Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 25
'MORGxInBLAÐIÐ LAUGARDAGÍJR W91 i i : Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra: Niðurskurður komi ekki niður á minni máttar HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkurprófastsdæmis eystra var haldinn í Seljakirkju fyrir skömmu. Fundurinn hófst með guðsþjónustu, er grestar Seljakirkju þeir sr. Valgeir Astráðsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir önnuðust og söng kór Seljakirkju við guðsþjónustuna undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar organista. Á fundinum var sr. Bjarna Sig- urðssonar frá Mosfelli, prófessors í kennimannlegri guðfræði, minnst, en hann var jarðsunginn þann sama dag. Um 40 manns úr öllum söfnuð- um prófastsdæmisins sóttu fundinn. Dr. Björn Björnsson, fræðslustjóri kirkjunnar; flutti erindi, er hann nefndi: „Á ég að gæta bróður míns?” Og fjallaði um velferðarsam- félagið og þjóðfélagslega ábyrgð kirkjunnar, t.d. um líknarþjónustu við þá er skarðan hlut bera frá nægtaborði tilverunnar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru nokkrar ályktanir afgreiddar. Samþykkt var að skora á stjórnvöld að sá niðurskurður ríkisútgjalda, sem stjórnvöld hafa boðað komi ekki niður á þeim, er minnst mega sín í samfélaginu og hafa litla möguleika á að verja málstað sinn og voru þar sérstaklega höfð í huga börn, ungmenni og aldraðir. Þá benti fundurinn á nauðsyn þess að efla líknarþjónustu kirkj- unnar. Fundurinn þakkaði stuðning Fræðslu- og þjónustudeildar Bisk- upsstofu við söfnuði prófastsdæm- isins og væntir þess, að þar verði lögð aukin áhersla á líknarþjónustu í framtíðinni. Á það var bent að líknarþjónustan verði að fá verðug- an sess í yfirstandiandi átaki um safnaðaruppbyggingu. Einnig samþykkti fundurinn að mótmæla harðlega þeirri skerðingu á kirkjugarðsgjöldum, sem boðuð eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár og telur að slík atlaga að fjárhagsgrundvelli kirkjugarðanna sé andstæð lögum og geti spillt fyrir góðum samskiptum ríkis og kirkju og dragi úr getu kirkjugarð- anna til þess að sinna nauðsynlegu þjónustuhlutverki sínu sem skyldi. Ennfremur var samþykkt að vekja athygli ráðuneytis og Alþing- is á knýjandi þörf fjölgunar starfs- manna við sóknir prófastsdæmisins. I lögum sé skýrt kveðið á um, að á hvern prest skuli vera 4.000 manns, en þrátt fyrir þessi lagafyr- irmæli hafi ekki fengist lágmarks- íjölgun starfsmanna og í væntan- legum fjárlögum sem til umræðu eru á Alþingi sé enn ekki gert ráð fyrir, að lagafyrirmælum sé fylgt. Héraðsfundurinn beinir þeirri kröfu til fjárveitingavaldsins, að farið verði að réttum lögum og eðli- leg fjölgun starfsmanna verði heim- iluð svo að hægt sé að halda uppi eðlilegri og nauðsynlegri þjónustu við íbúa prófastsdæmisins. Morgunverðarfundur: Islenskt viðskiptalíf í Formaður dómnefndar, breska sendiherrafrúin á íslandi, Af- saneh Klialatbari (t.h.) afhendir Ingunni Egilsdóttir, eiganda verslunarinnar Krakkar, verðlaunin. Kringlan: Verslunin Krakkar var með bestu útstillinguna VERSLUNIN Krakkar varð verslunarinnar. Vinningurinn hlutskörpust í samkeppni versl- . er ferð fyrir tvo með Flugleið- ana í Kringlunni um bestu út- um til Glasgow og gisting á stillingu á kynningunni hótelinu Jury’s Pond þar í borg „Kringlan í þjónustu hennar í boði breska ferðamálaráðsins. hátignar”, sem nú stendur yfir Dómnefndin vakti einnig at- °g lýkur á laugardaginn 26. hygli á vönduðum útstillingum október. verslananna Centrum, Heilsu- Viðurkenningin er veitt fyrir húsið, Penninn og Sævar Karl glæsilega útstillingu í glugga og synir. nýrri framtíðarmynd Norræna húsið: Þrjár grænlenskar kvikmyndir sýndar VERSLUNARRÁÐ íslands hefur morgunverðarfund í Súlnasaln- 22-Pisterp- irkko held- ur tónleika FINNSKA hljómsveitin 22-Pist- erpirkko á tónleikum í Reykjavík og á Akureyri á næstu dögum. Rúmt eitt ár er liðið síðan hljóm- sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu, Ber Bone Nest. í kjölfar útgáfunnar fór hljóm- sveitin í langt tónleikaferðalag og kom meðal annars hingað til lands. Sveitin ein sú þekktasta sem hingað hefur komið frá Skandinavíu. Tón- listin sem sveitin flytur er aðgengi- leg þrátt fyrir að flestar stefnur í svokallaðri dægurtónlist komi þar fyrir. Hljómsveitina skipa bræðurn- ir Asko og P.K. Karanen og æsku- vinur þeirra Espe. Þeir leika á 1929 á Akurureyri í kvöld og á sunnudag og mánudag leika þeir á Tveim vin- um ásamt hljómsveitinni Bless. ♦ ------- ■ / FRAMHALDI af málþingi tauga- og heimilislækna sem haldið var í Reykjavík nýverið hafa Mígren- samtökin fengið taugalæknana Grétar Guðmundsson og Sigurð Thorlacius til að halda fyrirlestra á vegum samtakanna. Læknarnir fjalla um aðdraganda að mígrenkasti, fyr- irbyggjandi lyfjameðferð og lyfja- meðferð í einstökum mígrenköstum. Að loknum erindum munu þeir svara fyrirspurnum. Fyrirlestrarnir verða í Bjarkarári, Stjörnugróf 9, Reykja- vík 28. október (Grétar Guðmunds- son) og 25. nóvember (Sigurður Thorlacius) kl. 20.30. Öllum er heim- ill aðgangur. um þriðjudaginn 29. október um þau nýju og fyrirsjáanlegu gjör- breyttu viðhorf, sem blasa við íslensku viðskiptalífi. Mest fer nú fyrir hinu evrópska efnahags- svæði, en heimsviðskiptin eru öll að breytast með einum eða öðrum hætti. Þá eru í dciglunni nýjar samkeppnisreglur og breytt hlut- verk Verðlagsstofnunar. Framsögumenn á fundinum verða fjórir, hver með 10 mínútna erindi. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra (Nýjar aðstæður í íslenskum við- skiptum), Björn Friðfinnsson ráðu- neytisstjóri (Viðskiptasamkeppni á nýjum nótum), Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri FÍI (Atvinnulífið mun taka stakkaskiptum) og Árni Árnason framkvæmdastjóri Arvíkur hf. (Áhrif á fyrirtæki í viðskiptum). Fundarstjóri verður Sigrún Trausta- dóttir fjármálastjóri Hagvirkis- Kletts hf. Fundurinn hefst á þriðjudags- morgun klukkan 8 og honum lýkur klukkan 9.30. Allt að hálftími gefst fyrir spurningar og svör. Fundurinn er opinn, en skrá þarf þátttöku hjá Verslunarráðinu á mánudaginn. (Fréttatilkynning) ÞRJÁR grænlenskar kvikmyndir verða sýndar í fundarsal Norræna hússins í tengslum við Grænlands- mánuð, sem stendur nú yfir í húsinu, sunnudaginn 27. október. Fyrsta myndin Sattut verður sýnd kl. 14.00. Þetta er mynd fyrir böm og segir frá grænlensku veiðimanna- samfélagi, Saattut. Myndirnar eru í þremur þáttum og eru með íslenskum texta. Kl. 15.30 verður heimildarmyndin Kalaallit Nunaat-Grænland á dag- skrá. Grænlenska heimastjórnin lét gera þessa mynd til að upplýsa og svara mörgum spurningum sem be- rast heimastjóminni um grænlenskt samfélag á okkar dögum. Kl. 16.00 hefst sýning á annarri heimildarmynd sem nefnist Inughuit- þjóðin við nafla heimsins. Þar segir frá íbúum Thule, en þeir heita Inug- huit-fólkið. Inughuitar dýrka lífið og náttúruna og í myndinni er fjallað um hvemig veiðimannaþjóð lifíir á 20. öldinni, þegar gripið er inn í til- veru þeirra af utanaðkomandi öflum. Kvikmyndin er gerð 1985 af Staff- an og Ylva Julén í samvinnu við Sænsku kvikmyndastofnunina og sænska sjónvarpið með styrk frá Norræna menningarsjóðnum og grænlensku heimastjórninni. Aðgangur er ókeypis að kvik- myndasýningunum. Grænlensk myndlist, listaverk' eft- ir unga grænlenska listamen ásamt eldri listamönnum eru sýndar í sýn- ingarsölum. Hún er opin daglega kl. 14-19 til 3. nóvember. í anddyri hússins er sýning frá grænlensku landstjórninni um lífs- hætti á Grænlandi og er yfírskriftin Grænland samtímans. Úrval bóka frá Landsbókasafni Grænlands og sýnishorn bóka frá Det Gronlandske Forlag er í bóka- safni Norræna hússins. Halldóra Emilsdóttir ■ HALLDÓRA Emilsdóttir opn- aði málverkasýningu föstudaginn 25. október sl. í Gallerí einn einn, Skólavörðustíg. Halldóra sýnir ol- íumyndir unnar á þessu ári. Hún lauk námi frá Myndjista- og hand- íðaskóla íslands árjð 1987 úr mál- **- aradeild. Þaðan la leið hennar í Rietveld Academ'ie 1987-89. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum og haldið 3 einkasýningar. Þetta er fjórða einkasýning hennar. Sýningin er opin alla daga. frá kl. 14-18 og henni lýkur 7. nóVember. • • STJORNU Beint flug og gisting í tvær nætur: verð frá 32.000 kr.*. Farþegar í pakka- ferðum Flugleiða fá frímiða á eina sýningu í leikhúsum borgarinnar í október og nóvember. Þín bíður gott hlutverk um stjörnuhelgi í London. Og þegar þú hefur fengið endurgreiddan söluskattinn á Heathrow bíður ný Flugleiðaþota eftir þér við landganginn og flytur þig heim með góðar minningar í farteskinu. BORGIR! London er heimsborg þar sem þú getur fengið og upplifað allt sem hugur- inn girnist. Gefðu þér tækifæri til að fara á leikhús eða á tónleika eða þá bara til þess að hverfa inn í litríka hringiðuna á verslunargötunum. Hafðu samband við þína ferðaskrif- stofu, söiuskrifstofur okkar og umboðs- menn um allt land eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar). (BCB *verð á manninn í tvfbýli m.v. staðgr. og gengi 13.9.1991: flugvallarskattur og forfallagjald (alls 2.350 kr.) ckki innifalið. Frían leikhúsmiða þarf að panta og staðfesta fyrir brottför. Miðinn er ekki endurgreiðsluhæfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.