Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 Listasafn Islands: Björn Th. Björnsson heldur fyr- irlestur um Mugg BJÖRN Th. Björnsson listfræð- ingur heldur fyrirlestur um Guð- mund Thorsteinsson, Mugg, í Listasafni Islands, mánudaginn 28. október nk. Fyrirlesturinn er haldinn i tengslum við sýningu á verkum listamannsins og nefnist: „I fótspor Muggs”. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningar Muggs sem lýkur sunnudaginn 3. nóvember. Sýningin hefur fengið feiknagóðar viðtökur og hafa þegar 19.836 manns séð hana. í fyrirlestrasal safnsins er jafnframt sýnd listskyggnuröð um myndlist Muggs sem gefur gott yfirlit yfir listferil hans. Á hverjum sunnudegi hefur verið leiðsögn um sýninguna í fylgd sérfræðinga og verður svo áfram. Leiðsögnin hefst kl. 15.00. Bók Listasafnsins um Mugg, sem gefin var út í tilefni sýningarinnar er nánast að verða uppseld og vill safnið benda þeim sem áhuga hafa á að hafa hraðann á ef þeir hafa áhuga á að eignast hana. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffístofa safnsins er opin á sama tíma. ---------*-*-*--------- ■ INTERCOIFFURE á íslandi heldur sýningu í Borgarleikhúsinu mánudaginn 28. október kl. 20.00. Þar mun hópurinn taka fyrir hár- greiðslu og lífsstíl ’92. Intercoiffure er hópur 13 hárgreiðslumeistara sem eru í alþjóðlegum sámtökum og er aðalskrifstofan í París. Hópur- inn er nýkominn heim frá París þar sem lagðar voru nýjustu línur í hártísku fyrir árið 1992. Miðar á sýninguna fást á stofum Intercoiff- ure meðlima. (Fréttatilkynning) ^ Morgunblaðið/KGA A myndinni eru talið f.v. í efri röð: Eyjólfur Kjalar Emilsson þýðandi, Kristján Árnason þýðandi, Sigurður Líndal forseti Bókmenntafélagsins, Magnús S. Magnússon sonur Magnúsar G. Jónssonar heitins, Atli Magnússon þýðandi og Gunnar Ingimundarson rekstrarstjóri. Neðri röð f.v: Þorsteinn Hilmarsson ritstjóri, Jóna Kristín Magnúsdóttir ekkja Magnúsar G. Jónssonar og Þorsteinn Gylfa- son ritstjóri. Fjögnr Lærdómsrit komin út: Um 8 ár tók að þýða Ríkið eftir Platon FJÖGUR Lærdómsrit koma út á vegum Hins íslenska bókmennta- félags í þessum mánuði, Orðræða um aðferð eftir René Descartes í íslenskri þýðingu eftir Magnús G. Jónsson, Vandræðaskáld eftir Samuel Johnson í þýðingu Atla Magnússonar og tvö af ritum Platóns, Gorgías og Ríkið, í þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar. Gorgías kemur nú út í endur- bættri útgáfu en hin ritin þijú eru ný á íslensku. Lærdómsritin eru nú orðin 29 talsins. Ritstjórar þeirra eru Þorsteinn Gylfason og Þorsteinn Hilmarsson. Ríkið, sem telja má höfuðrit Platóns, er lang viðamesta ritið sem komið hefur út í flokki Lær- dómsrita. Það er gefið út í tveim- ur bindum, alls tæpar 800 síður. Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi Ríkið á íslensku og samdi að auki inngang og skýringar. Bundið mál þýddi Kristján Ámason. Að sögn Eyjólfs Kjalars tók um átta ár að þýða verkið. Samræðan Gorgías kom upp- haflega út sem Lærdómsrit árið 1977 en hefur í nýju útgáfunni verið lagfærð lítillega. Helsta ný- mæli er að nú eru nákvæmari spássíumerkingar sem gera les- endum auðveldara að fletta upp á stöðum eftir tilvísun. Orðræða um aðferð eftir René Descartes fjallar um þekkingarleit og þroskaferli höfundarins þar sem hann setur fram heildarsýn á hvernig reisa skuli öll vísindi á undirstöðum öruggrar þekkingar en Descartes var áhrifamikill franskur heimspekingur. Þýðandi bókarinnar, Magnús G. Jónsson, er nú látinn og er útgáfan helguð minningu hans. Þorsteinn Gylfa- son ritar inngang að bókinni, þar sem fjallað er um aðferð Descart- es í ljósi vísindabyltingarinnar og ítarlegar skýringar um hana. Vandræðaskáld eftir Samuel Johnson er ævisaga manns að nafni Richard Savage sem var skáld í London samtíða Johnson á átjándu öld. Savage var óskil- getinn sonur heldrafólks og lifði mestalla ævina í sárri biturð yfir því að hann nyti ekki þeirrar virð- ingar sem auðsældar sem hann áleit sig borinn til. Atli Magnússon þýddi bókina og ritaði inngang um Samuel Johnson og einnig um menningarlíf í Englandi á 18. öld. Tónleikar til styrktar byggingu tónlistarhúss: TÓNLEIKAR til styrktar byggingu tónlistarhúss verða haldnir í Há- skólabíói nk. sunnudag og hefjast þeir kl. 14:30. Á tónleikunum niun Sinfóníuhljómsveit íslands leika undir stjórn Petri Sakari frá Finn- landi. Einleikari verður 17 ára kínversk-kanadísk stúlka, Connie Shih. Að sögn Rutar Magnússon, sem starfað hefur að söfnuninni, munu hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar, aðalstjórnandinn Petri Sakari og ein- leikarinn Connie Shih gefa vinnu sína á tónleikunum. í dag verður skv. hefð undanfarin Þau systkini Gunnar J. Friðriksson og Jóhanna Friðriksdóttir, ásamt kaþólska biskupnum Alferd Jolson og Torfa Ólafssyni. - Jóhannes Páll páfi heiðrar íslendinga: Systkini hlutu viðurkenningar JÓHANNES Páll páfi II hefur heiðrað tvo íslendinga, systkinin Gunnar J. Friðriksson fyrrum formann VSÍ og Jóhönnu Friðriksdótt- ur. Gunnar var tilnefndur riddari heilags Gregoriusar og er hann annar Islendingurinn sem þann heiður hlýtur. Jóhönnu var veittur krossinn „Pro Ecclesia et Pontifice,, og er hún fyrst fslendinga til að hljóta þá viðurkenningu. Fyrir fáeinum mánuðum var Torfi Ölafs- son tilnefndur riddari heilags Silvesters. Það var kaþólski biskupinn Alfred Jolson sem afhenti viður- kenningar þessar við hátíðlega at- höfn á föstudag. Við þetta tæki- færi sagði biskupinn m.a.: „í dag er mér mikil ánægja að kunngera að Hans Heilagleiki hefureinu sinni enn heiðrað ísland og Reykjavíkur- biskupdæmi. Hann tilefndi Gunnar Friðriksson riddara heilags Gregor- iusar sem er páfalegt heiðursmerki veitt fyrir framúrskarandi þjónustu í þágu kirkjunnar.” í máli biskupsins kom fram að Gunnar er annar íslendingurinn í sögunni sem þennan heiður hlýtur. Sá fyrsti var afi hans Gunnar Ein- arsson sem hlaut þennan heiður árið 1925. Um viðurkenninguna sem Jóhanna hlaut sagði biskupinn: „Jóhanna Friðriksdóttir hefur lifað í sömu þrautseigju í trúnni sem er svo sérstök í ijölskyldu hennar og sinnt köllun sinni sem kaþólsk eig- inkona og móðir. Meðvitund og skilningur hennar varðandi ástand og neyð annara var ætíð augljós í söfnuðinum og líka í þágu annara gegnum „Vini Móður Teresu””. ár haldinn tónlistardagur um land allt og er það Tónlistarbandalag ís- lands sem hefur veg og vanda að undirbúningi hans. Tónleikarnir á morgun verða haldnir í tengslum við tónlistardaginn. Á efnisskrá tónleikanna eru þtjú verk, öll eftir tónskáld sem eiga merkisafmæli eða ártíð á þessu ári. Fluttir verða Þrír slavneskir dansar eftir Dvorák, Píanókonsert eftir Moz- art og ballettsvítan Rómeó og Júlía eftir Prokofieff. Connie Shih, stúlkan sem leika mun einleik á tónleikunum hefur, að sögn Rutar, vakið mikla athygli fyrir píanóleik sinn þótt ung sé. „Connie hefur spilað á píanó frá unga aldri og hélt sína fyrstu opin- beru tónleika þegar hún var sex ára gömul. Hún kom fyrst fram sem ein- leikari með hljómsveit ellefu ára. Síðan hefur hún leikið á tónleikum víða einkum í Bandaríkjunum en þetta verður í fyrsta skipti sem hún leikur á tónleikum í Evrópulandi,” sagði Rut, í samtali við Morgunblað- ið. „Við heyrðum af Connie í gegnum heimsfrægan, ungverskan píanóleik- ara, sem verið hefur kennari hennar undanfarin ár, György Sebök. í Sautján ára pían- isti leikur einleik íslenskur tónlist- ardagur: ( Útihátíð á Lækjar- torgiídag I DAG, laugardaginn 26. októ- ber, er haldinn hátíðlegur „Is- lenskur tónlistardagur”. Af því tilefni eru hátíðahöld í miðbæ Reykjavíkur og þau hefjast með skrúðgöngu frá Hlemmi kl. 15.00. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn með Lúðrasveit verk- alýðsins í fararbroddi, ijölmargir kórar taka þátt í göngunni og sam- söngur allra göngumanna verður í fyrirrúmi. Þegar komið er á Lækjartorg hefst skemmtunin, þar sem m.a. eftirtaldir koma fram: Spaugstofan, ( hljómsveitin Ný Dönsk, Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson og heimsókn frá íslensku óperunni. Kynnir verður Magnús Kjartansson. Ennfremur er opið hús í mörgum tónlistarskólum fyrr um daginn þar ( sem starfsemi þeirra verður kynnt. -----*-*-*--- Almennt safn- aðarkvöld í Laugar- neskirkju ALMENNT safnaðarkvöld verð- ur í safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 28. okt. kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður Grétar * Sigurbergsson geðlæknir en hann mun ræða um breytingaskeið kvenna og karla. Eftir fyrirlesturinn 1 verður gefinn kostur á fyrirspurn- um. Þá mun Lárus Sigurðsson leika einleik á gítar. Boðið verður upp á ' kaffiveitingar, en samverunni lýkur með helgistund í kirkjunni. Connie Shih mun leika einleik á tónleikunum á morgun. gegnum hann frétti hún af áformum okkar um að reisa hér tónlistarhús og óskaði eftir því að leggja okkur lið,” sagði Rut. Samtök um byggingu tónlistar- húss voru stofnuð í október 1983 og gengu þegar um 2000 manns í þau. „Frá þeim tíma hefur mikil vinna verið lögð í söfnunina, ótalmargir hafa lagt, okkur lið og okkur hafa borist margar góðar gjafir og styrk- ir,” sagði Rut. „Á síðasta ári vorum við með símhringingarátak sem gekk mjög vel og þá fjölgaði styrktarfélög- um okkar um rúm 3.500. Á tónleik- ununi á morgun gefum við styrktar- félögum okkar kost á að kaupa miða á hálfvirði en tónleikamir eru ekki síst hugsaðir til þess að sameina þennan hóp,” sagði Rut. „Tónlistarhúsið er nú til á pappír en e n er hins vegar langj, í land,” sagð Rut að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.