Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 Myndljóð Myndlist Bragi Ásgeirsson Fyrir rúmum tveim árum hélt Einar Hákonarson sýningu á smel- tiverkum í Austursal Kjarvalsstaða sem drjúga athygli vakti, vegna þess að formin í verkum hans voru nú orðin mun mýkri og fyllri en áður. Mestan hluta þess tíma sem lið- in er síðan, hefur hann dvalið í Svíþjóð og starfað þar af miklum krafti. Fyrir utan að sinna mál- verkinu kenndi hann hluta úr viku, en mætingaskylda kennara í lista- skólum þar og víðast á Norðurlönd- um er önnur en hér heima tii að gera listamönnunum möguiegt að sinna list sinni jafnframt kennsl- unni. A þessum t.veim árum hélt Einar einnig flórar einkasýningar víðs- vegar um Svíaríki og má af því ráða dug hans og afköst. í sumar flutti Einar heim og ekki virðist maðurinn hafa setið auðum höndum síðan, því að hann hefur fyllt vestursal Kjarvalsstaða í þeim mæli af málverkum, að mörgum er um og ó. Á sýningu Einars, sem stendur til sunnudagskvölds 27. október, eru hvorki meira né minna en 96 myndir, þar af margar í yfirstærð- um og ein risastór, enda er allt tiltækilegt rými salarins notað og flekar ekki sparaðir. Það er algeng árátta hjá at- kvæðamiklum málurum sem hyggjast sýna í stóru rými, að ótt- ast að þeir séu með of fáar mynd- ir, en svo þegar á staðinn kemur eru þær kannski orðnar alltof margar, og freistast þeir þá til að leitast við að koma sem mestu á veggina. Auðvitað er það misskiln- ingur, en hér eru einstakir íslenzk- ir málarar ekki einir um hituna, því þetta hef ég séð koma fyrir á sýningum heimskunnra málara ytra, þótt það afsaki okkur engan veginn. Hitt er svo annað mál að stund- um verður sérviska í framkvæmd sýninga til þess að alltof fáar myndir eru í miklu rými sem skap- ar tómleikakennd og einkum er það hvimleitt þegar vitað er að úr nógu var að moða, en ágæt verk og merkileg skilin eftir í geymsl- um. Einar hefur útskýrt myndir sín- ar ágætlega í Menningarblaðinu, svo að við það er naumast miklu að bæta. Hann nefnir þessi mál- verk „myndljóð um ísland” og skír- skotar þá til sterkra tilfinninga sinna til landsins úr nálægð sem fjarlægð. Það er mikill vinnukraftur og málaragleði sem streymir til áhorfandans af veggjunum, og er eins og að listamaðurinn vilji með upphengingunni í og með ögra og storka ýmsum áhrifamönnum í ís- lenzkri myndlist. Málverkið á helst ekki upp á pallborðið hjá sumum þeirra og alls ekki éf fram koma öflugar skynrænar kenndir. Lengi hefur Einar Hákonarson málverkið átt að vera htjúfur, til- fmningasnauður sprengikraftur, eða hugmyndafræðileg skírskotun og storka fagurfræðilegum lög- málum. En nú virðist annað uppi á ten- ingnum, því að á þessum miskunn- arlausu og kaldhömruðu tímum hafa menn uppgötvað þörfma fyrir mannlega hlýju og ljóðræna mýkt. Á þetta bæði við í arkitektúr og myndlist og nú hverfa ýmsir til fortíðarinnar og munúðarfullrar myndlistar sem byggingarlistar og umforma á nútímann. Margur er og á því að hinn svokallaði postmódeimsmi sé búinn að vera ogjafnframt hin ögrandi form Ijót- leikans og hrárra lita, og kannski verða ýmsir málarar dauðfegnir að geta nú hætt að mála innyfli utanborðs og andlit er virka eins og ásjónur mjög vanskapaðs og vangefins fólks, til að þóknast hin- um alþjóðlega listamarkaði og drýldnum listpáfum. Að hafa tilfínningu fyrir náttúr- unni og mannlífinu í kringum sig hefur jafnan þótt ávinningur í list- um og þannig hafa á stundum dunið yfir hörmungar sem hafa eðlilega endurspeglast í myndverk- um listamanna, en nú virðist þörf á að skírskota til glaðhlakkalegra lífsmagnanna á tímum hörmung- legrar eyðingar náttúruríkisins sem ógnar öllu vistkerfinu. En menn skulu varast að rugla saman þroskuðum, meitluðum kenndum og tilfinningasemi og hnoði há- værrar glimmer- og glingurlistar, sem er einnig inni í myndinni um þessar mundir. Með því að rækta og þroska dýpri kenndir sínar fyrir litum, hrynjandi og lífrænum formum má segja að Einar Hákonarson sé í takt við nýjustu viðhorf í mál- verki og byggingarlist, en hann og aðrir málarar verða að sætta sig við það að málverkið á erfitt uppdráttar í augnablikinu því að hugmyndafræðilega listin hefur um þessar mundir vinninginn í mörgum listasölum heimsborg- anna. Þó getur enginn fortekið fyrir það að þrátt fyrir harðan og lúmskan áróður kunni einmitt merkilegustu hlutirnir í sjónlistum vera að gerast á vettvangi mál- verksins. Á sýningu Einars gripu mig mest myndir mikils hrynjandi og litaflæðis eins og í myndunum „Upphaf’ (1), Kvöld í Onsala (2) og Viskubók (20) ásamt myndum einfaldra glaðværra forma svo sem „Við norðurströndina” (22) og „Verur” (41), sem er dæmi um mynd sem nýtur sín vel í ofhlað- inni upphengingunni. Mýkt ásamt einfaldleika er einnig sterk hlið á listamanninum, sem kemur fagur- lega fram í myndunum „Síðsumar” (55) „Streymi” (81) og „Fyrir- sæta” (97). Hins vegar kunni ég miklu síður að meta þær myndir er hörð flatarmálsform skera mjúka hrynjandi. Andlit daganna í Austursal Kjarvalsstaða hefur Harpa Björnsdóttir komið fyrir miklum fjölda málverka og tré- skúlptúra. Harpa virðist hafa verið í mikl- um ham undanfarið og afköst hennar eru með ólíkindum þótt vinnubrögð hennar beri það með sér að hún vinni hratt og liggi sjaldnast yfir sama myndverki nema í takmarkaðan tíma. Þessi vinnubrögð eru í ætt við nýbylgjuna og post-módernis- mann, en Harpa er einmitt af- kvæmi þessa tímabils í ljósi þess að hún tók út þroska sinn er það stóð sem hæst. Lengi hefyr Harpa verið kunn fyrir ástþrungnar myndir og þá oftar en ekki teikningar eða graf- ík, en nú hefur hún sem sagt söðl- að um yfir í málverkið og trésk- úlptúrinn. Harpa dvaldist í listamiðstöðinni Svíavirki í Finnlandi í sumar ,og hefur vafalítið sótt ýmis áhrif til Finna eins og fleiri íslendingar sem hafa dvalist þar. Einkum mun það eiga við tréskúlptúrinn, en Finnar eiga einmitt ágæta listamertn á sviði hans, enda stutt að sækja efnið! Satt að segja átti listrýnirinn alls ekki von á því að breytingarn- ar hjá Hörpu væru jafn gagngerar og raun bar vitni, en hún virðist einmitt hafa gengið í gegnum hratt þroskaferli undanfarið. Að vísu má sjá sitthvað sem minnir á fyrri myndstíl í sumum þessara verka, en þessi sýning hennar hefur kom- ið mörgum málurum og listunn- endum á óvart. Það er vafalítið rétt sem Harpa segir í viðtali, að málverkið sé í eðli sínu myndræn túlkun á tilfinn- ingum. Það á í það minnsta við um þessar myndir hennar. Formin í myndunum eru gamalkunn og listakonan lætur móðan mása í myndrænni umræðu við fortíðina, en um leið kemur eðli hennar sem málara ríkulega fram í myndverk- unum. Það skyggir þó á þessa sýningu að hún líður fyrir fjölda mynda og ofhleðslu og sennilega hefði hún t.d. mátt grisja helming skúlptúr- anna, því að þeir grípa inn í mynd- rænu umræðuna á veggjunum, en á öðru tungumáli, eða kannski réttara mállýsku. Öll myndverkin virðast vera gerð á einu ári og þau eru æði misjöfn, en þó er mjög áberandi að þær myndir, sem Harpa vinnur af mestri alúð eru um leið hrifmest- ar og á það bæði við um málverk og skúlptúra. Það bendir til þess að öguð vinnubrögð eigi betur við hana en hröð og umbúðalaus, en það getur tekið mörg ár að þróa slík vinnubrögð til mikils árangurs. Enn er sterkasta hlið Hörpu Björnsdóttur vafalítið óheft sköp- unargleði og nautn af að vinna í myndlist og svo hvernig hún grípur hugmyndirnar nær umhugsun- arlaust úr umhverfi sínu. Vinnubrögðin eru fjölþætt, en blönduð tækni kemur oftast við sögu hvar sem hana ber niður. Af myndum sem ég staldraði aðatlega við á nokkrum skoðunar- ferðum mínum vil ég nefna „Andb- lær daganna” (9 og 10), „Andlit daganna” (30), „Lífið nærist í straumnum” (39), „Dýr” (50), „Kyrralíf’ (51), „Við erum hér enn” (61) og „Sofandi andlit í rauðu” (69). I öllum þessum mynd- um kemur fram rik tíifinning fyrir samruna forma og lita og að auki ekta málaragleði. Járnskúlptúrar Víða um Kjarvalsstaði hefur Hallsteinn Sigurðsson komið fyrir járnskúlptúrum, sem setja sterkan svip á umhverfið. Þetta eru hvítmálaðir skúlptúr- ar, svartmálaðir og svo ómálaðir, sem ryðliturinn einn prýðirogþessi verk sín nefnir hann Hringun, Viðj- ar, Keilur, Stigun, Fönsun, Hvel, Far og Grind. Auk þessara verka er einn skírnafontur, en samtals eru verkin 24 og þar af mörg nokk- uð mikil um sig, þótt engin séu í yfirstærðum. Hallsteinn er vel þekkt stærð í íslenskri rýmislist og hefur sýnt nokkuð reglulega um tuttugu ára skeið, tekið þátt í samsýningum heima sem erlendis, ásamt því að hann hefur útfært mikinn fjölda verkefna fyrir opinbera aðila og ýmis félagssambönd. Nöfnin á myndunum gefa nokkra hugmynd um vinnubrögð Hallsteins, en hann kemur nú fram sem miklu mýkri í formum en áður. Verkum hans hætti oftar en ekki til að vera nokkuð þung og stíf hér áður fyrr, línur beinar og form jafnvel klunnaleg, en nú hefur orð- ið breyting á, bogalínur og ávöl form eru ríkjandi þættir í verkun- um. Við það er öllu léttara yfir þeim og yfirbragð þeirra lífrænna. En eins og á hinum sýningunum tveim að Kjarvalsstöðum er full- þröngt um verkin og þau hefðu ótvírætt notið sín betur í hnitmið- aðri uppsetningu, þar sem áhersla hefði verið lögð á eiginleika hvers verks fyrir sig. En í stað þess eru þau með, örfáum undantekningum í lítið skipulegri þyrpingu og skoð- andinn er þar af leiðandi mun leng- Hallsteinn Sigurðsson ur að átta sig á einstaka verkum og taka afstöðu til þeirra. Hrif- mest og lífrænust þóttu mér verk- in „Hringun I” (1), „Fönsun XI” (15) og „Fönsun XIII” (16). Einnig var ég mjög sáttur við verkin „Far I” (20) og „Far II” (21). I öllum þessum verkum kemur fram ný og fersk afstaða Hall- steins Sigurðssonar til rýmislist- arinnar. Hvítmáluðu verkin, sem öll eru látin standa utan dyra, eru líka nýr þáttur í listsköpun Hallsteins, sem ég kann ágætlega við; en það er erfiðleikum bundið að taka eitt fram yfir annað vegna fjölda þeirra, og svo eru stallarnir full grófir fyrir jafn fíngerð verk. Hin lífrænu form og skjannahvítu litir lífga mjög upp á þunglamalegan hamarinn, sem segja má að bygg- ingin sé. Það er einmitt 'það sem kemur mest á óvart hve fíngerð og ein- föld þessi verk eru í heildarút- færslu ásamt léttleikanum sem er yfir þeim og það er reyndar ekki fyrr en í undirstöðunum að menn þekkja handbragð listamannsins, en þær eru eins og upphaf að trésk- úlptúr, sem er eitt af því sem maður hefur ennþá ekki séð frá hendi hans. Gróft handverk getur þó einnig haft sinn þokka ekki síð- ur en fínt. Á öðrum stað þar sem verkin nytu sín betur og í markvissari uppsetningu hefði þessi sýning vafalítið undirstrikað enn áþreif- anlegar, að hún markar nýja land- vinninga á ferli listamannsins Hall- steins Sigurðssonar. f * » l \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.