Morgunblaðið - 29.10.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 29.10.1991, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJL'DAGUR 29. OKTÓBER 1991 11 í FÓTSPOR FEÐRANNA við að athuga, atriðin voru flest stutt og því var ágætur hreyfan- leiki í sýningunni. Leikur var mis- jafn, eins og gerist og gengur, en athygli mína vakti góður framburð- ur margra leikara og áttu þeir ekki í nokkrum erfiðleikum með að láta rödd sína hljóma blæbrigðaríka um allan salinn. Texti verksins er líka lipur og prýðilega skrifaður. Söng- fólkið stóð sig vel en söngatriðin sjálf hefðu gjarnan mátt vera líf- legri. Leikhúsið var yfirfullt en þetta ALMENNT KERFI Þetta kerfi hentar fyrst og fremst þeim sem vilja smá aga og ætla sér að ná öruggum árangri. • Fastir tímar tvisvar í viku, auk frjáls tíma á laugardögum. • Ákveðin byrjun og markviss uppbygging út alla dagskrána. • Mælingogmatíupphafiogvið lok námskeiðs. • Mataræðitekiðfyrir. • Vigtað í hverjum tíma. • Megrunarkúrfyrirþærer þesspska.___________________ RÓLEGTOG GOTT - 50 ára og eldri Ofterþörfen núernauðsyn. Hollar og góðar æfingar sem stuðla að því að viðhalda og auka hreyfigetu líka- mans, og auka þar með vellíðan og þol. Aldrei of seint að byrja. PÚLOG SVITI - 17ára og eldri Tilvalið fyrir þær sem eru í ágætu formi, en vilja taka góða rispu til að halda sér við ... og svo er þetta svo gaman! • 2púltimar, 2-3svaríviku. • Allt sem er innifalið í almenna kerfinu tilheyrir þessu kerfi líka, ef óskað er. TOPPUR TIL TÁAR - fyrir konur á öllum aldri Þetta kerfi er eingöngu fyrir konur sem berjast við aukakílóin. Við stefnum að góð- um árangri í megrun, bættri heilsu og já- kvæðara lífsviðhorfi. Uppbyggilegt lokað námskeið. • Fimm tímar í viku, auk frjáls tíma á laug- ardögum, sjö vikur í senn. • Strangur megrunarkúr sem fylgt er eft- ir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mat- aræði og hollar lífsvenjur. • Heilsufundir þar sem farið er yfir förð- un, klæðnað, hvernig á að bera líkam- ann og efla sjálfstraustið. • Sérstök líkamsrækt sem þróuð hefur verið i 25 ár og hefur marg- sannað gildi sitt. • Lokafundur í lok námskeiðs. • Fengnirverða sérstakirgestirtil leiðbeiningar. mm örfum Einkaviðtalstímar við Báru hvern föstudag. Boðið upp á bamapössun frá kl. 10-16 alla daga. INNRITUN ALLA DAGA í SÍMA 813730 og 79988. Síðasta námskeiðfyrir jól hefst 4. nóvember. SUÐURVERI • HRAUNBERGI4 var tíunda sýning verksins sem virt- ist falla sýningargestum, sem flest- ir voru komnir á miðjan aldur eða vel það, vel í geð. Þrátt fyrir það sem að ofan segir um veikleika verksins verður ekki á móti mælt að það gefur prýðilega sögulega innsýn i þann tíma og það andrúms- loft sem ríkti er ráðist var í brúar- smíðina og fólk skilur væntanlega betur en fyrr hvílík samgöngubót þetta mannvirki var. Myndirnar í anddyri frá þessum tíma eru gott innlegg í sýninguna. Þýsk flugvél flýgur yfir og sveitamennirnir fylgjast stóreygir með. H . austið er liðið og vetur genginn í garð. Tími breytinga og endurskipulagningar. Það er ekki síst núna sem það er áríðandi að sinna líkamanum rétt og vel. Við höldum okkar striki, nú sem áður, og bjóðum upp á líkamsrœktarkerfi sem efla fyrst og fremst kvenlega fegurð og almenna hreysti. Hvort sem um er að rœða að fœkka aukakílóunum og auka sjálfstraustið, halda sér í gðða forminu eða hefja þjálfun eflir langt hlé, þá bjóðum við upp á viðeigandi œfingakerfi. Sem fyrr er megináhersla lögð á að veita persónulega þjón- ustu, byggða á langri og dýrmætri reynslu og traustum hefðum. í VETUR BJÓÐUM VIÐ UPP Á EFTIRFARANDI KERFI: __________Leiklist______________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Selfoss sýnir Brú til betri tíða. Höfundur og leiksljóri: Jón Hjartarson. Leikmynd: Jón Hjartarson, Haf- þór Þórhallsson. Það hefur tæpast farið fram hjá neinum að hundrað ár eru nú liðin frá því að Ölfusá var brúuð í fyrsta sinni. Hátíðahöldin hafa verið margþætt og sýning Leikfélags Selfoss á leikgerð Jóns Hjartarson- ar „Brú til betri tíða” er án efa hápunktur þeirra. Þetta leikrit er skrifað í hefðina og að sumu leyti undarlega stutt frá skáldsögum Jóns Thoroddsen og leikgerða þeirra „Pilts og stúlku” og „Manns og konu”. íslensk leik- verk hafa mörg hver reyndar aldrei farið langt frá þeirri rómantísku og epísku þjóðlífslýsingu sem ein- kennir þau verk. Þetta leikform hefur átt miklum vinsældum að fagna og enn eru leikverk eins og Maður og kona, Skugga-Sveinn og Gullna-hliðið hjartfólgin þjóðinni. Sem dæmi um það má nefna að nágrannar þeirra á Selfossi, Leikfé- lagið í Hveragerði, sýndu í fyrra Mann og konu. Þó held ég að þessi leikritahefð eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim sem yngri eru. Gullna-hliðið og Skugga-Sveinn eru þeim ekki neinar hjartfólgnar perl- ur. Sveitarómantíkin er fyrir bí og það er spurning hvað tekur við. Fyrrgreind verk eiga það öll sam- nefnt að þau eru ákaflega saklaus, einföld mætti kannski segja. Per- sónurnar eru allar frekar einlitar og bundnar við eina tilfinningu, yfirleitt eru bara tveir flokkar: vondir menn og góðir menn. Eins og alltaf verða þeir góðu alveg með eindæmum litlausar persónur. Mestu máli skiptir þó að aldrei á sér stað neitt uppgjör í þessum verkum, það er í raun aldrei tekist á um neitt. Þess vegna meiða þessi leikverk ekki neinn og þess vegna er svo þægilegt að horfa á þau. Brú til betri tíða er svona sak- laust verk sem sýnir okkur sögu- brot frá liðnum tíma án þess að nokkuð sé reynt að taka hann til endurskoðunar. Jón Hjartarson seg- ir frá því í leikskrá að upphaflega hafi hann ætlað að semja leikverk þar sem ást og örlög nokkurra per- sóna áttu að vera í forgrunni en brúarsmíðin í bakgrunni. Að ósk leikfélagsins hafi hann hins vegar breytt því og haft brúna í forgrunni og teygt leikritið nær okkar dögum. Ég held að fyrri gerðin hefði gefið af sér mun sterkara og frumlegra leikverk en raun varð á. Auðvitað er það mikil synd að eyða kröftum sínum í það að velta vöngum yfir einhverju sem ekki var skrifað eða þá að fara í fýlu við höfund yfir því að hann skyldi ekki skrifa eitt- hvað annað. En í þessu tilfelli var höfundur greinilega með ágætis hugmynd í farteskinu. Leikritið bar líka með sér þessas hugarfarsbreyt- ingu því að þættirnir tveir fýrir og eftir hlé áttu giska lítið sameigin- legt. Fyrir hlé var atburðarrásin tiltölulega hæg og reynt var að skoða persónurnar svolítið náið og hápunkturinn var svo sjálf brúar- vígslan og þá hugsaði maður hvað á eiginlega að vera eftir hlé? Þá tók við mun hraðari atburðarrás þar sem fyrstu samskipti íslendinga við ýmsar tækninýjungar voru skoðað- ar í skoplegu ljósi og um leið hættu persónurnar að skipta máli. Um sýninguna sjálfa hef ég fátt Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.