Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 Einkavæðing framkvæmda og þiónustu hins opinbera Síðari grein eftir Pál Kr. Pálsson í þessari grein verður fjallað um einkavæðingu í rekstri skóla og menntastofnana, innan heilbrigðis- kerfisins, á sviði félagslegrar þjón- ustu og í rekstri opinberra stofnana. Rekstur skóla og menntastofnana Skóla- og fræðslumál eru annar veigamikill vettvangur þar sem kanna þarf leiðir til aukinnar fram- leiðni með einkavæðingu. Markmiðið hér á að vera að bæta gæði menntun- ar, gera hana markvissari og skil- virkari og lækka tilkostnað. Markmið menntakerfisins er ann- ars vegar að uppfylla fjölbreytilegar óskir einstaklinganna um fræðslu og hins vegar að búa einstaklingana undir þátttöku í atvinnulífinu. Hlutverk stjórnvalda á að vera að skilgreina heildarmarkmiðin og skapa þau skilyrði að menntastofn- anir eigi sem auðveldast með að ná þeim markmiðum sem sett hafa ver- ið. Þetta verður best gert með því að gefa stjórnendum og starfsfólki menntastofnana svigrúm tii að nýta sínar eigin hugmyndir og starfs- krafta til að ná þeim árangri sem að er stefnt, með öðrum orðum að draga úr miðstýringu menntakerfis- ins. Með þessu er átt við minni af- skipti hins opinbera af starfsemi ein- stakra skóla varðandi rekstur, stjórn- un og aðferðir við sjálfa kennsluna. Hlutverk yfirstjórnar menntamála yrði fyrst og fremst, auk markmiða- setningar, að leggja mat á árangur starfs í hverjum skóla, einkum gæði námsins. Þá er mikilvægt að skapa sam- keppni á þessum markaði eins og öðrum, ef árangur á að nást. Nem- endur þurfa þannig að geta valið sér skóla og skólamir þurfa að hafa svigrúm til að sérhæfa sig eftir þörf- um nemenda á hveijum stað og tíma. Skólarnir þurfa því ijárhagslegt sjálfstæði og ábyrgð á eigin rekstri. Fjölmargar leiðir koma til greina við einkavæðingu menntakerfisins. Þar má hugsa sér möguleika á borð BOÐSKORT Á RÁÐSTEFNU Samvinna íslands og Frakklands í sjávarútvegi Dagana 28. og 29. október 1991 verður haldin ráðstefna á Hótel Sögu um samvinnu Frakklands og íslands á sviði skipa- smíða, tæknibúnaðar í sjávarútvegi og fiskveiða. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði viðskiptaskrifstofu franska sendiráðsins á íslandi, í samvinnu við Fransk-íslenska verslun- arráðið, Útflutningsráð íslands og franska viðskiptaráðið. Ráð- stefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Yfirlit yfir dagskrá ráðstefnunnar Mánudagur 28. október 1991: 10.30 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra setur ráðstefnuna. 10.45 Robert Hyzy viðskiptafulltrúi Franska sendiráðsins á islandi. 10.50 Kynning á frönsku sendinefndinni. 12.00 Hádegisverður. 13.00 Skipasmíðar og tæknibúnaður - Flokkun skipa - Skipaverkfræði - Tækniútbúnaður - Tækniaðstoð - Smíði tvíbolunga fyrir fisk- veiðar. Fyrirlesarar eru: - Ólafur Briem, skipaverkfræðingur frá Skipatækni hf. - Gilbert David frá Leroux & Lotz. - Gérard Queval frá Brissoneau & Lotz Marine. - Pascal Piriou frá Chantiers Mavals Piriou. - T. Einarsrud frá Bureau Veritas. - Martine Lenient frá Ben Marine. - G. David frá Breuil. - Fabrice Epaud frá OCEA. - Bernard Blamengin frá Blamengin. - Geir G. Jónsson frá Trefilunion. 16.00 Kaffihlé. 16.15 EUREKA HALIOS verkefnið - fiskiskip framtíðarinnar. Fyrirlesarar eru: - Þorvaldur Pétursson, verkefnisstjóri EUREKA HALIOS hjá FÍÍ. - Dr. Geir Gunnlaugsson frá Marel hf. - Ramiro Gonzales Mendoza frá Ifremer. - Vincent Derlon og Yves Charbonnier frá ECA. 17.00 Sjálfvirk siglinga- og staðsetningarkerfi fyrir skip. Fyrirlesarar eru: - Þorgeir Pálsson frá Háskóla íslands. - Philippe Lascombes frá Sodena. 18.00 Móttaka í boði Útflutningsráðs íslands. Þriðjudagur 29. október: 9.00 Hámarksnýting á skrúfuafli báta. Fyrirlesarar eru: - Emil Ragnarsson frá Fiskifélagi Islands. - Thierry-Richard Savatier frá Renou Dardel. - Denis Pare frá SACM Diesel Marine. 10.45 Kaffihlé. 11.00 Fjármögnun og samvinna. Hópfundur. Þar munu Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, Páll Gíslason, framkvæmdastjóri lcecon hf. og full- trúi fransks banka, Michel Mourolin frá Société Générale flytur stutt inngangserindi og síðan er umræðan frjáls. 11.45 Fyrirlestur um möguleika í sjávarútvegi í Indlandshafi. Fyrirlesarar: Jean-Louis Labarriere frá UNIDO, þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna og Bernard Heymann-Launey forstjóri Consultrans og ráðgjafi Alþjóðabankans. 13.00 Hádegisverður. 14.00 Einkaviðtalstímar við alla fyrirlesarana. við einkaskóla, þar sem nemendur greiða ákveðið gjald fyrir þátttöku. Einnig má hugsa sérað ríkið greiði skólum ákveðið gjald fyrir hvern nemanda. Þannig yrði ríkið kaupandi þjónustu af skólum sem ættu í inn- byrðis samkeppni um að bjóða upp á nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur markaðarins. Með þessu má ætla að gæði námsins yrðu betri auk þess sem hver skóli myndi leita allra leiða til að nýta sem best alla rekstrarþætti og ná þannig lækkun á tilkostnaði. Til að ná árangri við breytingar sem þessar þyrfti að efla verulega vægi rannsókna og þróunarstarfs í skólastarfi. Mætti hugsa sér að slíkt starf yrði jafnvel að hluta til falið aðilum utan menntakerfisins. Að mati undirritaðs er mikilvægt að gera nokkurn greinarmun á há- skólanámi og öðru námi. Háskóli íslands á þegar í umtalsverðri sam- Páll Kr. Pálsson Einkavaeðing framkvæmda og þjónustu hins opinbera \ Kostnadur Framkvæmd Greiddur af opinberum adilum Grelddur af einkaaðllum Á vegum opinberra adila Leiðir til einkavæðingar Þjónustugjöld K Á vegum einkaadila Útboð Sérleyfi ^ Sala ríkisfyrirtækja Mynd 1. keppni við erlenda háskóla, þótt segja megi að hann njóti vissrar verndar í gegnum lánareglur Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Sú spuming vaknar hvort skynsamlegt sé að Háskóli íslands njóti slíkrar verndar annars vegar og hins vegar hvort skynsamlegt sé að byggja upp marg- ar menntastofnanir á háskólastigi í okkar litla landi._ Með því að hlúa betur að Háskóla íslands mætti bæta gæði háskólamenntunar á íslandi og tengja hana beturþörfum þjóðfélags- ins. Þannig gæti háskólinn bætt sam- keppnisstöðu sína og einbeitt sér jafnframt í ríkara mæli að vísinda- legu starfi sem með einum eða öðrum hætti skiptir okkur íslendinga veru- legu máli. Heilbrigðiskerfið og félagsleg þjónusta Markmiðið með einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu ætti að vera það sama og á öðrum sviðum, þ.e. að bæta nýtingu þeirra þátta sem þarf til að veita þjónustuna og ná þannig fram lækkun á heildartilkostnaði án þess að rýra gæði þjónustunnar. Ólíklegt er hins vegar að til lengri tíma litið verði unnt að ná miklum sparnaði í ríkisútgjöldum með niður- skurði á sviði heilbrigðismála. Enn skortir það mikið á í aðhlynn- ingu og aðbúnaði á sviði heilbrigðis- mála, einkum yfir aldraða, langlegu- sjúklinga, og fatlaða, að þrátt fyrir umtalsverðan árangur með aukinni framleiðni munu kröfur og vænting- ar þjóðfélagsþegnanna gera það að verkum að heildarútgjöld til heil- brigðismála munu vart lækka veru- lega í krónum á næstu árum. Með því að auka framleiðni núverandi reksturs fengist hins vegar svigrúm til að fjármagna í ríkara mæli ýmsa þætti sem vanræktir eru í dag. Hvað varðar fjármögnun heil- brigðisþjónustunnar koma hins vegar ýmsar aðrar aðferðir til greina en nú er beitt. Víða erlendis færist t.d. í vöxt að fólk greiði gjald til sjúkra- trygginga í samræmi við tekjur sín- ar. Allir hafa hins vegar sama rétt til þjónustunnar, óháð tekjum. Slíkt iðgjald, sem yfirleitt er tekjutengt, má innheimta samhliða sköttum. Vel mætti hugsa sér að hér á landi tækju tryggingafélögin að sér að halda utan um rekstur sjúkratrygginga. Þá er í slíkum kerfum yfirleitt inn- heimt ákveðin greiðsla fyrir þá þjón- ustu sem innt er af hendi þannig að þeir tekjulægri greiða lægra gjald en hinir tekjuhærri. Kerfi sem þetta þarfnast eðlilega ítarlegrar skoðunar og rannsókna, einkum varðandi fyr- irkomulag rekstrar og skilgreiningu á réttindum tryggingartaka. Með uppbyggingu sjúkratrygging- akerfis á borð við það sem hér hefur verið nefnt opnast auknir möguleikar á samkeppni milli heilbrigðisstofn- ana. Tryggingartakinn öðlast ákveð- inn rétt til að velja sér stofnun þegar til meðhöndlunar kemur. Með því að skapa samkeppni um þjónustuna er næsta víst að rekstur sjúkrastofnana tæki umtalsverðum breytingum. Rekstrarleg ábyrgð færðist í auknum mæli yfir til starfsmanna og ríkið yrði ekki lengur verktaki og greið- andi heldur einungis greiðandi í sam- vinnu við sjálfstæðar sjúkratrygging- ar. Samhliða þessum breytingum væri eðlilegt að auka einkavæðingu varð- andi rekstrarform sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana. Þannig gætu opnast leiðir til að bæta starfs- skilyrðin og fela starfsmönnum aukna ábyrgð á starfsumhverfi sínu og þeim verkefnum sem unnið er að. Líklegt er að við þetta myndi fram- leiðni aukast, starfsandi batna og möguleikar til að bæta kjör starfs- fólks í heilbrigðisgeiranum aukast. Aukin miðstýring í heilbrigðiskerf- inu á undanförnum árum hefur dreg- ið úr skilningi einstaklinganna á eig- in ábyrgð hvað varðar heilbrigði sitt. Heilbrigðisyfirvöld ættu að leggja mun meiri áherslu á að auka áhuga einstaklinganna á eigin heilsu og skapa þeim svigrúm til að bæta heilsu sína. Þetta má einkum gera með upplýsingamiðlun og uppbygg- ingu aðstöðu. Meginhlutverk heilbrigðisráðu- neytisins í breyttu heilbrigðiskerfi væri að ákveða heildarútgjöld ríkis- ins til heilbrigðismála og til hvaða þjónustu útgjöldin skyldu renna ásamt því að ákveða hlutfallsgreiðslu sjúklinga í þeirri þjónustu sem hið opinbera tæki að sér að fjármagna. Þessi verkefni yrðu unnin í nánu samstarfi við sjálfstæðar sjúkra- tryggingar í samræmi við það sem bent hefur verið á hér að framan. Þá væri það hlutverk heilbrigðisráðu- neytisins að vinna að lagafrumvörp- um og reglugerðum sem lúta að skip- ulagi þeirrar þjónustu sem hið opin- bera tæki þátt í að greiða og síðast en ekki síst að hafa eftirlit með gæðum þeirrar þjónustu sem veitt yrði á sjúkrastofnunum. Rekstur annarra opinberra stofnana Á undanfömum árum hefur af og til orðið mikil umræða um leiðir til að bæta nýtingu þess fjármagns sem rennur til opinberra stofnana af ijár- lögum. Þegar talað er um opinberar stofnanir í þessu sambandi er m.a. átt við rannsóknastofnanir, menn- ingarstofnanir; svo sem Þjóðleikhús- ið, synfóníuhljómsveitina, Ríkisút- varpið og Sjónvarpið, ýmsar þjón- ustustofnanir; svo sem Vinnueftirlit- ið, Hollustuvernd, Brunamálastofn- un, Veðurstofu og stofnanir á borð við Póst og síma, Rafmagnsveitur ríkisins og Vegagerðina. í flestum OECD-ríkjum hefur stór- um hluta þessara stofnana þegar verið breytt úr hreinum ríkisstofnun- um í sjálfseignarstofnanir eða hluta- félög. Þessi breyting er viðleitni til að auka einkavæðingu og bæta fram- leiðni í starfseminni. í dag má segja að rekstrarleg ábyrgð stjórnenda opinberra stofn- ana hér á landi sé mjög takmörkuð. Þeir stýra sjaldnast mannaforráðum, hafa lítið sem ekkert með ákvörðun um laun starfsmanna að gera, eru sjaldnast ábyrgir fyrir greiðslustöðu viðkomandi stofnunar og fá oftast aukafjárveitingu ef reksturinn skilar tapi. Vissulega er töluverður munur á því ríkisframlagi sem þessar stofn- anir fá. Nemur það allt frá 0% upp í 100% af veltu. Einn stærsti vandi opinberra stofnana sem lifað hafa á tryggu framlagi á fjárlögum við að- lögun að breytingum á borð við þær sem hér hafa verið nefndar er sú nýsköpun sem stöðugt þarf að eiga sér stað í rekstrinum til að þjónustan sé samkeppnisfær. Sem fyrsta skref- ið í þeirri viðleitni að bæta nýtingu aðfanga og auka framleiðni í rekstri opinberra stofnana er að gera þær að sjálfseignarstofnunum. Með þessu er átt við að ríkið sé áfram eignarað- ilinn en reksturinn verði á ábyrgð stjórnenda og stjórnar viðkomandi stofnunar. Vegna smæðar hins íslenska markaðar er líklegt að áfram muni margar þessara stofnana búa við ákveðna einokunaraðstöðu. Þess sjást hins vegar ýmis merki að í kjöl- far vaxandi þátttöku íslands í alþjóð- legu samstarfi aukist samkeppnin á þessum markaði verulega. Því má gera ráð fýrir að í framtíðinni verði unnt að breyta allmörgum þessara stofnana í hlutafélög. Sé litið á reynslu nágrannaþjóða okkar af breytingum í átt til einka- væðingar opinberra stofnana má full- yrða að hún er almennt góð. Vissu- lega hafa sumar stofnanir átt í veru- legum fjárhagserfiðleikum og ekki tekist að auka sértekjur sínar eins og áætlað var. Þetta hefur oft leitt til þess að þær eru lagðar niður eða sameinaðar öðrum, því oft kemur í ljós að markaðsþörfin fyrir viðkom- andi þjónustu er mun minni en um- fang starfseminnar fyrir breytingu virtist benda til. Þá hafa þessar breytingar leitt til aukinna markaðs- tengsla stofnana og þar með aukinn- ar framleiðni þeirra og betri nýtingar á tækjakosti og þekkingu starfsfólks. Lokaorð Á næstu 10 árum þurfum við ís- lendingar að byggja hér upp samfé- lag sem tryggir að lífskjör og lífs- gæði verði áfram með því besta sem þekkist. Annars er hætta á að hæf- ustu einstaklingarnir flytjist í burtu. Ofþensla ríkisbáknsins er einmitt einn af þeim þáttum sem fælir burtu einstaklinga með athafnaþrá og vilja til framkvæmda. Þetta er ekki síður veigamikil ástæða fyrir því að láta nú hendur standa fram úr ermum og fylgja þeirri þróun sem á sér stað annars staðar, þ.e. að leita leiða til að auka framleiðni á öllum sviðum opinberra framkvæmda og þjónustu með einkavæðingu. Höfundur er verkfræðingur og forstjóri Iðntæknistofnunnr. [ 1 B I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.