinda í framkvæmd tillögum um markaðskerfi í landinu sem lengi hefur verið deilt um. Reuter Ummerki afmáð Rúmenar hafa lagt ríka áherslu á að afmá öll táknræn ummerki eftir stjórnartíð kommúnista sem endaði með blóðugri byltingu í land- inu í desember 1989. í þessari viku hafajarðneskar leifar 20 kommún- istaleiðtoga verið fluttar úr sérstöku grafhýsi í Búkarest í almennan kirkjugarð í borginni. Á myndinni sem tekin var í gær sést líkkista Gheorghe Gheorghiu-Dej, fyrsta kommúníska forseta landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.