Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 Hver kemur sér aæst uim kmnwsnreattlu? Saddam ekki enn úr leik eftir Guðm. Halldórsson MARGT bendir til þess að Saddam Hussein íraksforseti haldi áfram tilraunum til að koma sér upp kjarnorkusprengju þrátt fyrir refsiað- gerðir og tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að gera áform hans að engu að sögn eftirlitsmanna SÞ. Upplýsingar, sem þeir hafa aflað í fimm ferðum til íraks, gefa til kynna að Vesturveldunum muni ekki takast að koma í veg fyrir að Irakar verði kjarnorkuveldi að sögn brezka blaðsins Sunday Times. Helmingur kjarnorkumann- virkja íraka laskaðist í Persaflóastríðinu, en'þeir búa enn yfir nægri þekk- ingu og taekni til að fram- leiða kjarnasprengju að dómi eftirlitsmannanna. Enn vinna 20.000 að kjarnorkuáætlun íraka samkvæmt launaskrá, sem hefur fundizt, og aðeins 2.000 hefur verið sagt upp. Mikilvægur búnaður til að framleiða kjarnorkuvopn'hefur verið fluttur á leynilega staði og fundizt hafa fyrirmæli til yfirmanna kjarnorkuvera um að eyðileggja eða fela skjöl og búnað. Rétt áður en stríðið við Persaflóa hófst spáði bandaríska leyniþjón- ustan því að íraskt kjarnavopn yrði tilþúið til notkunar eftir áratug. Skjöl og áætlanir, sem eftirlitsmenn SÞ hafa komizt yfír, segja aðra sögu. Gögnin sýna að írakar hefðu getað fullgert kjarnorkusprengju á 18 mánuðum. Skortur á stöðugum birgðum af efnabættu úrani var það eina sem kom í veg fyrir að þeir gætu gert tiiraun með sams konar sprengju og var varpað á Nagasaki 1945. Ef þær birgðir hefðu verið nægar hefðu þeir ef til vill getað komið sér upp kjarnorkuvopnabúri á tveimur mánuðum að sögn for- manns eftirlitsnefndarinnar, Davids Kays. Kay kvað „nánast ótrúlegt” hve langfc kjarnorkuáætlun íraka hefði verið komin og samstarfsmenn hans töldu „hrollvekjandi” hve mikið þeim hefði miðað áleiðis í gerð flók- ins kveikjubúnaðar. Seinna var haft eftir Kay að írakar hefðu einnig unnið að gerð vetnissprengju. Ný- fundin skjöl sýna að þeir ráðgerðu framleiðslu á lithíum-6, sem er að- eins notað í vetnissprengjur, þótt slíkt efni hafi ekki fundizt. Erlend aðstoð Eftirlitsmennirnir hafa ekkert viljað segja um erlenda_ aðstoð við kjarnorkuvopnasmíði íraka. Að sögn Financial Times mun grunur líklega beinast að Pakistan eða pakistönskum vísindamönnum, sem hafa starfað við kjarnorkuáætlun Iraka. Mörg erlend fyrirtæki virðast hafa komið við sögu kjarnorkuáætl- unar Iraka, óafvitað eða vísvitandi. Öflun efna, búnaðar, sérþekkingar, ráðgjafar og lána erlendis frá til að smíða sprengjur og eldflaugar virðist ekki hafa valdið erfiðleikum. Einn eftirlitsmannanna sagði að þeir hefðu fundið skjöl og bæklinga „frá nær öllum rafeinda- og verk- fræðifyrirækjum Evrópu og Banda- ríkjanna”. Nefnd þeirra á að skera úr frá hvaða fyrirtækjum og löndum írakar hafi fengið birgðir, sem þeir gátu notað til að koma sér upp kjarnavopnum. Fyrirtækin munu skipta hundr- uðum, en aðeins 10 gegndu mikil- vægu hlutverki. Viðskiptin voru oft fullkomlega lögleg. Stundum urðu írakar sér aðeins úti um sýnishorn til að líkja eftir. Margt af því sem þeir fengu var hægt að nota í ýms- um tilgangi. Samkvæmt Financial Times telja eftirlitsmennirnir að írakar hafi komizt yfir teikningar frá ensk-hoí- lenzk-þýzku efnabætingarfyrir- tæki, Urenco, og notað þær til að koma sér upp búnaði til að fram- leiða efni í kjarnasprengju. Utflutn- ingsskýrslur sýni að Irakar hafi fengið hluti, sem hafi mátt nota í kveikjubúnað, frá bandarísku fyrir- tæki. Einn helzti maður kjarnorku- áætlunar Iraka, Abdul Qader Khan, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi 1983 að honum fjarstöddum fyrir að reyna að afla leynilegra upplýs- inga um hollenzka tækni. Dóminum var hnekkt 1986 vegna galla á málsmeðferð. Khan vann á rann- sóknarstofu, sem tengdist Ultra- Centrifuge Nederland (UCN), hol- lenzka aðilanum að Urenco. „Hvítklæddir málaliðar” Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) í Vín hefur verið gagnrýnd fyrir slælegt eftirlit vegna þess hve vel írökum tókst að halda fyrirætl- unum sínum leyndum. Stofnunin varð einskis vísari þrátt fyrir tvær eftirlitsferðir á ári til íraks áður en Persaflóastríðið hófst. Nú viður- kennir IAEA að iitlar líkur séu til þess að takast megi að hafa upp á kjamorkubúnaði, sem er horfinn. Auðvelt er að fela hann, jafnvel í verksmiðjum. írakar neita að skýra frá því hvar mikilvæg kjarnorkuefni eru niðurkomin. Ofundnar eru þijár lestir af þungu vatni, sem þeir fengu 1980 og geta notað til að framleiða plútóníum. Engin svör hafa fengizt við því hvernig þeim tókst að fram- leiða hálft kíló af efnabættu úrani, sem fannst. írakar hafa verið sak- aðir um lygar og skjalafals, búnað- ur hefur verið grafinn í eyðimörk- ina, efnum ekið fram og aftur milli felustaða og vörumerki hafa verið afmáð. Voldugustu leyniþjónustustofn- anir heims urðu ekki varar við ár- angur Iraka í kjarnorkumálum. Því hafa þær spurningar vaknað hvaða aðrar þjóðir kunni að hafa náð jafn- miklum árangri á laun og hvaða ráðum skuli beita til að afstýra hættum, sem frá þeim kunni að stafa. Lítið sem ekkert er vitað um ír- ösku kjarnorkuvísindamennina og starfsbræður þeirra í mörgum öðr- um löndum búa yfir eins mikilli þekkingu. Vegna niðurskurðar kjarnavopna missa margir kjarn- orkuvísindamenn atvinnuna og her- fræðingar vara við hættu frá „hvít- klæddum málaliðum” að sögn Eftirlitsmenn skoða efnasprengjur. Hið fullkomna vopn hpyðjuverkamannsins Plútonsprengja, sem vegur um 1 tonn með öllu, hefur sprengikraft á við 680 tonn af TNT. Sprengjan er í sjálfu sér mjög ófullkomin og því þrátt fyrir að hún noti ríflega þrisvar sinnum meira plúton en notað var í Nagasakí-sprengjunni er sprengikrafturinn minni. Sprengikrafturinn hefur þó engan veginn allt að segja, því geislunin yrði að líkindum fleiri að fjörtjóni, enda myndi tæpur heimingur sprengikraftsins beinast niður á við og skilja eftir sig djúpan gíg. Mótaðar sprengihleðslur, sem springa 36 kg plútonhleðsla, sem er samþjöppuð í 18 inn á við. Sprenging þeirra mun þjappa cm breiða kúlu. Umhverfis hana er hægt að plútoninu enn trekar saman og valda hata hjúp úr úraní eða öðrum þungmálmum til kjarnorkusprengingu. þess að ná mismunandi geislunaráhritum. Stjórntæki sprengjunnar, klukka eða fjar- stýribúnaður eru tengd við hvellhetturnar. Hvellhettur eru í ysta sprengjulaginu og samtengdar. írakar hafa verið sakaóir um lygar og skjalafals, búnaóur hefur verið grafinn í eyðimörkina, efnum ekið fram oq aftur milli felustaða oq vöru- merki hafa verið afmáð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.