Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR' 26. OKTÓBER 1991 * Fundur Króata á Islandi: Skorað á íslendinga að við- urkenna sjálfstæði Króatíu „Markmið Serba er útrýming Króata,” segir Frans Friðriksson ÍSLAND ætti að viðurkenna sjálf- stæði Króatíu sem fyrst. Það gæti orðið tii þess að fleiri ríki fylgdu í kjölfarið og þá fyrst gætu Króat- ar keypt vopn til að verjast árás- um Serba. Þetta kom fram á fundi sem Króatar á Islandi héldu á Hótel Borg síðdegis í gær. Á fundinum voru um tuttugu Króatar búsettir á íslandi auk ann- arra gesta. Ávörp fluttu Anna Benkovic heimspekinemi, Arnór Hannibalsson prófessor og Slavko Bambir handknattleiksþjálfari. Bambir hefur nú fengið umboð stjórnvalda í Króatíu ti! að fara með málefni ríkisins hérlendis. Auk þess sátu fyrir svörum Mikael Gabríels- son, Frans Friðriksson og María Logmar. Fundarstjóri var Sæmund- ur Norðfjörð. Fundurinn hófst með því að Karl Guðmundsson leikari flutti ljóðið Rústir eftir Snorra Hjartarson. Síðan rakti Anna Benkovic atburði í Júgó- slavíu síðastliðið ár. Það kom fram í máli Mikaels, Frans og Maríu að það væri yfirskin hjá yfirvöldum í Serbíu að þau væru með árásum sínum á Króatíu að vernda Serba í Króatíu en þeir eru um 12% íbúa landsins. Árásir hefðu verið gerðar á alla Króatíu en ekki einungis austasta hluta landsins þar sem Serbarnir búa. Króatar ættu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá fundi Króata á íslandi í gær. Frá vinstri: Anna Benkovic, Sæmundur Norðfjörð, Mikael Gabríels- son, María Logmar og Arnór Hannibalsson. erfitt með að vetja hendur sínar því þeir gætu hvergi keypt vopn. Viður- kenning á sjálfstæði Króatíu myndi þýða að landið ætti greiðari aðgang að vopnum. Minnt var á að Litháén hefði þegar viðurkennt sjálfstæði Króatíu og hefði það veitt Króötum aukinn styrk. Slavko Bambir sagðist flytja þau boð frá stjórnvöldum í Zagreb að Króatar um allan heim ættu að bind- ast samtökum til að styðja baráttu landa sinna heima fyrir gegn serb- neskri yfirráðastefnu. Hann sagðist líta svo á að í deilunni milli Króata og Serba endurspegluðust átök milli lýðræðis og kommúnisma. Króatar vildu lýðræði en Serbar væru að veija kommúnismann. Hann minnti á að Króatar hefðu á sínum tíma boðið Serba velkomna til Króatíu. Króatar hefðu ætíð verið dugmeiri en Serbar og verðmæti sem sköpuð voru í Króatíu hefðu runnið til upp- byggingar sambandshersins sem nú væri serbneskur að mestu leyti. Þannig launuðu Serbar greiðann. Mambir gerði muninn á þjóðunum að umtalsefni. Serbar tilheyra rétt- trúnaðarkirkjunni en Króatar eru rómversk-kaþólskir. Þjóðirnar tala svo að segja sama tungumálið en Serbar nota kíríllískt letur og Króat- ar latneskt. Serbar hefðu í 350 ár heyrt undir Tyrki og það hefði mark- að sin spor. I erindi sem dreift var á fundinum eftir Frans Friðriksson segir m.a. eftirfarandi: „Það sem nú er að ge- Gripdeildir og óeirðir í Zaire: Fast lagt að forsetanum að frið- mælast við stjóraarandstöðuna Útlendingar fluttir í skyndingu úr landi Kinshasa. Reuter. ■ AÞENA - Hæstiréttur Grikk- lands úrskurðaði í gær að framselja mætti Palestínumanninn Abdullra- him Khaled, sem er sakaður um að hafa skipulagt ránið á skemmti- ferðaskipinu Achille Lauro árið 1985. Khaled hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á Ítalíu og gríska stjómin hefur sagt að hann verði framseldur þangað ef hæstirétturinn telji það samræmast grískum lögum. ■ ANKARA - Tyrkneskar her- sveitir og sprengjuþotur réðust í gær á tyrkneska Kúrda í norðurhluta Iraks eftir að þeir höfðu gert árásir á suðurhluta Tyrklands, sem kost- uðu 24 hermenn og óbreyttan borg- ara lífið. Árásum hersins var beint gegn Kúrdíska verkamannaflokkn- um, sem hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki tyrkneskra Kúrda frá 1984. ■ NEW YORK - Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði frá því í gær að Bandaríkjastjórn væri að gerast því fráhverf að kaupa 75 Stealth-sprengjuþotur. Þar réði mestu fjáriagahallinn og lýðræðis- þróunin í Sovétríkjunum. B SEOUL - Forsætisráðherrar Norður- og Suður-Kóreu komust á fimmtudag að samkomulagi um að hefja viðræður um griðasáttmála ríkjanna. Fréttaskýrendur töldu þó ekki að þíðu væri að vænta í sam- skiptum ríkjanna í bráð og sögðu að þau þyrftu bæði að fallast á til- slakanir tii að ganga frá slíkum sátt- mála. ■ HANOI - Stjórnvöld í Víet- nam fögnuðu á fimmtudag yfirlýs- ingu Bandaríkjastjórnar um að hún væri reiðubúin að taka upp eðli- leg samskipti við landið, 16 árum eftir að Víetnamstríðinu lauk. Þau hvöttu hins vegar Bandaríkjamenn til setja engin skilyrði fyrir slíku, svo sem þau að Kínveijar skuldb- yndu sig til að láta þróunina í Kambódíu afskiptalausa eða skýra frá örlögum bandarískra hermanna, sem saknað er frjá því í Víetnamstríð- inu. ■ ULANBATOR - Fundist hef- ur tveggja hektara fjöldagröf í Mongólíu og er áætlað að í henni séu lík um 3.000 Búddha-munka, sem myrtir voru í ofsóknum stalín- ista fyrir um hálfri öld. Talið er að 17.000 munkar hafi verið myrtir á þriðja og fjórða áratugnum í Mon- gólíu, sem varð árið 1921 annað rík- ið til að taka upp kommúnisma. ■ PEKING - Frans Andries- sen, varaforseti framkvæmdastjórn- ar Evrópubandalagsins (EB), sagði í Peking á fímmtudag að til greina kæmi að auka samstarfið við Kín- veija, einkum á sviði viðskipta, þar sem staðan í mannréttindamálum í Kína færi batnandi. Evrópubanda- lagið á nú í fyrstu viðræðum sínum við kínverska ráðamenn frá fjölda- morðum kínverska hersins á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. RÁN OG gripdeildir héldu áfram í Afríkuríkinu Zaire í gær og vestrænir sendiherrar knúðu á Mobutu Sese Seko, for- seta landsins, um að friðmælast við stjórnarandstöðuna. Belg- ísk og frönsk sljómvöld fyrir- skipuðu öllum Belgum og Frökkum að fara tafarlaust úr landinu vegna hættu á að átök brytust út. Stjórnarerindrekar sögðu að hermenn og óbreyttir borgarar hefðu farið ránshendi um íbúða- hverfí í Lubumbashi, næst stærstu borg Zaire. 17 manns hafa beðið bana í borginni frá því gripdeildir hófust þar á mánudag. Belgískir fallhlífahermenn fluttu burt flesta af útlendingunum, sem voru enn í borginni í gær, en þeir munu hafa verið um 1.400. Um 4.500 Belgar voru enn í Zaire, sem var belgísk nýlenda. Um 10.000 Belgar bjuggu í land- inu áður en stjórnleysi skapaðist þar fyrir mánuði. Aðeins um 600 voru í gær eftir af 4.000 Frökkum, sem verið hafa í landinu. Allt var með kyrrum kjörum í Kinshasa í gær eftir að óeirðir höfðu brotist út í höfuðborginni í fyrradag í kjölfar þeirrar ákvörð- unar Mobutu Sese Seko forseta að hafna leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, Etienne Tshisekedi, í emb- ætti forsætisráðherra. I stað þess skipaði hann Mungul Diaka í emb- ættið en hann nýtur ekki lýðhylli. Sendiherrar aðildarríkja Evr- ópubandalagsins fóru með þyrlum á fund við forsetann um borð í snekkju hans á fljóti við Kinshasa til að reyna að telja hann á að koma á róttækum stjórnmálaum- bótum í landinu til að afstýra al- gjörum glundroða og hungur- sneyð. Bandaríkjastjóm hefur einnig beitt sér fyrir því að forset- inn gangi að kröfum stjórnarand- stöðunnar um að hún fái að mynda stjórn sem nyti almenns stuðnings í landinu. Grænland: Flugvöll- umfækkað Kaupmannahöfn. Frá frétlarilara Morgunblaðsins, N.J. Bruun. LEGGJA ber niður flugvellina í Syðra-Straumfirði og Narss- arssuak. Er þetta niðurstaðan í samgöngumálanefnd græn- lenska landsþingsins en hún vill, að í staðinn verði komið upp alþjóðaflugvelli í Nuuk og flugbrautin lengd í 1.800 metra. Það er þannig með Syðri- Straumfjörð og Narssarssuak, að þeir, sem þar koma, eiga þangað ekkert erindi. Þar eru bara flugvellir og farþegana verður að flytja áfram til Nuuk eða annarra staða. Segir sam- göngumálanefndin, að með því að hætta rekstri þessara valla fáist fé til að gera flugvöllinn í Nuuk þannig úr garði, að hann geti nýst sem áningarstaður fyr- ir flugvélar á leið milli Evrópu og Ameríku. Þá vill nefndin, að allir vöruflutningar til Græn- lands á sjó fari um höfnina í Nuuk og hún vill afnema einka- leyfi Grænlandsverslunarinnar til flutninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.