Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGI/NBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 Úr myndheimi Muggs Myndlist Eiríkur Þorláksson Guðmundur Thorsteinsson, kallaður Muggur, var fæddur 5. september 1891, og því ákvað Listasafn íslands að minnast ald- arafmælis listamannsins með þeirri sýningu, sem nú hefur stað- ið í safninu um nokkurt skeið, og fer senn að ljúka. Muggur kom víða við í listinni á stuttri ævi, en hann lést aðeins 33 ára gamall. Á þeim tíma hafði hann þó skapað sér ákveðna stöðu í íslenskri myndlist, sem hefur haldið nafni hans á lofti alla tíð síðan, stöðu hins rómantíska draumamanns, sem hafði meiri áhuga á fólki en formi, vann á Ijóðrænan hátt fremur en eftir listastefnum og mat hina þjóðlegu einfeldni meira en alþjóðahyggju samtímalistarinnar. Fleiri bækur hafa verið skrifað- ar um Mugg en flesta aðra ís- lenska Iistamenn, og er þeim sám- merkt að þar nýtur hin fjölþætta, ístöðulitla en viðkvæma persóna listamannsins meiri athygli en sú myndlist sem hann skapaði. Meðal íslenskra fræðimanna ber skrif Björns Th. Björnssonar um lista- manninn einna hæst. I tilefni sýn- ingarinnar í Listasafninu hefur verið gefin út vegleg sýningar- skrá, þar sem listfræðingarnir Bera Nordal, Júlíana Gottskálks- dóttir og Hrafnhildur Schram skrifa athyglisverðar greinar um ákveðna efnisflokka í myndlist Muggs. Það er vel til fundið að fjalla um listaverk hans á þennan hátt, vegna þess hve fjölbreytt listsköpun hans reynist við nánari kynni. í aðfaraorðum sínum í sýning- arskrá kemst Bera Nordal þannig að orði: „Er ákveðið var að minnast aldarafmælis listamannsins með sýningu, var fyrsta hugmyndin að halda yfirlitssýningu á verkum hans. En eftir að verk hans höfðu verið grandskoðuð reyndust þau bæði sundurlaus að efni og mynd- efni ... Var því brugðið á það ráð að velja til sýningar verk út frá myndefni, en ekki efni, og skipta þeim upp í myndflokka, og velja síðan þá mikilvægustu til sýning- ar. Þetta er líkast til ein vænleg- asta leiðin til að kynna list Muggs. Þeir flokkar úr myndheimi hans sem birtast á sýningunni eru þjóð- sögur og ævintýri, trúarleg verk og loks maðurinn og unhverfi hans, sem nær yfir myndir af at- vikum úr hversdagslífinu, ein- stöku fólki og tengslum þess við landið. Þekktustu verk Muggs eru án efa þær myndir, sem tengjast þjóðsögum og ævintýrum. Hinar smáu teikningar við sögurnar um Búkollu (nr. 8-12), Sálina hans Jóns míns (nr. 21-27) og Dimma- limm (nr. 92, en þá síðasttöldu samdi Muggur sjálfur) hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess með þjóðinni, og það er illmögulegt að hugsa sér aðrar myndskreytingar við þessar sögur. Einstakar mynd- ir eru einnig vel þekktar, einkum þær sem fjalla um skoplegar sög- ur og atvik. Það er sammerkt öll- um þessu litlu verkum að þau eru hnitmiðuð, fjalla þannig um við- fangsefnið að myndbyggingin styrkir þau á átakalausan og eðli- legan hátt, líkt og þarna sé um hina einu réttu myndtúlkun efnis- ins að ræða. Hæfileikar og gáski Muggs sem teiknara njóta sín lík- ast til hvergi betur en einmitt í þessum litlu teikningum. Stóru trúarlegu myndirnar eru sennilega þau verk, sem Muggur lagði mest af listrænum metnaði sínum í. Þær eru gjörólíkar ævin- týramyndunum, ekki aðeins að inntaki, heldur einnig að stærð Guðmundur Thorsteinsson: „Kolaburður í Reykjavík. 1919. Litkrit. og því.viðhorfi listamannsins, sem kemur fram í þeim. Þessi verk eru unnin af lotningu fyrir þeirri kristilegu mildi, sem myndefnin fjalla um, og bera með sér trúar- legan blæ í samræmi við það. - Því miður lék þetta efni ekki í höndum listamannsins (og hann viðurkenndi það sjálfur í bréfum sínum) og oft eru verkin stirðleg og blóðlaus fremur en skapandi og tignarleg. En þrátt fyrir það skapaði Muggur meistaraverk á þessu sviði; hið besta úr þessum flokki verka hans er án efa klippi- myndin „Sjöundi dagur í Paradís" (nr. 65), sem er gimsteinn meðal trúarlegra mynda á íslandi. í síðasta myndaflokknum, Mað- urinn og umhverfi hans, er fyrst og fremst að fínna myndir af spaugilegum toga annars vegar og draumlyndar náttúrustemmn- ingar hins vegar. I slíkum verkum er bæði um að ræða endurminn- ingar frá ferðalögum víða um heim og æskuminningar úr Arnar- firði, sem sækja á listamanninn. Tvær sjálfsmyndir (nr. 55 og 87) svo og myndir af systur hans og móður (nr. 3 og 32) eru síðan góð dæmi um hæfni hans til að koma til skila á einfaldan hátt persónu- legum lýsingum, og benda til að ef hann hefði kosið að sinna myndefnum er tengdust samt- ímanum betur hefði hann getað markað enn dýpri spor í íslenska myndlistarsögu. Til vitnis um þetta má benda á myndina „Kola- burður í Reykjavík (nr. 56) frá 1919, en enginn annar íslenskur myndlistarmaður komst fyrr en löngu síðar nærri því að túlka hið þunga hlutskipti vinnukvenna, hinnar vinnandi stéttar, á jafn umbúðalausan hátt. í aðfaraorðum sínum í sýning- arskránni bendir Bera Nordal á að Muggur virðist „ ... hafa verið eirðarlaus að eðlisfari. Veldur það agaleysi í verkum hans og á meg- inþátt í því hve sundurlaus þau eru. Hann var ekki knúinn áfram af köllun til dýpri skilnings á innri þörfum listarinnar. Hann virðist frekar vera gæddur hæfileikum myndskáldsins en hins skapandi málara. -Þetta má til sanns veg- ar færa. í mörgum tilvikum má líta á verk' Muggs, einkum teikn- ingarnar, sem myndskreytingar fremur en sjálfstæð listaverk. En hann var náttúrubarn í Iistinni, og hæfileikar hans voru ótvíræð- ir; þau listaverk hans, sem telja má fullkomlega sjálfstæð, bera vitni um næma tilfinningu fyrir myndbyggingu, listrænt gildi og handbragð, sem J hefur markað Guðmundi Thorsteinssyni verðug- an sess í myndlistarsögu íslend- inga. Sýningin Úr myndheimi Muggs í Listasafni íslands stendur til sunnudagsins 3. nóvember, og ættu listunnendur ekki að láta hana fram hjá sér fara. Forlagið gefur út ljóða- bók eftir Þórarin Eldjárn BÓKAUTGAFAN Forlagið hef- ur gefið út bókina Ort eftir Þórarin Eldjárn. Þetta er sjötta ljóðabók Þórarins en fyrr á þessu ári sendi hann frá sér bókina Hin háfleyga moldvarpa. f yfírliti bókarinnar er 30 ljóðum skipt í þrjá kafla, Vísur, Orðleng- ing og Sonnettur og eru tíu ljóð í hverjum. í kynningu Forlagsins segir: „Ekki er ofmælt að fyrstu þrjár ljóðabækur Þórarins Eldjárns gerðu hann að víðlesnasta ljóð- skáldi þjóðarinnar. Þar tefldi hann saman hefð- bundnu ljóðformi og ögrandi en jafnframt gráglettinni afstöðu til yrkisefnanna. I næstu tveimur kvæðasöfnum birti hann í fyrsta skipti ljóð í frjálsu formi, en með þessari nýju ljóðabók tek- ur hann upp þráðinn þar sem frá var horfið og yrkir hátt- bundin ljóð sem þó virðast búa að reynslu formleitarinnar í síðustu bókunum tveimur." Ort er 48 bls. Helgi Þorgils Friðjónsson málaði mynd á kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Þórarínn Eldjárn M * miHEItSA MfflMMMlM MHOílff/WM FM1ÖR0 KKVIIKUIA íiMfXW ~'$!g3Þ~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.