Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 44
VOLVO PENTA Besti vinur sjómannsins! TVÖFALDUR1. vinningur LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. LEIGUSAMNINGUR hefur verið gerður milli landeigenda Kal- manstungu í Hvítársíðu í Borgar- firði og hóps rjúpnaveiðimanna um leigu á hluta lands Kalmans- ' tungu yfir rjúpnaveiðitímabilið. Samningurinn, sem gerður var í haust, er til tíu ára og nær einung- is yfir ijúpnaveiðitímabilið ár hvert. Að sögn Kalmans Stefánssonar, annars tveggja bónda í Kalmans- tungu, auglýstu þeir hluta landsins til leigu í haust. Hann segist ekki vita um önnur slík dæmi. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi en að leigja laxveiðiá. Okkur finnst þetta vera rétta leiðin. Þetta skapar já- kvætt viðhorf fyrir landinu. Menn fá tilfinningu fyrir því og fara þess vegna betur með landið en ella, þar sem samningurinn er gerður til tíu ára,” segir Kalman Stefánsson. Mikil ijúpnaveiði er í Borgarfirð- -■ inum og að sögn Bergþórs Krist- leifssonar bónda á Húsafelli hefur verið mikill ágangur í Okið að undanförnu. Hann segir veiðina hins vegar vera lélega, a.m.k. í norðanverðu Oki, þar sem Húsafell á land að fjallinu. Hann segist ekki hafa heyrt um neinn sem hafi feng- ið meira en tíu ijúpur í veiðiferð. Bílvelta á Holtavörðuheiði Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Lögreglan í Borgarnesi var kvödd út í gærdag vegna bílveltu á Holtavörðuheiði. Hálka var á heiðinni og virðist sem bílstjórinn hafi misst vald á bílnum, hann oltið og lent utan vegar. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi urðu ekki slys á fólki við óhappið. Lausafjárstaða bankanna sú versta í langan tíma: Bankamir hafa dregið verulega úr útlánum Lausafjárstaða viðskiptabank- anna er nú sú versta um langan tíma, og eiga þeir allir í erfiðleik- um með að uppfylla reglur Seðla- bankans um að lausafjárhlutfall þeirra sé 12%. Viðbrögð bank- anna við þessari erfiðu stöðu eru að draga úr útlánum, og til dæm- is er Morgunbiaðinu kunnugt um að í sumum útibúum Landsbank- ans hefur verið tekið fyrir víxil- viðskipti um sinn. Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri bankans, segir að útibússljórar séu að hlýða fyrirmælum bankastjórn- arinnar um að draga úr útlánuin eins og frekast sé kostur. Ólafur Örn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri fjárreiðudeildar Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að allir bankarnir væru mjög aðkrepptir með lausafé þessa dagana. „Það byijaði að þrengja að í september, og keyrði um þverbak í byijun október með virðisaukaskattinum, en þá streymdu milljarðar króna úr bönk- unum og í ríkissjóð. Þá hefur verið gífurlegt gjaldeyrisútstreymi, eins og rætt hefur verið um,” sagði Ólaf- Fortíðarvandi Byggingarsjóðs verkamanna 8,4 milljarðar: Auka þarf ríkisframlög og hækka vexti á eldri lánum EINUNGIS aukin framlög úr ríkissjóði, og/eða hækkun vaxta af þegar veittum lánum, getur komið í veg fyrir gjaldþrot Byggingar- sjóðs verkamanna, að mati fortíðarvandanefndar. Nefndin metur fortíðarvanda sjóðsins 8,4 milljarða króna, en það er sá munur á útláns- og innlánsvöxtum sjóðsins sem safnast hefur upp gegnum árin. Fortíðarvandanefnd Ieggur einnig til, að skilyrði fyrir lánveiting- um úr sjóðnum verði hert og lánskjör endurskoðuð. Fortíðarvandanefnd hefur skilað skýrslu um vanda Byggingarsjóðs verkamanna. Þar er fortíðarvandi "sjóðsins skilgreindur sem sú fjárhæð sem falla myndi á ríkissjóð, ef Bygg- ingarsjóði verkamanna yrði lokað og hann gerður upp. Þennan vanda, sem nefndin metur á 8,4 milljarða króna, má rekja til vaxtamunar á teknum og veittum lánum sjóðsins. Þá hefur verið tekið tillit til 7,4 t milljarða króna eiginfjár sjóðsins. Flest lán sem sjóðurinn veitir, eru verðtryggð til 43 ára með 1% vöxt- um og afborgunarlaus fyrsta árið. Þessi lán fjármagnar sjóðurinn aðal- lega með lánum frá lífeyrissjóðum sem bera 6,5-7% vexti. „Þessi vaxta- munur, og sú staðreynd að ríkis- framlög hafa ekki dugað til að vega hann upp, er ástæða þess að ef ekkert verður að gert mun koma til gjaldþrots sjóðsins,” segir í skýrsl- unni. Nefndin segir, að einungis aukið ríkisframlag og/eða hækkun á vöxt- um á þegar veittum lánum sjóðsins dugi til að leysa þennan vanda. Og til að koma í veg fyrir að sambæri- legur vandi myndist aftur þurfi ár- legt framlag til sjóðsins að standa undir vaxtamun tekinna og veittra lána út lánstímann. Nefndin leggur auk þess ýmislegt til um úrbætur í starfsemi sjóðsins. Þar á meðal að endurskoða almenn tekju- og eignamörk, sem mynda skilyrði fyrir lánveitingum úr sjóðn- um. Nú eru tekjumörk 112 þúsund hjá einstaklingum og 140 þúsund hjá hjónum, auk 10 þúsund króna fyrir hvert barn, og eignamörk eru 1.250 þúsund krónur. Þá gagnrýnir nefndin, að hægt sé að fá lán úr félagslegum sjóði óháð eignum og tekjum, en ekki eru tekju- eða eigna- mörk vegna lána til almennra kaup- leiguíbúða. Fortíðarvandanefnd leggur einn- ig til að Byggingarsjóðurinn kanni sjálfur þörf fyrir félagslegar íbúðir, en í gildandi lögum er þetta verk- efni sveitarfélaga. Nefndin telur hættu á að þörf fyrir félagslegar íbúðir sé metin of há, framkvæmi sjóðurinn ekki sjálfur þær kannanir. Einnig telur nefndin tímabært að endurskoða lánskjör sjóðsins, en bendir á að hækkun vexta á lánum sjóðsins muni að verulegu leyti leiða til aukinna útgjalda ríkissjóðs vegna vaxtabóta. Loks leggur nefndin til að bygg- ingarkostnaður í félagslega kerfmu verði lækkaður, bæði með betri nýt- ingu nýbygginga og með því að kaupa eldri íbúðir í ríkara mæli. Einnig bendir nefndin á, að kostnað- ur við umsjón félagslega húsnæðis- kerfisins sé hár, og leita þurfi leiða til að lækka hann. ur Örn. Hann sagði að þegar einstakir bankar væru komnir undir þau mörk, sem þeim væru sett um lausafjárhlutfall, væri oft hægt' að bæta stöðuna með því að fá skamm- tímalán hjá öðrum bönkum á milli- bankamarkaði. Núna væru allir bankarnir hins vegar svo aðþrengd- ir að ekki væri hægt að fara þá leið. Þá væri ekki um annað að ræða en að stöðva útlán, eða sjá að minnsta kosti til þess að minna fé færi út úr bankanum en kæmi inn. „Við höfum þess vegna stigið tímabundið á útlánabremsuna. Ef það er ekki gert og bankinn fær ekki inn nýja peninga, þarf einfald- lega að borga með hverri einustu krónu, sem við lánum,” sagði Ólaf- ur Örn. „Ástandið hefur versnað til muna og við erum komnir niður undir þau mörk, sem okkur eru sett,” sagði Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er greinilega versta tímabil, sem verið hefur á árinu.” Jón Adolf sagði að Búnaðar- bankinn hefði enn sem komið væri ekki gripið til aðhaldsaðgerða vegna hinnar slæmu lausafjárstöðu. Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, sagði að lausafjárstað- an hefði verið að þyngjast undan- farnar vikur, og nú væri svo komið að það stæði í járnum hjá bankanum að hægt væri að standa við 12% lágmarkið. „Það eru eðlileg við- brögð allra útibúa að halda að sér höndum í útlánum við þessar að- stæður,” sagði Valur, en vildi ekki skýra frá því hvort bankastjórnin hefði gefið sérstök fyrirmæli um aðhaldsaðgerðir. Mikil hálka í borgiimi MIKIL hálka var víða á götum borgarinnar í gærkvöldi. Eitt óhapp varð af völdum hálkunnar á mótum Gagnvegar og Vestur- landsvegar þegar ökumaður bíls missti stjórn á ökutækinu og hafnaði á ljósastaur. Ökumaður- inn slapp með minniháttar meiðsli. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var hálkan mest í Breiðholts- og Árbæjarhverfi en víða í borginni voru þó hálkublettir. Veðurstofan spáir ísingu fram eftir degi í dag og varar lögreglan við hálkublettum sem myndast og erfitt er fyrir öku- menn að átta sig á. Rjúpnaskytt- ur taka veiði- land á leigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.