Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991 Ferðamálakönnun Félagsvísindastofnunar; Þjóðverjar eyða minnstu - N-Ameríkumenn mestu I KÖNNUN Félagsvísindastofnunar um erlenda ferðamenn á ís- landi sumarið 1991 kemur í ljós að 83% þeirra svarenda, sem tóku afstöðu, sögðu yérð á bílaleigu hér á landi of hátt og 77% verð á mati og drykk vera of hátt. Meðaleyðsla ferðamanna, utan far- gjalds, var um 43.000 kr., eða rúmar 4.000 kr. á mann á dag. Heildarútgjöld á dag voru að jafnaði hæst hjá Norður-Ameríku- mönnum en lægst hjá Þjóðverjum. Könnunin var gerð fyrir ferða- málanefnd Norðurlandaráðs í samráði við Ferðamálaráð íslands, Byggðastofnun, Flugleiðir hf., Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Samband veitinga- og gistihúsa. Alls voru svarendur í könnun- inni, sem stóð yfir í júlí og ágúst, 3.274 manns. Könnunin er í fjórum hlutum og stendur nú yfir sambæri- leg könnun fyrir september til nóv- ember, þriðji hluti verður yfír vetr- armánuðina og síðasti hlutinn á vormánuðum. Framkvæmd könn- unarinnar var þannig háttað að erlendir ferðamenn fengu spurn- ingalista í lok dvalar, í Leifsstöð og á Seyðisfírði. Erlendir ferðmenn, sem hingað komu, eru úr hærri stigum tekju- VEÐUR skiptingarinnar í sínum heimalönd- um. 50% svarenda sögðust hafa meira en meðaltekjur í landi sínu, um 40% sögðust vera með meðal- tekjur og 10% voru undir meðal- tekjum. Fjórðungur svarenda var háskólamenntaður, 13% atvinnu- rekendur og stjórnendur og um 8% voru úr verkalýðsstétt. Að jafnaði kostaði flugmið- inn/fargjaldið hingað til lands tæp- ar 49 þúsund krónur. Þeir sem komu í pakkaferð sögðust að jafn- aði hafa greitt 117 þúsund kr. fyr- ir pakkann. Meðaleyðsla utan far- gjalds eða ferðapakka var 43 þús- und kr. eða rúmar 4 þúsund kr. á dag. Samanlögð heildarútgjöld á hvern ferðamann voru um 122 þúsund kr. Heildarútgjöld eru ná- lægt 13 þúsund kr. á mann á dag, sem eru hærri útgjöld en opinberar tölur sýna, en könnunin var gerð yfir sumartímann þegar tekjur af ferðamönnum eru mun hærri en á öðrum árstímum. Heildarútgjöld á hvern ferðamann frá Bandaríkjun- um og Kanada á dag voru að með- altali hæst, eða 20.185 kr., þá Svía eða 17.320 kr. Lægstu heildarút- gjöldin á dag voru að meðaltali hjá Þjóðverjum, 8.443 kr. og Hollend- ingum og Belgum, 8.854 kr. en ferðamenn frá þessum löndum dvöldust að meðaltali lengst á land- inu, eða í rúma átján daga. Norður- Ameríkumenn dvöldust að meðal- tali í 14,3 daga. Norrænir ferða- menn, að Dönum undanskildum, ÍDAGkl. 12.00 ' /.-./? ' Heimlld: Veourstota tslands (Byggt á veðurspá W. 16.15 f gær) VEÐURHORFUR I DAG, 29. OKTOBER YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 980 mb. grynnkandi lægð, en um 1300 km. suðsuðvestur í hafi er vaxandi 987 mb. lægð sem stefnir í norður og síðar norðvestur. Yfir norðaustur Grænlandi er 1037 mb. hæð. SPÁ Vaxandi austan og suðaustan átt í morgun. Allhvasst eða hvasst og fer að rigna á Suður- og Suðvesturlandi undír hádegi. Heldur hægari á Norður- og Austurlandi og líklega þurrt fram und- ir kvöld. Milt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Nokkuð hvöss aust- anátt. Víðast dálítil rigning, þó einna síst norðvestan til á landinu. Hiti 2-8 stig báða dagana. Svarsi'mi Veðurstofu ísíands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: «f \ Heiðskírt x. Norðan, 4 vindstlg: Vindörin sýnir vind-stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. ¦J 0 Hitasfig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El \Æ$. Léttskýjað _*,_ 'Cæl ^á|íslíýJao Ík'-''^§k Skýjað / t / / / / / Rigning / / / * / * / * / # Slydda / * / # # # — Þoka = Þokumóða ', ' Súld OO Mistur i- Skafrenningur / X Alskýjað i * * * Snjókoma # # # YZ Þrumuveður Jr> f& % \ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að fsl, tfma hltl veður Akureyri 8 léttskýjað Reykjavík 8 lírkoma í grennd Bergen 13 léttskýjað Helsinki 4 skýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Narssarssuaq *8 skýjað Nuuk +7 skafrenningur Osló 6 þokumóða Stokkhólmur 7 súld Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 8 mistur Barcelona 17 skýjað Berlín 7 léttskýjað Chicago 11 þokumóða Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 7 léttskýjað Glasgow 10 mistur Hamborg 8 heiðskírt London 13 súld Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 6 skýjað Madrfd 13 alskýjað Malaga 21 léttskýjað Mallorca 20 hálfskýjað Montreal 3 léttskýjað NewYork 12 léttskýjað Orlando 20 léttskýjað París 13 alskýjað Madeira 21 skýjað Róm 19 skýjað V/n 4 heiðsktrt Washington 17 þokumóða Winnipeg 7 skúr Bandankja- og Kanadamenn Svisslendingar 20.185 kr. 17.320 16.300 14.863 14.249 11.904 Norðmenn Austurríkismenn Frakkar 11.757 10.245 10.023 Belgar og Hollendingar 8.854 Þjóðverjar 8.443 Erlendir ferðamen á íslandi Heildarútgjöld á mann á dag (meðaltöl í isl. krónum. Fargjöld eru innifalin í útgjöldunum. dveljast að jafnaði í stystan tíma hér, Svíar í 9,5 daga, Norðmenn í 9 daga og Finnar í 9 daga. Danir dveljast að meðaltali í 16 daga. Meðaldvalartími svarenda var 15,2 dagar. Meðaldvalartími var lengstur í Reykjavík 4,3 nætur, 2,8 nætur á Suðurlandi, 2,4 á Norður- landi, 1,2 á Austurlandi, 1,2 á há- lendinu, 1 á Vesturlandi og 0,4 nætur á Vestfjörðum. Allir gistu eitthvað í Reykjavík, 61% á Suður- landi, 58% á Norðurlandi og aðeins 13% á Vestfjörðum. 86% svarenda komu til íslands sumarið 1991 til að eyða fríi sínu, 9% til að heimsækja vini eða ætt- ingja, rúm 6% komu til að sitja fund eða ráðstefnu og rúm 5% voru í viðskiptaerindum. I ljós kom að algengustu uppsprettur upplýsinga um Island, sem áhrif höfðu á ákvarðanatöku ferðamannanna, voru bækur og bæklingar, vinir og ættingjar og ferðaskrifstofur. Hvert þessara atriða var nefnt af 35% svarenda. Að meðaltali voru ferðimar keyptar tveimur og hálf- um mánuði fyrir brottför. Um 23% voru eini á ferð, 63% í ferð með fjölskyldu (meðalstærð þrír), og tæp 14% voru í annars konar hóp (meðalstærð 24 manns). 56% sva- renda ferðuðust á eigin vegum en 36% voru í pakkaferð. Vafamál að þjónusta breskra arkitekta sé ódýrari en íslenskra - segir formaður Arkitektafélags íslands SIGURÐUR Harðarson, formaður Arkitektafélags íslands, segir að það sé, mikið vafamál hjá Pálma Kristinssyni, framkvæmda- stjóra Verktakasambands íslands, að þjónusta írskra og breskra arkitektastofa sé ódýrari en íslenskra arkitektastofa, en í frétt í Morgunblaðinu á sunnudaginn var haft eftir Pálma að af þessum sökum myndu íslensk verktakafyrirtæki í vaxandi mæli snúa sér til arkitektastofa í þessum löndum verði EES-samningurinn sam- þykktur. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að staðreyndin væri sú að hlutur íslenskra arkitekta í byggingarkostnaði væri töluvert lægri en tíðkaðist víða erlendis og hann vissi ekki til þess að Bretland væri þar nein undantekning. „Þetta er hlutur sem við höfum reyndar ekki verið neitt ánægðir með og teljum að þvert á móti eigi þetta að hækka, þar sem við teljum okkur hafa dregist aftur úr hvað þetta varðar. Við teljum því að innganga okkar í EES muni frekar þýða hækkun á okkar hlut, en að auki teljum við okkur standa vel í þeirri samkeppni hvað varðar þær kröfur sem hér eru gerðar, til dæmis varðandi frá- gang á byggingum. Það er meira en aðrir utanaðkomandi geta til- einkað sér í fljótheitum. Þar að auki má benda á að erlendis ann- ast arkitektar mun meira af sjálfu byggingarferlinu en við höfum gert hér, til dæmis varðandi eftir- lit og byggingarstjórn, en með þessari EES-sameiningu teljum við okkur eiga frekari möguleika á því að ná meiru af þessu byggingarferli inn á okkar starfs- svið. Ef eitthvað er þá munu kröf- urnar aukast í kjölfar EES-samn- ingsins og okkar þóknun þá frekar hækka heldur en hitt," sagði hann. Haft var eftir Pálma Kristins- syni að íslenskir arkitektar og verkfræðingar hefðu búið við mikla vernd og með samþykkt EES-samninganna myndi breyting verða á því. Þá væru þau ákvæði • byggingareglugerð að íslenskur arkitekt í Arkitektafélagi íslands skuli skrifa upp á teikningar bygginganefndar, en það myndi breytast. „Það er rangt hjá Pálma að það sé skilyrði að arkitektar þurfi að vera í Arkitektafélagi íslands til að skrifa upp á teikningar bygginganefndar. Hér á landi hafa ákveðnar stéttir leyfi til að teikna fyrir bygginganefndir, en það eru arkitektar, byggingafræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar, hver á sínu sviði. Auk þessarar menntunar þurfa menn einnig að hafa tveggja ára starfsreynslu hér á landi, en það er vegna þess að þar sem við erum með alla okkar menntun erlendis þurfa menn að afla sér reynslu og þekkingar á íslenskum aðstæðum. Hvort þess- ari kröfu verður haldið til streitu í framtíðinni gagnvart útlending- um vitum við hins vegar ekkert um ennþá," sagði Sigurður Harð- arson. Haft var eftir Pálma að meistar- ar yrðu einnig varir við breytingar vegna EES-samningsins, en það kerfi sem fólgið væri í iðnlöggjöf- inni og tryggði starfsréttindi og réttindi til vinnu myndi þá molna niður. Ingvar Guðmundsson, for- maður Meistara- og verktakasam- bands byggingamanna, segir að íslenskir iðnaðarmenn, sem séu mjög fjölhæfir og yfirleitt mjög góðir verkmenn, muni verja sinn markað. „Það verður reynt að við- halda iðnlöggjöfmni þar sem það er mögulegt, en athuga verður að auk hennar eru ýmis ákvæði í byggingareglugerðum og ýmsum veitulögum, þar sem hið opinbera er að setja auknar skyldur á iðnað-. armenn ekkert síður en hönnuði, arkitekta og verkfræðinga. Það er því til margs að horfa og málið er ekkert svona einfalt eins og Pálmi vill meina, að þegar samn- ingurinn taki gildi þá þurrkist all- ar þessar reglur út og þeir geti þá farið að leika eftir lögmáli frumskógarins. Þannig gerist þetta ekki," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.