Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 21 rast í Króatíu er hryllilegt. Fólk hér fær ekki réttar upplýsingar um það, svo að það geti dæmt sjálft. Þær fréttir, sem berast, koma flestar frá útvarpinu í Belgrad, frá Serbum. Þær eru því einlitar og einhliða. Sannleikurinn er ekki sagður. Flestir gætu ímyndað sér, að þetta væri svipað og í styrjöldum yfirleitt, að hermenn beijist við hermenn. Þar er ekki minnst á það, að Serbarnir nota sveðjur sínar óspart til að stinga augun úr fólki, skera úr því tunguna eða höggva af því eyrun og brytja það í spað, síðan eru líkamsleifarnar látnar liggja eftir á víðavangi. Það er heldur ekki sagt frá því, að börn eru drepin unnvöi'pum og árásum ekki síst beint að sjúkrahúsum og bústöðum aldraðra. Bardagaaðferðir Serba eru bardagaaðferðir villidýra og augljóst, að markmiðið er eitt og aðeins eitt: Útrýming Króata.” Arnór Hannibalsson sagði að Kró- atía hefði aldrei tengst Serbíu alla sína sögu þar til ríkið Júgóslavía var stofnað árið 1918. Átökin nú væru tilraun herforingja- og valdaklíku í Serbíu til að verja áhrif sín. Nú yrði að stöðva serbnesku hernaðarvélina. Kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að íslensk stjómvöld ættu að hefja undirbúning þess að viðurkenna sjálfstæði Króatíu. Tryggja þyrfti að slíkt skref skilaði árangri. Vafa- samt væri að Evrópuríki ein og sér réðu yfir her sem megnaði að stöðva átökin. Því þyrfti atbeina Bandaríkj- amanna. íslendingar gætu orðið að liði með því að hreyfa þessu máli innan Atlantshafsbandalagsins. Loks voru sýnd brot úr fréttum króatíska sjónvarpsins á ensku. Kom fram að nokkrir Króatar á íslandi hafa komið saman til að fylgast með fréttunum sem sendar eru út í gegn- um gervihnött og nást því hérlendis. Athygli vakti fréttamynd frá hafnar- borg í Króatíu þar sem Serbar höfðu lagt eld að olíulindum. í fréttinni var þetta borið saman við það er Irakar kveiktu í olíulindum í Kúveit þegar árás bandamanna var yfirvofandi. Ný lög í Tékkóslóvakíu: Helsinki-samtökin gagnrýna Havel Prag. Reuter. Helsinki-samtökin í Tékkóslóvakíu hafa gagnrýnt Vaclav Havel, forseta landsins, fyrir að undirrita ný lög sem eiga að koma í veg fyrir að fyrrverandi embættismenn kommúnistaflokksins og félag- ar í aflögðum varðliðasveitum sem flokkurinn stjórnaði og öryggis- lögreglunni geti gegnt opinberum embættum. Lögin hafa valdið miklum deilum þar sem þau eru sögð stangast á við alþjóðlega mannréttindasáttmála. Alexander Dubcek þingforseti neitaði t.d. að undirrita lögin. „Þótt lögin séu óvenjuleg og ein- stök í sinni röð eru þau nauðsynleg vegna þess að margir sem tengd- ust fyrri alræðisstjórn ... hafa neitað að taka á sig hluta ábyrgð- arinnar .... og hverfa af fúsum og fijálsum vilja úr embætti,” seg- ir í bréfi sem Havel sendi Dubcek, að sögn CSTK-fréttastofunnar. Þótt Havel hafi ákveðið að stað- festa lögin hyggst hann biðja þing- ið að gera á þeim nokkrar breyting- ar svo að þau bijóti ekki gegn þjóð- ■ VÍN - Næstum þriðjungur Austurríkismanna er andvígur gyðingum og útlendingum. Kem- ur það fram í könnun, sem birt var í gær en þá var einnig efnt til göngu í Vín til að mótmæla kynþátta- hatri. í könnuninni kváðust 19% telja best, að engir gyðingar væru í Austurríki, 20% vildu banna gyð- ingum að gegna háum embættum' og 31% vildi ekki eiga gyðing að nágranna. Næstum þriðjungur taldi, að Helförina, morð nasista á sex milljónum gyðinga, hefðu gyð- ingar notfært sér í ágóðaskyni og rúmur helmingur vildi, að hætt yrði að minnast þessara atburða opin- berlega. 6% vildu ekki taka í hönd gyðingi. arétti. Jiri Dientsbier utanríkisráð- herra telur að lögin muni bijóta gegn ákvæðum Helsinkisáttmál- ans og Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). „Það væri slæmt ef þau brytu rétt á þótt ekki væri nema einum manni,” sagði í bréfi Havels til Dubceks. Varaforseti Dubceks varð að undirrita lögin svo að þau tækju gildi. Dubcek segir að lögin geti náð til einnar milljónar manna og liðsmenn lúðrasveitarinnar í Prag- kastala hafa m.a. kvartað yfir þeim. Þeir voru formlega undir stjórn innanríkisráðuneytisins er stjórnaði öryggislögreglunni höt- uðu en tónlistarmennirnir benda á að þeir hafi ekki unnið glæpaverk fyrir lögregluna. Helsinki-samtökin vörðu á sín- um tíma málstað Havels á meðan hann var andófsmaður undir stjórn kommúnista. Þau vara við því að lögin geti leitt til nornaveiða. Auk þess sé sönnunarbyrðin lögð á herðar einstaklinga sem sækjast eftir opinberu starfi. Slíkt stangast á við meginreglur laga um að ákæruvaldið beri sönnunarbyrði gagnvart einstaklingum sem grun- aðir eru um refsivert athæfi. „Heiftrækni sú sem birtist í lögun- um virðist sérlega kaldhæðnisleg í því siðferðilega ljósi sem stafað hefur frá þér, forseta Tékkóslóvak- íu,” segir í bréfi Jeri Laber, fram- kvæmdastjória samtakanna, til Havels. Danskt al- næmislyf Kaupmannahöfn. Frá fréttaritara Morg- unblaösins, N.J. Hruun. VÍSINDAMENN við sjúkrahús- ið í Hvidovre vonast til að geta liafið tilraunir með nýtt alnæm- islyf eftir hálft annað ár. A það að koma í veg fyrir, að alnæmis- veiran geti fjölgað sér og er einnig að því stefnt að búa til bóluefni gegn alnæini. Danska lyfið ræðst á sykrur, sem aðeins finnast í alnæmisveirunni og krabbameinsfrumum, en uppistað- an er annars eggjahvítuefni, sem er svo líkt eggjahvítuefni veirunn- ar, að líkaminn á bregðast við því og mynda mótefni. Ef veiran kemst inn í líkamann eiga mótefnin að hindra, að hún komi sér fyrir í frum- unum. Þá brotnar hún niður og eyðist að sögn dönsku vísindamann- anna. GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF UAMUO ISUKSMA SXAlA Kjrj Dósakúlur um allan bæ. P*SS, epOfíT Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisróbherra boðar til almennra borgarafunda um EES- samninginn sem hér segir: Akureyri, sunnudaginn 27. okt. kl. 14:00 i AlþýSuhúsinu. ísafjörður, mónudaginn 28. okt. kl. 20:30 í Stjórnsýsluhúsinu. Vestmannaeyjar, fimmtudaginn 31. okt. kl. 20:30 ó Höfbanum. Sigluf jörður, föstudaginn 1. nóv. kl. 21:00 ó Hótel Höfn. Húsavík, laugardaginn 2. nóv. kl. 11:00 í félagsheimilinu. Dalvík, laugardag, 2. nóv. kl. 16:00 í félagsheimilinu Vikurröst. AS loknu inngangserindi svarar róbherrann spurningum fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Olafsson. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ EVRÓPSKT EFNAHAGSSVÆÐI: VEGABRÉF INNI21. OLDINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.