Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 4
‘•4 1MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20/OKTÖBER 1991 Forsætis- ráðherra til Noregs Morgunblaðið/Ingvar Vörubíllinn skemmdist talsvert þegar hann valt á Þingvallavegi. Grunur um að ölvun hafi valdið bílveltu DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra heldur í opinbera heim- sókn til Noregs á miðvikudag í næstu viku. Meðal Norðmanna mun hann dvelja í þrjá daga. Á miðvikudag gengur forsætis- ráðherra á fund Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, en síðar um daginn hittir hann að máli íslendinga sem búsettir eru í Osló. Þann dag munu forsætisráð- herrarnir tveir og snæða saman kvöldmat. Á fimmtudag heimsækir Davíð Oddsson Stórþingið norska og ræð- ir m.a. við fulltrúa í utanríkismála- nefnd þess. Þá er og gert ráð fyrir því að forsætisráðherra sæki heim borgaryfirvöld í Ósló. Um kvöldið verður móttaka í bústað íslenska sendiherrans þar í borg Á föstudag mun forsætisráð- herra síðan eiga stuttan fund með Haraldi Noregskonungi áður en hann heldur aftur heim til íslands. GRUNUR leikur á að tveir menn, sem slösuðust lítilsháttar þegar vörubíll þeirra fór út af Þing- vallavegi á fimmtudagskvöld, hafi verið ölvaðir. Félagar þeirra, sem voru í annarri bif- reið, bera hins vegar að þeir hafi gefið mönnunum áfengi, þar sem þeir hafi verið miður sín eftir óhappið. Eftir óhappið var gert að meiðsl- um mannanna, en annar þeirra gisti fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Ástæða þess var sú, að mönnunum bar þá ekki saman um hvor hefði ekið vörubílnum. Félagar mannanna, sem óku ann- arri bifreið, hafa borið að þeir hafi veitt mönnunum áfengi eftir óhappið. Hjá rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík fengust þær upplýsingar, að enn ætti eftir að upplýsa ýmsa þætti málsins. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 6° Heimild: Veöurstota ísiands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) 1/EÐURHORFUR í DAG, 26. OKTÓBER YFIRLIT: Við Melrakkasléttu er 1.000 mb lægð, sem hreyfist all- hratt norðaustur, en á sunnanverðu Grænlandshafi er vaxandi 998 mb lægð, sem hreyfist lítið í bili. SPÁ Austan og suðaustanátt, sumsstaðar stinningskaldi suðvestan og vestanlands en annars yfirleitt gola. Lítilsháttar rigning eða skúrir sunnanlands og við austurströndina en þurrt og sumsstaðar bjart veður í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 2—7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNIMUDAG OG MÁNUDAG:Austan og suðaustanátt og milt. Rígning eða skúrir víða um land, sízt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. HKastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir El Þoka Þokumóða ’ Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: -| q " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. / / / ____________________________ / / / / Rigning / / / — * / * / * / * Slydda / * / •» * * * * * * Snjókoma OO 4 K / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 5 rigning Reykjavik 2 rigning Bergen 8 skýjað Helsinki 3 skýjað Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Narssarssuaq +8 hálfskýjað Nuuk +6 skafrenningur Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Þórshöfn 8 súld á s. klst. Algarve 20 skýjað Amsterdam 11 skýjað Barcelona 16 mistur Berlin 8 léttskýjað Chlcago 18 alskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 10 alskýjað Glasgow 9 rigning Hamborg 9 skýjað London 10 alskýjað Los Angeles 13 léttskýjað Lúxemborg 9 skýjað Madríd 13 rigning Malaga 17 rigning Mallorca 21 skýjað Montreal 14 skúr NewYork vantar Orlando 22 alskýjað París 11 alskýjað Madeira 20 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Vín 7 skýjað Washington 15 þoka Winnipeg +7 skýjað Mývatnssveit: Ráðherrar ræða við starfsfólk Kísiliðjmmar 23 félagar í Veiðifélagi Mývatns lýsa stuðningi við verksmiðjuna EIÐUR Guðnason umhverfisráð- herra og Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra áttu í gær fund með starfsfólki og stjórn Kísiliðjunnar við Mývatn þar sem fjallað var um framtíð verksmiðjunnar en iðnaðarráðherra tekur ákvörðun fyrir áramót um hvort námaleyfi verksmiðjunnar verði breytt. Þá áttu ráðherrarnir einnig fund með bæjarstjórn Húsavíkur í gær vegna þessa máls. Ráðherrar kynntu sér viðhorf starfsfólks og svöruðu spurningum sem til þeirra var beint en vildu þó ekkert segja um hver niðurstaða þessa máls yrði. Á fundinum var lagður fram und- irskriftalisti starfsfólks með áskoi’un um að heimiluð verði áframhaldandi starfsemi verksmiðjunnar. Einnig var lögð fram yfirlýsing Veiðifélags Mývatns þar sem 23 einstaklingar, eða nálægt 2/3 hlutar félagsmanna, lýstu yfir stuðningi við starfsemi Kísiliðjunnar. í henni er lýst furðu á þeirri neikvæðu umræðu sem und- anfarið hafi átt sér stað um verk- smiðjuna og síðan segir m.a.. „Kísil- iðjan hefur nú dælt hráefni af botni Ytri-flóa Mývatns í yfír tuttugu ár. Það er álit okkar að áhrif þeirrar dælingar hafi verið af hinu góða fyr- ir vatnið. Undanfarin tvö ár höfum við orðið vitni að mikilli uppsveiflu í lífríki Mývatns sem greinilega hefur komið fram í gífurlegu rykmýi og mergð fugla á vatninu. Við undirritaðir telj- um ekkert því til fyrirstöðu að Kísil- iðjan starfi áfram í Mývatnssveit í sátt og samlyndi við umhverfi sitt,” segir í yfirlýsingu Veiðifélagsins. Mývatnssveit: 17 þús. urriða- seiðum sleppt í Mývatn Björk, Mývatnssveit. SVO skemmtilega vildi til að í dag þegar Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra og Eiður Guðnason umhverfisráðherra voru á fundi hér í Mývatnssveit með starfs- fólki Kísiliðjunnar var verið að sleppa 17 þúsund urriðaseiðum í Mývatn. Seiðin voru tíu sentimetrar að lengd. Þau voru klakin út á Laxa- mýri en hrognin voru tekin við Vogaland í nóvember 1990. Björn Jónsson á Laxamýri flutti seiðin á tankbíl og þurfti að fara þrjár ferð- ir. Seiðunum var síðan sleppt vítt og breitt um Mývatn. Kristján. Kirkjubyggmg á Heiðarvallasvæði í Kópavogi: Framkvæmdir gætu hafist á næsta ári FRAMKVÆMDIR við kirkjubyggingu á Heiðarvallasvæði í Kópavogi ættu að geta hafist á næsta ári, að sögn Birgis Sigurðssonar skipulags- stjóra Kópavogs. Umhverfisráðuneytið hefur staðfest breytingar á aðalskipulagi Kópavogs sem fela í sér að Digranessöfnuði verði heim- ilt að byggja kirkju á Heiðarvallasvæðinu, en áður hafði Skipulags- stjórn ríkisins samþykkt breytingarnar. Að sögn Birgis er vinna við hönn- næsta ári. „Bæjaryfirvöld hafa lagt un kirkjunnar þegar hafín, og er gert ráð fyrir að frumskyssur verði tilbúnar í næsta mánuði og þær þá lagðar fyrir bæjaryfirvöld til skoðun- ar. Aðspurður sagði hann að ekki væri ólíklegt að framkvæmdir við kirkjubygginguna hefjist strax á áherslu á vegna þess hve mikill ófrið- ur var í kringum þetta mál að staðið verði í alla staði við það skipulag sem var samþykkt og skilmála þess. Þar var tekið fram að það ætti að reyna að hraða framkvæmdum sem allra mest,” sagði Birgir. ValgeirH. Arsælsson sendiherra látinn VALGEIR Haukdal Ársælsson sendiherra er látinn, 62 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 12. júlí árið 1929. Valgeir var sonur hjónanna Ár- sæls Guðmundssonar og Katrínar Greipsdóttur. Hann lauk stúdents- prófí frá Verslunarskóla íslands 1950 og kandídatsprófi í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands 1956. Valgeir var fulltrúi á skrifstofu verðlagsstjóra í Reykjavík á árun- um 1956-66 en í febrúar 1966 var hann skipaður fulltrúi í viðskiptada- ráðuneytinu og deildarstjóri þar árið 1970. Valgeir gegndi starfi varafulltrúa Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans í Washington frá 1977 til 1980. Frá 1980 gegndi hann stöðu sendifulltrúa í utanríkis- ráðuneytinu ogfrá 1981 stöðu vara- fastafulltrúa Islands hjá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna og alþjóða- stofnunum í Genf. Síðan varð hann fulltrúi Íslands hjá EFTA í Genf en frá 1985 varð hann fastafulltrúi hjá NATO og EB í Bruxelles. Árið 1987 var Valgeir skipaður sendi- herra og árið 1988 var hann valinn til að veitta forstöðu nýstofnaðri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins í Reykjaavík. Valgeir gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörfum á sviði íþrótta. Hann sat í stjórn íþróttafélags stúd- enta frá 1952 til 1955 og í stjórn Knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík frá 1957 til 1961. Frá 1958 til 1972 var hann stjórnar- maður í Handknattleikssambandi íslands, þar af var hann formaður á árunum 1970 til 1972. Eftirlifandi eiginkona Valgeirs er Adeline Dagmar Andersen. Þau eignuðust þrjú börn, Katrínu, Braga og Ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.