Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 11 ROKOKOI AUGA OG EYRA _________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Borgarlcikhúsið, LJÓN f SÍÐ- BUXUM. Höfundur: Björn Th. Björnsson. Leiksljóri: Asdís Skúladóttir. Leikmynd og bún- ingar: Hlín Gunnarsdóttir. Tónlist: Þorkell Sigurbjörns- son. Lýsing: Lárus Björnsson Tíminn er 18. öld og staðurinn Kaupmannahöfn. Anna Soffía Margrét Tómasína von Numsen fær fanga úr Stokkhúsinu til að hafa sem þræl í garðinum hjá sér. Þrællinn er íslenskur, Guð- mundur Pantaleonsson, ungur maður sem hefur verið dæmdur fyrir það að fara upp í hjá eldri konu — sem er sögð hafa átt barn með föður hans, áður en Guðmundur fæddist. Guðmundur vissi ekkert um málið, enginn trúði honum og hann var dæmdur fyrir blóðskömm. Margrét Tómasína er blóðheit kona um fimmtugt, en herforing- inn, eiginmaður hennar, hefur ekki verið til stórræða, utan styrj- alda. Það er ljóst. Hún heillast gersamlega af ungum kroppi Guð- mundar og þegar herforinginn deyr byrjar hún að garfa í því að fá náðun fyrir hann. Hún tekur Guðmund inn í hús sitt, alla leið inn í svefnherbergi, móður sinni til ama, almannarómi til skemmt- unar, kónginum til vandræða — því það er hann sem á að náða Guðmund. En Margrét Tómasína, sem hefur átt allt; auð, völd og virð- ingu, er ekki bara að svala líkam- legum þörfum sínum. Undir öllu hennar pijáli er kona sem hefur aldrei átt neitt. Það er að segja, hún hefur aldrei átt ástina. Og nú skelfur hjarta hennar til þessa unga manns. Hún gerir að sárum hans, fæðir hann og klæðir, eign- ar sér hann. Guðmundur er að vísu fangi hennar, verður að vera hjá henni og hlýða henni, en vistin hjá Margréti Tómasínu er líklega un- aðslegri en þennan unga mann gat grunað í sínum villtustu órum, þegar hann var dæmdur. Enda er hann dágóðan tíma að ná áttum í atburðarásinni. Hann lærir að virða og meta ást hennar og í lokin er ljóst að hún er gagn- kvæm. Ljón í síðbuxum er einföld og falleg ástarsaga ‘um fólk sem sam- félagið getur ekki leyft að unn- ast. Það samþykkir ekki ást, bara hræsni. Siðalögmálin leyfa ekki stéttamun og aldursmun, nema bak við læstar dyr. Danski aðall- inn, þetta gerspillta hyski, er sjálfu sér svo firrt að það sér ekkert annað en ógeðfellt kyn- svall í sambandi Margrétar Tóm- asínu og Guðmundar. Það er það eina sem það þekkir. Astin er ekki í orðaforða þeirra. En þrátt fyrir harmsögu Mar- grétar Tómasínu og Guðmundar er Ljón í síðbuxum langt frá því að vera grátstykki, því textinn er fyndinn, kóngurinn og aðallinn hlægilegir og á meðan von Margr- étar Tómasínu lifir eru hvatir hennar og þrá til Guðmundar skopleg. Þetta er sérkennilega samsett verk; fyndin harmsaga með per- sónum sem eru fastar í einni hlið- inni af sjálfum sér, umhverfis tvær manneskjur sem lenda í þeim hremmingum að að verða ást- fangnar. Það sem er líka sérkenni- legt við Ljón í síðbuxum er að það er ekki fullt af myrkri, armæðu og drullu, eins og íslenskum verk- um um miðaldir hættir til að vera, heldur er það bjart, skrautlegt og fyndið. Og fyndnin liggur í valdi höfundarins á tungumálinu. Það er hreinn unaður að hlusta á text- ann. Hann er eins og vel skrifuð tónlist, fuliur af krúsindúllum og flúri, heil rokokóveröld út af fyrir sig, en rennur svo ljúft að tilgerð persónanna verður eðlileg. Leik- mynd og búningar mæta textan- um á þessum nótum. Búningarnir eru eins mikil gersemi fyrir augað og textinn er fyrir eyrað, kjólarn- ir svo fallegir að maður gæti næstum hugsað sér að vera firrt kerling á annarri öld. Leikmyndin er einföld, en kallar á langar og hægar skiptingar; hún rís og hníg- ur, en á þann hátt að áhorfandinn fylgist með skiptingum af for- vitni. Þá tónlistin líka stóran þátt. Hún.er létt og falleg, en með sama þunga undirtóninum alla sýning- una. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Margréti Tómasínu, konuna sem í upphafí leiksins er svo lík- amlega vannærð að hún er orðin að girndarhliðinni á sjálfri sér. Þegar hún finnur manninn sem hentar henni lægir öldurnar, hömlurnar hrynja og hún verður geislandi kynþokkafull kona. Margrét Helga leikur þessa ákveðnu konu mjög vel. Hún er sterk í kómikinni og hispursleys- inu lengi vel og í alvörunni í lok- in. Þó verð ég að segja að ég saknaði erótíkur í sambandi Mar- grétar Tómasínu og Guðmundar. Þetta magnaða líkamlega aðdrátt- arafl var of fyndið og er það óþarfa brotalöm í annars ágætu verki. Að vísu er það ekkert eins- dæmi í íslensku leikhúsi að gera kynlíf hlægilegt, ef það er með á annað borð. Það er sá þáttur sem hin unga íslenska leikhúshefð á eftir að yfírstíga. Helgi Björnsson leikur Guð- mund Pantaleónsson, sjálft ljónið í síðbuxunum, mállausan mann í framandi landi. Hann kemur sam- anhnipraður og lúsugur úr Stokk- húsinu, með ljónsmakkann klepr- aðan og vanhirtan. Smám saman réttir hann þó úr sér og verður stóri og föngulegi maðurinn sem Margrét Tómasína sá undir drull- unni. Guðmundur verður meira eins kjölturakki hennar, en kyn- þokkafullur karlmaður og Helgi leikur hann á þann hátt. Hann treður sér ekki fram sem kyntröll og það setur áhorfandann í sömu stellingarnar og almannaróminn. Maður spyr: Hvað sér hún við hann? Það er að segja, þar til í lokin, þegar Guðmundur er náðað- ur til að skilja við Margréti Tóm- asínu. Hún hefur gefið honum reisn og sjálfsvirðingu, skilað hon- um manndóminum sem hafði ver- ið dæmdur af honum og það er karlmaður af holdi og blóði sem fer á vit örlaga sinna. Það var fanginn sem var kjölturakki. Þetta þögla hlutverk er að sumu leyti vel unnið hjá Helga. Líkamleg tjáning er ágæt, þrátt fyrir þá annmarka sem að framan greinir, en mikið skortir á svipbrigði. Helgi er svo svipbrigðalaus að mann grunar ekki að Guðmundur hugsi sitt i þögninni. Hann virkar því fremur á mann sem hálfgerð- ur kjáni, en maður sem hefur mátt þola harkaleg örlög. Lafrantzen, lafkæ, þjón Margr- étar Tómasínu, leikur Árni Pétur Guðjónsson. Lafrantzen er heimskt og „yfirdressað” dusil- menni og Árni Pétur hefur næma tilfinningu fyrir tilgerð persón- unnar í málfari og látbragði og var mjög skemmtilegur í hlutverk- inu. Stofustúlkuna Sine leikur Þórey Sigþórsdóttir og er hlut- verkið frumraun hennar á leik- sviði, eftir að hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands síðastliðið vor. Sine er stofustúlkan sem maður sér í öllum gamanleikjum og býður ekki upp á neina nýja útfærslu. Þórey lék hana ágæt- lega. Guðmundur Ólafsson lék Vilhelm, fyrrum elskhuga Margr- étar Tómasínu og skrifara hjá herforingjanum, eiginmanni hennar. Leikur hans var örlítið yfirdrifinn á köflum, of mikill æsingur í textameðferð og radd- beiting helst til há. Þetta var þeim mun meira áberandi að öðrum persónum virtist ósköp eðlilegt að vera þær sem þær voru. Konunginn, Friðrik fimmta, lék Sigurður Karlsson. Frábærlega, í einu orði sagt. Siðleysi konungs- ins og ofbeldisnautn eru svo yfir- gengileg, að hann fær ekki dulist. Hvatir hans eru úthverfar í hveij- um drætti andlitsins og hreyfing- um. Þrátt fyrir fyndinn texta og hégóma konungsins er ljóst að hann er skepna. Annar senuþjófur í sýningunni er Guðrún Ásmundsdóttir í hlut- verki Soffie, illkvittinnar kjaft- atífu meðal hástéttarpakksins. Guðrún fer á kostum í þessu ör- Iitla hlutverki og nýtir sér bráð- skemmtilegan textann til hins ít- rasta. Vinkonur hennar, eða þannig, þær Regine og Matthilde, leika Ragnheiður Tryggvadóttir og Saga Jónsdóttir. Regine vill alveg örugglega vera vinkona frú Soffie eiturtungu og skrifar undir allt sem hún segir, Matthilde er aftur á móti í andstöðg og vill ekkert af illkvittni hennar vita. Leikur þeirra beggja var mjög góður og senan með þeim þremur var eitthvert skemmtilegasta atr- iðið í sýningunni. Steindór Hjör- leifsson var einnig mjög góður í hlutverki skrifarans, skapaði per- sónu sem hafði það hlutverk að þóknast þeim sem meira mega sín. Fyrirlitning hans var augljós og þarmeð skortur hans á sjálfs- virðingu fyrir að láta hafa sig út í þetta, sem ævistarf. Jakob Þór Einarsson leikur Guðmund ísfold, hinn íslendinginn í sýningunni, námsmann sem ber hag landa sinna fyrir brjósti. Þetta er fremur flatt hlutverk, Guðmundur þessi Einarsson, virðist eini eðlilegi og raunverulegi maðurinn í sýning- •unni, en Jakob Þór gæðir hann ágætu lifí. Önnur hlutverk eru mjög smá; þjónar, hermenn og fangar og voru öll smekklega unnin. Leik- stjórnin er með ágætum. Ásdís hefur gott næmi fyrir samræmi og framvindu, nýtir skiptingar yfírleitt vel og klippir ekki á áhorf- andann. Það hefði verið auðvelt að missa þennan gamanleik út í farsa, en hjá því tekst henni að sneiða og þótt sumar persónurnar séu farsakenndar er þeim haldið við gamanleikinn. Útkoman er skemmtileg sýning. •C/t/Sjífíj, NY PLATA Nú er Rúnar Þór kominn meö nýja plötu yfir hæöina og er ferskari en nokkru sinni. Hann hefur fyrir löngu skipaö sér í hóp fremstu lagahöfunda okkar og meö þessari plötu bætir hann mörgum frábærum lögum í safniö. Enn eitt skrefiö upp á við hjá Rúnari Þór. Þessa plötu veröur þú aö eignast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.