Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991 Versnandi fjárhags- staða Reykjavíkur eftir Sigrúnu Magnúsdóttur Það hefur verið mér áhyggju- efni um nokkurt skeið hve fjár- hagsstaða Reykjavíkurborgar hef- ur versnað stórlega á skömmum tíma. Nú er svo komið að ég tel að ekki verði lengur við unað og óhjákvæmilegt sé að spyrna við fótum ef ekki á að fara illa. Við fjárhagsáætlun þessa árs vakti ég athygli á versnandi stöðu borgarsjóðs þrátt fyrir stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar á síðasta ári. Þegar borgarráði var kynnt staða borgarsjóðs í lok sept- ember, kom frani að yfirdráttur hjá Landsbanka íslands var kr. 1.588 milljónir eða 13% af áætluð- um tekjum borgarinnar í ár. Breyting verður 1989 Á árunum 1989 og 1990 skiptir um í fjárhagsstöðu borgarinnar. I upphafi ársins 1989 er yfirdráttur við Landsbanka íslands kr. 549 milljónir en í árslok er hann kom- inn í tæpar 800 milljónir kr. Stað- an versnaði enn frekar á árinu 1990 þannig að 31. des. er yfir- drátturinn við Landsbankann kominn í kr. 1.405 milljónir, hækk- aði um rúmar 600 milljónir á ár- inu. Þá lækkaði hreint veltufé um helming og veltufjárhlutfallið hrapaði. Veltufjárhlutfall, sem er mælikvarði á hlutfallið milli veltu og skammtímaskulda, segir okkur heilmikið um stöðu fyrirtækja og sveitarfélaga. Þegar það fellur er það vegna þess að skammtíma- skuldir hafa aukist umfram tekju- aukningu. Veltuhlutfall borgarinn- ar var 1988 1,85 en er svo komið í 1,16 árið 1990. Það er að koma í ljós að borgarsjóður þoldi ekki að farið var svo geyst í ráðhús- bygginguna. Ráðhúsbyggingin er nánast öll fyrir lánsfé. Yfirdráttur í Landsbankanum hækkaði árið 1990 um nánast sömu tölu og varið var í byggingu ráðhúss það árið. Það er reynt að telja fólki trú um að efnahagur borgarinnar sé það góður að ekki hafi þurft að taka ián til byggingarinnar, en það er alrangt. Offjárfesting og gjaldþrot Auðvitað hafa líka haft áhrif á borgarsjóð þær gífurlegu offjár- festingar sem hér hafa orðið í at- vinnuhúsnæði í borginni, sérstak- lega í verslunar- og skrifstofuhús- næði. Offjárfestingar valda því m.a. að fjölmargir ráða ekki við skuldbindingar sínar og verða gjaldþrota og á það bæði við um fyrirtæki og einstaklinga. Við mörg gjaldþrot tapast opinberu gjöldin, þ.e.a.s. skattarnir. Und- anfarin ár hefur borgin einnig af- skrifað óinnheimtanlegar útsvars- greiðslur. Allt þetta hefur áhrif á veltufjárhlutfallið. Ef borgaryfir- völd hefðu farið eftir eigin sam- þykktum hefði mátt komast hjá þessum miklu offjárfestingum. I aðalskipulagstillögunni 1984- 2004 er gert ráð fyrir að byggja 8 þúsund fermetra í verslunarhús- næði á ári, en aukningin var 45 þúsund fermetrar eða rúmlega fimm sinnum meiri en áætlað var í aðalskipulaginunu. Skuldasöfnun HR — Perlan Nákvæmlega það sama er uppi á teningnum varðandi fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur og borgar- innar. Lausaskuldir HR jukust verulega á árinu 1990. Að mestu leyti var um að ræða skuld við Rafmagnsveitu R., Innkaupa- TREFJAPLASTNAM Við Iðnskólann í Hafnarfirði verður haldið nám- skeið í trefjaplasttækni fyrir þá er hafa nokkra starfsreynslu í faginu. Námskeiðið hefst 4. nóv. og er fyrirhugað að því Ijúki 26. nóv. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skólans, símar á skrifstofu eru 51490 og 53190. Þeir er eiga eldri umsóknir hjá skólanum eru yinsamlegast beðnir að endurnýja þær. Á vorönn er fyrirhugað að halda námskeið fyrir byrjendur. Það námskeið hefst með starfsþjálf- un. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Egiís Saga og Úlfar Tveir eftir Einar Pálsson. Fyrir hvern var Egils Saga skrifuð? í hvaða til- gangi? Hver hluti hennar er sagnfræðilegur og hver goðfræðilegur? Er Egils Saga luansögn? Ef svo er, hvað merkir launsögnin? Er Egils Saga rituð á þrennu plani eins og launsagnir Evrópu- þjóða? Hampar Egils Saga hetjunni eða kennir hún hófsemd og stillingu? Orti Egill kvæðin sín? Voru þau Egill og Gunnhildur kóngamóðir byggð á táknmyndum? Lestu þessa bók og svaraðu sjálfur. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149. stofnun Reykjavíkurborgar og borgarsjóð. í september sl. var svo komið að eigi var hægt að látast lengur og heimilaði borgarráð Hitaveitunni að taka erlent lán að upphæð kr. 450 milljónir. Það er svipuð upphæð og bygging veit- ingahúss á Öskjuhlíð fór fram úr áætlunum á árunum 1990 og 1991. Skýrsla borgarendurskoðunar í skýrslu borgarendurskoðunar um ársreikninga 1990 segir m.a.: „Borgarendurskoðun leggur ríka áherslu á að vandað sé til fjárhags- áætlunar og að viðkomandi aðilar gæti þess að við meðferð fjármuna verði fjárhagsáætlun fylgt eins og kostur er og heimildir segja fyrir um. Borgarráð hefur samþykkt að skýrsla borgarendurskoðunar fái sérstaka afgreiðslu í borgar- ráði. Sá hluti skýrslunnar sem varðar frávik gjalda og tekna frá fjárhagsáætlun hefur ekki fengið þá meðferð í borgarráði sem æski- leg er og má fullyrða, að það sé vegna þess að ekki hefur verið mótuð ákveðin verklagsregla til þess að starfa eftir." Starfsreglur — siðareglur — skipurit Það er alvarleg ásökun sem felst í skýrslu borgarendurskoðunar, að borgarráð sinni ekki eftirlitsskyldu Sigrún Magnúsdóttir „Það er reynt að telja fólki trú um að efna- hagur borgarinnar sé það góður að ekki hafi þurft að taka lán til byggingarinnar, en það er alrangt." sinni hvað varðar frávik frá fjár- hagsáætlun. í september sl. lagði Alfreð Þorsteinsson fram tillögu um að sett verði ný samþykkt fyr- ir borgarendurskoðun til að auka sjálfstæði hennar og tekið yrði mið af starfsreglum Ríkisendur- skoðunar. Borgarstjóri lagði fram breytingatillögu, sem var efnislega samhljóða, og var hún samþykkt. Við framsóknarmenn töluðum um það í kosningabaráttunni að setja þyrfti siðareglur fyrir stjómendur borgarinnar. Reykjavíkurbréf Mbl. frá 6. október tekur einmitt á þessu: „Hér á Islandi eru engar hefðir til um það, hver viðbrögðin verða, ef trúnaðarmenn almenn- ings fara yfir strikið í meðferð almannafjár. Þess vegna m.a. er erfitt að festa hendur á þessum viðfangsefnum. Hér eru heldur engar venjur eða hefðir um það, hvenær nástaða vegna hagsmuna eða fjölskyldutengsla á að leiða til þess að menn dragi sig í hlé, sæk- ist ekki eftir verkum eða embætt- um eða einhverju öðru." Þá er nauðsynlegt að skipurit verði gert yfir stjórnkerfí borgarinnar og flutti ég tillögu þess efnis í sum- ar. Boðleiðir ákvarðanatöku verða að vera skýrar. Af framangreindu má ljóst vera að svona má ekki ganga lengur. Fjármálastjórn meirihlutans hefur öll farið úr böndunum. Fyrrverandi borgarstjóri virðist hafa misst áhuga í stjórn borgarinnar um það leyti sem hann ákvað að hasla sér völl á landsmálapólitík. Reykjavík- urborg var mjög sterk fjárhags- lega, sama má segja um hið gróna fyrirtæki Hitaveitu Reykjavíkur, en öllu má nú ofbjóða. Það sorg- lega er að til þessara skulda var stofnað að óþörfu, einungis til að uppfylla metnaðardrauma fyrrver- andi borgarstjóra. Það hlýtur að hafa verið verulegt áfall fyrir nýj- an borgarstjóra að uppgötva þenn- an fortíðarvanda. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Olfushreppur í stríði við heilbrigðisráðuneyti eftir Sigurgísla Skúlason Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið hefur ákveðið að breyta Sogni í Ölfusi til meðferðar á geð- sjúkum afbrotamönnum. Ráðu- neytið hefur fengið öll tilskilin leyfi sem nauðsynleg eru til þessara breytinga, nema leyfis frá Bygg- inganefnd Ölfushrepps. Á fundi sínum hinn 15/10 1991 hafnaði Bygginganefnd Ölfushrepps þess- ari beiðni um breytingar innan- húss að Sogn á þeirri forsendu að sú starfsemi sem ráðuneytið áformar að koma upp að Sogni samrýmist ekki hugmyndum um nýtingu þessa svæðis eins og þær eru fram settar í greinargerð fyrir Svæðisskipulag Olfuss frá 1977 (þetta Svæðisskipulag er ósarn- þykkt). Nú segir í þessu ósamþykkta Svæðisskipulagi að gert sé ráð fyrir því að á þessu svæði (frá Reykjum og austur með hlíðinni) sé t.d. búskapur, skógrækt, sum- arhús eða sumarbúðir, almenn útivistarsvæði og stofnanir svo sem heilsuhæli eða annað af svip- uðum toga. Það er því greinilega gert ráð fyrir heilbrigðisstofnun á þessu svæði. Bygginganefnd hefur heim- ilað meðferð áfengissjúklinga að Sogni. Væntanlega hefur nefndin leyft breytingar innanhúss vegna þessarar starfsemi á þeirri for- sendu að drykkjusýki samrýmist þeim reglum sem settar eru í áður- nefndu „ósamþykktu" Svæðisskip- ulagi. Það læðist að manni sá grunur hvort sveitarstjórn hafí gefið Byggingarnefnd einhverjar leiðbeiningar um þá sjúklinga sem leyfilegt er að meðhöndla á Sogni, er t.d. leyfilegt að breyta húsinu Sigurgísli Skúlason „Það var, eins og allir vita, leyfilegt að með- höndla drykkjusýki á Sogni. Það er ekki hægt að skilja þetta öðruyísi en að sveitarstjórn Ölf- ushrepps hafi komið því til Byggingarnefndar að heimilt sé að með- höndla alla sjúklinga að Sogni nema geðveika afbrotamenn." að innan ef meðhöndla á krabba- mein eða húðsjúkdóma svo eitt- hvað sé nefnt. Það var, eins og allir vita, leyfi- legt að meðhöndla drykkjusýki á Sogni. Það er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en að sveitarstjórn Ólfushrepps hafi komið því til Byggingarnefndar að heimilt sé að meðhöndla alla sjúklinga á Sogni nema geðveika afbrota- menn. Reglan hlýtur að hljóða eitthvað á þessa leið: „Sveitarstjórn Ölfus- hrepps heimilar Byggingarnefnd að samþykkja breytingar innan- húss á Sogni ef fyrirhuguð er meðferð sjúklinga annarra en geð- sjúklinga sem gerst hafa brotlegir við lög." Það er auk þess augljóst að sveitarstjórn treystir ekki heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu fyrir því að standa að fyrirhugaðri starfssemi að Sogni þannig að íbú- ar Ölfushrepps geti verið öruggir um_ líf sitt og limi. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að raunveruleg ástæða fyrir því að sjálfstæðismenn lögðu það til í Byggingarnefnd að fyrir- huguðum breytingum innanhúss á Sogni yrði hafnað væri gífurlegur þrýstingur frá íbúum á nærliggj- andi bæjum. Þessi mikli þrýstingur hefur gert það að verkum að sveit- arstjórnarmeirihlutinn hefur ekki treyst sér til þess að afgreiða umsókn ráðuneytisins með eðlileg- um hætti. Sveitarstjórnin hefur ákveðið að skýla sér á bak við Byggingar- nefnd og „ósamþykkt" Svæðis- skipulag. Það væri miklu heiðar- legra að lýsa því yfír að óheimilt sé að vista geðveika afbrotamenn í Ölfushreppi. Hér virðist kjarkinn vanta! Höfundur er formaður félagsmélanefndar Ölfushrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.