Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 27 Júgóslavneski sambandsherinn segir Dubrovnik enn vera skotmark þar sem Króatar, sem eru umkringdir í hinni fornu hafnarborg neiti að gefast upp. Um 50.000 manns eru enn umkringd í borginni eftir aö 1.200flóttamenn komust úr herkvínni meb skipi um SVART- FJALLA- LAND Virovitica Útvarpið I Króatíu segir herþotur sambandshers- ins hafa gert árásir á Virovitica en um hana liggur eini opni vegurinn miili Zagreb og austurhluta rfkisins. • Vukovar Ákafir bardagar standa enn. Herinn hefur setið um Vukovar og gert fjölda árása á borgina frá þvi í september. Utanrikisráðherra Króatiu, Zvonimir Separovic segir að 5.000 manns hafi látið Iffið í Króatíu frá því að lýst var yfir sjálfstæði landsins i júní. Reuler Sovétríkin: Skýrt frá kjamorku- slysi fyrir sex árum Moskvu. Reuter. FJOLMIÐLAR í Sovétríkjunum kanna æ fleiri leyndarmál og blað verkalýðshreyfingarinnar, Trud, sagði á föstudag að tíu manns hefðu farist fyrir nokkrum árum er sprenging varð í kjarnorku- kafbát í Shkotovo-flotahöfninni Atburðurinn varð að sögn blaðs- ins 10. ágúst árið 1985. Ætlunin var að skipta um eldsneyti í kjarna- ofni bátsins er ofnhlífin rauf skyndilega varnargrind utan um kjarnann. Mikil sprenging varð og ofninn, sem var tonn að þyngd, hafnaði um hundrað metra frá bátsflakinu. Geislavirk efni sluppu út í loftið og sjóinn. Að minnsta kosti tíu fórust við sprenginguna, að sögn Trud, og fundust líkam- á Kyrrahafsströndinni. sleifar þeirra á víð og dreif um hafnarsvæðið. Mennirnir sem unnu við að slökkva eldinn er braust út við sprenginguna urðu fyrir hættu- legri geislun. Tekið var þagnarheit af öllum viðstöddum. Brakinu úr bátnum ásamt gríðarmiklu af geislameng- uðu malbiki og mold var komið fyrir í afskekktum gryfjum í hæð- um nálægt íbúðarhúsum starfs- manna hafnarinnar. ■ MOSKVA - Þing Mið-Asíu- lýðveldisins Túrkmenístan lýsti á sunnudag yfir sjálfstæði frá Sovét- ríkjunum eftir að yfirgnæfandi meirihluti hafði greitt atkvæði með aðskilnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisyfirlýsingin tók þegar gildi. Rússland og Kazakhstan eru einu lýðveldin sem hafa ekki sagt skilið við Sovétríkin. ■ TÓKÝÓ — Kiichi Miyazawa var á sunnudag kjörinn leiðtogi Fijálslynda lýðræðisflokksins, sem farið hefur með völdin í Japan í 36 ár. Hann fékk 285 atkvæði af 496 í leiðtogakjörinu og búist er við að þingið skipi hann forsætis- ráðherra í næstu viku en ekki er talið að miklar breytingar verði á stefnu stjórnarinnar. ■ SAN FRANCISCO - Bill Graham, sem var þekktur fyrir að skipuleggja rokktónleika með mörgum af frægustu hljómlistar- mönnum heims, lést í þyrluslysi í San Francisco seint á föstudag. Hannvar sextugur þegar hann lést. Þingkosningarnar í Póllandi: Úrslitin reiðarslag fyrir stuðningsmenn Samstöðu Kjörsóknin aðeins 40% og þingsæti dreifast á marga smáflokka Varsjá. Reuter. FYRSTU aifrjálsu þingkosningarnar í Póllandi, sem fóru fram á sunnu- dag, voru mikið áfall fyrir Samstöðu, því fram kom almenn óánægja með efnahagsþrengingarnar í landinu undir hennar sljórn undanfarin tvö ár. Kjörsóknin reyndist mun minni og þingsætin dreifðust á fleiri flokka en gert hafði verið ráð fyrir, jafnvel í svartsýnustu spám. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum neyttu aðeins 40% kosningaréttar síns og að minnsta kosti 19 flokkar fengu menn kjörna i neðri deild þings- ins, þar af sex færri en tíu þingmenn. í áttunda sæti. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að Samstöðuflokkarnir ættu að mynda nýja samsteypustjórn til að afgreiða lög sem gæfu Lech Walesa umboð til að boða til nýrra kosninga, þar sem tryggt yrði að þingsætin dreifð- ust ekki á of marga flokka. Walesa hefur gagnrýnt kosninga- löggjöfina og sagt að hún 'sé aðeins smáflokkum í hag. Á meðal flokka sem fengu menn kjörna á þing er Flokkur bjórvina, sem fær 3,2% og 14 þingmenn, samkvæmt spánum. ■ HAMBORG - Þýska lögregl- an stöðvaði um helgina útflutning á tveimur sovéskum skriðdrek- um og öðrum búnaði til ísraels. Var sendingin frá þýsku leyniþjón- ustunni og ætluð ísraelsku leyni- þjónustunni Mossad. Norbert Schá- fer, aðstoðartalsmaður ríkisstjórn- arinnar, sagði að skriðdrekarnir voru úr vopnabúri Austur-Þjóð- veija. Leyniþjónustan hefði fengið hergögnin frá varnarmálaráðun- eytingu. Scháfer sagðist ekki líta þetta atvik alvarlegum augum. „Það er fullkomlega eðlilegt að vinveittar leyniþjónustur skipt- ist á vopnum í rannsóknartil- gangi,” sagði hann. „Menn vilja ekki að slíkt fari mjög hátt en það er einnig eðlilegt. Þess vegna sagði í útflutningsskýrslum að um land- búnaðarvöru væri að ræða.” Fyrir kosningarnar höfðu skoð- anakannanir gefið til kynna að um helmingur atkvæðisbærra Pólveija myndi ekki fara á kjörstað til að sýna óánægju sína með minnkandi tekjur, vaxandi atvinnuleysi og þrengingar vegna umbótastefnu stjómarinnar. Samkvæmt tölvuspám, sem byggðar voru á skoðanakönnunum við kjörstað, var fræðilegur mögu- leiki á því að flokkar sem styðja Samstöðu fengju meirihluta í neðri deildinni. Samstöðuflokkarnir fengju um 230 þingmenn á móti 200 þing- mönnum kommúnista og annarra hreyfínga sem hafa lagst gegn um- bótastefnu stjórnarinnar. Hins vegar virtust litlar líkur á að hægt yrði að mynda samsteypustjórn, sem gæti haldið áfram umbótum í átt til frjáls markaðsbúskapar, vegna póli- tísks ágreinings og persónulegs rígs forystumanna flokkanna. Lýðræðissamband Tadeusz Mazowieckis, fyrrverandi forsætis- ráðherra, varð stærsti flokkurinn, samkvæmt tölvuspánum, en fékk aðeins 14,5% atkvæða. Búist hafði verið við að flokkurinn fengi 20-23% atkvæða. Næstir komu Lýðræðisbandalag vinstrimanna, sem forystumenn kommúnistaflokksins fyrrverandi stofnuðu, og Bændaflokkurinn, sem hafði náin tengsl við kommúnista er þeir voru við völd fyrir 1989. Þessir flokkar fengu 9,6% atkvæða hvor. Á eftir þeim kom Miðjubanda- lag borgaranna, sem styður Sam- stöðu, með 9,1%. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að úrslitin sýndu að Samstáða gæti ekki haldið umbótastefnu sinni til streitu. Jan Krzysztof Bielecki for- sætisráðherra lét svo um mælt að kjósendur hefðu „hafnað markaðs- búskapnum að hluta”. Ljóst væri að stefna stjórnarinnar hefði vakið „andúð í samfélaginu”. Bielecki er1 leiðtogi Fijálslynda lýðræðisþings- ins, sem varð í sjöunda sæti með 7,6% atkvæða. Verkalýðssamtökin Samstaða fengu aðeins 5,5% og urðu Fiskveiðar í EB: Þrýst á um stækkun möskva Lúxemborg. Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins og Piet Bukman land- búnaðarráðherra Hollands sem er í forsæti sjávarútvegsráðherra EB komu sér í gær saman um tillögur um stækkun möskva í netum sem notuð eru við veiðar á miðum EB-rílcja. Samkvæmt tillögunum verður möskvastærð neta aukin úr 90 mm í 100 mm í júlí 1992 og í 110 mm frá ársbyijun 1995. Til samanburðar er nefnt í fréttinni að í Kanada sé leyfð lágmarksmöskvastærð 130 mm en 150 mm við ísland. Manuel Marin, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn EB, hafði lagt til að möskvarnir yrðu þegar stækkaðir í 120 mm. Einnig yrði notkun rekneta lengri en 2,5 km bönnuð. Enn hefur ekki náðst samkomulag um takmörkun á notk- un rekneta. Ráðherraráð EB þarf að samþykkja tillögurnar svo þær verði að veruleika. Sjávarútvegsráð- herrarnir funduðu í gær og var hart lagt að þeim að ná samkomulagi fyrir nóttina. Ástæðan fyrir tillögum Marins er gífurleg ofveiði á miðum Evrópu- bandalagsins. Óttast er að þorski og ýsu verði allt að því útrýmt ef ekkert verður að gert. Framkvæmd- astjórnin hefur beitt þrýstingi til að aðgerðir til vernunar fískistofna verði samþykktar áður en árleg kvó- taúthlutun fer fram í desember næstkomandi og ekki síðar en á næsta ári þegar endurskoðun sam- eiginlegrar sjávarútvegsstefnu EB er á dagskrá. I N N í 2 1. Ö L D I N A VEGABRÉF Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisróðherra bo&ar til almennra borgarafunda um EES- samninginn sem hér segir: ísafjörður, mónudaginn 28. okt. kl. 20:30 í Stjórnsýsluhúsinu. Vestmannaeyjar, fimmtudaginn 31. okt. kl. 20:30 ó Höfðanum. Sigluf jörður, föstudaginn 1 . nóv. kl. 21:00 ó Hótel Höfn. Húsavík, laugardaginn 2. nóv. kl. 1 1 :00 í félagsheimilinu. Dalvík, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00 í félagsheimilinu Víkurröst. Að loknu inngangserindi svarar ráðherrann spurningum fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.