Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 17
of oft minnt á, að brunabótamatið er ekki nothæft til viðmiðunar þeg- ar veð á í hlut. í viðtalinu hér við hliðina gagn- rýnir Guttormur Sigurbjörnsson fasteignasala harðlega, og segir, að hann myndi aldrei fela fasteigna- sala sem ekki hefði sérhæfðan matsmann í sinni þjónustu, að verð- leggja fasteign sína til sölumeðferð- ar. Viðmælendur Morgunblaðsins taka undir gagnrýni Guttorms á fasteignasala, en geta þess þó, að sjaldan er hægt að setja alvarlega út á vinnubrögð þeirra vegna mats á almennu íbúðarhúsnæði, eða skrifstofuhúsnæði á helsta mark- aðssvæði landsins, en um leið og stærri og sérhæfðari eignir eiga í hlut, eykst ónákvæmnin mjög. Einn heimildarmanna Morgunblaðsins segir: „Hugsanlega vegna vanþekk- ingar fasteignasala á efnislegu verðmæti eigna, gefa þeir oft á tíð- um rangar upplýsingar um verð- mæti fasteigna og þróun markaðs- ins verður því óeðlileg, stundum er verðið of hátt, stundum of lágt.” Einungis ein íslensk fasteignasala hefur sérmenntaðan matsmann á sínum snæram, og gefur það glögga mynd af ástandi mála og ríkjandi hugarfari. Afrek að hægt sé að framkvæma brunabótamat Dómskvaðningu brunabóta- manna annast dómarar í viðkom- andi lögsagnardæmi. A suðvestur- horninu er fremur auðvelt að ná til hæfra manna á þessu svið, en úti á landi getur það verið erfiðleikum bundið, sökum fámennis. Hinn fjöl- menni hópur sem framkvæmir brunabótamatið, er eins og áður kom fram, skipaður um 400 manns. „Það má með sanni segja, að um nokkurt afrek sé að ræða, að tak- ast skuli að framkvæma brunabóta- mat í landi, sem ekki hefur á að skipa nema innan við eitt hundrað manns, er teljast faglega hæfír til, þeirra starfa,” segir Guttormur Sig- urbjörnsson um þennan þátt mála, „en þetta er aðeins einn þáttur þess alvöru-og andvaraleysis, sem ríkir hérlendis í þessum málum.” Og fleira kemur til, í niðurstöðum nefndar frá_1985, er skipuð var til að endurskoða matskerfi fasteigna- mats ríkisins og branabótamat, uppbyggingu þeirra og fram- kvæmd, segir: „Ástæða er til að ætla, að gæði brunabótamatsins séu mjög misjöfn eftir umdæmum og jafnvel tegundum fasteigna. Óljós skilgreining brunabótamats gerir matsmönnum erfitt fyrir og skapar misræmi, skortur á samræmdum upplýsingum um byggingarkostnað húsa og aðrar matsforsendur er' bagalegur, alitof iangur tími milli endurskoðunar á mati veldur sums staðar verulegum skekkjum.” Nefndin taldi þó skipulag brunbóta- matsins vera meginvanda þess, og bætir við síðar: „Þeir (brunabóta- menn) starfa sjálfstætt hver í sínu umdæmi og lúta engri samræmdri yfirstjórn.” Og síðar: „Nefndin telur ástæðu að til að áætla, að víða sé erfitt í fámennum sveitarfélögum að dómkveðja tvo hæfa og bygg- ingafróða menn til að annast brana- bótamat húsa. (...) Það er skoðun nefndarinnar að ríkjandi skipan þessara mála sé úrelt og ekki væn- leg til að tryggja nauðsynlegt ör- yggi í brunabótamati.” Vitaskuld má finna hér á landi fremur litla hópa manna, sem með sjálfsnámi og starfsreynslu hafa tileinkað sér fagleg vinnubrögð, s.s. tæknifræð- inga, verkfræðinga, lögfræðinga, hagfræðinga o.fl., en flestir hafa þeir matsstörf að aukastarfi. Gunnar S. Björnsson, matsmað- ur hjá Húsatryggingum Reykjavík- ur, segir þetta um gagnrýni Gutt- orms Sigurbjörnssonar á brunabót- amatsmenn: „Brunabótamat, eins og það er unnið í dag, er fjölda- mat. Við þöfum miklar upplýsingar og miðum yfirleitt við byggingar- kostnaðartölur, sem við höfum góð- an aðgang að, auk þeirrar þekking- ar á fasteignum sem við höfum aflað okkur annars staðar frá. Ég held hins vegar, að við höfum oft rekist á ýmislegt í Reykjavík sem styður þá skoðun mína, að gæði MORGUNBIAÐU) SUNNÚÍÍAGUR 27,'ÓkTðÚER 1991 brunabótamatsins séu ekki ýkja frá- brugðin gæðum annars fasteigna- mats. Við gerum líka tjónamat, og aðeins í fáum tilvikum ber mikið á milli tjónamats og brunabótamats. Það eitt út af fyrir sig, sýnir stöðu brunabótamatsins. Matsmenn fast- eigna hafa hins vegar alltaf viljað hafa endurstofnverð og brunabóta- mat á sömu hendi. Það verður samt sem áður að segjast eins og er, að brunabótamat, einkum á lands- byggðinni, er oft unnið af mönnum sem hafa ekki nægilega þekkingu á bak við sig, og eru því ekki vand- anum vaxnir. Ég tek því undir það með Guttormi, að almennt hafi matsmenn, allt fram á seinustu ár, ekki verið nægilega vel að sér.” Að stytta sér leið Sú aðferð sem ýmsir freistast til að nota við mat á fasteignum, hef- ur verið nefnd „sögulegt kostnaðar- mat”, og er oftar en ekki söguleg. Þessu er beitt þegar illmögulegt er að koma við öðrum og betri aðferð- um, og matsmenn hafa litla þekk-. ingu á byggingarkostnaði, ekki er mikill tími til umráða né vilji til þess að leggja í eðlilegan kostnað við mat. Oftast byggist aðferðin á því að framreikna misjafnlega gamlar kostnaðartölur til verðlags á matsdegi, byggingavísitalan er þá yfirleitt notuð. Gallar þessarar matsaðferðar eru stórir, svo sem: 1. Ónákvæmar upplýsingar um raunverulegan kostnað við bygg- ingu húsa. 2. Miklar breytingar hafa e.t.v. orðið á byggingarefnum, tækni, vinnuaðferðum og verðlagningu á vinnu fagmanna á tímabilinu. 3. Byggingavísitalan er mjög ótraústur grundvöllur til að byggja á, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. 4. Af ýmsum ástæðum getur upphaflegt kostnaðaiverð hafa ver- ið óeðlilega hátt eða lágt, og skekk- ir það vitaskuld niðurstöðu. Ólík sjónarmið Vægi kostnaðarmats gæti þó far- ið minnkandi í framtíðinni, því tryggingafélögin reyna nú að koma þeirri lagabreytingu á, að í stað þess að bæta tjón með kostnaðar- mat sem viðmiðun, verði aðeins markaðsverð húss bætt, en mark- aðsverð er oft á tíðum einungis þriðjungur til helmingur af kostnað- arverði fasteignar. Fasteignamat er markaðsverð gegn staðgreiðslu í nóvember á ári hveiju, og er að jafnaði töluvert lægra en nývirði eða brunabótamat. Lögum sam- kvæmt á Fasteignamat ríkisins að meta eignir til markaðsverð með tilliti til staðgreiðslu. í viðtalinu hér á næstu síðu segir þó Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, svo ekki vera: „Fast- eignamat ríkisins býrtil gjaldstofna fyrir skattheimtu, en reiknar ekki út markaðsverð eignar. Þrátt fyrir öll fræði er það þannig á fasteigna- markaðinum að lögmál framboðs og eftirspurnar stjórna verðmynd- un. Við (fasteignasalar) höfum fingur á púlsi markaðsins, og ef leitað er að mati einu og sér, þarf að líta á tilgang og sjónarmið mats- ins, hvort það sé gert til að kanna veðhæfni, markaðsverð eða annað.” Þetta horfir einkennilega við, eink- um í ljósi þeirrar staðreyndar, að samkvæmt reglum frá 1978, er fasteignasölum og öðrum þeim er milligöngu hafa um fasteignavið- skipti, skylt að afhenda Fasteigna- mati ríkisins samrit af kaupsamn- ingum um leið og þeir hafa verið gerðir. Fasteignamatið fær því mik- ið magn samninga sem unnið er úr jöfnum höndum. Söluskilmálar eru skoðaðir vandlega, og afföll af væntanlegum skuldbindingum og skuldabréfum metin á markaðs- gengi og samningarnir færðir til staðgreiðsluvirðis. Fjóram sinnum á ári er síðan unnið meðaltal úr öllum innkomnum samningum til Matsmannaskólinn stofnaður til að sporna við mistökum og metnaðarleysi: Ástand matsmála er mjög slæmt hérlendis - segir Guttormur Sigurbjörnsson, fyrrverandi forstjóri Fasteignamats nkisins MATSMANNASKÓLI íslands var stofnaður 1989 til að mennta matsmenn og reyna að stuðla þannig að vandaðri vinnubrögðum í matsstörfum, en að sögn Guttorms Sigurbjörnssonar, fyrrverandi forstjóra Fasteignamats ríkisins og núverandi ritara Yfirfasteigna- matsnefndar, eru brögð að því að ýmsar stofnanir styðjist við ótraust mat á fasteignum, og að í engu öðru fagi þar sem jafnmikil verð- mæti eru í húfi, sé meira fúsk. Hann telur tímabært að trj'ggingafé- lög, lánastofnanir, og almenningur allur, vakni til vitundar um al- vöru þessa máls og fari að gera auknar kröfur um gæði þegar meta á fasteiguir. „Forsaga þess að Matsmanna- félag íslands var stofnað árið 1987, er sú að hingað til lands var feng- inn bandarískur sérfræðingur í matsmálum til námskeiðahalds. Þeir sem unnu við að meta fast- eignir að aðalstarfi, stofnuðu síðan félagið. Fljótlega var ljóst að ástandið í þessum málum hérlendis er allsendis ófullnægjandi, og sár- lega þyrfti að hefja fræðslu í mats- málum,” segir Guttormur Sigur- bjömsson.„Framþróun matsmála hefur gengið ákaflega hægt hér á landi og miklu hægar en í ná- grannalöndum okkar. Við menntun fasteignasala finnst mér t.d. ekki lögð nægileg áhersla á þennan þátt. Þessir menn era oft að verð- leggja aleigu heilla fjölskyldna. Ég myndi aldrei, eftir þá reynslu sem ég hef í þessum málum, fela fast- eignasala sem ekki hefur sér- menntaðan matsmann í sinni þjón- ustu, að verðleggja fasteign mína til sölumeðferðar. Vönduð fast- eignasala þarf, að mínu mati, að hafa sérmenntaðan matsmann í sinni þjónustu.” Kröfur lánastofnana of litlar mæti eru í húfi, sé meira fúsk. En það undarlega gerist, að margar lánastofnanir taka þessar ágiskanir alvarlega sem veðmat, og sýnir þetta vel þá óvarkámi sem þarna er á ferðinni. Veðmat er allt annar hlutur en óvandað massamat (mat sem einfaldar matsaðferðir, s.s. lauslega áætlað verð á fermetra eða mmmetra. Innsk. blm.) eins og branabótamatið er. Ég hef oft undrast hve litlar kröfur lánastofn- anir hérlendis gera til veðmats. Þær, lána háar ljárhæðir út á fasteignir, og hver einasti maður hlýtur að skilja, að áreiðanlegar upplýsingar þurfa að vera til staðar í því sam- skuldsettur, óg hafi notfært brana- bótatilatið sér í hag. Ef einhver frá Matsmannafélaginu skilaði inn mati sem þessu, fengi hann umsvif- alaust ákúrar fyrir að bijóta siða- reglur. Menn verða að muna, að brunabótamatið er massamat og er fyrst og fremst gjaldstofn fyrir brunabótagjöld. Það er sjaldgæft að á það reyni í sambandi við elds- voða og skyld tjón, því þá er skað- inn metinn sérstaklega og menn fá ekki einhveijar fúlgur greiddar út á augljóslega rangt mat. Alvar- legast er, ef lánastofnun notar svo ótraust mat sem tryggingu fyrir láni.” Gloppan er í kerfinu - Teljið þið þá að einhveijir not- færi sér hugsanlega rangt mat á fasteign, eða hafi annan hag af slíku? „Ég hef ekki áþreifanlegar sann- anir, og því fullyrði ég ekki um þá hluti. En ef að lánastofnun trúir því eða vill trúa því, að brunabóta- „Ég er ekki að deila á hina rúmlega 400 matsmenn sem slíka, það er ákaflega erfitt aðgera háar menntunarkröfur til þessa mikla fjölda, en afleiðingin er sú, að brunabótamat- ið er ákaflega ófaglega unnið. Raunar má segja, að ekki í neinu öóru fagi þar sem jafn mikil verðmæti eru í húfi, sé meira fúsk. ” „Matsstörf eru mjög sérhæfð, og menn þurfa að undirbúa sig gaumgæfilega fyrir þau eins og önnur sérhæfð störf. Þetta lýtur sömu lögmálum og menntun verk- fræðinga, lögfræðinga og annarra fagmanna. Ætli fólk að fá mat á eignum sínum, þarf það að fá til þess menn sem hafa sérþekkingu á slíku. Branabótamat t.d. er fram- kvæmt af tveimur mönnum í hveiju sveitafélagi, um 400 manns hafa þetta að aukavinnu. Tveir menn í hlutastarfi í Reykjavík, þótt þeir séu starfinu vaxnir, geta ekki séð um brunabótamat í allri Reykjavík svo að í lagi sé, það gefur auga leið. Ég er ekki að deila á hina rúmlega 400 sem slíka, það er ákaflega erfitt að gera háar mennt- unarkröfur til þessa mikla fjölda, en afleiðingin er sú, að branabóta- matið er ákaflega ófaglega unnið. Raunar má segja, að ekki í neinu öðru fagi þar sem jafn mikil verð- bandi, ekki ágiskanir. Menn þekkja vafalaust mörg dæmi þess að lána- stofnanir hafi tapað háum fjárhæð- um vegna þessa.” - Vitið þið um vinnubrögð sem virðast á einhvern hátt ámælisverð eða mjög umdeilanleg? „Það mætti að sjálfsögðu nefna ótal dæmi, en ágætt dæmi um ein- kennileg vinnubrögð er brunabóta- matið á flugskýli 1 á Reykjavlkur- flugvelli, en samkvæmt upplýsing- um frá Húsatryggingum Reykja- víkur, var skýlið metið á rámar 160 milljónir árið 1989, en hefur lækk- að niður í tæpar 79 milljónir, sam- kvæmt mati frá júlímánuði þessa árs. Á sama tíma er það metið í Fasteignamati á rúmar 7 milljónir, sem er meira en ellefu sinnum lægri upphæð. Þegar tölur sem þessar ber fýrir sjónir, læðist að manni sá grunur, að eigandi sé töluvert mat sé raunhæft veðmat, veit mað- ur ekki hvort óprúttnir menn geti notfært sér tilfeili sem þessi. Ef brunabótamatið er notað sem veð- mat, er augljóst að það er hag- stætt fyrir lántakandann í þessu tilfelli. Gloppan er í kerfinu, og kannski hefur einmitt það komið mér mest á óvart, hve sinnulausar lánastofnanir hafa verið í sambandi við Matsmannaskólann og þær námsstefnur sem boðnar hafa verið að undánförnu. Stofnanir, sem maður gæti haldið að ættu mikið undir vel unnu mati. Hugsanlega á þó við í þessu efni, eins og víða annars staðar, að á meðan almenn- ingsálitið er ekki vakandi, þá láta menn fljóta sofandi að feigðarósi. Enginn má þó skilja orð mín svo, að Matsmannaskólinn einn og sér geti bjargað öllu sem aflaga fer á sviði matsmála. Rekstur hans er þó vísir að bættri skipan á þessu sviði. Og óvandað brunabótamat gætu menn sjálfsagt búið við eitt- hvað lengur, telji menn virkiiega að það svari kröfum tímans. Eg held hins vegar, að mönnum sem fást við matsstörf af alvöru, hafi Iengi verið Ijóst, að það sé algjör- lega ónothæft til allra hluta ann- arra en sem álagningarstofn fyrir brunabótaiðgjöld, þau eru það lág að í þvi fellst ekki tilfinnanlegt óréttlæti. En þó að við gerðum ráð fyrir að brunabótamat og fast- eignamat væru vel unnin af mennt- uðum fagmönnum, þá verður þetta alltaf massamat, sem ekki er hægt að nota nema til skattlagningar og annarrar gjaldtöku. Tjónamat og veðmat þurfa að vera af allt ann- arri gráðu, og framkvæmd um leið og þau á að nota, og að sjálfsögðu af reyndum fagmönnum á því sviði. Allt annað er óbrúklegt fúsk.” Umræðan nauðsynleg - Telurðu líklegt að horfa muni til betri vegar á næstunni, eða standa þessi mál í járnum? „Matsmannafélagið er ungt að árum og hefur ekki áunnið sér sess í þjóðfélaginu, gagnstætt því sem gerist hjá nágrönnutn okkar, þar sem sum félaganna eru meira en aldar gömul og hafa meiri og minni íhlutun í þessum málaflokki, þar sem við eigum sjálfsagt langt í land. En ef okkur gæti tekist að hafa einhver áhrif á almenningsá- litið, þá er nokkuð unnið. Það er hér eins og annars staðar, að það er gjarnan reynt að mæta kröfum notendanna. Þegar við komum inn í verslun, þá sættum við okkur illa við að kaupmaðurinn fleygi í okkur einhveiju rusli, því skyldum við þá sætta okkur við illa unnið mat á fasteignum okkar, til hvers kyns nota í viðskiptum eða öðrum til- gangi? Að síðustu vil ég svo segja, að umræða um þessi mál eins og önn- ur er nauðsynleg, ekki síst á opin- berum vettvangi. Hjá stjórnvöldum liggja, að mínu mati, ágætar tillög- ur til úrbóta á kerfinu. Matsmanna- skólinn, sem er fullsetinn í haust, er fýrsti vísirinn að bættri mennt- unaraðstöðu. Ef stjórnvöld fengjust til að líta til nágrannaþjóðanna og sjá hvað við höfum dregist aftur úr í þessum málaflokki, þá held ég að metnaður okkar sé það mikill að breytinga gæti verið að vænta til hins betra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.