Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 Hvar er Jón? Ég heiti: Joanne Bryson. Ég er að leita að: Jóni. Heimilisfang: Veit ekki. Við hittumst á Santa Ponsa, Mallorca í ágúst ’91. Heimilisfangið er: 259 KILLIN STREET, SANDYHILLS, GLASGOW, G32 9TG, SCOTLAND. Húsmæður, SHumaklúbbnr, f}TÍrtækjahópar, skólar, vaktarínnufólk Lausir timarfrá kl 8-15.30 í hinu glœsi- lega íþróttahúsi íþróltafélags fatlaöra í Hátúni 14. Upplýsingar í síma 688226. íþróttafélagfatlaðra. TIL SÖLU sem nýr Ford Econoline 4x4 f eigu Hjálparsveitar skáta f Hafnarfirði Til sölu Ford Econoline Club Wagon 4x4, árgerð 1989. Ekinn 21.000 km. 7.3 lítra díselvél, 4 gíra sjálfskipting, upphækkaður á 36“ dekkjum, sæti fyrir 11 farþega, vönduð innrétting. Upplýsingar gefa eftir kl. 19: Bjarni Arnarson í síma 651956, Guðjón Sigurðsson í síma 651502. Evrópuherinn og NATO Tillaga þeirra Francois Mitterrands, Frakklandsforseta, og Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, þess efnis að kom- ið verði á fót sérstökum evrópskum her hefur fallið í fremur grýttan jarðveg á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tillagan, sem kynnt var í síðustu viku, gerir ráð fyrir að komið verði á fót stórfylki, sem telji um 70.000 til 100.000 menn í fyllingu tímans, og að það verði grundvallað á herdeild þeirri sem Þjóð- verjar og Frakkar halda nú úti í samein- ingu. Þá kveður tillaga þessi einnig á um að Evrópuherinn verði undir stjórn Vestur-Evrópusambandsins, varnar- bandalags níu aðildarríkja Evrópubanda- lagsins, sem margir telja að verði fram- tíðarvettvangur aukins samráðs og sam- starfs Evrópuríkjanna innan NATO. Breska dagblaðið The Independent telur að hugmyndir Frakklandsforseta og Kohls kanslara feli í sér ákveðnar þving- anir sem ekki séu við hæfi á sviði örygg- is- og varnarmála. Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung segir hins vegar í forystugrein að líta beri á þetta frumkvæði Frakka og Þjóðverja sem þaulhugsaða málamiðlun í deilu þeirri sem fram hefur farið milli einstakra aðildarríkja Evrópubandalagsins um samrunaferilinn suður í álfu. Þrýst á Breta í forystugrein Tlie In- dependentþann 17.þessa mánaðar segir að tillögur þeirra Mitterrands og Kohls hafi ekki verið jafn áhrifamikíar og menn áttu von á. Hins vegar feli þær í sér þvinganir sem ekki sé uimt að fella sig við. Síðan segir í greininni: „ Líklegt má telja að John Major [for- sætisráðherra Bretlands] verði einn á báti á fjöl- mörgum sviðum á leið- togafundi Evrópubanda- lagsins í Maastricht í des- ember þar sem ganga á frá nýjum sáttmála um efnahagslega og póli- tíska eimngu aðildar- landanha. Hann og utan- ríkisráðhen-ann, Dou- glas Hurd, munu sæta þrýstingi um að fallast á tilslakanir sem reyna munu á þolrif fjölmargra þingmaima íhaldsflokks- ins.” Síðan segir: „Tillaga Frakka og Þjóðveija um stofnun um Evrópuhers- ins er lítt dulin tih-aun af hálfu Frakka til að taka við forystuhlutverki á sviði þar sem Bretar liafa verið leiðandi og til að lialda aftur af áform- um Atlantshafsbanda- lagsins um aukið pólitískt vægi þess í Evrópu. í maímánuði ákváðu NATO-ríkin að konia á fót hraðliðssveitum, sem liafa munu höfuðstöðvar í Belgíu og hita nuuiu stjórn bresks herfor- ingja. Framtíðarsýnin var sú að þetta yrði í raun evrópskt herlið og að Bandaríkjamemi gætu sjálfir ákvarðað framlag sitt. Vegna þess að Frakkar taka ekki þátt í hemaðarsamstarfi NATO-ríkjanna var þeim haldið utan við herlið þetta.” Skapar óvissu Blaðið víkur síðan að því að tillaga Frakka og Þjóðveija geri ráð fyrir að Evrópuherinn heyri undir Vestur-Evrópu- sambandið. Bretar séu einnig hlynntir því að hlutverk þessa vamar- bandalags verði aukið. Bretar séu hins vegar andvígir því að Vestur- Evrópusambandið verði samstarfsvettvangur Evrópuríkjanna á hem- aðarsviðinu. „Bretar tejja að þetta myndi veikja Atlantshafsbanda- lagið og skapa óvissu á mjög viðkvæmu sviði”. Málamiðlun og umræðu- grundvöllur Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung segir í forystu- grein 17. þessa mánaðar: „Þýsk-franska fmm- kvæðið, sem á að koma umræðunni um pólitísk- an sammna Evrópu í deigluna, er listileg diplómatísk málamiðlun, sem reynir annars vegar að ýta mörgum ágrein- ingsmálum til liliðar og hins vegar að taka tillit til ólíkra hagsmuna. Þarna er í fyrsta lagi verið að staðfesta sam- stöðu Parísar og Bomi í pólitiskum úrslitaatrið- um; í öðm lagi á, tveimur mánuðuni fyrir ríkis- stjómarfundinn í Ma- astricht, að hressa upp á umræðuna um sameigin- lega utanríkis- og vam- arstefnu EB, sem hefur verið í sjálfheldu; í þriðja lagi er fmmkvæðinu ætl- að, frá sjónarhóli Þjóð- veija, að vera tæki sem hægt er að nota, mánuði fyrir leiðtogafund NATO í Róm, til að draga úr andstöðu Frakka við breytingar á hlutverki bandalagsins.” Blaðið segir einnig að þarna virðist líka vera komin sú málamiðlun sem Frakkar þurfi til að komast út úr þeirri bliud- götu sem utanríkisstefna þeirra hafi verið kominn í. Loks segir Frmikfurt- er Aligemeine Zeitung: „Þýsk-franska fmm- kvæðið er ekki tilbúin áætlun heldur mjög ná- kvæmlega útfærður um- ræðugrundvöllur. Sam- starfsaðilamir innan NATO eiga eftir að tak- ast á um einhver atriði — það er eðlilegt. Hins veg- ar er nú komin forsenda fyrir því að binda endi á timabil óvissu, misskiln- ings og ásakana og byija loksins að taka ákvarðan- ir.” / Avöxtun án fyrirhafnar Persónuleg rádgjöfíKringlunni í dag á milli kl. 10 og 16. Viljir þú láta íjármuni þína ávaxta sig á sem bestan hátt án nokkurrar fyrirhafnar — þá ættirðu að kynna þér íj ármálareikninginn. Fjármálareikningur felur í sér umsjón fjármála þinna. Hann hentar einstaklingum, styrktarfélögum, sjóðum og ýmsum félagasamtökum sem vilja losna við eftirlit með fjármunum sínum og njóta jafnframt sérfræðiþekkingar okkar. Sigrún Bjarnadóttir viðskiptafræðingur verður í Kringlunni í dag og veitir upplýsingar um þessa þjónustu. Verið velkomin! <Ú> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.