Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 16
16 — MORGUNBLAÐIÐ gUNNUDAGUR 27. QKTÓBKR ,1,9^1 milljarðar á VOGARSKÁLUM viðvaninga eftir Sindra Freysson Á hverju ári eru nýjar fast- eignir, oghluti eldri fasteigna, metnarfyrir rúmlega 70 milljaröa. Ýmislegt bendir til þess, að þeir rúmlega 400 brunabótamenn sem sinna stórum hluta þessara mata, séu ekki hlutverki sinu vaxnir, og aó gnðarlegur misbrestur sé á að lánastofnanir og dómstólar geri nauðsynlegar kfófur til brunabótamats og matsmanna, en ótal milljarðar eru lánaðir út á mat á brunabótum, sem virðast ífjölda tilvika ákaflega óraunhæf Hér er stiklað á stóru um umfangþessa málaflokks, vinnubrögð brunabótamanna, sinnuleysi lánastofnana, sem hiróa jafnvel oft á tíðum ekki um að kanna raunverulega veðhæfni lántakanda, ogábyrgð dómstóla sem skiþa brunabótamenn. Úttektsem þessi getur aldrei oróið tæmandi, en óskandi er að henni takist að benda á hve víða þottur er brotinn, og aó úrbóta séþörfhið bráðasta. Heildarverðmæti metinna fast- eigna hjá Fasteignamati ríkisins á land- inu öllu er rúmlega 706 milljarðar, miðað við verðlag í lok síðasta árs, og sam- kvæmt hagtölum frá Seðlabanka er íbúðarhúsnæði þar af um 300 milljarðar. Með hliðsjón af upplýs- ingum frá Fasteignamati ríkisins, tryggingafélögum og bönkum, má telja líklegt að heildarverðmæti nýrra fasteigna sem metnar eru á hveiju ári, auk um 10% af eldri fasteignum, sé varlega áætlað rúm- lega 70 milljarðar króna. í stórum dráttum skiptist það svo, að bruna- bótafélögin meta fasteignir fyrir um 38 milljarða, Fasteignamatið fyrir um 21 milljarð, og bankar fyrir um 10-15 milljarða. Auk þess eru ný- möt Viðlagatryggingar Islands u.þ.b. 5% af öllu sem þeir tryggja á ári fyrir utan brunatryggingu, eða að meðaltali um 5-6 milljarðar. Þessar tölur sýna glöggt gífur- legt umfang matsmála hérlendis, og hve rangt mat getur valdið ýmsum aðilum óbætanlegu tjóni. Matskerfið býður hættunni heim Ljóst er að gífurleg verðmæti eru í húfi fyrir þá aðila sem taka veð í fasteignum, ef upplýsingar um verðmæti þeirra eru rangar. Hér er aðallega um að ræða banka og aðrar lánastofnanir. Að nota bruna- bótamat eða ákveðinn hundraðs- hluta afþvísem grundvallarviðmið- un um veðhæfni fasteigna, ber vott um furðulegt ábyrgðarleysi, en eins þversagnarkennt og það virðist vera, nota sömu aðilar, svo sem bankar og lánastofnanir, matið og eiga þeir þó mest í húfi. í eðli sínu þjónar brunabótamatið allt öðrum tilgangi en að endurspegla mark- aðsverð húsnæðis, og að þessu leyti er ekki við matsmenn brunabótafé- lagsins að sakast. En núverandi matskerfi býður hættunni heim, um að matið sé unnið illa eða a.m.k. afar slælega, því matsmenn skipta hundruðum á landinu, þeim er illa greitt fyrir vinnu sína og menntun þeirra á þessu vandasama sviði er mjög ábótavant, oft jafnvel lítil sem engin. Matsmaður þarf að ráða yfir mikilli þekkingu til að valda starfi sínu. í sem stystu máli þarf mats- nrdður að ráða yfir víðtækri þekk- ingu á markaði, tekjumöguleikum á eignum og byggingarkostnaði, til þess að hafa yfirsýn yfir þá ijöl- mörgu þætti sem ákvarða markaðs- verð fasteigna. Það skýtur því skökku við, að algengt virðist vera að líta á matsstörf sem bitlinga til að friða aðgerðarlitla menn, er virð- ast margir hveijir telja, að ekki svari fyrirhöfn að vinna mat í réttu samræmi við mikilvægi þess, þ.e. ef þeir búa yfir nauðsynlegri þekk- ingu. Afleiðingar þessara vinnu- bragða, sem í fjölda tilvika valda því að ekki er til rétt mat á verð- mæti þeirra fasteigna sem sem bankar og lánastofnanir lána út á, geta valdið hluthöfum og sparifjár- eigendum ómældu tjóni, einkum ef lántakendur verða gjaldþrota sem ótal dæmi eru um. Einnig geta húseigendur og/eða eigendur lausa- fjárs orðið fyrir verulegum skakka- Morgunblaðið/Sverrir föllum ef eign þeirra er vanmetin í tjónstilfellum. Örfá dæmi Nokkur nýleg dæmi um hve bankastofnanir hafa tapað miklu á röngu mati, eru gjaldþrot aðila í laxeldi, loðdýrarækt og nýlegum hótelrekstri, s.s. Holiday Inn (kostnaðarverð um 800 milljónir og brunabótamat áþekkt, en söluverð á uppboði aðeins um 300 milljónir), Hótel ísland (kostnaðarverð um 1.200 milljónir, brunabótamat um 1.597 milljónir, en selt fyrireinung- is 725 milljónir), Hótel Ork í Hvera- gerði o.s.frv. Þetta er einungis lítið brot þeirra fyrirtækja sem fengið hafa háar fjárhæðir lánaðar, þ.s. brunabótamat hefur oftast nær ver- ið notað sem grundvöllur að veð- hæfni eignarinnar, en aldrei verður *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.