Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUPAGUR 29. OKTÓBER 1991 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurbjörn Einarssoh biskup og frú Magnea Þorkelsdóttir ásamt Jóhannesi Pálmasyni formanni sóknarnefndar og séra Karli Sigurbjörnssyni og séra Ragnari Fjalari Lárussyni. Orgelsjóður Hallgrímskirkju: Biskupi afhent gjafabréf FIMMTUGASTA Hallgrímsmessan var sungin í Hallgrímskirkju á sunnudaginn var. Við það tækifæri var herra Sigurbirni Einars- syni biskupi afhent gjafabréf sem bárust orgelsjóði kirkjunnar 30. júní, á áttugasta afmælisdegi biskups. Gjafabréfin sem biskupi voru færð voru á þriðja hundrað enda var mikið fjölmenni í Hallgríms- kirkju á afmælisdegi biskups í sumar. Hann hafði beðið fólk að gefa í orgelsjóð frekar en færa sér blóm eða gjafir. Alls söfnuð- ust" á sjötta hundrað þúsund til orgelsins þennan dag og er talið að á bak við þau rúmlega 300 bréf sem bárust séu þúsundir fólks. Fyrir þetta fé er hægt að kaupa rúmlega 200 pípur af 5.200 pípum orgelsins. Þegar Sigurbjörn varð sjötugur bárust gjafir til kaupa á predikun- arstól fyrir Hallgrímskirkju. Stóll- inn er ekki kominn upp ennþá en til stendur að hann verði kominn upp í lok næsta árs um leið og pípuorgelið verður vígt. Á sunnudaginn var kirkjudagur Hallgrímskirkju haldinn hátíðleg- ur í fimmtugasta sinn, en söfnuð- urinn varð fimmtugur í fyrra. 27. október er dánardagur Hallgríms Péturssonar og það voru Sigur- björn og séra Jakob Jónsson, fyrstu prestar safnaðarins, sem komu Hallgrímsmessu á fyrir fimm tugum ára. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Olíufélögin hætti flutn- ingum um Reykjanesbraut I ALYKTUN sem samþykkt var samhljóða á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum um helgina kom fram hörð gagnrýni á olíufélögin vegna flutninga þeirra á bensíni og olíum eftir Reykjanesbraut- inni. Var þeim tilmælum beint til olíufélagana að þau hættu þessum flutningum strax og kæmu sér upp birgðaaðstöðu í Helguvík. Um Reykjanesbrautina, frá Hafnarfirði að Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar, fara nú um 80.000 tonn af flugvélabensíni. Um þessa flutnings segir m.a. í ályktuninni: „Aðalfundur SSS lýsir yfir miklum áhyggjum sínum vegna skilnings- leysis forsvarsmanna olíufélag- anna sem halda enn uppi stans- lausum akstri á bensíni og olíum eftir Reykjanesbrautinni þrátt fyr- ir tíð óhöpp og slys ... Aðalfundurinn krefst þess af olíufélögunum að þessum flutning- um um Reykjanesbrautina verði hætt og aðstöðu komið upp í Helguvíkurhöfn fyrir það eldsneyti sem afgreitt er vegna starfsemi á Suðurnesjum." Guðjón Guðmundsson fram- kvæmdastjóri SSS segir að þetta hafi verið baráttumál lengi hjá sambandinu, einkum vegna slysa- og mengunarhættunnar sem fylgi akstri þessum. „Þar að auki skap- Takmörkun á háskólamennt- uðu fólki leysir engan vanda - segir Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla íslands HASKÓLAREKTOR, Sveinbjörn Björnsson, stjórnaði í fyrsta sinn háskólahátíð á laugardaginn. Hann koin víða við í ræðu sinni og sagði meðal annars að Háskólinn myndi ekki nýta sér ótilneyddur heimild til að innheimta innritunar- og efnisgjöld af stúdentum, rúmlega 17 þúsund kr. af hverjum og einum. Rektor ræddi um starfsmögu- leika háskólamenntaðs fólks og sagðist óttast að ef ekki kæmi til fjölbreyttara atvinnulíf hér á landi myndi háskólamenntað fólk leita til útlanda þar sem laun væru hærri og meiri not fyrir fólk með háskólamenntun. „Ég hef meiri áhyggjur af þess- um vanda en straumi fólks hingað til lands, þegar við tengjumst evr- ópsku efnahagssvæði. Við sjáum dæmi um þennan vanda allt í kring um okkur... Takmörkun á fjölda háskólamenntaðra manna hér á landi væri skammsýn lausn sem engan vanda leysir," sagði rektor. I máli hans kom fram að 5.230 stúdentar hefðu innritað sig í Há- skóla íslands í haust og hefði þeim fjölgað um 935 frá því haustið 1988, eða um 312 á ári en raunfjár- veitingtil skólans hafi ekki hækkað undanfarin fjögur ár. í fjárlaga- frumvarpi næsta árs sé enn gert ráð fyrir svipuðum útgjöldum og í fjárlögum þessa árs, en raunfjár- veitingin sé lækkuð um 90 milljónir. Háskólanum er ætlað að inn- heimta af stúdentum þennan mun með innritunar- og efnisgjöldum. ' Háskólinn innheimtir um 7.700 kr. í skrásetningargjald af stúdentum á ári. Af því fær skólinn sjálfur 2.000 kr. en 5.700 kr. renna til Félagsstofnunar stúdenta og Bygg- ingasjóðs Stúdentagarða (57%) og til starfsemi Stúdentaráðs (43%). „Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að til viðbótar þessu gjaldi innheimti Háskólinn nú rúmar 17 þúsund krónur á ári í „innrítunar- og efnisgjöldum" til þess að standa undir hluta rekstrarútgjalda skól- ans. Alls eru Háskólanum ætlaðar 99 milljónir kr. frá um 5.100 stúd- entum eða rúmar 19 þúsund kr. frá hverjum þeirra. Háskólinn hef- ur varað við að leggja inn á þessa braut til að ná endum saman í rekstri skólans og hann mun ekki nýta sér þessa heimild ótilneydd- ur," sagði rektor sem taldi grund- vallarbreytingu á viðhorfum til skólamála felast í þessum hug- myndum auk þess sem þeim fylgi aukin hætta á mismunun eftir efna- hag námsmanna. Rektor ræddi málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna og sagði að öllum ætti að vera ljóst að í því máli hlyti samúð Háskólans að vera með málstað stúdenta, enda hljóti framsýni að ráða gerðum með það að markmiði að sjóðurinn veiti tækifæri til náms óháð efnahag líkt og verið hefur. Hann vék einnig að stúdents- prófinu og benti á að lengi vel hefðu innan við 30% af hverjum árgangi lokið stúdentsprófi en nú væri um 70-80% hvers árgangsj framhalds- skólum. Hann taldi Ijóst að hefð- bundið háskólanám hentaði ekki öllum þessum fjölda. „Vandi Há- skólahs felst hins vegar í því að samræmi í kennslu til stúdents- prófs og einkunnum er orðið lítið, og því verður ekki treyst, að í stúd- entsprófi felist nægur undirbúning- ur til þess að hefja nám með þeim hætti, sem Háskólinn telur sér skylt að krefjast," sagði rektor. Hann sagði að ef nauðsynlegt væri að takmarka fjölda stúdenta ætti fremur að beina þeim frá sem hafa litla námsgetu en þeim sem búa við bágan efnahag. Einnig nefndi hann hugsanlegt könnunar- próf á vegum Háskólans sem lagt yrði fyrir þá nemendur sem hyggðu á nám við skólann. Niðurstöðurnar yrðu hafðar til hliðsjónar ásamt stúdentsprófi þegar metið er hvort undirbúningsmenntun stúdentsins er nægileg eða heppileg fyrir þá námsbraut sem hann ætlar í. Rektor fagnaði að lokum áhuga og skilningi sem menntamálaráð- herra hefur sýnt á Þjóðarbókhlöð- unni og að í fjárlagafrumvarpinu eru ætlaðar 335 milljónir til næsta áfanga. „Eg hef áður lýst því, að með Þjóðarbókasafni munu verða straumhvörf í kennslu og rann- sóknum við Háskólann og bylting í aðstöðu nemenda til náms. Jafn- framt mun þjóðinni allri opnast brunnur fróðleiks, sem hún getur ausið úr sér til endurmenntunar," sagði rektor. ar umferð þessara stóru bíla óþarfa álag á brautina sjálfa," segir Guðjón. ----------»-?-•---------- Tilbúnir til viðræðna um málið - segir Kristinn Björnsson for- stjóri Skeljungs „Við erum tilbúnir til viðræðna um málið og höfum verið það lengi en forráðamenh sveitarfé- laga á Suðurnesjum hafa enn ekki látið verða af þeim viðræð- um," segir Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs í framhaldi af ályktun sem gerð var á aðal- fundi SSS um fyrirkomulag olíuflutninga til Keflavíkur. „Okkur stóð til boða í fyrra að koma upp birgðaaðstöðu í Helguvík en urðum þá að láta það mál frá okkur af hag- kvæmniástæðum en það stendur eftir sem áður að við erum reiðubúnir að ræða fyrirkomu- lag á flutningum þessara farma suðui- lil Keflavíkur." í máli Kristins kemur fram að Skeljungur og Olíufélagið hafi um tuttugu ára skeið yerið að byggja upp aðstöðu sína í Örfirisey. Skip- in sem komi með olíufarma að vestan séu yfirleitt með blandaða farma, það er flugvélabensín, venjulegt berisín og jafnvel gasolíu saman í einu skipi og því sé mikið hagræði í því að geta losað skipin í einni höfn. „Og það má benda á að við keyrum farma víðar en til Keflavíkur frá Reykjavík, éins og á Akranes og í Borgarnes, en ef um lengri leiðir er að ræða notum við olíuskip okkar Kyndil," segir Kristinn. Norræni þróunarsjóðurinn: Tvö skip fyrir Malavi smíð- uð í Slippstöðinni á Akureyri „ÍSLENDINGAR greiða ákveðið framlag í Norræna þróunarsjóð- inn, sem nemur 1% af ráðstöfunarfé hans. A næstunni verða tvö skip fyrir fiskveiðiverkefni í Malavi smíðuð í Slippstöðinni á Akur- eyri og að auki er líklegt að íslenskir sérfræðingar vinni að ráð- gjöf við stjórnun fiskveiða í Chile," sagði Björn Dagbjartsson, for- stöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar íslands og varamaður í sljórn Norræna þróunarsjóðsins. Norræni Þróunarsjóðurinn, sem er í eigu Norðurlandanna, hélt stjórnarfund í Reykjavík í Iok síð- ustu viku. Nú hefur verið ákveðið að hann fjármagni hluta af fisk- veiðiverkefni í Malavi, í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Is- lands og Alþjóðabankann. Sjóður- inn greiðír vélar og búnað í rann- sóknarskip, sem Þróunarsamvinn- ustofnunin greiðir að öðru leyti. Þetta skip verður byggt í Slippstöð- inni á Akureyri, en að auki mun Norræni þróunarsjóðurinn fjár- magna eitt fiskiskip að fullu. Miðað er við að það skip verði einnig byggt i Slippstöðinni, enda byggt að mestu eftir sömu teikningu og rannsóknaskipið. „Slippstöðin átti lægsta tilboð í smíði þessara báta og á að ljúka smíði þeirra í vet- ur," sagði Björn. „Þetta eru 17 metra langir bátar, um 40-50 tonn hvor. Smíði þeirra kostar 110 millj- ónir, en þar af greiðir Þróunarsam- vinnustofnunin þriðjung." Á stjórnarfundinum var ákveðið, að leggja fé í verkefni, sem snýr að stjórn fiskveiða í Chile. Sjóður- inn mun fjármagna þar ráðgjafa- þjónustu og kaup á búnaði í sam- vinnu við Norræna fjárfestinga- bankann. Samtals leggja þessir aðilar fram 6,5 milljónir dollara til verkefnisins, eða um 400 milljónir króna. Björn sagði að íslendingar muni annast undirbúning að þessu verkefni og hafi samið tillögur, sem verði grundvöllur aðgerða Chile- stjórnar á sviði fiskveiðistjórnunar. Mjög líklegt megi telja að um íslen- skan útflutning á hugviti og bún- aði geti orðið að ræða í tengslum við þetta verkefni. „Þetta gæti skapað verkefni fyrir íslenska ráð- gjafa," sagði Björn. „Ég tel mjög heppilegt að íslendingar taki virk- an þátt í þessu, enda leggjum við fram fé til þessara verkefna hvort eð er." Starfsemi Norræna þróunar- sjóðsins hófst fyrir rúmum tveimur árum, en hann fjármagnar verk- efni í fátækum þróunarlöndum með hagstæðum lánum. Meðal slíkra verkefna eru vatnsborun í Botswana,_ rafvæðing í Moz- ambique, Uganda og Bólivíu, vega- gerð í Laos og skógrækt í Indónes- íu. Framlag Islendinga til sjóðsins nemur 80 milljónum króna á fimm ára tímabili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.