Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 jnftttSmiUafetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. EES og atvinnulífið Iviðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag um samning- ana um evrópskt efnahags- svæði og áhrif aðildar að því á atvinnulífið, sagði Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda, að að- stöðugjald af heildartekjum fyrirtækja væri séríslenzkur skattur, sem atvinnulíf í öðr- um löndum þyrfti ekki að bera. Síðan sagði Ölafur Davíðsson: „Þó ekki sé kveðið á um það í samningunum að það eigi að samræma skatta, þá teljum við, að það hljóti að fylgja í kjölfarið, að aðstöðugjaldið verði lagt niður. Að gerðar verði breytingar á tekjuskatti fyrirtækja og skatthlutfallið lækkað. Við teljum, að skattur á fyrirtæki sé víðast að verða í kringum 30% og um það hefur reyndar verið samið við álfyrirtækin, sem.ætla að reisa hér álver. Jafnframt verði gerðar aðrar breytingar á tekjuskattlagningunni þannig, að þetta þýði ekkert endilega verulegt tekjutap fyrir ríkið.” í samtali við Morgunblaðið í fyrradag í tilefni af þessum orðum framkvæmdastjóra Fé- lags ísl. iðnrekenda, sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sam- bands ísl. sveitarfélaga: „Það er nýbúið að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga og ég legg áherzlu á nauðsyn þess, að slíkum reglum sé ekki umbylt á fárra ára fresti. At- vinnurekendur hafa haft á orði að fella eigi aðstöðugjald niður og tryggja sveitarfélög- um aðra tekjustofna í staðinn en engar hugmyndir hafa komið fram um, hvernig eigi að tryggja slíkt. Við viljum alls ekki, að tekjur verði í stað- inn sóttar í vasa einstaklinga í sveitarfélögunum.” Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson sagði enn- fremur: „Samband sveitarfé- laga hefur lagt áherzlu á að reynsla fáist á þessi nýju tekjustofnalög, áður en farið er að krukka í þau á nýjan leik.” í tilefni af þessum orðum formanns Sambands ísl. sveit- arfélaga sagði Ólafur Davíðs- son í Morgunblaðinu í gær: „Sveitarfélögin og hið opin- bera munu einfaldlega standa frammi fyrir þeirri spurningu, þ.e.a.s. ef þau ekki geta dreg- ið saman útgjöldin, hvort að leggja eigi skatta á almenn- ing. Þau verða að svara því en það er nær samdóma álit manna, að það sé algjörlega ófært að leggja þá skatta á fyrirtæki á Islandi, sem ekki þekkjast annars staðar og íþyngja þannig fyrirtækjum með skattlagningu meira hér en annars staðar.” Aðild að evrópska efna- hagssvæðinu færir okkur ís- lendingum ekki sjálfkrafa ábata en hún opnar ný tæki- færi fyrir okkur til þess að hazla okkur völl á margfalt stærri markaði en nokkru sinni fyrr, sem við höfum nán- ast óhindraðan aðgang að. Það byggist því algerlega á því, hvernig við nýtum þessi tæki- færi, hvað ávinningur okkar verður mikill. Augljóst er, að samkeppni mun aukast hér heima fyrir og íslenzk fyrirtæki þurfa að keppa við erlend fyrirtæki bæði á heimamarkaði og á hinum stóra markaði í Evrópu. Þau verða ósamkeppnisfær, ef þau búa ekki við sömu rekstrarskilyrði og fyrirtækin, sem þau keppa við. Það á m.a. við um skattlagningu. Hún þarf að vera sambærileg við það, sem tíðkast í öðrum ríkjum, sem aðild eiga að evr- ópska efnahagssvæðinu. Þess vegna dugar ekki fyrir stjórnmálamenn að hafa uppi fyrirslátt, þegar að því kemur að laga rekstrarskilyrði okkar fyrirtækja að aðstæðum á hin- um nýja markaði. Það verður að gerast fyrir lok næsta árs, þannig að fyrirtækin verði í stakk búin til að standa sig við hinar nýju aðstæður. For- ráðamenn sveitarfélaga á ís- landi þurfa eins og aðrir að átta sig á þessum breyttu að- stæðum. Ef með rökum er hægt að sýna fram á, að að- stöðugjald sé skattur, sem hvergi tíðkast annars staðar verður hann að hverfa. Sú krafa verður líka í vaxandi mæli gerð til sveitarfélaga, þ.á m. til Reykjavíkur, að þau skeri niður útgjöld og dragi úr umsvifum sínum ekkert síð- ur en ríkið. Umræður um sam- drátt í opinberum umsvifum hafa að langmestu leyti beinzt að ríkinu. Þær hljóta að bein- ast að sveitarfélögunum ekki síður á næstu mánuðum og misserum. Atvinnureksturinn á afdráttarlausa kröfu á hend- ur stjórnmálamönnum á Al- þingi og í sveitarstjórnum um jöfn starfsskilyrði. Stjórn- málamennirnir verða að upp- fylla þær kröfur. Þorsteinn Pálsson talar á kirkjuþingi: Kirkjan fær óskertar tekjur af sóknar- og kirkj ugarðsgj öldum 1993 „Þorsteinn sýnir mikinn skilning á hlutverki kirkjunnar” segir biskup íslands M orgu nbl aðið/KG A Þorsteinn Pálsson ávarpar kirkjuþing í gær. Á myndinni má einnig sjá biskup íslands herra Ólaf Skúlason og vígslubiskup séra Bolla Gústavsson. 23 Tónlistardagar Dómkirkjunnar: Kórverk Jóns Þórar- ínssonar frumflutt Mogunblaðið/Þorkell Jón Þórarinsson tónskáld og Marteinn H. Friðriksson stjórnandi Dóm- kórsins og organisti Dómkirkjunnar. ÞORSTEINN Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra ávarpaði kirkjuþing í gær. Sagði hann að í fjárlagagerð fyrir árið 1993 fengi kirkjan aftur óskertar tekjur af kirkjugarðsgjaldi. Sagðist hann enn vera þeirrar skoðunar að þjóðkirkjunni beri þeir fjármunir sem ríkið hafi tekið að sér að innheimta fyrir hana og að ríkissjóður hafi tek- ið fé kirkjunnar ófrjálsri hendi. Hann hafi, þrátt fyrir yfirlýsing- ar sínar á síðasta ári, staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurfelling skerðingar sókn- ar- og kirkjugarðsgjalda hefði kallað á hækkun sparnaðar- markmiðs dóms- og kirjumála- ráðuneytisins í 780 miHjónir króna, en því hafi verið falið að ná sparnaði upp á 700 milljónir króna. Auk þess sagðist hann vilja að kirkjan fengi aukið fjár- hagslegt sjálfstæði og nefndi m.a. í því sambandi jarðeignir þjóðkirkj unnar. Þo'rsteinn sagði að uppbygging og starf kirkjunnar kostaði vitan- lega peninga og hún gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar án tekjustofna. Það væri ánægjulegt að vita að með því að innheimta markaðar tekjur kirkjunnar með ríkissköttunum í staðgreiðslukerf- inu hafi fjárhagur hennar batnað mikið. Á næsta ári væri áætlað að sóknar- og kirkjugörðsgjöld næmu 1.210 milljónum króna sam- anborið við 1.218 milljónir króna fyrir skerðingu árið 1989, mælt á föstu verðlagi. Vísitala þessara gjalda hefði meira en tvöfaldast frá 1984 og hækkunin næmi 130% á sama tíma og vísitala almennra skatttekna hafí hækkað um 34%. Ætlunin hafi verið að bæta fy'ár- hagsstöðu kirkjunnar og það hafi tekist. Dóms- og kirkjumálaráðherra sagði að með fjárlögum fyrir árið 1990 hafi skerðing á tekjustofnun kirkjunnar fyrst verið ákveðin og sóknargjald skert um 5% og kirkju- garðsgjald um 15%. Þegar endur- taka átti skerðinguna hafí hann verið í hópi manna sem mest mót- mæltu því. Mótmælin hefðu borið þann árangur að á Alþingi hafi skerðing sóknargjalds verið af- numin en kirkjugarðsgjald skert um 20%. „Allt það sem sagt var stendur enn óhaggað. Óumdeilt er að þau mótmæli sem ég og aðrir höfðu frammi, og hér hafa verið rifjuð upp, höfðu áhrif í þágu kirkj- unnar. Frá skerðingu sóknargjalda var fallið og sá draugur endanlega kveðinn niður og verður því ekki vakinn upp aftur,” sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagðist ekki hafa ver- ið tilbúinn að klípa af sneið’t.a.m. löggæslunnar og björgunarsveitar Landhelgisgæslunnar til að bæta kirkjunni skaðann. „En við fjár- lagagerð næsta árs verður þessi tekjustofn óskertur eins og ég skýrði biskupi fyrir nokkru frá að í undirbúningi væri. Kirkjunnar menn vita að það er ekki alltaf hlaupið að því að kveða niður drauga, sem vaktir hafa verið upp, en það verður eigi að síður að því er þennan varðar gert við næstu fjárlagagerð, sem verður sú fyrsta sem þessi ríkisstjórn vinnur að með fullum undirbúningstíma,” sagði Þorsteinn. Jafnframt sagði Þorsteinn að ríkið og kirkjan þyrftu að greiða úr jarðeignarmálum kirkjunnar. Sagði hann að kirkjueignanefnd, sem skipuð var af kirkjumálaráð- herra árið 1982, hefði fyrir nokkru skilað fyrri hluta álits síns og þar komi fram hin mikilvæga lögfræði- lega niðurstaða að jarðeignir sem kirkjur hafí átt, og ekki hafí verið seldar frá þeim með lögmætri heimild, séu enn kirkjueignir. Sé honum tjáð að í seinni hluta álits- ins komi fram jarðir þessar séu um 400 talsins. Sagði Þorsteinn fyrsta skrefið til að koma þessum málum í lag, ætti að vera, að ríkið annars vegar og þjóðkirkjan hins vegar, skipi menn af sinni hálfu til að komast að samkomulagi um það hver framtíðarskipan kirkju- eigna skuli vera. Að lokum sagði dóms- og kirkju- málaráðherra að þrátt fyrir þreng- ingar við fjárlagagerð sé í frum- varpi til fjárlaga gert ráð fyrir 13 milljónum króna til sérstakra verk- efna í Skálholti. Sé það von hans að Skálholtsstaður skipi áfram þann verðuga sess sem hann ger- ir, með þjóðkirkjunni og þjóðinni allri. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason sagði heimsókn Þorsteins á kirkjuþing vera tímamótaheim- sókn. „Hann kemur á miðju kirkju- þingi því hann á erindi við okkur, ekki aðeins til að bera hönd yfir höfuð sér, heldur til að boða tvennt. Annars vegar að ekki verði lengur um skerðingu á sóknar- og kirkju- garðsgjöldum að ræða frá 1993, o g hins vegar að tekið verði á þessu viðkvæma en ■ þýðinarmikla máli sem eru eignir kirkjunnar. Hann gerði það að tillögu sinni að nefnd yrði síripuð af beggja hálfu, til að gera tillögur í eignarmálum kirkj- unnar. Þorsteinn sýnir mikinn vel- vilja og skilning á hlutverki kirkj- unnar, bæði í dag og þeim arfi sem gerir íslenska þjóða að því sem hún nú er,” "sagði biskup. TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj- unnar verða haldnir í tíunda sinn dagana 6.-10. nóvember nk. en það er Dómkóriim í Reykja- vík sem efnir til Tónlistardag- anna. Tvennir tónleikar verða í Dómkirkjunnfyog einir í Landa- kotskirkju auk þess sem Dóm- kórinn syngur í messu í Dóm- kirkjunni. A efnisskrá Tónlistar- daganna er m.a. frumflutningur á verkinu „Vakna þú, sál mín” eftir Jón Þórarinsson. Margir listamenn hafa komið fram á tónleikum Dómkórsins. Á hverju ári hafa ýmist tónskáld, hljóðfæraleikarar, stjórnendur eða einsöngvarar verið fengnir að utan, til að taka þátt í Tónlistardögun- um. Að þessu sinni kemur Sigríður Ella Magnúsdóttir, 'operusöng- kona, sem búsett er á Englandi, og Ann Toril Lindstad, frá Nor- egi, heldur orgeltónleika, en hún var fyrir nokkrum árum organisti hér á landi. Að sögn Marteins H. Friðriks- sonar, stjórnanda Dómkórsins og organleikara Dómkirkjunnar, hef- ur Dómkórinn fengið á hveiju ári tónskáld til að semja nýtt tónverk í tilefni Tónlistardaganna. Nú var leitað til Jóns Þórarinssonar til að semja tónverk fyrir tónleikana. „Ég samdi þessa mótettu „Vakna þú, sál mín” við texta úr 57. Davíðssálmi. Þetta eru 8-10 tónverk fyrir kór án undirleiks, og þó að verkið sé sungið allt í einni lotu þá skiptist það efnislega í fjóra þætti. Annars hef ég oft sagt það, að tala um tónlist sé annað hvort gagnslaust eða óþarfí. Ef maður heyrir tónlistina þarf ekki að tala um hana og ef maður heyrir hana ekki þá er maður engu nær þó talað sé um hana,” segir Jón Þórar- insson. Marteinn H. Friðriksson segir verkið vera heilsteypt og í því sé ekki verið að leita að einhveiju nýju. „I verkinu er mikil fegurð, en það er allt í senn ákall, bæn og lofsöngur. Þetta er í raun nútí- matónlist sem þó tengist áhrifum 18. aldar tónlistar. Verkið gefur okkur sem flytjendum mikið og það er okkur áhægjulegt að vinna við það. Við enim Jóni mjög þakklát fyrir þetta verk,” segir Marteinn. Tónverk Jóns Þórarinssonar verður frumflutt miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20.30 og þá syngur einnig Sigríður Ella Magnúsdóttir einsöngslög eftir Bach, Wolf o.fl. Laugardaginn 9. nóvember kl. 17 verður Ann Toril Lindstad með orgeltónleika, þar sem hún flytur tónlist eftir G. Böhm, J.S. Bach, W.A. Mozart o.fl. Dómkórinn flyt- ur messusvör eftir Jón Þórarinsson við messu í Dómkirkjunní sunnu- daginn 10. nóvember. Sama dag kl. 17 verður Dómkórinn með tón- leika í Landakotskirkju. Þar flytur kórinn verk sem hann söng á liðnu sumri á kóramóti á Spáni, m.a. eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Jón- as Tómasson, Knut Nystedt og Siegfried Thiele, en þeir hafa allir á liðnum árum samið verk fyrir Tónlistardaga. Einnig verður flutt Krýningarmessa W.A. Mozart fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Sigríður Gröndal, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Þorgeir J. Andrés- son og Tómas Tómasson einsöngv- arar syngja og Úlrik Ólafsson leik- ur einleik á orgel. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Sextánda þingi Verkamannasambands íslands lokið: Björn Grétar Sveins- son kjörinn formaður BJÖRN Grétar Sveinsson, verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn í Horna- firði, var kjörinn nýr formaður Verkamannasambands Islands á þingi sambandsins sem lauk í gær, en Guðmundur J. Guðmundsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér í embættið. Jón Karlsson, verkamannafélaginu Fram á Sauðárkróki var kjörin varaformaður VMSI í stað Karls Steinar Guðnasonar sem ekki gaf kost á sér og Karítas Pálsdóttir, verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði, var kjörin ritari í stað Rögnu Bergmann, sem ekki gaf heldur kost á sér til endurkjörs. Björn Grétar sagði þegar hann sleit þinginu að verkafólk um allt land hefði fylgst með hvaða niður- staða yrði af þinginu og hvaða stefnu það mótaði til framtíðarinn- ar og bættra lífskjara. „Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem hér erum og við þurfum að láta reyna veru- lega á það á næstunni að leysa sameiginlega þau verkefni sem okkar bíða. Sá andi sem ríkt hefur á þinginu segir mér að sú sam- staða er til staðar.” Stungið var upp á Jóni Kjartans- syni úr Vestmannaeyjum í for- mannskjör á móti Birni Grétari og féllu atkvæði þannig að Björn Grétar fékk 112 atkvæði gegn 26 atkvæðum Jóns. Hrafnkell A. Jóns- son var boðinn fram til varaform- anns sambandsins gegn Jóni Karls- syni og fékk Jón 95 atkvæði og Hrafnkell 43. Einnig var kosið um stöðu gjaldkera sambandsins. Kjörnefnd stakk upp á Halldóri Björnssyni, verkamannafélaginu Dagsbrún, en uppástungur úr sal bárust um Elínbjörgu Magnúsdótt- ur, Akranesi, og Sigurð T. Sigurðs- son, Hafnarfírði. Halldór var kjör- inn gjaldkeri með 71 atkvæði, Elín- björg fékk 56 og Sigurður 12 at- kvæði. Karítas Pálsdóttir var ein- róma kjörin ritari sambandsins. Auk þessara fjögurra sitja í níu manna framkvæmdastjórn sam- bandsins, Guðmundur J. Guð- mundsson, Hervar Gunnarsson, Guðmundur Finnsson, Sigurður Ingvarsson og Björn Snæbjöms- son. Björn Grétar sagði í samtali við Morgunblaðið að sér væri efst í huga það traust sem þingið hefði sýnt sér með svo afgerandi kosn- ingu. Það væri gott veganesi. Stærstu verkefnin framundan sagði hann vera nýja kjarasamn- inga, auk þess sem þingið hefði falið stjórninni fjölmörg verkefni. Hann sagði að ekki yrði farið að ræða við vinnuveitendur sameigin- lega fyrr en gengið hefði verið frá sérkjaraviðræðum, sem bæði væru í höndum aðildarfélaganna og deilda VMSÍ. „Við höfum ekki ótakmarkaðan tíma. Það er ákveð- in verðbólga í gangi og á meðan ekki er samið rýrnar kaupmáttur- inn. Það verður að láta fljótt á það reyna hvort þessar sérkjaraviðræð- ur takast eða ekki, það er fyrsta skrefíð,” sagði Björn Grétar. Á þinginu voru fráfarandi for- ystu þökkuð störf fyrir hreyfing- una. Karl Steinar Guðnason hafði orð fyrir þeim og sagði þegar ný forysta hafði verið kjörin að sam- starf þeirra hefði verið með ágæt- um, það væri mikið mannkostafólk sem hann hefði unnið með. Hann og Guðmundur J. Guðmundsson hefðu siglt margan sjóinn. „Við höfum átt samstarf sem er senni- lega emstakt í íslenskri verkalýðs- hreyfíngu. Það sem hefur svo mjög þjáð íslenska verkalýðshreyfingu á undangengnu árum eru pólitískar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðmundur J. Guðmundsson, fráfarandi formaður VMSÍ(t.h.) óskar Birni Grétari til hamingju ineð kjörið. Á milli þeirra stendur Sævar Frímannsson. illdeilur sem hafa skaðað hreyfíng- una. Okkur hefur tekist að vinna saman eins og einn maður. Okkur hefur tekist að móta þá stefnu sem við höfum sameiginlega talið rétta fyrir hreyfínguna... Við þijú höfum freistað þess að ná saman því sam- staðan ein, einingin ein getur bjargað íslensku verkafólki, ís- lenskri verkalýðshreyfingu, fólkinu í landinu. Áfram skulum við vinna í þeim anda. Áfram skulum við halda, lengra, ofar og hærra í bar- áttunni fyrir betri lífskjörum, fyrir stærri þjóðarköku, fyrir betra og réttlátara mannlífi, það er ósk okk- ar þriggja að leiðarlokum í þessu starfí.” Konur juku áhrif sín í 23 manna sambandsstjórn 15 manna vara- stjórn hennar. í sambandsstjórn sitja eftirtalin, auk framkvæmda- stjórnarmanna: Agnes Jóna Gam- alíelsdóttir, Hofsósi, Benóný Bene- diktsson, Grindavík, Einar Karls- son, Stykkishólmi, Elsa Valgeirs- dóttir, Vestmannaeyjum, Guðríður Elíasdóttur, Hafnarfirði, Guðrún Gísladóttir, Hellissandi, Guðrún Haraldsdóttir, Hellu, Guðrún E. Ólafsdóttir, Keflavík, Hafþór Rós- mundsson, Siglufirði, Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði, Ingibjörg Sig- tryggsdóttir, Selfossi, Jóhannes S. Guðmundsson, Garði, Kári Arnór Kárason, Húsavík, Páll Jónsson, Vík, Pétur Sigurðsson, ísafírði, Ragna Bergmann, Reykjavík, Sig- ríður Rut Pálsdóttir, Ólafsfirði, Sigi-ún D. Elíasdóttir, Borgarnesi, Sigurður Rúnar Magnússon, Reykjavík, SigurðurT. Sigurðsson, Hafnarfirði, og Stella Guðnadóttir, Reykjavík. Kórhátíð MS-félagsins: Dagskráin verð- ur á léttum nótum — segir Björn Guðjónsson skipu- leggjari kórahátíðinnar MS-FÉLAGIÐ stendur fyrir kórahátíð í Háskólabíói í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember, sein hefst klukkan þrjú síðdegis, og mun ágóði af henni renna í húsbyggingarsjóð félagsins. Á hátíð- inni koma fram fjölmargir kórar og gefa allir sem þar fram koma vinnu sína og Háskólabíó lánar salinn endurgjaldslaust. Björn Guðjónsson sem stjórnað hefur Skólahljómsveit Kópavogs um árabil er maðurinn á bak við þessa kórahátíð og hefur hann undirbúið hana. En hvernig gekk að fá allt þetta fólk til liðs við félagið? „Það var í rauninni afskaplega auðvelt að fá fólk til að gera þettá,” segir Björn. „Það byggist náttúrlega eitthvað á því að ég er búina að vera að gutla í músík undanfarið og þetta er flest fólk sem ég þekki. Allir aðilar gefa vinnu sína og húsið gefur eftir sitt gjald þannig að hér leggjast allir á eitt með félaginu í þessari fjáröflun.” Björn segir að kórarnir velji sjálfír efnisskrá sína, þeir muni tnllega flestir bjóða upp á léttari tónlist og hver kór muni syngjá í 10 til 15 mínútur, kannski þijú til fjögur lög. Björn Guðjónsson hefur stjórnað Skólahljómsveit Kópavogs í 25 ár og var hann spurður hvort hljómsveitin væri ekki í fullu fjöri. „.Jú, eigum við ekki að segja það. Ég er hins vegar ekki alveg í fullu fjöri, en ég stjórna þeim nú ennþá. Ætli ég komist ekki upp með það á ' frekjunni,” segir Björn og er ófá- anlegur til að ræða málið á alvar- legum nótum, endá sjálfsagt van- ari léttu nótunum. „Við vorum í fyrra með 21 konsert kringum jólin og mér sýnist allt stefna í að við verðum ekki með færri í ár.” Eftirtaldir kórar munu koma fram: Skólakór Kársness, stjórn- andi Þórunn Björnsdóttir, Kór Oldutúnsskóla, stjórnandi Egill Friðleifsson, Dómkórinn, stjórn- andi Marteinn H. Friðriksson, Kór Langholtskirkju, stjómandi Jón Stefánsson, Karlakórinn Fóst- bræður, stjórnandi Árni Harðar- son og Karlakór Reykjavíkur, stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Kynnir á tónleikunum verður Baldvin Halldórsson, leikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.