Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 8
i8 MORGUNBLAÐIÐ iDAGBOK SUNNUDAGUR 27*:OKTÓBER 1991 1X\ \ er sunnudagur 27. október, 22. sd. eftir UVJT Trínitatis, 300. dagurársins 1991. Árdeg- isflóð í Reykjavík kl. 8.29 og síðdegisflóð kl. 20.52. Fjara kl. 2.16 ogkl. 14.50. Sólarupprás í Rvík kl. 8.53 ogsólarlag kl. 17.29. Myrkur kl. 18.20. Sólin er í hádegjsstað í Rvík kl. 13.12 ogtungliðerí suðri kl. 4.33. (Almanak Háskóla íslands.) Varpið því eigi frá yður djörfung yðar. Hún mun hljóta mikla umbun. (Hebr. 10,35.) ÁRNAÐ HEILLA QAára afmæli. Á morgun, OV/ 28. október, er átt- ræð Kristjana J. Jónsdóttir, Fjóluhvammi 1, Hafnar- firði. Hún verður að heiman. 7 Oara a^mæ''- Á morgun, I V/ 28. þ.m., er sjötug frú Ingibjörg Vídalín Jóns- dóttir frá Haukagili, Gras- haga 19, Selfossi. Maður hennar ér Ingvar Sigurðsson kaupmaður. Þau taka á móti gestum í dag, sunnudag, á heimili sínu. "VTT- þ.m., er sjötug Sigríður Þor- grímsdóttir, Hringbraut 99, Keflavík. Maður hennar var Sölvi Óiafsson kaupmaður, lést 1987. Hún tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu þar í bænum eftir kl. 18 á afmæl- isdaginn. KROSSGATAN LÁRÉTT: - 1 í uppnámi, 5 gráu hárin, 8 þolað, 9 birgð- ir, 11 leika illa, 14 spil, 15 skáru, 16 plagg, 17 kveikur, 19 innyfli, 21 var eigandi að, 22 umhyggjusamt, 25 dugn- að, -26 málmur, 27 svelgur. LÓÐRÉTT: — 2 þannig, 3 hagnað, 4 beð, 5 slæm með- ferð, 6 borðandi, 7 ílát, 9 hégómaskapur, 10 sjávardýr, 12 böggull, 13 mjög slæma, 18 illgresi, 20 rugga, 21 árla, 23 einkennisstafir, 24 kind. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRETT: — 1 askan, 5 báran, 8 rokan, 9 bætir, 11 raska, 14 puð, 15 rekka, 16 afræð, 17 rýr, 19 vald, 21 smán, 22 lónunum; 25 löa, 26 ýra, 27 aum. LÓÐRETT: - 2 snæ, 3 ari, 4 norpar, 5 barðar, 6 ána, 7 auk, 9 búrhval, 10 túkalla, 12 stramma, 13 arðinum, 18 ýsur, 20 dó, 21 SU, 23 ný, 34 Na. FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1674 lést sálma- og trúarskáldið Hall- grímur Pétursson. KVENFÉL. Hringurinn heldur árlegan basar sunnu- daginn 3. nóv. nk. Er nú gluggasýning á basarmunun- um í versluninni Dömunni í Lækjargötu. Basarinn verður haldinn í Fóstbræðraheimil- inu við Langholtsveg. JC Hafnarfjörður efnir til kynningarfundar á starfsemi sinni í kaffistofu Hafnarborg- ar, Strandgötu, mánudags- kvöldið kl. 20.15 og er fund- urinn öllum opinn. KVENFÉL. Freyja í Kópa- vogi efnir til spilafundar í dag. Kl. 15 verður spiluð fé- lagsvist á Digranesvegi 12 þar i bæ. NÁTTÚRUFRÆÐIFÉ- LAGIÐ heldur fyrsta fræðslufundinn á haustinu mánudagskvöldið í Odda, stofu 101. Haukur Tómas- son jarðfræðingur og forstjóri Vatnsorkudeildar Orkustofn- unar flytur erindi sem hann nefnir: Hamfarahlaup í Hvítá og Jökulhlaup af Kili. Hann hefur um árabil rannsakað ummerki um jökulstífluð lón á Kili og flóð niður Hvítá í Ámesþingi. Eins og aðrir fræðslufundir Hins. ísl. nátt- úrufræðifélags er fundurinn öllum opinn. ITC-deildin Eik heldur fund mánudagskvöldið kl. 20.30 á Hallveigarstöðum, inng. frá Öldugötu. SÓKN & Framsókn efna til spilakvölds á miðvikudags- kvöldið kl. 20.30 í Sóknar- salnum, Skipholti 50a. Lýkur þá tveggja kvölda félagsvist. Verðlaunaveitingar og kaffi. LYFJAFRÆÐINGAR. I tilk. í Lögbirtingablaðinu frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu segir að Jóna Björk Elmarsdóttir hafí fengið starfsleyfí sem lyfja- fræðingur, svo og Helena Líndal Baldvinsdóttir. FÉL. eldri borgara. í dag kl. 14 verður spiluð félagsvist í Risinu og kl. 20 dansað í Goðheimum. Mánudag er opið hús í Risinu kl. 13-17. Silfur- línan svarar kalli virka daga kl. 16-18. Nk. þriðjudag verð- ur skáldakynning í Risinu kl. 15. Silja Aðalsteinsdóttir seg- ir frá skáldinu Steini Steinar. AGLOW, kristileg samtök kvenna í Rvík, halda mánað- arlegan fund sinn mánudags- kvöldið kl. 20 í kaffísal As- kirkju og hefst með kaffíveit- ingum kl. 20. Ræðu flytur Jódís Konráðsdóttir, ritari Aglow-samtakanna. Guðný Einarsdóttir syngur einsöng. Fundurinn er opinn öllum konum. SÉRFRÆÐIN G AR. Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur veitt þessum læknum sérfræðingsviður- kenningu, Hjördísi Hall- dórsdóttur, sérfræðingi í heimilislækningum. Páll Torfi Onundarson hefur hlotið sérleyfísstarfsleyfí í al- mennum Iyflækningum og Kristinn Tómasson sérfræð- ingur í geðlækningum og embættislækningum. JÓLAFRÍMERKI. í tilk. frá Pósti & síma segir að jólafrí- merkin í ár komi út 7. nóv- ember næstkomandi, í verð- gildunum 30 og 35 kr. Frí- merkin, „sýna að þessu sinni jólaljósið og ljós stjarnanna í ísl. skammdegi”, segir í fréttatilk. um frímerkin. Að venju verður í umferð sér- stakur dagstimpill. Listmálar- inn Eiríkur Smith er hönn- uður þeirra. Þetta er í tíunda skiptið sem Póstur & sími gefur út jólafrímerki. GERÐUBERG, félagsþjón. aldraðra. Mánudag kl. 14 kemur sr. Halldór S. Gröndal í heimsókn. Hann mun þá lesa úr bók sinni: Tákn og undur. KÓPAVOGUR. Kvöldvaka, vetrarfagnaður félagsstarfs aldraðra, í kvöld kl. 20.30 í Fannborg 2. Skemmtidag- skrá og kaffiveitingar. VESTFJARÐAUMDÆMI. Fjármálaráðuneytið augl. fyrir nokkru í Lögbirtingi að staða skattstjóra Vest- fjarðaumdæmis væri laus til umsóknar og rennur um- sóknarfresturinn út nk. þriðjudag. Kveðið er á um menntun umsækjenda: lög- fræði, hagfræði, viðskipta- fræði eða að hafa hlotið lög- gildingu í endurskoðun. KIRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA. Æsku- lýðsstarf í kvöld kl. 20. For- eldramorgnar í safnaðar- heimili kirkjunnar á þriðjudag kl. 10-12. GRENSÁSKIRKJA. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA. Mánudagskvöld kl. 20.30 verður safnaðarkvöld í safn- aðarheimili kirkjunnar. Grét- ar Sigurbergsson geðlækn- ir ræðir um breytingaskeið kvenna og karla. Lárus Sig- urðsson leikur á gítar. Kaffi- veitingar og að lokum helgi- stund í kirkjunni. NESKIRKJA. Æskulýðs- fundur kl. 20 mánudagskvöld. Nk. þriðjudag er mömmu- morgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. FELLA- OG Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 18 mánudagskvöld. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudags- kvöld kl. 20.30. Söngur, leik- ir, helgistund. Upplestur í Gerðubergi kl. 14.30. Fyrir- bænir í kirkjunni mánudag kl. 18. SELJAKIRKJA. Fundur hjá KFUK, yngri deild, kl. 17.30, mánudag, eldri deild kl. 18.30. Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela kl. 20. Helgistund og heimsókn úr æskulýðsfé- lagi Laugameskirkju. KRISTIN íhugun og bænalíf er heitið á ráðstefnu sem verður í Seltjarnarneskirkju og stendur 28.-29. okt. á veg- um kirkjunnar og „Ungs fólks með hlutverk”. Fyrirlesari á ráðstefnunni er bandarísk kona, Joan Nessep. Hún hef- ur víða kennt á námskeiðum og kyrrðardögum í kirkjum og hjá samfélögum. Ráð- stefnan er öllum opin. Fyrir- lesturinn er þýddur á ísl. jafn- óðum. Skráning þátttakenda fer fram í Seltjarnarnes- kirkju. Ráðstefnan hefst kl. 20 á mánudagskvöld, sem fyrr segir. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN. í dag eru væntanlegir að utan Selfoss og Grundarfoss. MINNINGARKORT Minningarspjöld Málrækt- arsjóðs eru seld í ísl. mál- stöð, Aragötu 9. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 25 ÁRUM Hamrafell, stærsta skip íslenska flotans, hefur verið selt til Indlands. Skipið sem er olíuskip og er eign skipadeildar SIS er nú í hafnarborg- inni Konstansa í Rúme- níu. Það er væntanlegt hingað heim í byrjun næsta mánaðar og er það í síðasta sinn sem það kemur með olíuf- arm. Ástæðan til þess að skipið hefur verið selt er að enginn rekstrar- grundvöllur hefur verið fyrir það hér á landi. ★ Sagt er frá því að Sigl- ingadómur hafi veturinn 1965 fjallað um kærur á hendur 16 skipstjórum síldveiðiskipa fyrir að hafa ofhlaðið skip sín. Hlutu þeir ýmist sektir eða sluppu með áminn- ingu. Lögum samkvæmt varðar það missi réttar til skipstjórnar eigi skemur en 3 mán., ef skip er á ferð óhaffært, án þess að brýnasta nauðsyn beri til. ★ Austur á Eyrarbakka gerðist það að lögreglan á Selfossi kom þangað ásamt dýralækni vegna þess að þar var komin upp hundapest. Voru all- ir hundarnir í þorpinu aflífaðir, 20 talsins. ★ í Víetnam kom Banda- ríkjaforseti í heimsókn til herstöðva.bandaríska hersins. Hann hét því í ræðu að ekki yrði farið á bak við einn eða neinn, hermennina eða íbúa S- Víetnam. Asíubúar tre- ystu Bandarikjamönnum til að sýna að ofbeldi eigi engan rétt á sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.