Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 ERLENT IIMNLENT Samið um EES Samkomulag um myndun Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES) náðist í Lúxemborg aðfaranótt þriðjudagsins. Við það tækifæri sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: „Þetta tókst. Við höfum náð samningsmark- miðum okkar. Þessi samningur er sögulegur, hann er veigamikil! þáttur í samrunaferlinu í Evrópu." Meðal þess sem samkomulagið fel- ur í sér er að 95% af íslenskum útflutningi sjávarafurða til Evrópu- bandalagsins verða tollfijáls og hafa hagsmunaaðilar í sjávanítvegi fagnað þessu samkomulagi. íslend- ingar munu láta EB í té veiðiheim- ildir sem samsvara 3.000 tonnum af karfa en fá á móti heimildir til að veiða 30.000 tonn af loðnu. Dómur í Ávöxtunarmálinu Eigendur Ávöxtunar sf., þeir Pétur Björnsson og Ármann Reyn- isson, hafa verið dæmdir í saka- dómi Reykjavíkur í 2 og 2‘h árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir um- fangsmikil fjársvik. Fjársvik Pét- urs, sem fékk þyngri dóminn, eru talin nema 75 milljónum kr. á nú- virði en fjársvik Armanns um 60 milljónum. Reynir Ragnarsson end- urskoðandi og Hrafn Backman fyrrum framkvæmdastjóri Kjötm- iðstöðvarinnar voru sýknaðir af ákærum. Rússar í vanskilum með olíu Mikil óvissa ríkir nú um fram- hald olíuviðskipta við Rússa og er nú 16.000 tonna gasolíufarmur í vanskilum af hendi þeirra en slík vanskil hafa ekki komið upp í nokk- ur misseri. Olíufélögunum hafa enn ekki borist svör um dagsetningar á samningaviðræðum um olíukaup ERLENT Ukraína kemur á fót eigin her Þingið í Úkraínu samþykkti síð- astliðinn þriðjudag að stofna sinn eiginn her og er áætlað, að í hon- um verði um 420.000 menn. Er litið á það sem skref í átt til fulls sjálfstæðis landsins en Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkj- anna, varaði við þeirri þróun, að einstök lýðveldi færu að vígbúast hvert í kapp við annað. Hafa stjómvöld í Bandaríkjunum einnig varað við áætlunum Úkraínu- manna, sem þau segja ganga þvert á afvopnunarandann, sem nú ríki í samskiptum þjóða. Úkra- ína ætlar ekki að verða kjarnorku- veldi en það veldur áhyggjum, að stjómvöld þar vilja ekki afhenda Sovétstjóminni kjamorkuvopnin í landinu. Vilja þau tryggja með því, að þeim verði eytt. Shamir til Madridar Ráðstefnan um frið í Miðaust- urlöndum hefst næstkomandi miðvikudag í Madrid á Spáni og hafa arabaríkin og fulltrúar PLO, Frelsis- samtaka Palest- ínu, setið á fund- um til að móta sameiginlega stefnu gagnvart ísrael. Er það meginmarkmið- ið, að ísraelar hverfi frá hern- umdu svæðunum og réttindi Pa- lestínumanna sem þjóðar verði tryggð. Yitzhak Shamir, forsæt- isráðherra ísraels, tilkynnti á mið- vikudag, að hann ætlaði sjálfur að vera fyrir sendinefnd Israela á ráðstefnunni og kom það mjög á á næsta ári en þessar dagsetningar hafa ávallt áður legið fyrir á þess- um tíma. Mikilvægi Rússlands í olíuviðskiptum íslendinga hefur stöðugt minnkað á síðustu árum og flytja olíufélögin nú inn allt að 75% af olíuvörum sínum frá V-Evr- ópu. Loðnukvóti ákveðinn Hafrannsóknastofnun lagði til að bráðabirgðakvóti á loðnu yrði 240.000 tonn. Sjávarútvegsráðu- neytið lagði þessar hugmyndir til grundvallar sinni ákvörðun um loðnukvóta. Sökum samninga við Grænlendinga og Norðmenn koma 187.000 tonn af þessari loðnu í hlut íslendinga og eru Ioðnuveiðar að hefjast. Uppsagnir hjá Slippstöðinni Um 60 starfsmönnum Slipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri verður sagt upp störfum um næstu mán- aðamót. Stjóm fyrirtækisins hefur ákveðið að endurskipuleggja allan reksturinn og verður mannahald skorið niður um 30%. Nýr formaður VMSÍ Formannaskipti urðu á sextánda þingi Verkamannasambands ís- lands. Bjöm Grétar Sveinsson, Verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn í Homafírði, var kjörinn formaður í stað Guðmundar J. Guðmundsson- ar sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Nýr varaformaður var einnig kjörinn, Jón Karlsson, Verka- mannafélaginu Fram á Sauðár- króki, í stað Karls Steinars Guðna- sonar sem gaf ekki kost á sér. óvart. Var búist við, að David Levy utanríkisráðherra leiddi nefndina en hann studdi tilraunir James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma ráð- stefnunni á. Er jafnvel talið, að Levy segi af sér embætti vegna þessa. Barist um Dubrovnik Júgóslavneski sambandsherinn hefur haldið uppi hörðum árásum á hafnarborgina Dubrovnik í Króatíu og sótt að henni jafnt á sjó sem landi. Hafa þjóðvarðliðar Króata látið undan síga enda að- eins búnir léttum vopnum gegn skriðdrekum og stórskotaliði sam- bandshersins. Miklar skemmdir hafa verið unnar á gamla borgar- hlutanum í Dubrovnik en hann er á fomminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Hefur þetta framferði vakið hneykslan og fordæmingu víða í Evrópu. Serbar og banda- menn þeirra segjast vilja stofna nýtt sambandsríki í Júgóslavíu og hafa hafnað hungmyndum Evr- ópubandalagsins um laustengt samband lýðveldanna sex. Á föstudag áttu að hefjast enn einar viðræðumar í Haag og er talið hugsanlegt, að þar verði um að ræða síðustu tilraunina til að koma á friði í Júgóslavíu. Samband við Víetnam Stefnt er að því að koma sam- skiptum Bandaríkjanna og Víet- nams í eðlilegt horf en liðin eru 16 ár frá því Víetnamstríðinu lauk. Hafa Bandaríkjamenn beitt Víetnama viðskiptaþvingunum og komið í veg fyrir aðgang þeirra að alþjóðlegu fjarmagni en á því verður nú breyting. Það eru samn- ingamir um frið í Kambódíu, sem skipta sköpum að þessu leyti, og er fyrirhugað að taka upp fullt stjómmálasamband milli Víet- nams og Bandaríkjanna snemma árs 1993. Finnskir launþegar krefjast 35 stunda vinnuviku. Þjóðarsáttin sem nú er til umræðu gerir ráð fyrir því að launþegar taki annaðhvort á sig beina tekjulækkun eða lengi vinnuviku sína fyrir sömu laun og áður. Finnland: Þjóðarsáttin leysir tæp- ast efnahagsvandann I FINNLANDI hefur mál mál- anna undanfarna daga ekki verið þær breytingar sem fyrir- sjáanlegar eru i Evrópu í kjöl- far samkomulags Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins um mynd- un Evrópska efnahagssvæðis- ins (EES). Þess í stað hefur umræðan manna á meðal og í fjölmiðlum snúist um þjóðar- sáttina miklu sem bjarga átti Finnum úr þeirri efnahags- kreppu sem nú ríkir. Um kaffileytið á mánudag til- kynnti Esko Aho forsætis- ráðherra (Miðfl.) að samningavið- ræðum væri lokið með því að all- ir aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórn landsins hefðu sam- þykkt að lækka laun allra laun- þega um þijú prósent á næsta ári og skerða kjör launþega á ýmsan annan hátt. Á móti því kæmu hins vegar ýmsar aðgerðir af hálfu ríkisins m.a. ætti að hætta við að senda opinbera starfsmenn í tveggja vikna launalaust leyfi. Samningur þessi átti að bjarga þjóðarbúinu og um leið einnig rík- isstjórninni. Samt sem áður virðist nú sem þjóðarsáttin hafi hvorki bjargað efnahagslífinu né framtíð ríkis- stjómarinnar. Á þeim fáu dögum sem liðið hafa eru margjr komnir að þeirri niðurstöðu að samkomu- lagið hafi ekki aðeins komið of seint heldur sé einnig orðið harla óvisst hvort það eigi nokkurn tíma eftir að koma til framkvæmdar. Upphaf- lega átti að semja um þjóðarsátt um miðjan ágúst og þá var talað um að iðnaðurinn þyrfti að ná lækkun launakostnaðar um 15 prósent. Niðurstaðan var lækkun Efnahagskreppan hefur versn- að allmikið á nokkrum mánuðum enda hafa viðskipti Finna við Sov- étmenn dregist gífurlega saman á síðustu misserum auk þess sem útflutningur til Vesturlanda hefur einnig minnkað. Margir hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa tengt gegni finnska marks- ins við Evrópugjaldmiðilinn ECU á allt of háu gengi í vor. En frá þeim tíma hafa Finnar fylgt fast- gengisstefnu gagnvart ECU og hafa þannig afsalað sér réttinum til að fella gengi marksins þegar hagur útflutningsiðnaðarins gæti krafist þess. Til að bæta sam- keppnisstöðu útflutningsiðnaðar- ins var gripið til þess úrræðis „að fella gengið innanlands” þ.e. draga úr framleiðslukostnaði. Viðræðurnar um þjóðarsátt drógust á Ianginn með mjög alvar- legum afleiðingum. Meðal annars hefur lánstraust Finna minnkað verulega og valdið því að raun- vextir skammtímalána voru komnir í rúm 15% um síðustu helgi. Orðrómur um væntanlega gengisfellingu olli einnig „gjald- eyrisflótta” úr landinu og enn hefur því streymi ekki verið snúið við. Á meðan leiðtogar flestra EFTA-ríkja bjuggu sig undir loka- sprett EES-viðræðnanna varð rík- isstjórn Finna að reyna til þrautar að ná árangri í þjóðarsáttarvið- ræðunum. Hefði það ekki tekist nú á mánudag er talið öruggt að --------------------------------- gengi marksins Lars Lundsten skrifarfrá Helsinki hefði verið fellt um 10til20prós- net. Gengisfelling var talin algjör niðurlæging gagnvart öðrum EFTA-ríkjum en þar að auki hafa verið miklar efasemdir um ágæti gengisfellingar til þess að bæta hag iðnaðarins. BAKSVIÐ launa og launatengdra gjalda þannig að launaiiður lækki sam- tals um sjö prósent. Á þeim mánuðum sem liðið hafa frá því að fyrsta tilraun til þjóðarsáttar var gerð hefur tap margra fyrirtækja aukist veru- Iega. Samkeppnisstaða útflutn- ingsiðnaðarins hefur versnað og atvinnuleysi eykst svo hratt að spámenn atvinnumálaráðuneytis- ins hafa orðið að endurskoða horf- ur fyrir þennan vetur oftar en einu sinni. Nú þykir öruggt að ekki færri en 300.000 verði á at- vinnuleysisskrá fyrir jól og jafn- gildir það rúmlega 10% vinnuafls- ins. Esko Aho forsætisráðherra og Rolf Kullberg seðlabankastjóri voru fljótir að lýsa yfir því að nú hefði náðst sögulegur samningur. Það væri einsdæmi í sögunni að aðilar vinnumarkaðarins væru til- búnir að semja um að bæta stöðu iðnaðarins (og allara annarra vinnuveitenda um leið) með launa- lækkun af fúsum og fijálsum vilja. Samt varð augljóst strax að fréttamannafundi forsætisráð- herrans loknum að hann hafði hrósað sigri full snemma. Alþýðu- sambandið finnska sem hefur um eina milljón félaga gat tæpast fallist á samninginn þrátt fyrir að formaður þess og stjórn væru því hlynnt. Samingurinn verður því ekki undirritaður fyrr en öll aðildarfélög alþýðusambandsins hafa samþykkt hann. Og eftir því sem á vikuna leið kom í ljós að ekkert væri í raun öruggt varð- andi þjóðarsáttina. Vinnuveitend- ur sögðust samþykkja aðeins með því skilyrði að öll stéttarfélög væru tilbúin til að fallast á öll ákvæði sáttmálans. Á sama tíma lýstu leiðtogar málmverkamanna- sambandsins yfir að þeir hygðust hvorki samþykkja launalækkun né lengri vinnutíma fyrir óbreytt kaup en um þessa tvo valkosti var að ræða í samkomulaginu til þess að draga úr launakostnaði vinnuveitenda. Á fimmtudag lýsti stjórn verka- lýðssambands matvælaiðnaðarins síðan yfir að þar á bæ hefðu menn engan hug á því að sam- þykkja lækkun launa. Raunar tel- ur samband þetta aðeins nokkra tugi þúsunda félagsmanna og þykir þessi ákvörðun því ekki skipta sköpum fyrir þjóðarsáttina. Hins vegar yrði þjóðarsáttin end- anlega borin til grafar ef fjölmenn samtök launþega í útflutningsiðn- aði myndu neita að taka á sig kjaraskerðingu. Gildir þetta eink- um um málmverkamenn og laun- þega í skógariðnaðinum. Einstök verkamannsamtök eiga að taka afstöðu til sáttmál- ans fyrir lok næsta mánaðar. Þá kemur endanlega í ljós hvort vinnuveitendur samþykkja hann. Ríkisstjórnin virðist einnig hafa alvarlegar efasemdir um framtíð þjóðarsáttarinnar því hún hefur ákveðið að afturkalla ekki þau lagafrumvörp um niðurskurð rík- isútgjalda sem launþegasamtök hafa gagnrýnt áður en aðilar vinn- umarkaðarins hafa endanlega undirritað samkomulagið. Almenningur hefur látið í Ijós óánægju vegna yfirvofandi launa- lækkunar. Hitt þykir mörgum ef til vill verra að margir þjóðhag- fræðingar efast um ágæti þessar- ar stefnu. Með launalækkun er til dæmis ekki unnt að draga úr atvinnuleysi sem nú þegar er meira en nokkru sinni fyrr og fer ört vaxandi. Lækkandi laun valda einnig því að skatttekjur ríkis og sveitarfélaga minnka. Allmörg sveitarfélög hafa þegar boðað verulega hækkun útsvars á næsta ári. Og síðast en ekki síst þykir alls ekki sannað að helsta vandi iðnaðarins felist í of háum launum verkamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.