Morgunblaðið - 27.10.1991, Side 1

Morgunblaðið - 27.10.1991, Side 1
96 SIÐUR B/C 245. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogakjör stjórnarflokksins í Japan: Nýi forsætisráðherrann tal- inn leppur tveggja manna Tókýó. The Daily Telegraph. FRJÁLSLYNDI demókrataflokkurinn í Japan kýs nýjan flokksleiðtoga og þar með forsætisráðherra í dag, sunnudag, og talið er fullvíst að Kiichi Miyazawa verði fyrir valinu. Miyazawa er 72 ára íhaldsmaður og er í raun upp á náð og miskunn tveggja valdamikilla manna innan stjórnarflokksins kominn. Eru svartholin göng til fortíðar? Svokölluð svarthol í geimnum hafa lengi verið vísindamönnum ráðgáta. í grein í nýjasta hefti tímaritsins Nature heldur Amos Ori, prófessor í eðlisfræði við California Institute of Teehnology, því fram að svartholin séu göng sem hugsanlegur vegfarandi gæti notað til að ferðast til fortíðar. Ef geimfar væri sent inn í svarthol væri mögulegt fyrir það að sleppa við að verða svartholinu að bráð. Það gæti komið út hinum megin inn í annan heim, hliðstæðan okkar, í gegnum hvíthol, sem er and- stæða svarthols. Ennfremur kæmi til greina að geimfarið færi út úr göngun- um á leiðinni að hvítholinu og hafnaði þá hvar sem er í okkar fortíð. Slíkt myndi skapa vandamál sem þekkt eru úr kvikmyndum eins og Tortímandan- um og Aftur til framtíðar. Geimfari sem færi þessa leið gæti tekið upp á því að myrða foreldra sína áður en þeir hittust og þá risi upp þverstæða sem ekki yrði svo auðveldlega hægt að greiða úr. Menn geta orð- ið háðir ostum Eigi menn í erfiðleikum með að vera án osts þá eru allar líkur á að þeir séu orðnir ostafíklar. Samkvæmt grein í Levnedsmiddelbladet hinu danska verða morfínlík efni til þegar eggja- hvítuefnin í osti eru melt. Þau líkjast þeim efnum, endorfinum, sem losna í líkamanum þegar menn skokka. Eftir hlaupið skapast vellíðan vegna endorf- inanna. Samkvæmt könnun danskrar manneldisrannsóknarstofnunar getur ostur haft svipuð áhrif. Samkvæmt þessu geta menn því bæði orðið háðir hlaupi og osti. Tekið er fram að fíkn þessi sé á engan hátt sjúkleg eða hættu- leg. Kristileg fjár- festingarstefna DÓMSTÓLL í Bretlandi hefur vísað á bug kröfu Richards Harries biskups í Oxford um að biskupakirkjunni ensku verði meinað að ávaxta pund sitt með þeim hætti sem hún hefur gert. Kirkjan er talin eiga fasteignir og önnur verð- mæti að andvirði þriggja milljarða punda (300 milljarða ÍSK). Hefur hún ávaxtað fé sitt og haft af því góðan arð. Harries fannst þetta ókristilegt og í andstöðu við kristna siðfræði. Dóm- stóllinn vísaði þessu á bug og sagði að væri fjárfestingarstefnan kristileg út í ystu æsar gæti kirkjan ekki staðið við ýmsar lagalegar skuldbindingar sem hvíldu á henni. Japanska dagblaðið Mainichi Shimbun segir að leiðtogakjörið sé aðeins formsatriði því úrslitin í valdabaráttunni innan flokks- ins hafi í raun ráðist fyrir tveimur vikum þegar Shin Kanemaru, sem lýst hefur verið sem „guðföður” flokksins, kvaðst ætla að styðja Miyazawa. Kanemaru er ásamt No- boru Takeshita, fyrrverandi forsætisráð- herra, valdamestur innan stærstu fylkingar flokksins. Þessir tveir menn eru í reynd stjómar- herrar landsins. Toshiki Kaifu, núverandi forsætisráðherra, var kjörinn flokksleiðtogi fyrir tilstilli þeirra og neyddist til að Iáta af embættinu eftir að þeir hættu að styðja hann vegna ágreinings um framvarp varð- andi breytingar á kosningalöggjöfinni, sem hann beitti sér fyrir. Miyazawa verður einn- ig skuldbundinn þeim og þarf að taka tillit til sjónarmiða þeirra til að halda embætt- inu. Japanskt dagblað birti á dögunum skopmynd af honum, sem sýnir hann hlýða skipunum þriggja vitra apa er líkjast Tak- eshita, Kanemaru og Ichiro Ozawa, fyrrum formanni flokksins - þ.e. raunverulegu stjómarherrunum. Tveir aðrir gáfu kost á sér í leiðtogaemb- ættið; Michio Watanabe, fyrrverandi fjár- málaráðherra, og Hiroshi Mitsuzuka, fyrr- verandi viðskipta- og iðnaðarráðherra. Þeir beijast um annað sætið til að tryggja að stuðningsmenn sínir fái sem flest ráðherra- embætti. Takatoshi Amada, prófessor við Iðnaðar- háskólann í Tókýó, segir að almenningur í Japan fái í engu ráðið um leiðtogakjörið og láti sig það því litlu skipta. Þar sé ekki tekist á um málefni eða stefnumið. Japönsk dagblöð kvarta yfir því að tveir eða þrír menn skuli geta valið forsætisráðherra landsins og segja það skerða lýðræðið. Litl- ar líkur eru hins vegar á að það breytist á meðan ekki er hróflað við kosningalöggjöf- inni, sem er talin valdamönnunum mjög í hag. /• SIGURREIFIR Rætt við þá Jón Baldvin Hannibals- son og Hannes Hafstein um nýgerð- an EES- samning ____ 14 Ue KEMUR sér HŒST urr KMRHASPRENGJU? milljarðar á VOGARSKÁLUM viðvaninga 16 HANNMOTAÐI MENN c

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.