Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INIMLENT_________ ____MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 Sameining frystihúsa á Austfjörðum: Hlutur Byggðastofnunar verð- ur ekki seldur á næstunni Höfn. Frá Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, biaðamanni Morgunbiaðsins. BY GGÐASTOFNUN kemur til me,ð að eiga á bilinu 30-35% hlut- afjár í sameinuðu fyrirtæki Hrað- frystihúss Stöðvarfjarðar og Hraðfrystihúss Breiðdælinga á Breiðdalsvík. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggða- stofnunar, verður hlutur stofnun- arinnar ekki boðinn til sölu fyrr en stoðir fyrirtækisins hafa verið styrktar. „Það er meining þessa fyrirtækis að fara svolítið á hlutafjármarkað og auka hlutafé sitt enn, og á meðan það er gerf, viljum við ekki bjóða okkar hluta fram til sölu. Óskastaða mín í þessu hefði verið sú að sem flest af þessum fyrirtækjum hefðu orðið almenningshlutafélög og hlut- afjársjóður hefði síðan getað sett svona hæfilegt á markað eftir því sem við ætti,” sagði Guðmundur. Akvörðun um nafn ótekin Samþykkt var að sameina rekstur Hraðfrystihúss Stöðvafjarðar hf. og Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. á hluthafafundi á Stöðvarfirði á föstu- dag. Gengið var frá samþykktum hins nýja félags og þær eru í sam- ræmi við samþykktir húsanna á öðru leyti en því að breyta þarf um nafn ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um nafn nýja félagsins en sjö manna starfsstjórn hefur verið skipuð. í tillögu um sameiningu sem lögð var fyrir hluthafafundinn á Stöðvar- firði var gert ráð fyrir að við uppsetn- ingu og iokafrágang efnahagsreikn- ings hins sameinaða félags verði eignir félagsins endurmetnar með tilliti til raunverulegra verðmæta að mati' lögiltra endurskoðenda félag- anna. Samþykkt var að eignarkvóti skipa 1991 skyldi verðlagður á 180 Morgunblaðið/Þorkell. Hluti fundargesta á hluthafa- fundinum þar sem samþykkt var að sameina hrafrystihúsin á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Á innfelldu myndinni er tekið á móti fiski á Stöðvarfirði. krónur á kíló þorskígildis. Óveiddur kvóti m.v. 1. september 1991 eða kvóti veiddur umfram heimildir á sama tíma skyldi verðlagður á 45 krónur þorskígildis. Einnig var sam- þykkt að óveiddur kvóti eða keyptur eignakvóti á tímabilinu frá 1. sept- ember til 1. nóvember 1991 skyldi metinn á sama hátt. Þá var sam- þykkt að skip skyldu metin á 50% af húfmati einsog það stæði 1. nóv- ember 1991. Sameiningin mikill Iéttir Eftir fundinn sagði Jónas Ragn- arsson, framkvæmdasfjóri HSS, að sameiningin væri honum mikill léttir. „Það er alveg ljóst að_ þetta hefði ekki komið fyrir aftur. Ég sagði síð- ast að fullreynt yrði í fjórða sinn og svo varð,” sagði hann í samtali við Morgunblaðið og bætti við að 50 milljón króna lán Byggðastofnunar til félaganna tveggja hefði geit út- slagið. Hann sagði að starfsfólki yrði væntanlega sagt upp störfum. á báð- um stöðum en endurráðið í sömu störf aftur á móti sagði hann að ein- hveijar breytingar gætu orðið í stoð- deildum fyrirtækisins. Á fundinum í Breiðdalsvík svaraði - Svavar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri HBB, fyrirspumum um tillgang sameiningarinnar. Hann sagði að í henni ætti að felast ákveðin hagræð- ing í vinnslu og í stoðdeildum og Hálfíslensk kona í Danmörku: Sýnir listaverk í aldagömlu hesthúsi BORREBY galleri á Suður-Sjálandi er líklega eitt af fáum galleríum sem staðsett er í fimm alda gömlu hesthúsi. Þetta er ungt gallerí, opnaði vorið 1990 og annar eigandinn er Lóa Skúladóttir Castenschi- old en hún býr jafnframt á herragarðinum. Lóa er hálfíslensk og hefur alltaf haldið góðu sambandi við íslendinga og heimsækir land- ið reglulega. Faðir Lóu var Skúli Guðjónsson læknir en hann starfaði í Árósum og var prófessor við læknadeild háskólans þar. Lóa segir fjölskyld- una alltaf hafa komið til Islands í sumarfríum og faðir hennar hafi vitjað æskustöðvanna í Skagafirði. Því miður hafi hún samt aldrei lært íslensku. En hvað kom til að kona sem ekkert hefur starfað í listum ákveð- ur á miðjum aldri að opna gallerí? „Jú, sjáðu til” segir Lóa hláturmild „þetta var bara rétti tíminn.” Lóa vann sem sjúkraþjálfari áður en hún gifti sig Carli Henrik Castensc- hiold „það tíðkaðist ekki í þá daga að konur ynnu úti þegar þær voru giftar.” Þegar börnin fjögur voru flogin úr hreiðrinu hóf hún aftur vinnu á sjúkrahúsi en svo kom að því að hún sagði við sjálfa sig:„Nú er ég orðin 55 ára og ef eitthvað nýtt á að gerast í mínu lífi þá verð- ur það að gerast núna!” Lóa og vinkona hennar, Jutta Sabinsky, höfðu talað um að gam- an gæti verið að reka gallerí og þær ákváðu að láta þann draum rætast. Húsnæðið var til reiðu. Borreby hefur verið í eigu ættingja Carls Henriks frá því 1783 en aðal- byggingin var reist árið 1556. Herragarðurinn er friðaður sem þýðir það að engu má breyta og þau hjónin eru skyldug til þess að halda öllu við. Fjölmargar bygging- ar eru því ónothæfar þar sem ekki má stækka dyr fyrir nútíma land- búnaðarvélar og nútíma vinnu- brögð. Þegar Lóa gerði upp hest- húsið fyrir galleríið varð það að vera sem næst uppruna sínum og allir bitar voru til dæmis látnir halda sér, gluggar og gólf eru óbreytt frá því að hestar voru þarna á básum. Galleríið var svo tilbúið vorið 1990. „Við vissum hvorug neitt um það hvemig ætti að reka gallerí en þegar það var tilbúið höfðum við samband við danska listiðnað- arfélagið og sögðum „við höfum gallerí, hafið þið listamenn?” Þær fengu listamenn og galleríið opn- aði. Það er opið um helgar frá maí til ágústloka. Aðsókn hefur verið góð þrátt fyrir að galleríð sé ekki í alfaraleið en það er um 11/2 tíma keyrslu frá Kaupmannahöfn. Lóa segir að yfirleitt komi 5-600 manns að skoða galleríið hveija helgi. Sú staðreynd að galleríið er í jafn gömlum herragarði og raun ber vitni á auðvitað hvað mestan þátt í því að draga til sín fólk. Það er ekki á hveijum degi sem fólk skoð- ar listaverk í margra alda gömlu hesthúsi, menn geta nánast heyrt hófadyn liðinna alda þegar þeir ganga um á hellulögðu gólfinu í sýningarsalnum. Vill gjarnan fá íslenska listamenn Lóa segir engari listamann hafa hafnað boði.um að fá að sýna í galleríinu. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra sem að sýna á Borreby. Listamennirnir verða að vera listaskólagengnir og helst að hafa sýnt í Charlottenborg sem er Morgunblaðið/Júlíus Lóa Skúladóttir Castenschiold. eitt helsta sýningarhús Danmerk- ur. Lóa vill gjarnan fá íslenska listamenn til þess að sýna í salnum hennar á Borreby og hún hefur notað tímann í þessari heimsókn sinni núna til þess að heimsækja sýningarsali í Reykjavík. „I fyn'a sýndi Pía Sverrisdóttir glerlista- kona hjá okkur og ég vil endilega fá fleiri íslendinga til þess að sýna hjá mér.” Sérstaða gallerísins er ekki ein- göngu sú að vera staðsett í ævagömlum herragarði heldur einnig sú að þar eru aðeins sýnd verk sem kenna má við nytjalist, það er keramik, textíl- og glerlista- verk sem og skartgripir. Lóa segist alltaf haft mikinn áhuga á allri list- iðn og notagildis þáttur þessara verka höfði sterkt til sín. „Það er auðveldara að taka afstöðu til slíkra verka en til dæmis mál- verka,” segir hún. „Fólk er ekkert í vafa um það hvort því líki við til dæmis keramikskál eða glervasa en þegar það stendur fyrir framan málverk þá á það oft erfiðara með að vita hvað því finnst. Það gáir að því hver höfundurinn er og ef hann er frægur þá segir það: Já þetta er gott!” Keramikin og gler- listin eru nær hversdagslífi fólks að mati Lóu og hún viðurkennir hlæjandi að hún viti lítið um mál- verk. Enn sem komið er galleríið ekki gróðafyrirtæki en Lóa segir að styrkur þeirra sé sá að þær lögðu ekki út í þetta með stórfelld gróðaplön í huga, þótt auðvitað væri ágætt að fá einhvern pening út úr þessu starfi. Þær hafa engan í vinnu hjá sér og gera allt sjálfar sem gera þarf „svo á maðurinn minn húsnæðið og hann hef ég jú í hendi mér!” segir Lóa leiftrandi af kátínu en bætir við alvarleg í bragði að þótt þær græði ekki pen- inga fái þær mikila ánægju út úr þessu starfi og það sé tilgangurinn. I framtíðinni gæti Lóa vel hugsað sér að að koma upp verkstæði í einhveiju af þeim húsum sem enn standa auð á herragarðinum. Þar gæti fólk fylgst með listamönnun- um að vinnu og skoðað svo verkin í salnum. Finnur herragarðsbúandinn Lóa Skúladóttir Castenschiold fyrir ís- lensku blóði í æðum sínum? „Á íslandi finnst mér ég vera ákaflega dönsk en í Danmörku finnst mér ég vera oft dálítið íslensk. En það er alltaf gott að koma til íslands og hér mæti ég mikilli gestrisni og vinsemd. Það er alveg nauðsynlegt fyrir mig að koma hingað reglulega og anda að mér góða loftinu.” GÞG benti á að með kaupum á togaranum Patriki sem í bígerð væru bættist kvóti í byggðarlagið. Þá væri einnig stefnt að utankvótaveiðum og reikn- að með 300 tonnum af steinbítsafla á ári, 90 tonnum af keilu og eitthvað af löngu. Tillaga um sameiningu húsanna var samþykkt með 8912 atkvæðum gegn 627. Tillaga Jóhannesar Páls- sonar, fulltrúa hlutafjárdeildar Byggðarstofnunar, um stjórnarmenn var samþykkt á fundinum. Fyrsti aðalfundur stjórnarinnar fór fram á Breiðdalsvík eftir hluthafafundinn þar. I stjórninni sitja: Björn Hafþór Guðmundsson, Bryndís Þórhallsdótt- ir, Ríkharður Jónsson, Jóhannes Pálsson, stjómarformaður, Þórhalla Snæþórsdóttir, Lárus Sigurðsson og Teitur Sigurðsson. Stöðfirðingar á móti sameiningunni Morgunblaðið leitaði álits nok- kurra starfsmanna í frystihúsunum á sameinginu félaganna tveggja. Þau Margeir Margeirsson, Einar Stefáns- son og Helena Hannesdóttir, sem blaðamaður ræddi við í Hraðfrysti- húsi Stöðvarijarðar, voru sammála um að flestir ef ekki allir starfsmenn fyrirtækisins væru alfarið á móti sameiningu húsanna. „Við höfum staðið vel að vígi hérna megin. Hagn- aður fyrstu átta mánuðina var t.d. um 44 milljónir meðan tap á rekstrin- um í Breiðdalsvík var 11 milljónir. Þess vegna erum við hrædd um að þótt þokkalega gangi töpum við en ef illa gengur tapa náttúrulega báðir aðilar,” sagði Margeir. Helena tók undir orð Margeirs. „Ég er algjörlega á móti sameining- unni eins og flestir starfsmenn hér. Annars höfum við greinilega ekkert um þetta að segja og fáum fréttirnar í gegnum fjölmiðla eins og aðrir. Það eina sem við getum gert er að vinna áfram á þessum giundvelli og auðvit- að er jákvætt að fá skip og kvóta í bygðarlagið þótt okkur þyki þetta of dýru verði keypt.” Þremenningarnir voru sammála um að mannlegi þáttur sameiningar- innar hefði gleymst. „Mér finnst að hreppsnefndin hafi staðið sig afar illa. Hún hefur ekki kallað á okkur á sinn fund til að skýra málið þó hún eigi stóran hlut í fyrirtækinu sem er ijármagnað af útsvörum okkar,” sagði Einar og Helena bætti við að andúð starfsmanna væri að hluta til hræðsla vegna þess að ekkert hefði frést fyrr en sameingin hefði verið ákveðin. „Við vitum ekki heldur hvað tekur við,” sagði Helena. „Við mæt- um í vinnuna 1. nóvember en kannski verðum við send í bíl til Breiðdalsvík- ur,” sagði hún við blaðamann, en andinn í frystihúsinu leyndi sér ekki í orðum þremenninganna og í vegg- skreytingum í kaffistofunni þar sem skrifað hafði verið „Lengi lifi HSS”. Rétta skrefið Á Breiðdalsvík hitti blaðamaður Þórð Þorgrímsson, Soffíu Rögnvalds- dóttiir og Kristínu Sigurey Sigurðar- dóttur. Kristín Sigurey tekur við verkstjórn í Hraðsfyrstihúsi Breið- dælinga 1. nóvember, sama dag og félögin verða sameinuð. „Miðað við það sem ég veit og mér verið sagt er sameining rétta skrefið í stöðunni eins og hún er í dag en maður veit varla nógu mikið til að taka afstöðu. Annars er víst að breytingin verður ekki einn tveir og þrír og hún er meira mál en að sameina stjórnirn- ar,” sagði Kristín. Soffía sagðist í upphafi verið á móti sameiningunni en núna sæi hún ekki að hægt væri að gera annað, enda kvótahallæri. Þórður sagði að flest starfsfólk væri annarrar skoð- unar af þeirri ástæðu að því hefði aldrei verið sagt hvað raunverulega sparaðist með sameiningu fyrirtækja tveggja. „Húsið hér er til dæmis búið betri tækjum en húsið þar og getur tekið á móti meiri sérvinnslu,” sagði Þórður. Hann sagði að ljóst hefði verið frá upphafi að keyra ætti sameininguna í gegn en hluthafar á staðnum ræðu engu. „Ég efast stórlega um að sam- einingin hefði komið til hefðu heima- menn ættu jafnmikið í fyrirtækjun- um hér og þeir á Stöðvarfirði eiga í sínu,” sagði Þórður. Soffía tók undir þetta og bætti við að afar óæskilegt væri að fyrirtækjunum væri stjórnað að sunnan því fólkið á staðnum bæri aðrar taugar til fyriitækjanna en ráðamenn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.