Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 23
fortíðar & nútíðar Guðný Gerður Gunnarsdóttir forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri telur mikilvægt að söfn viði að sér hversdagslegum hlutum, ekki síður en dýrgripum, slíkt geri okkur betur grein fyr- ir tengslum okkar við fortíðina. eftir Urði Gunnarsdóttur/Mynd: Rúnar Þór Björnsson KONAN í safninu gætir þess að sýna viðfangsefnum sínum þá auðmýkt sem þeim ber. Hún vanmetur ekki gildi hverdagslegra minja, sem í bland við einstæða listmuni, gefa okkur hugmynd um líf forfeðranna. Guðný Gerður Gunnarsdóttir forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri segir fortíðina skipta máli. Sagan og söfnin sem liana geyma séu ekki ein- göngu til brúks á tyllidögum heldur hafi gildi fyrir fólk dagsdaglega. injasafnið stendur í Innbænum, elsta hluta Akureyrar. Húsið stend- ur upp í brekkunni sem gnæfir yfir þessum bæjarhluta, umvafið trjám. Inni er svalt og þögult þennan morguninn, og tölvugjálfur berst af efri hæðinni. Vinnudagur Guðnýjar er löngu hafinn. Hún er menntaður þjóðháttafræðingur og hefur gegnt starfi forstöðumanns safnsins í tæp þrjú ár. „Þekking um fortíðina auðveldar okkur að setja nútímann og sjálf okkur í sam- hengi,“ segir hún. „Þá er ekki síður mikilvægt að viða að sér hversdags- legum hlutum, þeir öðlast gildi sitt með tímanum, þó ekki séu þeir „dýrgripir" í venjulegum skilningi þess órðs. Það gefur þeim gildi að fólk hafi notað þá við dagleg störf sín.“ Guðný lagði stund á þjóðhátta- fræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, með_ fornleifafræði sem aukagrein. „Ég fór út í nám án þess að vita í raun um hvað það snerist. Það kom í ljós að námið var áhugavert og dvölin í Lundi, sem er fallegur gamall bær, hvatti mig til að halda áfram. Þegar heim var komið fékk ég vinnu á Árbæjar- safni. Það var á vissan hátt eins og að fara í nýtt nám, að læra um eigin þjóð og það sem séríslenskt er. Seinna lá leiðin í framhaldsnám í Kanada þar sem ég lagði stund á mannfræði. Þar var ég í tvö ár áður en ég sneri heim, um það leyti var staða við Minjasafnið á Akur- eyri auglýst, ég sótti um hana og fékk, svo ég flutti norður. Guðný segir að það fyrsta sem hún hafi tekið eftir er hún fiuttist til Akureyrar hafi verið hversu auð- velt væri að búa þar, sér í lagi í samanburði við milljónaborgina Toronto. Vegalengdir, umferð og mengun væru minni og lífið ekki eins þrúgandi og í stórborg. „Sökum smæðar Akureyrar fór ég fljótlega að kannast við andlitin og sam- skipti hér eru miklu mun persónu- legri en í stórum borgum. Þegar ég flutti hingað var ég oft spurð að því hvort Akureyringarnir væru ekki lokaðir og erfitt að kynnast þeim. Þeir hafa jú það orð á sér. Ég hef ekki rekið mig á Akur- eyringar séu eitthvað frábrugðnir öðrum hvað þetta varðar; bærinn er orðinn stór og hér er margt að- fluttra. Ég tók aftur á móti eftir því hversu margir klúbbar og félög eru hér og það virðist vera mikið atriði að fólk sé í einhvetjum slíkum. Hér eru mörg gömul félög, sum hafði ég reyndar aldrei heyrt um fyrr. Þegar ég flutti hingað var mér fljót- lega boðið í Zonta-klúbbinn, sem er alþjóðlegur félagsskapur kvenna og valið inn í eftir starfsstéttum. Klúbburinn hér á Akureyri rekur Nonna- hús og mér fannst það áhugavert auk þess sem ég sá þarna góða leið til að kynnast fólki. Önn- ur féiög hef ég ekki gengið í.“ Minjasafnið er með stærri söfn- um utan Reykjavíkur og er byggða- safn fyrir Akureyri og Eyjafjörð. Tveir fastir starfsmenn eru við safnið, auk Guðnýjar er einn starfs- maður í ljósmyndadeild, og svo starfsfólk yfir sumarið. Það gefur því auga leið að starfssvið forstöðu- konunnar er vítt. Það þarf að bera muni fram og aftur, stilla upp og taka niður. Þegar sest er við skrif- borðið taka við hefðbundin stjórn- unarstörf, stefnumörkun og endur- skipulagning. „Okkur sem vinnum við söfnin finnst oft lítill skilningur á mikilvægi safnanna og við erum orðin vön því að vinna við þröngar aðstæður. En við viljum að það sé tekið mark á okkur þegar við tölum um mikilvægi safnanna." Guðný segir höfuðáhersluna lagða á að byggja safnið upp sem aðalsafnið á Akureyri, endurnýja sýningar og koma safngripum í góðar geymslur. „Safnið er ekki eingöngu fyrir útlendinga. Við vilj- um líka fá Islendinga í safnið, bæði heimamenn og gesti. En þá verða söfnin að bjóða upp á eitthvað sem vekur forvitni, bæði tímabundnar sérsýningar og líka áhugaverðar fastasýningar. Safnakennsla er hluti af því, að fá börn í heimsókn. Við sýnum þeim munina í ró og næði, segjum þeim frá uppruna þeirra og leyfum þeim jafnvel að prófa, t.d. verkfærin. Við vonum svo að þau haldi áfram að koma, verði fastagestir." Það sem gerir söfnin og söguna, sem þar er sögð svo mikilvæg er samhengið, segir Guðný, samhengi fortíðar og nútíðar. Því eigi söfnin ekki eingöngu að segja sögu merka persóna, heldur að gefa hugmynd um hvernig hafi verið að vera uppi áður fyrr. „Við reynum að gefa börnum innsýn í daglegt líf fólks fyrr á öldum í safnakennslunni og vissulega hvarflar hugurinn aftur í tímann þegar gamlir munir eru handleiknir, þegar gengið er inn dimm bæjargöng í torfbæ eða heim- ildir skoðaðar um fjögurra fjöl- skyldna sambýli i húsi sem nú þyk- ir í minna lagi fyrir eina fjölskyldu." Á Akureyri er fjöldi lítilla minn- ingasafna um skáld og merkis- menn; þar er Nonnahús, hús Davíðs frá Fagraskógi og Matthíasar Joch- umson. „Það hefur mikið gildi fyrir bæjarsöguna að varðveita svona hús og innbú þekkta manna, bæði til að halda á lofti minningu þeirra en ekki síður vegna þess að þessi söfn eru dæmi um híbýli og lifnað- arhætti horfins tíma.“ Áhugi Guðnýjar á varðveislu húsa á sér eðlilega skýringu, þá áð hún er for- maður húsafriðunarnefndar. „Ak- ureyri og Eyjafjörðurinn eru draumastaður fyrir hvern þann sem hefur áhuga á húsum og byggingar- sögu. í Eyjafirði eru margar falleg- ar kirkjur, sumar eru með þeim fallegustu á landinu að mínu mati. Og gamla bænum á Akureyri má líkja við safn, stórt safn samfelldrar byggðar sem á að varðveita. Lax- dalshús á að vera nokkurs konar inngangur að elsta bæjarhlutanum en það er jafnframt elsta húsið hér á Akureyri." Guðný er einhleyp og barnlaus og sú spurning vaknar hvort það sé skilyrði fyrir því að ná árangri í starfi og; flytjast út á land ef þess er krafist? „Það er að minnsta kosti auðveldara að flytja milli staða og starfa fyrir einhleypar konur, þar sem sú ákvörðun snertir fyrst og fremst þær sjálfar. Konur með fjölskyldu verða að taka tillit til maka og barna og oft er það ekki þeirra frami sem ræður hvar þær búa.“ Hún er langt að komin í gamlan og gróinn bæ, er hún komin til að vera? „Um sinn en hér eru enn mörg verkefni sem ég er byrjuð á og vil ljúka við en ég verð tæplega hér að eilífu. Ég er fylgjandi því að fólk sé ráðið tímabundið, mér finnst æskilegt að fólk færist á milli starfa í stað þess að vera æviráðið. Víst eru fá störf fyrir fólk með mína menntun á litlum stað eins og Akureyri en ég hef ekki stórar áhyggjur af framtíðar- horfurn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.