Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991 Skútan Nakki kom til Eyja í gærkvöldi: Vélarvana, ljóslaus og með slitrur af segli uppi Vestmaimaevium. Vestmaimaeyjum. „ÉG hef verið á sjó alla ævi, byrjaði fyrst 4 ára, núna veit ég fyrst hvernig alvöru brotsjóir líta út. Ég hélt mér dauðahaldi í bómuna þegar brotin gengu yfir, allt var á svarta kafi og skútan full af sjó. Ég var í þrjá daga í fellihylnum, stormseglið rifnaði í druslur og það eina sem stóð eftir var vírinn sem stóð í köntunum á því,” sagði Bergþór Hávarðsson á skútunni Nakka sem kom til Vest- mannaeyja rétt eftir miðnætti sl. nótt eftir tveggja mánaða sigl- ing^u frá Palm Beach til Islands. Skipverjar á Katrínu VE sáu neyð- arblys er þeir voru á veiðum 12 sjómílur sunnan við Surtsey um klukkan hálfátta í gærkvöldi og reyndist það vera frá Nakka. Skútan hafði þá verið í hafi frá því 29. ágúst er hún lagði af stað frá Palm Beach á Flórída, áleiðis til íslands. Bergþór Hávarðsson var einn á Nakka „Ég lagði af stað 29. ágúst í lygnu frá West Palm Beach og sigldi fyrir vélarafli. Fljótlega lenti ég í óhagstæðum vindi á móti golf- straumnum og var þrjár vikur að dóla á Flórídaflóa. Þegar ég var kominn 200 mílur út á haf, 4. október, lenti ég í hreinum felli- byl, eitthvað það svakalegasta sem ég hef lent í. Þá missti ég seglin og toppurinn á húsinu rifnaði en ég batt hann niður með segli,” sagði Bergþór. 15. þessa mánaðar sá hann danskt flutningaskip og skaut hann upp neyðarblysi. Hann sagðist mest hafa vantað eldspýt- ur, allt hefði verið orðið blautt um borð og ekkert að borða nema þurrmeti sem hann þurfti helst að sjóða. „Flugeldamir lentu næstum á dekki skipsins en þeir tóku ekki eftir mér. Mér tókst að bjarga mér síðar við litla vindrafstöð, sem ég gat hlaðið af inn á geymi og tókst mér að kveikja í bensíni með geym- inum til að elda og hita upp.” Hann sagðist hafa haft nóg af vatni, en það hefði verið orðið dálít- ið salt. „Við vorum að toga 12 mílur suður af Surtinum er ég sá neyðar- blys á lofti fyrir innan okkur,” sagði Gísli Sigmarsson, skipstjóri á Katrínu VE, er Morgunblaðið ræddi við hann um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann var þá staddur 11 mílur suður af Eyjum og fylgdi Nakka, en skömmu síðar tók hann skútuna, sem er 36 feta löng, í tog þar sem veður fór versnandi. „Ég lét Vestmannaeyjaradíó strax vita og þeir kölluðu eftir nærstöddum bátum. Brúarfoss var hérna rétt hjá okkur og eins var þyrla gæslunnar stödd við Eyjar og hófu þeir strax leit ásamt okk- ur. Brúarfoss fann svo Nakka Ljósmynd/Kristján Jónsson Nakki í skímunni frá TF-Sif, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í gærkvöldi. Á leiðinni til landsins barð- ist Bergþór Hávarðsson í þijá daga í fellibyl. Eftir að hann skaut upp neyðarblysi í gærkvöldi komu Brúarfoss og Katrín VE fyótlega á vettvang. skömmu seinna. Við ákváðum að fylgja skútunni til hafnar í Eyjum. Ég talaði við Bergþór, við urðum að kallast á milli því það eru öll tæki óvirk hjá honum. Hann er búinn að fá alveg vitlaus veður á leiðinni. Hreina fellibylji og hann sagðist vera búinn að vera blautur í 20 daga. Lúgan brotnaði af ' skellettinu og bátinn fyllti hjá hon- um. Hann var í þrjá daga að þurrka bátinn eftir það og hefur verið vélarvana, ljóslaus og bara með eitt segl uppi. Hann lét þó vel af sér og sagðist hafa það ágætt en hann hlýtur að vera orðinn þreytt- ur eftir þetta volk, maðurinn,” sagði Gísli. Á síðasta seglinu Hávarður Bergþórsson, faðir Bergþórs, lék á als oddi þegar Morgunblaðið ræddi við hann seint í gærkvöldi. „Ég var aldrei í nein- um vafa, það hef ég alltaf sagt ykkur. Þetta hefur verið rosaleg þrekraun, hann var á siitrunum af síðasta seglinu. Þó hafði hann sex varasegl með,” sagði Hávarð- ur. Hávarður sagði að Geir Björg- vinsson, berdreyminn frændi þeirra feðga í Reykjavík, hefði hringt í hann sl. fimmtudag og sagt að hann hefði dreymt Berg- þór. Það hefði legið vel á Bergþóri og hann sagt að hann myndi taka land 29. október. Geir kvaðst hafa séð í draumnum að Bergþór átti ófarnar 200 sjómílur að landi. Ferðalag Bergþórs hófst fyrir tveimur árum er hann sigldi á minni skútu frá íslandi til írlands. Þaðan sigldi hann til Asoreyja, síð- an til Kanaríeyja og St. Mart- inique. Þar stoppaði hann í eitt ár og vann sem logsuðumaður. Á St. Martinique keypti hann Nakka og sigldi henni til Flórída þaðan sem hann hélt svo til íslands. — Grímur Fjölgnn frystískipanna heft með lögum um aukna nýtíngu Sjávarútvegsráðherra stefnir að lagasetningu fyrir áramót SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur nú ákveðið að stemma stigu við fjölgun frystitogara og annarra vinnsluskipa. Ákveðið hefur verið að leggja fram sérstakt frumvarp til laga á Alþingi í þessu skyni, en tilgangur þess er að „tryggja að í hóp þeirra skipa, sem stunda fullvinnslu um borð, bætist ekki önnur skip en þau, sem hvað stærð og búnað snertir eru fær um að fullnægja eðlilegum kröfum til nýtingar, vörugæða og vinnuaðstöðu,” eins og Þorsteinn Pálsson sagði í ræðu við setningu Fiskiþings í gær. Nú flaka og frysta um 25 togarar aflann um borð auk þess sem saltfiskvinnsla um borð í skipum færist í vöxt. Þorsteinn sagði í ræðu sinni, að þessi þróun væri mjög eðlileg út frá því sjónarmiði að gott verð hefur fengizt fyrir afurðirnar og afkoma að jafnaði verið betri hjá þessum skipum en öðrum. Hann gat þess, Barn varð fyr- ir bíl og höfuð- kúpubrotnaði FIMM ára drengur var talinn höfuðkúpubrotinn eftir að hafa orðið fyrir bíl á Álfaskeiði í Hafn- arfirði á laugardag. Drengurinn var að leika sér við jafnaldra sinn við götuna. Skyndi- lega hlupu þeir út á götuna og varð þá annar fyrir aðvífandi bfl. að ekki hefðu af hálfu hins opin- bera verið lagðar hömlur á fjölgun þessara skipa enda þótt áhrifin á hefðbundna botnfiskvinnslu í landi hefðu verið áhyggjuefni. „Samkvæmt frumvarpinu mun þurfa sérstakt leyfi til að stunda fullvinnslu um borð í veiðiskipi. Ætlunin með því að leyfisbinda vinnsluna er ekki sú að taka upp neins konar skömmtunarstarfsemi af hálfu hins opinbera, heldur að skapa grundvöll undir að gerðar séu almennar og sanngjarnar kröfur til þeirra, sem ætla að hefja slíka vinnslu. Allir, sem slíkum almenn- um kröfum geta fullnægt, munu hins vegar fá tilskilin vinnsluleyfi. Kröfurnar lúta að því að um borð sé aðstaða til að vinna og geyma allan þann fisk, sem um borð kem- ur, svo og alla þá fiskhluta og fisk- úrgang, sem unnt er að vinna á arðbæran hátt miðað við vinnslu- tækni og markaðsaðstæður á hveij- um tíma. Samkvæmt því myndi strax í upphafi gerð krafa til þess að ný vinnsluskip hefðu vélbúnað er tryggði hámarks flakanýtingu og að afskurður allur verði nýttur, sem og hin svonefndu fés. Að því hlýtur að verða stefnt að krafa verði gerð til þess að allur úrgangur verði nýttur til meltu eða mjölvinnslu en það er sérstakt athugunarefni hversu hratt verður gengið í það mál,” sagði Þorsteinn. Að auki verður þess krafizt að fyrir hendi sé fullnægjandi aðstaða fyrir móttöku, geymslu, vinnslu og frágang afla til að gæði framleiðsl- unnar verði tryggð. Meðal annars verða gerða kröfur til kælingar, stærðar og fjölda blóðgunarkara í móttöku. Stefnt er að því að frumvarpið verði kynnt í ríkisstjórn í þessari viku og afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir áramót. Ráðherra segir þó að óhjákvæmiiegt verði að veita aðlög- unartíma fyrir þau frystiskip, sem þegar eru fyrir í fiotanum, og hugs- anlega varanlegar undanþágur frá einhveijum þessara reglna. í raun munu þessar breyttu kröfur þýða stækkun frystiskipanna frá því, sem nú er. Að öðrum kosti verður ekki hægt að uppfylla þær. Sjá ennfremur miðopnu. Tillögumar fela m.a. í sér að réttur karla og kvenna til makalíf- eyris verði jafnaður en hingað til hafa karlar ekki staðið jafnfætis konum hvað þetta snertir. Hins vegar miðast uppreikningur rétt- inda við 67 ára aldur en miðaðist áður við 70 ára aldur, margföldun- arstuðull sem var 1 verður 0,9 eins og hann var fyrir nokkrum árum og makalífeyrir þeirra sem eru á aldursbilinu 35—55 ára er skertur nema börn eða unglingar yngri en Morgunblaðið/Róbert Schmidt Tómas með tófuna og rjúpurnar 19. Fékk 19 íjúp- ur og eina tófu Bíldudal. TÓMAS Árdal, refa- og rjúpna- skytta, fór á ijúpnaveiðar uni síðustu helgi. Það væri ekki í frásögur færandi, nema að Tóm- as skaut tófu í ferðinni ásamt 19 ijúpum. Að sögn Tómasar skaut hann tófuna á löngu færi með íjúpna- skoti nr. 5. Tómas var í sinni fjórðu ijúpnaferð og er kominn með 80 ijúpur. Tófan er líklega veturgömul og er grá á lit. „Ég ætla að flá þessa, því hún er nokkuð góð í feld- inum,” sagði Tómas, en hann hefur flegið margar tófur síðustu ár. Á veturna rekur hann refaslóðir og hefur fengið mest sex tófur. Rjúpnaveiðin hefur gengið vel hjá Tómasi, en tíðarfarið er búið að vera slæmt undanfarnar vikur og ekki ákjósanlegt til ijallaferða í leit að íjúpu. R. Schmidt Þunguð kona og barn henn- ar slösuðust ÞUNGUÐ kona og þriggja ára sonur hennar slösuðust alvarlega í hörðum árekstri á Vesturlands- vegi við Blikastaði siðdegis á sunnudag. Ökumaður bíls sem var á Ieið frá Reykjavík missti vald á bU sínum, vegna bleytu að því er talið er, þannig að hann fór yfir á gagnstæðan vegar- helming og á Lada-bíl mægðin- anna. Áreksturinn var geysiharður. Konan höfuðkúpubrotnaði og brotnaði um hné og ökkla, auk þess sem hún marðist og skarst. Sonur hennar, sem sat í barnabílstól í aft- ursæti, var talinn kjálka- og við- beinsbrotinn. Ökumanninn úr hin- um bílnum sakaði ekki að ráði, en hann meiddist eitthvað á fæti, að sögn lögreglu. I gær var konan ekki talin í lífs- hættu, að sögn lögreglu. 19 ára séu á framfæri bótaþega. Aðalfundurinn ákvað einnig að tengja hækkun grundvallarlauna við hækkun lánskjaravísitölu og tekur breytingin gildi um áramót. Þar sem eignir sjóðanna eru að mestu tryggðar með lánskjaravísi- tölu þykir þetta eðlilegri viðmiðun en tenging við launabreytingar. Á aðalfundinum var Benedikt Davíðsson kjörinn formaður SAL í Stað Gunnars J. Friðrikssonar. Aðalfundur SAL: Breytingar á makalíf- eyri ekki samþykktar AÐALFUNDUR Sambands almennra lífeyrissjóða sem haldinn var í gær samþykkti ekki tillögur framkvæmdastjórnar um breytingu á útreikningi makalífeyris, sem talið er að feli í sér 4-5% minnkun á skuldbindingum lífeyrissjóðanna. Fundurinn fól hins vegar fram- kvæmdastjórn að kynna Iífeyrissjóðunum tillögurnar betur og þær síðan teknar til afgreiðslu á sambandsstjórnarfundi sem væntanlega verður haldinn á vori komanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.