Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 25
MOKGUNBI.AÐIÐ þriðjudagur 29. OKTOBER 1991 Ktí 25 Morgunblaðið/KGA Ragnar Hall borgarfógeti ávarpar fundinn. Á myndinni má einnig sjá frá vinstri Jóhannes Gunnars- son, formann Neytendasamtakanna, Mariu E. Ingvadóttur, varaformann Neytendasamtakanna, Erlu Þórðardóttur, félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg, Tryggva Axelsson, lögfræðingur í viðskiptaráðuneyt- inu og Sólrúnu Halldórsdóttur, viðskiptafræðing Neytendasamtakanna. Opinn fundur Neytendasamtakanna um fjármál heimilanna: Landakotsspítali: Yfir 90% sjúklinga ánægð með hjúkrunarþjónustuna YFIR 90% sjúklinga á Landakotsspítala eru ánægð með þá hjúkrunar- þjónustu sem veitt er á sjúkraliúsinu. Þetta kemur fram í viðhorfs- könnun sjúklinga til gæða hjúkrunarþjónustunnar sem unnin var á spítalanum í vor en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu hjúkrunarfélaga, Hjúkrun ’91, sem haldin var á Hótel Sögu um helg- ina. Að sögn Ingibjargar Sigmunds- dóttur, hjúkrunarframkvæmda- stjóra, sem umsjón hafði með gerð könnunarinnar, voru þrír mismun- andi spurningalistar lagðir fyrir sjúklinga, einn á legudeild, annar á barnadeild en þriðji á dag- og göngudeildum. Alls voru 356 spurn- ingalistar afhentir en svör bárust við 272, eða um 75%. „Niðurstöðurnar voru mjög góðar en í ljós kom að yfir 90% sjúklinga eru afar ánægð með þá þjónustu sem veitt er á Landakoti. Það kom hins vegar í ljós að það þarf að undirbúa útskrift af sjúkrahúsum betur t.d. með aukinni fræðslu, nú þegar alltaf er verið að stytta legu- tímann,” sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að komið hafi í ljós að tæp 20% sjúklinga hafi ekki fundist heimkoman eins og þau bjuggust við. Sjúklingarnisr hafi átt í erfiðleikum með ýmsar daglegar athafnir og fundið fyrir meiri van- líðan en þeir áttu von á, þegar heim var komið. Ingibjörg segir að þetta mætti bæta með aukinni sjúklinga- fræðslu. Bú 435 einstaklinga tekin Si til gjaldþrotaskipta í ar ByMjng ráðstefnu- NEYTENDASAMTÖKIN efndu til opins fundar um helgina þar sem fjármál heimilanna voru til umræðu undir nafninu „Hvers vegna eru gjaldþrot svo mörg”. Þar kom m.a. fram að afleiðingar gjaldþrots geta verið mjög alvarlegar og að yfirleitt fáist lítið upp í gjaldþrot. Ragnar Hall borgarfógeti og Erla Þórðardóttir félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, ræddu um stöðuria í dag. Ragnar Hall lýsti gjaldþrotum og hvernig þau mál beri upp hjá þeim sem um þau fjalla. í máli hans kom m.a. fram að 10-15% beiðna um gjaldþrotaskipti komi frá sjálfum aðilunum en hin 85-90% frá kröfu- höfum. Það sem af sé þessu ári hafi 601 bú verið tekið til gjaldþrota- skipta, þar af 435 bú einstaklinga. Þetta sé 157 búum færra en á sama í fyrra. Ástæðan fyrir þessari fækkun gæti verið sú, að 1. september hafa þeir sem óska eftir gjaldþroti orðið að leggja fram 150 þúsund króna tryggingu, sem ekki sé endurgreidd nema nægilegar eignir séu að finna í viðkomandi búi. Erla Þórðardóttir talaði um félags- legar afleiðingar gjaldþrota á fólk. Hún sagði að mun meiri stuðningur við ijölskyldur væri nauðsynlegur en nú væri í boði. Sagði hún að í gjald- þrotum einstaklinga væri um miklu lægri upphæðir að ræða en hjá fyrir- tækjum eða félögum, en félagslegar afieiðingar væru engu að síður enn meiri. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Gunnþór Guðmundsson og kona hans Ingveldur Björnsdóttir á heim- ili þeirra. Hvammstangi: Spakmæli og þankabrot húnvetnsks bónda á bók Hvammstanga. „ÉG HEF aldrei getað neitað mér að hugsa,” segir Gunnþór Guðmunds- son, fyrrum bóndi í Dæli í Víðidal, en Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefið út bók eftir Guðmund, sem ber heitið Óðurinn til lífsins — Spak- mæli og þankabrot., bók sem í útliti og ekki síst að innihaldi minnir á íslenskar útgáfur fyrri alda spekinga. Morgunblaðið sótti Gunnþór lieim, en hann býr nú í snotru húsi, sem iiann og kona hans, Ingveldur Björnsdóttir hafa byggt sér á Hvammstanga. Gunnþór sagðist hafa í nokkur ár hripað niður hugleiðingar. Bókin kom út í vor og sagð Gunnþór, að við- brögð við henni hefði orðið mun meiri en hann hafði geta gert sér vonir um. Bókin var m.a. kynnt af Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu á heilsuvikum á Reykhólum og hefðu ýmsir haft samband við sig frá þeirri dvöl. Bókin, sem prentuð er hjá Hörpuútgáfunni á Ákranesi, fæst í bókaverslunum. Óðurinn til lífsins er ekki fyrsta bók Gunnþórs, því fyrir nókkrum árum kom út bókin Ilorft til nýrrar aldar, sem eru hugleiðingar um ástandið í heiminum. Gunnþór hefur kynnt sér ýmsar stefnur í þjóðmálum og trúmálum. Hann hefur sent frá sér greinar og ljóð í ýmis tímarit. Er þessi hálfáttræði bóndi þannig viðsýnni og ferskari í hugsun, er margur hyggur. Einnig ræktai Gunnþór heilsu sína með sundi og gönguferðum. Aðspurður sagð Gunnþór að ekki vær von á bók frá sér í bráð, þó gæti allt gerst. Karl.- miðstöðvar skoðuð STARFSHÓPUR á vegum samgöngu- og fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur verið skipaður til að kanna hvort grund- völlur sé fyrir byggingu ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík þar sem unnt verður að taka á á móti 350-1.000 ráðstefnugestum í einu. Eru þessar hugmyndir í tengslum við áætlanir þessara aðila um lengingu ferðamannatímabilsins. Sólrún Halldórsdóttir viðskipta- fræðingur Neytendasamtakanna ræddi um lán. Hún sagði orsök gjald- þrota vera m.a. að greiðslugeta lán- taka væri ofmetin og að alltof há lán væru tekin í of skamman tíma. Hún sagði að um síðustu áramót hefðu íslensk heimili skuldað um 172 millj- arða króna. Einnig lagði hún áherslu á nauðsyn fjárhagsráðgjafar fyrir heimili. Jón Magnússon formaður Neyt- endafélags höfuðborgarsvæðisins og Tryggvi Axelsson lögfræðingur í við- skiptaráðuneytinu töluðu um hvemig fækka ætti gjaldþrotum einstakl- inga. í máli Jóns Magnússo'nar kom m.a. fram nauðsyn greiðsluaðlögun- ar, þ.e. að fólk gæti snúið sér til skiptaréttar sem gæti heimilað greiðsluaðlögun sem yrði til þess að fækka gjaldrotum. Fólk fengi tæki- færi til þess að greiða skuldir sínar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra, Markús Örn Antonsson borgarstjóri og fulltrúar úr fjár- málaráðuneyti funduðu um málið í gær. „Við viljum átta okkur á því fyrir hve marga menn slík ráð- stefnumiðstöð myndi verða og fyr- ir hveija hún yrði reist. Athugunin verður gerð í samráði við þá sem starfa að ferðamálum. Hugmyndin er með öðrum orðum að safna sam- an þeim upplýsingum sem til eru um nauðsyn slíkrar ráðstefnumið- stöðvar,” sagði Halldór. Hann sagði að tilgangur starfs- hópsins væri að meta starfsskilyrði ferðaþjónustunnar hér á landi. Spurningin væri með hvaða hætti unnt yrði að bæta samkeppnis- stöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Hann sagði að starfshópurinn ætti að skila af sér áliti sem allra fyrst. MAZDA „E“ bílamir em tilvalin lausn á flutningaþörf flestra fyrir- tækja og einstaklinga. Þeir em sér- lega rúmgóðir, þýðir og léttir í akstri og fást í tveim útgáfum sem pallbílar eða sendibflar. Hægt er að velja milli bensín- eða dieselvéla, sendibílamir em með vökvastýri og læstu afturdrifi og fást einnig með ALDRM. Við eigum til afgreiðslu strax nokkra af þessum afbragðsbílum á mjög hagstæðu verði. Pallbíll frá kr. 843.000 ánVSK kr. 1.050.000 m/VSK Sendibíll frá____________ kr. 988.000 ánVSK kr. 1.230.000 m/VSK Öll verð em staðgreiðsluverð og innifela ryðvöm og skráningu. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúsiega ailar nán- ari upplýsingar. 5<5^3UrU l 6^9T7o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.